Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
✝ Elín EyglóSteinþórsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 13. maí 1946.
Hún lést á líknar-
deild Landspít-
alans 13. mars
2019.
Hún var dóttir
hjónanna Stein-
þórs Eiríkssonar,
f. 8.10. 1904, d.
4.3. 1994, og Guð-
ríður Steindórsdóttur, f. 12.10.
1916, d. 26.8. 2001.
Systkini Elínar eru: 1) Svein-
björg Steinþórsdóttir, f. 15.3.
1945, maki Jörgen Frank Mic-
helsen, f. 10.11. 1941, d. 25.3.
1998. Börn þeirra: a) Steinþór
Frank, f. 1965, maki María
Teresa Michelsen. Börn þeirra:
Sveinbjörg Dione, f. 1999,
Benedikt, f. 1990, móðir Sigríð-
ur Heiða Ragnarsdóttir. b)
Arnar Páll, f. 1969, maki Guð-
rún Ólína Ágústsdóttir. Börn
þeirra: Ágúst Frank, f. 1991,
unnusta Camille Holst, barn
þeirra, Freja. Elísa, f. 1993,
unnusti Þórir Már Guðnason.
Íris, f. 2001. c) Emil Orri, f.
1973, maki Guðlaug Jóhanns-
dóttir. Synir þeirra: Jóhann
dóttir. b) Margrét Lind, f. 1979,
maki Björgvin Guðjónsson.
Synir þeirra: Bjarki Freyr, f.
2003, Breki Þór, f. 2012, Bragi
Hrafn, f. 2017.
Elín var ógift og barnlaus.
Hún ólst upp í Vesturbænum í
Reykjavík, á Reynimel 24. Þar
átti hún endalausar sólskins-
skinsstundir ásamt ástríkri
fjölskyldu.
Skólagangan hófst í Mela-
skóla, síðan Hagaskóla og með
útskrift úr Verzlunarskólanum
1965. Byrjaði sinn atvinnuferil
í Bæjarútgerðinni við að breiða
saltfisk og vann síðan í skreið.
Einnig fékkst hún við barna-
pössun sem algengt var hjá
stúlkum þess tíma. Að námi
loknu vann hún í eitt ár við
skrifstofustörf hjá H. Ólafsson
og Bernhöft. Hleypti síðan
heimdraganum og fór ásamt
tveimur vinkonum til Kaup-
mannahafnar og vann á Hótel
D’Angleterre um tíma. Með
haustinu var hún ráðin sem
þjónn á Iceland Food Center í
London, þar sem hún vann um
veturinn. Þegar heim kom þá
réð hún sig sem einkaritari hjá
G. Ólafsson hf. í Fischersundi.
Árið 1970 hóf hún störf hjá
Loftleiðum, Flugleiðum, síðar
Icelandair, sem sölumaður/
ferðaráðgjafi, þar til hún lauk
störfum þann 1. október 2014.
Útförin fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 29. mars 2019,
klukkan 13.
Frank, f. 2001,
Daníel Þór, f.
2007, Baldur Orri,
f. 2013. 2) Eirikur
Steinþórsson, f.
2.2. 1948, maki
Anna Birna Grí-
mólfsdóttir, 21.10.
1951, d. 21.2. 2005.
Börn þeirra: a)
Þuríður Val-
gerður, f. 1966,
maki Guðrún Sig-
urðardóttir. Dætur þeirra: Sig-
ríður Eyrún, f. 2008, Jódís
Hanna, f. 2009, Rebekka Ey-
rún, f. 2015. b) Guðríður, f.
1969. Sonur Eiríkur, f. 1991,
unnusta Kristjana Hafdal Þor-
varðardóttir, sonur þeirra Balt-
asar Hafdal. Faðir Eiríks er Jó-
hann Magnús Ólafsson. c) Þóra
Björk, f. 1985, maki Hannes
Ingi Guðmundsson. Börn
þeirra: Anna Isabella, f. 2010,
Sebastían Víkingur, f. 2012,
Amelía Arney, f. 2014. 3) Stein-
dór Steinþórsson, f. 20.7. 1950,
maki Anna Marie Georgsdóttir,
f. 28.7. 1954. Börn þeirra: a)
Georg Þór, f. 1972, d. 2013.
