Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 ✝ Sigrún Aðal-bjarnardóttir fæddist í Halldórs- koti á Hvaleyri við Hafnarfjörð 8. desember 1923. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 19. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Þorgerður Kristín Jónsdóttir, f. 4. apríl 1879, d. 11. mars 1951, og Aðalbjörn Bjarnason, f. 24. apríl 1871, d. 27. júlí 1946. Sigrún var yngst níu systkina sem öll eru látin. Þau voru: Laufey, f. 4. ágúst 1903, d. 3. maí 1939; Jón Kol- beinsen, f. 29. júní 1905, d. 3. janúar 1912; Skarphéðinn, f. 19. ágúst 1907, d. 15. mars 1955; Bjarni, f. 6. desember 1908, d. 1. skóla Heiðars Ástvaldssonar um árabil og þau hjón voru um hríð í sýningarflokki nemenda Heiðars. Sigrún giftist Jóni Pálmasyni 1. apríl 1950. Jón var frá Hofi í Hörgárdal, f. 15. ágúst 1918, d. 31. ágúst 2003. Börn þeirra: 1) Þorgerður, f. 2. mars 1951. Maki: Steingrímur Þórðarson, f. 2. júní 1951. Börn: 1) Viðar Hrafn, f. 25. ágúst 1973. Maki Lena Karen Sveinsdóttir, f. 10. apríl 1973. Börn: Hrefna Mar- grét, f. 31. maí 2000 og Jakob, f. 17. október 2003 og 2) Sigrún, f. 22. mars 1980. Maki: Nikulás Árni Sigfússon, f. 8. janúar 1980. Börn: Sigfús Kjartan, f. 23. ágúst 2006, Steingrímur Orri, f. 8. október 2009 og Þor- kell Viðar, f. 17. september 2013. 2) Kjartan, f. 17. maí 1966, d. 24. júlí 1972. Sigrún bjó alla tíð í Hafnar- firði, lengstum á Ölduslóð 34 en síðustu æviárin á Hrafnistu. Útför Sigrúnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. mars 2019, klukkan 13. desember 1953; Elínborg, f. 9. ágúst 1912, d. 16. febrúar 1967; Þórdís, f. 22. desember 1914, d. 8. nóvember 1988; Jón Gunnar, f. 7. apríl 1917, d. 23. janúar 1978 og Ing- ólfur, f. 27. mars 1921, d. 11. júlí 1996. Sigrún lauk kennaraprófi árið 1944 og tók að auki fjölda námskeiða, innan- lands og erlendis, m.a. í ís- lensku- og stærðfræðikennslu, á árunum frá 1945 og fram yfir 1970. Hún hóf kennslu í Skóla Ísaks Jónssonar árið 1944 og kenndi þar til ársins 1998, í 54 ár. Sigrún stundaði nám í Dans- Það er mjög í anda afa Jóns að slá á fjölda pönnukaka sem amma Sigrún bakaði um ævina. Þær gætu hafa verið nálægt 60.912 en amma og afi buðu í pönnukökur á hverjum laugar- degi frá árinu 1978 þar til amma fór á Hrafnistu 2014. Það er ekki á neinn hallað þó því sé haldið fram að amma og pönnsurnar hafi verið límið í litlu fjölskyld- unni okkar. Þegar komið var fram á unglingsár, kom fyrir að erfitt væri að vakna eftir útstá- elsi á föstudagskvöldi, en það kom einhvern veginn aldrei til greina að skrópa í pönnsur. Og menn mættu ekki af skyldu- rækni heldur vegna þess að þeir vildu koma enda skynjaði maður það sama frá ömmu. Hún vildi gjarnan fá fólkið sitt og svífa svolítið yfir vötnum. Sjaldnast tranaði hún sér fram í samtölum en þegar boðin leystust upp og fólk færði sig til stofu eða krakk- ar út að leika og það myndaðist næði til að spjalla við ömmu eina, fann maður að hún naut þess að fylgjast með samræð- unum við borðið. Hún fylgdist til að mynda með gengi knatt- spyrnuliða, hélt oftast með lítil- magnanum og í því ljósi var kannski sérstakt að hún héldi með Chelsea fyrir tengdason