Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Starfsmenn WOW air voru niðurlútir
að sjá þegar þeir mættu í höfuð-
stöðvar fyrirtækisins í Katrínartúni í
gærmorgun. Þegar blaðamaður
mætti í höfuðstöðvarnar rétt fyrir kl.
9 var búið að loka móttöku fyrir-
tækisins og starfsmannafundur var
að hefjast. Starfsmenn mynduðu þar
hring um Skúla Mogensen, eiganda
WOW air, sem hélt stutta ræðu. Að
ræðu lokinni heyrðist lófaklapp áður
en starfsmenn fóru á flug um skrif-
stofurnar. Hluti starfsmanna virtist
vera að pakka saman persónulegum
munum í pappakassa en einhverjir
virtust vera að vinna. Einhverjir
settust niður með kaffi til að spjalla
saman enda mikið búið að ganga á
hjá fyrirtækinu síðustu vikurnar.
Það mátti sjá nokkra starfsmenn
hálf-klökka á göngum fyrirtækisins
enda gríðarlega erfiður tími.
Skúli sagði í bréfi sem hann sendi
starfsfólki í gær að hann myndi aldr-
ei fyrirgefa sér að hafa ekki gripið til
aðgerða fyrr því það væri augljóst
hversu ótrúlegt flugfélag WOW air
hefði verið.
„Ég gæti ekki verið stoltari“
Af skilaboðum starfsmanna á sam-
félagsmiðlum að dæma er ljóst að
mikil tilfinningatengsl hafa náð að
myndast við fyrirtækið. Margir
starfsmenn hafa unnið hjá WOW air
frá stofnun fyrirtækisins. „Þetta var
gaman! Nú tekur eitthvað annað
við,“ segir einn starfsmaðurinn og
bætir við að hún sé ævinlega þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast því
frábæra fólki sem starfað hefði hjá
WOW air. „Þvílíkur baráttuhugur,
ég gæti ekki verið stoltari.“
„Það verður skrýtið að hitta
ykkur ekki á hverjum degi“
Annar starfsmaður segist orðlaus
og sorgmæddur. Þakklæti í garð
samstarfsfélaga er henni efst í huga.
Þakkar hún WOW air fyrir frábært
ferðalag og vinnufélögum fyrir
dásamlegt samstarf. Þeir væru henni
sem fjölskylda.
„Mér líður eins og ég hafi misst
náinn fjölskyldumeðlim, það verður
skrýtið að hitta ykkur ekki á hverj-
um degi, deila með ykkur sögum og
hlusta á ykkar – Ég sakna ykkar
strax.“
Fleiri starfsmenn tjáðu sig um fall
WOW air í gær. Meðal annars í at-
hugasemdum við færslur fyrrverandi
samstarfsmanna sinna. Þar er einnig
mest áberandi þakklæti fyrir sam-
starfið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kveðjustund Starfsmenn á skrifstofum WOW air komu saman til fundar með eiganda fyrirtækisins í hinsta sinn.
Vinnufélagar kvaddir í
höfuðstöðvum WOW air
„Mér líður eins og ég hafi misst náinn fjölskyldumeðlim“
Pakkað Margir starfsmenn virtust vera að pakka persónulegum munum.
Magnús Heimir Jónasson
Anna Sigríður Einarsdóttir
Jóhann Ólafsson
Áhyggjufullir flugfarþegar voru
mættir í höfuðstöðvar WOW air í
Katrínartúni fyrir hádegi í gær. Um
er að ræða útlendinga sem höfðu
áhyggjur af því að þeir komist ekki til
síns heima
Blaðamaður Morgunblaðsins var í
höfuðstöðvum WOW air og varð vitni
að því þegar Niraj Varia frá Banda-
ríkjunum kom til þess að reyna að
ræða við starfsfólk og fá svör við því
hvernig hann ætti að komast heim.
Varia var hér á landi ásamt fjölskyldu
sinni og vinafjölskyldu, sjö manns
samtals, og áttu þau öll flug til To-
ronto í Kanada. Hann sagðist ekkert
vita um framhaldið og bankaði í öng-
um sínum á dyrnar hjá móttökunni.
Varia elti starfsmann sem var á
leið inn um starfsmannainngang en
var stöðvaður og spurður hvort hann
væri með starfsmannapassa. Þegar
hann sagði starfsmanninum frá vand-
ræðum sínum var honum tjáð að það
væri ekkert hægt að gera á skrifstof-
unni og hann yrði að hringja til að fá
aðstoð. Hann gekk um höfuðstöðv-
arnar eftir þessi samskipti í leit að að-
stoð en endaði svo á að yfirgefa skrif-
stofurnar í uppnámi.
Varia tjáði blaðamanni á leiðinni út
að hann ætlaði sér að reyna að
hringja í von um að koma fjölskyld-
unni heim. Erlent par sem átti einnig
miða með WOW air var líka mætt í
höfuðstöðvarnar í leit af svörum en
þau vildu ekki ræða við fjölmiðla.