Dóttir hans: Tinna, f. 1993,
unnusti Jón Hólm. Móðir Tinnu
er Katrín Margrét Guðjóns-
Í dag kveðjum við elskulega
föðursystur okkar sem var okkur
svo kær og stórt skarð er höggvið
í fjölskylduna. Ella frænka
greindist með illvígan sjúkdóm
fyrir rúmu ári en tapaði stríðinu
við þennan skaðvald alltof
snemma. Við systurnar vorum
svo lánsamar að búa í kjallaran-
um á Reynimelnum fyrstu upp-
vaxtarár okkar og hún uppi hjá
ömmu og afa. Hún vann alla tíð
hjá Icelandair og það var unun að
hlusta á hana segja frá öllum
ferðalögunum sem voru framandi
fyrir lítil börn í þá daga. Við elsk-
uðum að fá að koma inn í her-
bergið hennar og skoða allt dótið
hennar, allt var flott hjá henni í
okkar augum. Við gátum enda-
laust skoðað og flett í gegnum
National Geograpich og látið
okkur dreyma um framandi staði
í heiminum. Við hlökkuðumávallt
til þess þegar hún kæmi að utan
og eitt sinn fengum við fallegar
risastórar brúður sem voru eins
og stelpurnar í Húsinu á slétt-
unni. Hún var skemmtileg og
yndisleg frænka og hafði eina
sérgáfu, hún gat jarmað eins og
lamb sem vakti alltaf kátínu okk-
ur krakkanna.
Í seinni tíð aðhylltist hún
búddisma og fór víðsvegar um
heiminn og iðkaði sína íhugun í
hinum ýmsu klaustrum og í eitt
sinn eyddi hún nokkrum vikum
með ekki ómerkari manni en
Richard Gere, þannig var hún í
hnotskurn, alltaf líf og fjör í
kringum hana með alls konar
fólki. Við systurnar erum að
safna fyrir ferð til Indlands sem
er á nokkurra ára plani og ætlum
að upplifa það sem Ella frænka
upplifði í sínum ferðum, því mið-
ur verður hún ekki með okkur í
þeirri ferð. Ella frænka var mikil
barnagæla og Eiríkur minn var
svo heppinn að njóta samvista við
hana, hún var dugleg að bjóða
honum í bíó og út að borða og svo
þegar dæturnar hennar Rúrýjar
bættust í hópinn, þá kom hún
gjarnan út á nes og fór með stelp-
urnar þeirra Guðrúnar í göngu út
að Seltjörn til að gefa fuglunum.
Eftir sitja góðar minningar um
yndislega frænku og söknuður-
inn er sár. Hugur okkar er hjá
pabba og systkinum hans. Hafðu
þökk fyrir allt, elsku frænka.
Þínar frænkur,
Þuríður og Guðríður
Eiríksdætur.
Í dag kveð ég kæra vinkonu til
margra áratuga. Eða eins og Ella
mín orðaði það í jólakortinu „vin-
konur frá örófi“.
Þegar hugurinn reikar til
baka, þá er margs að minnast. En
nú þegar leiðir skilja, þá er mér
þakklæti efst í huga.
Í Ellu átti ég heiðarlega,
trausta og góða vinkonu. Það var
gaman að gleðjast með henni á
góðum stundum og ómetanlegur
styrkur að eiga hana að á erfiðum
tímum.
Takk fyrir samfylgdina og allt,
elsku vinkona.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guðlaug Einarsdóttir.
Mín fyrstu kynni af Ellu, eins
og hún var alltaf kölluð, voru á
okkar fyrsta ári í Hagaskólanum.
Þar vorum við bekkjarfélagar og
sessunautar. Lítið vissi ég þá að
þarna byrjaði náinn vinskapur
sem hélst til dauðadags eða sam-
tals í 60 ár. Í gegnum vinskap
minn við Ellu kynntist ég yndis-
legu fjölskyldu hennar sem varð
mér mjög kærkomin. Hún ólst
upp á heimili sem var umvafið
hlýju og ástríkum aga. Á ung-
lingsárunum var ég tíður gestur
á heimili hennar á Reynimelnum
og naut ég þess vel að vera í nær-
veru fjölskyldu hennar. Leið okk-
ar lá í Verslunarskólann og út-
skrifuðumst við þaðan með góðar
minningar frá námsárum okkar.