sinn og FH fyrir barnabarn. Dyr ömmu stóðu sannarlega alltaf opnar. Fjölmargir nutu góðs af húsrýminu á Ölduslóð 34 og það var tæpast í gróðasjón- armiði sem þau leigðu út bæði kjallaraíbúð og ris. Þeim þótti gott að hafa fólk í kringum sig og ef amma kvartaði yfir leigu- tökunum, minni fjölskyldu til að mynda, var það helst vegna þess að hún heyrði ekki nógu mikið í þeim á milli hæða. Hún vildi gjarnan að það væri líf í húsinu og heyra óminn af tónlist. Amma lærði einmitt til tónlistarkenn- ara og spilaði bæði á orgel og gítar og þó ég hafi aldrei heyrt hana spila var ljóst að hún naut þess að hlusta á tónlist og syngja. Þegar ég sýndi tónlist áhuga á unglingsárum sendi amma mig til að kaupa gítar fyr- ir sig sem hún lánaði mér svo og vildi aldrei fá til baka. Afi og amma ferðuðust mikið alla tíð, og það voru einu skiptin sem pönnsur féllu niður þegar þau voru í siglingu. Eftir að afi dó árið 2003 langaði ömmu að halda áfram að ferðast, helst til sólarlanda því hún trúði því statt og stöðugt að sólin fyllti hana af orku til vetrartímans. Það var líklega rétt því ömmu varð afar sjaldan misdægurt. Fjölskyldan mín naut góðs af þessari sól- dýrkandi útþrá ömmu því við fórum með henni nokkur sumur í röð til sólarlanda og börnin mín, langömmubörnin hennar eiga fjölmargar dýrmætar minn- ingar af langömmu sinni á ferða- lögum. Viðar Hrafn Steingrímsson. Það eru hlýjar og góðar minn- ingar sem fara í gegnum hugann þegar ég hugsa til ömmu Sigrún- ar. Kynni okkar hófust haustið 1972 þegar ég nýútskrifaður kennari, stelpa að norðan, var að hefja kennslu í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Þá buðu Sigrún og Jón mér að búa á loftinu á Öldu- slóðinni með Þorgerði dóttur þeirra sem einnig kenndi við Öldutúnsskóla. Skemmst er frá því að segja að strax tóku þau mér sem dóttur og alla tíð síðan hafa tengsl fjölskyldu minnar við fjölskyldu Jóns og Sigrúnar ver- ið órjúfanleg. Þau voru amma Sigrún og afi Jón. Einstök er minning okkar um „pönnsurnar“ á laugardags- morgnum alveg frá 1978 og þar til amma Sigrún fór á Hrafnistu árið 2014. Þar söfnuðust fjöl- skyldur okkar saman í kringum eldhúsborðið á Ölduslóðinni þar sem fjörugar umræður urðu um atburði liðinnar viku. Amma Sig- rún veitti vel og virtist þekkja óskir hvers og eins, ekki síst barnanna í hópnum. Eftir að fjöl- skylda mín flutti norður fækkaði eðlilega daglegum samskiptum við fólkið á Ölduslóðinni en tengslin voru sterk. Símtöl og heimsóknir okkar suður eða þeirra norður viðhéldu tengslun- um og voru okkur alltaf tilhlökk- unarefni. Í suðurferðum okkar var auðvitað óhugsandi annað en að reyna að stilla því svo til að við gætum mætt í pönnsur á laugardegi. Árin liðu og þegar synir mínir fluttu aftur suður mættu þeir að sjálfsögðu í pönnsur með sitt fólk. Á þessum stundum kom vel í ljós hvað amma fylgdist vel með sínu fólki og gat spurt og spjallað við unga fólkið eins og hún hefði sjálf ver- ið þátttakandi í því sem á daga þeirra hafði drifið. Nú hafa aðrir tekið við og kalla til samveru í hennar anda. Einstök hlýja og jákvæðni ein- kenndi Sigrúnu og aldrei minnist ég þess að hún hafi hallað orði á nokkurn