Nokkur þúsund manns áttu bókað
flug með WOW air til og frá landinu í
gærnótt og í gær. Starfsfólk Isavia á
Keflavíkurflugvelli gekk um og
hengdi upp tilkynningar með upplýs-
ingatexta á íslensku og á ensku víðs-
vegar um flugvöllinn fyrir farþega
WOW air.
Töluverð röð myndaðist framan við
skrifstofu Icelandair á Keflavík-
urflugvelli af fólki sem ætlaði að taka
tengiflug með WOW air til Banda-
ríkjanna og ekki frétti af gjaldþroti
flugfélagsins fyrr en komið var til Ís-
lands.
„Þetta er hræðilegt,“ sagði eldri
maður, Jim, sem beið í röðinni. Hann
kom með flugi frá Manchester og ætl-
aði að taka tengiflug með WOW air til
Bandaríkjanna.
„Maður ætlaði að fljúga með WOW
air út af lágu fargjöldunum og svo
gerist þetta. Ég veit ekkert hvað ger-
ist næst,“ sagði hann og var aug-
ljóslega í nokkru uppnámi.
Strandaglópar í leit að svörum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Örvænting Bandaríkjamaðurinn Niraj Varia gekk um
höfuðstöðvar WOW í leit að svörum í gærmorgun.
Farþegar með flug frá Íslandi mættu í höfuðstöðvar WOW air Tvær fjölskyldur með flug til
Toronto strandaglópar Farþegar sem áttu tengiflug til Bandaríkjanna mynduðu röð hjá Icelandair
Morgunblaðið/Anna Sigríður
Biðröð Farþegar sem voru fastir á Leifsstöð mynduðu
röð hjá upplýsingaborði Icelandair í leit að flugi.
Samgöngustofa (samgongustofa.is)
bendir farþegum WOW air, sem
komast ekki leiðar sinnar vegna
stöðvunar starfsemi félagsins, á að
kanna möguleika á flugi hjá öðrum
flugfélögum. Nokkur flugfélög buðu
farþegum WOW air aðstoð með því
að bjóða þeim svonefnd björgunar-
fargjöld sem gilda tímabundið.
Þeim sem keyptu flugmiða með
kreditkorti var bent á að hafa sam-
band við útgefanda kortsins til að
kanna hvort þeir fengju flugmiðann
endurgreiddan. Farþegar sem
keyptu alferð, flug með gistingu
o.fl., af evrópskum ferðaskipuleggj-
anda eiga rétt á heimflutningi á
grundvelli reglna um alferðir.
Icelandair setti í gær upp síðu
(icelandair.is/getmehome) þar sem
farþegum WOW buðust afsláttar-
kjör. Fargjald til og frá Evrópu var
60 bandaríkjadalir (7.340 kr.) án
skatta og gjalda og 100 dalir (12.233
kr.) til eða frá Norður-Ameríku án
skatta og gjalda. Þessi fargjöld
gilda fyrir farþega sem eiga bókaða
heimferð með WOW air til 11. apríl.
Þá ákvað Icelandair að flytja áhafn-
ir sem voru við störf erlendis heim
þeim að kostnaðarlausu. Auk Ice-
landair bjóða flugfélögin Easyjet,
Norwegian, Wizz air og XL Air-
ways farþegum WOW air sérstök
afsláttarkjör. Nánar má lesa um
það á heimasíðu Samgöngustofu.
Farþegar í pakkaferðum
Á heimasíðu Neytendastofu
(neytendastofa.is) kemur fram að
réttindi flugfarþega séu ólík eftir
því hvort flugferð er hluti af pakka-
ferð eða keyptur er stakur flugmiði.
Skipuleggjandi og smásali pakka-
ferðar beri sameiginlega ábyrgð á
að koma ferðamönnum á áfangastað
og til baka. Þeir sem keypt hafa
pakkaferð eða eru í pakkaferð, og
flughluti ferðarinnar er með flug-
félagi sem stöðvar rekstur, eiga að
snúa sér til þeirra varðandi frekari
upplýsingar.
Verði flugfélag sem sér aðeins
um flughluta pakkaferðar gjald-
þrota ber skipuleggjanda og smá-
sala skylda til að útvega ferðamönn-
um annað flug á áfangastað eða til
baka. Sé pakkaferð ekki hafin þegar
rekstur flugfélagsins stöðvast á að
breyta pakkaferðasamningi, ef það
má, eftir atvikum gegn afslætti á
verði ferðarinnar. Eins kemur til
greina að hætta við ferð gegn end-
urgreiðslu eða aflýsa ferð gegn
fullri endurgreiðslu. Ferðamenn
geta leitað upplýsinga hjá Neyt-
endastofu.
gudni@mbl.is
Boðið upp á björg-
unarfargjöld
Farþegar WOW air verða aðstoðaðir
Gjaldþrot WOW air