Þar kynntumst við Ella góðum
vinkonum og höfum við haldið
hópinn fram á þennan dag.
Ella var há og glæsileg ung
stúlka, og hélt þeim glæsileika
fram á síðasta dag. Hún var skap-
föst og hafði fastmótaðar skoð-
anir á mönnum og málefnum,
hreinskilin og trygglynd vinum
sinum. Hún var mikill dýravinur
og lifði kötturinn hennar, Hríma,
fram á háan aldur í góðu yfirlæti.
Ella naut þess að vera úti í nátt-
úrunni og voru andleg mál henni
mjög áhugaverð, hún var mikill
bókavinur og sérlega vel ritfær á
íslenska tungu.
Á þessari kveðjustundu koma
mörg minningabrot í gegnum
hugann. Við Ella ferðuðumst
mikið saman erlendis á okkar
yngri árum. Árið eftir að við út-
skrifuðumst úr Versló sigldum
við með Gullfossi til Kaupmanna-
hafnar ásamt Margréti vinkonu
okkar. Við unnum í smátíma hjá
Hotel D’Angleterre sem her-
bergisþernur og nutum við ver-
unnar vel í þeirri borg þó vinnan
væri ekki skemmtileg. Síðan lá
leið okkar til London til að vinna
hjá Iceland Food Centre. Við
unnum þar í eitt ár sem þjónustu-
stúlkur og var hlutverk okkar að
kynna íslenskan mat. Við kunn-
um vel við okkur í þeirri
skemmtilegu stórborg. Ári eftir
heimkomu, fórum við til Kaliforn-
íu og dvöldum þar í nokkra mán-
uði og upplifðum við þar margt
skemmtilegt. Þegar við snérum
til baka til Íslands bauðst okkur
bílfar yfir Bandaríkin og var það
mikil ævintýraferð. Á seinni ár-
um höfðum við gaman af að rifja
upp þessar ánægjulegu minning-
ar sem við höfðum úr þessum
ferðalögum okkar.
Leiðir okkar skildu þegar ég
giftist og flutti til Bandaríkjanna.
Þótt langt væri á milli okkar
slitnuðu þessi sterku vinarbönd
aldrei. Ella var stór hluti af fjöl-
skyldu minni bæði á Íslandi og í
Bandaríkjunum. Hún sýndi
Torfa bróður mínum og Guðrúnu
konu hans eintakan hlýhug á elli-
árum þeirra og var tíður gestur á
heimili þeirra.
Heimsóknir Ellu til okkar í
Bandaríkjunum voru tíðar í
gegnum árin. Alltaf kom hún fær-
andi hendi með töskurnar fullar
af íslensku góðgæti, en hún var
gjafmild með afbrigðum. Ég er
ævinlega þakklát fyrir að hafa
kynnst Ellu og hennar fjölskyldu.
Nú hefur Ella verið leyst frá sín-
um þjáningum og óska ég henni
Guðs blessunar á leið sinni yfir
móðuna miklu og góðrar heim-
komu.
Elsku Summa, Eiki, Denni og
fjölskyldur, ég, Reed og fjöl-
skyldan mín vottum ykkur öllum
innilega samúð og biðjum Guð að
vera ykkur styrkur í sorg ykkar.
Elísabet Ingólfsdóttir
Dinsmore.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu og vinnufélaga Elínu Stein-
þórsdóttur sem var búin að vinna
hjá Flugleiðum-Icelandair nán-
ast alla sína starfsævi og með
okkur flestum í yfir 20 ár.
Ella var einstök, hún var hjálp-
söm og þjónustulunduð við sam-
starfsmenn og viðskiptavini,
skemmtilegur karakter, með frá-
bæran húmor og gaman að vera
nálægt henni, Ella var náttúru-
unnandi, dýravinur, næm og
skemmtileg, með áhuga á alls
konar fræðum, stundaði íhugun
og jóga löngu áður en við vissum
hvað það var.