mann og með rólegu yf- irveguðu fasi sínu kallaði hún það góða fram í þeim sem hún umgekkst. Þessir eiginleikar hennar komu sér vel í kennara- starfinu en hún kenndi í 54 ár í Ísaksskóla. Það var einstakt að heyra hana ræða um kennsluna og í þeirri umræðu kom vel í ljós væntumþykja sem hún bar til nemenda sinna, elja hennar og jákvæð sýn á kennarastarfið. Ég minnist bunka af skriftarbókum inn á skrifstofu á Ölduslóðinni þar sem hún sat og gaf forskrift með sinni fallegu rithönd. Amma Sigrún og afi Jón voru einstaklega samhent hjón og áttu mörg áhugamál, s.s. ferða- lög til erlendra staða og veiði- ferðir innanlands og ekki má gleyma þátttöku þeirra í sýningarflokki Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar. Það var gef- andi að heyra þau segja af ein- lægum áhuga frá ferðalögum sínum og þá var frásögnin enn raunverulegri þegar myndir afa Jóns fylgdu með. Að leiðarlokum hef ég svo margt að þakka, það er of langt að telja það allt upp en hugsanir mínar flytja þér þær, elsku Sig- rún. Það var lán mitt og fólksins míns að hafa eignast ykkur sem aðra fjölskyldu og svo mikið er víst að þið voruð sem klettur í lífi okkar þegar á móti blés. Það fæ ég seint fullþakkað. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér á öðrum stað. María og fjölskylda. Elsku amma mín er horfin yf- ir móðuna miklu. Amma Sigrún verður alltaf stór hluti af hjarta mínu. Ég þekki ekkert annað en að hún sé einhvers staðar í ná- grenni við mig. Þegar ég fæddist bjó ég í húsi sem afi minn byggði að Ölduslóð 34. Ölduslóðin hefur verið fastapunktur sem tengir okkur fjölskylduna. Amma var höfuð fjölskyldunnar og hún var ekkert eins og aðrar ömmur. Amma kenndi mikið og því sá hún sér leik á borði að smala saman fjölskyldunni á laugar- dagsmorgnum í pönnsur. Alla laugardaga klukkan 11 mátti ganga að ömmu og afa vísum og allir velkomnir. Ég held bara að allflestir vinir mínir hafi komið í þetta dásamlega morgunkaffi. Alltaf hægt að bæta við stólum og pönnukökubunkinn kláraðist aldrei. Amma bauð alltaf ábót og þegar ég sagðist vera búin með þrjár sagði hún: Iss, við teljum ekki hér – fáðu þér fjórðu! Amma mín var einstök, hún gekk í gallabuxum þegar allar aðrar ömmur voru í pilsi og blússu. Hún keyrði jeppa og naut þess að sitja svolítið hátt og keyra hart. Ég man til dæmis einu sinni eftir því að pabbi og ég sáum hana á heimleið, hún á leið frá Ísaksskóla og við úr MH. Í stuttu máli stakk hún okkur af og var eflaust búin að láta renna í bað þegar við komum heim. Amma þekkti vini mína og lagði sig fram um að fylgjast með þeim og þekkti alla með nafni. Þegar enginn vissi hvernig Niku- lási, manninum mínum, gekk í fótbolta hafði amma lesið íþróttasíður blaðanna vandlega og vissi hver staðan var. Þannig var amma mín. Þegar ég eignaðist frumburð- inn minn var ég þeirrar gæfu að- njótandi að búa í sama húsi og hún, í sama risi og foreldrar mín- ir, þegar ég fæddist. Það er ómetanlegt fyrir unga móður að eiga ömmu á neðri hæðinni til að drekka morgunkaffi með og borða hafragraut með súru slátri og með kaffinu var svo nauðsyn- legt að fá sér einn Ópal-appels- ínuhnapp. Í þessu gula húsi með græna þakinu var svo gott að búa og hitta fólk. Amma hafði svo gam- an af veislum og þegar ég fékk að gista hjá ömmu og afa á laug- ardagskvöldum sem krakki söng amma gjarnan línurnar „það mun verða veislunni margt í“ þegar við tíndum saman eitt og annað í kvöldkaffið og afi bjó til afakakó og svo borðuðum við e.t.v. afganga úr pönnsunum frá því fyrr um morguninn. Amma vildi hafa líf í gula hús- inu og þegar ég hélt útskrift- arveislu þar vildi hún að það heyrðist eitthvað í fólkinu. Tón- listin var stillt hátt þannig að amma heyrði í fjörinu. Elsku amma, nú veit ég að þú ert komin til afa og þið eflaust búin að reima á ykkur dans- skóna, þessa sömu gullskó og ég dansaði í þegar ég var lítil við undirleik Mini-Pops í pönnsum. Amma, ég kveð þig með ljóð- inu sem pabbi þinn söng alltaf fyrir þig og er ástæða þess að þú fékkst nafnið þitt. Ljóshærð og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þig á! Veikur er viljinn, og veik eru börn. Alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn! Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt. Guð faðir gefi góða þér nótt! (Jón Thoroddsen) Sigrún Steingrímsdóttir. Ég man, þegar ég var um það bil ellefu ára, að ég hætti að kalla ykkur afa og ömmu. Ég kallaði ykkur Sigrúnu og Jón. Mér fannst skrýtið að kalla ykkur ömmu og afa eins og ég hafði alltaf gert, því við vorum ekki blóðskyld. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég man líka þegar ég var aðeins eldri þegar ég kall- aði þig ömmu aftur í fyrsta skiptið. Ég man hvar á Ölduslóð- inni þú stóðst og hvar ég stóð. Ég man hvað mér leið vel að kalla þig aftur ömmu. Löngu áður en ég vissi hver var hvað og hvern ætti að kalla hvað, og Steingrímur og Þor- gerður bjuggu í Svíþjóð, komu mamma og pabbi með mig, ný- fæddan, til ykkar á laugardög- um. Upp úr því bjugguð þið afi til fallegustu laugardagshefð sem ég veit um. Pönnsurnar. Fólk kom heim, flutti norður, fór utan, kom aftur, flutti, fór í skóla fór að vinna, börnin eign- uðust börn, urðu eldri og hvað ekki. Allir út um allt en alltaf voru pönnsur hjá ykkur á laugardagsmorgnum. Sama hvað hafði gengið á kvöldið áður, í tvær kynslóðir, bráðum þrjár, mættu allir í pönnsur á Ölduslóð 34. Ekki af því maður þurfti þess, heldur af því að maður vildi það. Því þar bjugguð þið, pönnukökukóngur- inn og -drottningin. Pönnukökur, sulta, blessuð rjómasprautan, kindakæfa, Trópí í litlum fernum handa öll- um, sem var svakalegt, við þekktum bara Frissa fríska úr tveggja lítra fernum. Allt þetta eru svo sterkar myndir að ég gleymi þeim aldrei og tengi alltaf við ykkur afa. Sama hvað var rætt við borðið inni í eldhúsi, varstu með. Meira að segja þegar haustið læddist inn, fylgdistu með úr þínu sæti og skaust inn grundvallarspurn- ingum eða athugasemdum, vel undirbúin. Pönnukökudrottning- in í hógværa pönnuköku- hásætinu sínu. Það sem mig langar samt mest að segja þér og stendur mér næst hjarta, er hvað þú varst gjafmild á orðin þín og hrósið. Sama hvað ég tók mér fyrir hendur eða var að fást við, þá vissir þú af því og hrósaðir mér og hvattir mig áfram eins og enginn hefði gert neitt nálægt því jafn merkilegt í gervallri mannkynssögunni. Þannig varst þú. Ég samdi einu sinni lag og texta til ykkar afa. Ég ætlaði að segja ykkur frá því en vissi ekki alveg hvernig. Svo nefndir þú lagið einu sinni við mig og sagðir að það væri fallegt. Þá þurftum við ekki að ræða það meira og mér leið óskaplega vel. Sama hvað – þá fannstu ein- hvern flöt til að hrósa og hæla og láta manni líða vel. Það leið öll- um vel í kringum þig. Ég veit að þér leið ekki alltaf vel. Það er því svo óskaplega ljúf- sárt að vita af þér og afa og litla Kjartani ykkar saman aftur. Þú og afi dansandi, í nýpússuðum skóm. Glæsilegasta par sem dansgólfið hefur séð, hneigt sig fyrir og þið svífið yfir. Nú svífið þið saman aftur. Þú elskaðir skilyrðislaust. Betri tilfinningu er ekki hægt að upplifa en að vera elskaður skil- yrðislaust. Þú gafst okkur það, og við elskuðum þig öll og mun- um alltaf gera. Vilhelm Anton Jónsson. Elsku Sigrún, eða pönn- suamma Sigrún eins og ég var svo heppin að fá að kalla þig. Mig langar að fá að þakka þér með örfáum orðum fyrir sam- fylgdina í gegnum síðustu tvo áratugi eða svo. Ég man mjög vel þegar ég kom inn á heimili ykkar Jóns í fyrsta skiptið. Skjálfandi feimin með fresíubúnt úr blómabúðinni og langaði svo að koma vel fyrir. Þú hafðir aldr- ei séð jafn falleg blóm og gott ef þú gast ekki hrósað mér fyrir eitthvað fleira líka, því í því varst þú snillingur. Maður velur sér örfáar fyrirmyndir í lífinu og þú ert klárlega ein af mínum. Því- líka góðmennsku, jákvæðni og hlýju er erfitt að finna í einni manneskju. Ég mun gera mitt allra besta til að taka þig mér til fyrirmyndar og ég lofa að telja aldrei sortir ofan í fólk en þakka þér samt fyrir pönnsurnar rúm- lega 1.200, ef ég fæ að telja svona einu sinni í lokin. Takk fyrir allt. Þín Þórdís. Stundum koma þær stundir að lífið tekur á sig nýjan blæ. Það sem var í föstum skorðum í gær er laust í reipunum í dag. Þriðjudagurinn 19. mars var ein- mitt slíkur, kjölfestan í fjöl- skyldu okkar kvaddi, sú síðasta í röðinni af Halldórskotssystkin- unum frá Hvaleyri við Hafnar- fjörð. Sigrún var yngst í stórum systkinahópi og sagði sjálf að nafnið hefði hún fengið vegna dá- lætis foreldra sinna á Vögguvísu Jóns Thoroddsens og víst var hún sjálf bæði fríð og hýreyg, eins og segir í vísunni. Hún sleit barnsskónum í Hafnarfirði, fór með mjólk í brúsum af Hval- eyrinni inn í bæ um leið og hún hafði krafta til og leysti það verk jafn vel af hendi og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Ung stúlka réðst Sigrún í sumarvinnu austur í Bræðra- tungu og talaði ævinlega með hlýju og vinsemd um staðinn og fólkið þar. Hún ákvað snemma að gerast kennari, líkt og móðir hennar. Strax á Kennaraskóla- árum Sigrúnar komst Ísak Jóns- son að því hvaða eiginleikum hún bjó yfir og réð hana að skóla sín- um sama árið og hún útskrifaðist með kennarapróf. Við Ísaksskóla kenndi hún í 54 ár. Hún var ein þeirra kennara sem aldrei fór af vaktinni. Tók saman námsefni fyrir yngstu börnin á kvöldin og notaði helgarnar til undirbún- ings og til að hengja upp af- rakstur nemendanna í kennslu- stofum og naut við það dyggrar aðstoðar Jóns bónda síns. Samhentari hjón en þau Sig- rún og Jón eru vandfundin. Þau ferðuðust víðar en títt var um fólk af þeirra kynslóð, síðustu ár- in oft í félagsskap góðra vina sem kölluðu sig Áttuna. Saman fóru þau Jón í óteljandi veiði- ferðir í innlend veiðivötn og voru miklar aflaklær og svo dönsuðu þau svo að af bar. Sigrún var víð- lesin og fylgdist lengi afar vel með nýjum bókmenntum. Hin síðari ár voru afkomendur henn- ar duglegir við að bera í hana bækur. Hún las allt sem fyrir hana var lagt og af meðfæddri hógværð og kurteisi orðaði hún það svo ef bók höfðaði ekki til hennar: „Ja, mikið hefur maður nú gott af því að kynnast svona löguðu.“ Fáar konur hef ég séð fallegar klæddar en Sigrúnu og fáar báru falleg föt betur en hún. Hávaxin, grönn og tíguleg. Hún sagðist vilja vera þokkalega til fara af virðingu við smávini sína, nem- endurna. Þeir eru ófáir fyrrver- andi nemendur hennar sem minnast hennar af óvenjulegri hlýju og virðingu. Sigrún hélt reisn og glæsileik þar til Alz- heimer karlinn krækti í hana kló en eftir það hvarf hún hægt úr heiminum. Smám saman urðu samræður við hana slitróttar og hin reista kona varð lotin. Sú sem áður klæddist svo fallega hugsaði undir það síðasta eink- um um að láta sér ekki verða kalt. Eitt breyttist þó aldrei; já- kvæðni hennar, þakklæti og elskusemi. Síðast lét hún eftir- minnilega í ljós þakklæti fyrir stuttan upplestur úr kvæðum Halldórs Laxness á gamlársdag 2017 og klykkti út með þessum orðum: „Já, við vorum rík að hafa átt hann.“ Og þannig er það með okkur sem kveðjum hana nú að við erum rík af samneytinu við hana. Steingrímur Þórðarson. Við Sigrún hittumst fyrst í Kennaraskólanum – gamla hús- inu við Laufásveg – og urðum strax vinkonur. Við útskrifuð- umst 1944 eftir þriggja ára nám. Þessi ár voru mjög fræðandi og skemmtileg. Bekkurinn var sam- heldinn, glaður og reifur. Vin- áttan hélst, við hittumst reglu- lega og gerðum eitthvað skemmtilegt saman. En svo færðist aldur yfir og það fækkaði í hópi skólasystkinanna. Þegar við héldum upp á 70 ára kennaraafmæli okkar voru að- eins fimm konur eftir. Og nú kveð ég Sigrúnu eftir langa og góða vináttu. Í Kennaraskólanum kenndi Ísak Jónsson okkur mikið um byrjendalestur og átthagafræði. Hann var þá nýkominn frá námi og búinn að stofna Ísaksskóla. Það fór ekki fram hjá honum hvað Sigrún var efni í góðan kennara. Hann réð hana strax að skólanum og þar starfaði hún all- an sinn starfsaldur við góðan orðstír. Hún hafði einstakt lag á nemendum sínum og skilaði þeim af sér út í lífið með góðan grunn að áframhaldandi námi. Þegar stofnað var á Íslandi al- þjóðlegt Félag kvenna í fræðslu- störfum lá leið okkur saman aftur. Það var gaman að hitta Sigrúnu á þeim vettvangi þar sem rætt var um uppeldi og kennslu frá mörgum sjónar- hornum. Mjög gefandi umræður, sem við nutum báðar í góðra kvenna hópi. Ég þakka þér allar skemmti- legu samverustundirnar og kveð þig með söknuði. Dóttur þinni, tengdasyni og öllum þeirra afkomendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Pálína Jónsdóttir. Sigrún Aðalbjarnardóttir  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Aðalbjarnar- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.