Við vorum nágrannar eftir að
hún steig það stóra skref að flytja
úr Vesturbænum og kaupa sér
nýja íbúð í Kópavogi, við Salka
litum oft inn hjá henni á leið okk-
ar um hverfið, þær fögnuðu hvor
annarri einlæglega og við Ella
áttum gott spjall um allt milli
himins og jarðar. Síðast í desem-
ber áttum við klukkutíma gæða-
stund eins og hún kallaði það,
hún var þá búin að glíma við
krabbamein í meira en ár. Þá
fann ég hversu sterk hún var,
hún vissi þá að hún mundi ekki
lifa þetta af en var róleg og æðru-
laus.
Ella var smekkkona, hún bjó
ein en naut lífsins, las og horfði á
bíómyndir, hreyfði sig og hug-
leiddi. Hún virtist alltaf svo
sjálfri nóg þó að félagslynd væri
og umvafin fólki sem þótti vænt
um hana. Hún eldaði fyrir sig
eina, lagði á borð og naut mat-
arins. Hún vandaði allt sem hún
gerði, hvort sem það var vinnan
eða annað, hætti ekki fyrr en allt
var klárað og frágengið, smekk-
leg og smart í tauinu og með nýja
heimilið sitt, allt valið með gæði
og notagildi í huga og iðnaðar-
mennirnir fengu engan afslátt af
að klára allt eins og hún vildi hafa
það.
Ella kom okkur endalaust á
óvart í vinnunni, margir muna
eftir því þegar hún talaði inn á
símsvarann þegar Hríma litla var
ein heima eða þegar hún stóð upp
frá vinnu sinni og gerði teygjuæf-
ingar upp úr þurru. Nýliðar ráku
líka upp stór augu þegar hún
opnaði gluggann og jarmaði til að
ná sér í loft og hreinsa röddina,
eða bara sér og öðrum til
skemmtunar.
Ella var mikill dýravinur, eftir
að Hríma var farin tók hún að
fæða annan kött í hverfinu, gaf
honum að éta og hlúði að honum á
meðan hann þurfti. Einu sinni
uppgötvaði hún kettlingafulla
læðu undir skúr við flugvöllinn,
færði henni mat um tíma þar til
kisa var búin að gjóta, þá kom
Ella henni í öruggt skjól í Katt-
holti þar sem hún þekkti vel til
enda fór hún þangað reglulega til
að sinna heimilislausum köttum.
Svo var það tjaldurinn sem kom
ár eftir ár til okkar á græna blett-
inn bak við hús, á hverju vori til-
kynnti hún mér komu hans, þá
hafði hún heyrt í vorboðanum og
var komin út í glugga með það
sama til að fagna honum.
Ella átti góða fjölskyldu og
vini sem hugsuðu vel um hana til
síðasta dags, okkur fannst við
þekkja þau öll enda varð henni
tíðrætt um sína nánustu, við vor-
um hinsvegar hennar fjölskylda í
vinnunni.
Elsku Ella, takk fyrir allt.
Sigríður S. Helgadóttir.
Elín Eygló
Steinþórsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma,langamma og langalangamma,
HREFNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Hellissandi,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
laugardaginn 23. mars.
Útför hennar fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn
30. mars klukkan 14.
Ari Skúlason Jana Pind
Hulda Skúladóttir
Drífa Skúladóttir Viðar Gylfason
börn, barnabörn og barnabarnabörn
Vegna andláts og úfarar
SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR
þökkum við auðsýnda samúð. Sérstakar
þakkir til starfsmanna heimahlynningar á
Akureyri og Furuhlíðar á öldrunarheimilinu
Hlíð.
Aðstandendur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SKÚLI GEIRSSON,
fyrrverandi bóndi á Írafelli,
lést 25. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 2. apríl klukkan 13.
Hólmfríður Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Árnason Ylfa Þorsteinsdóttir
Guðmundur Árnason Áslaug Kjartansdóttir
Þorbjörg Skúladóttir Sigurður B. Svavarsson
Guðrún Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNA SIGURÐARDÓTTIR,
Þórshamri, Tálknafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar
þriðjudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 6. apríl
klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á minningarsjóð Tálknafjarðarkirkju.
Magnús Kr. Guðmundsson
og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
SVANHVÍT MAGNÚSDÓTTIR
ljósmóðir,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
26. mars.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju
miðvikudaginn 3. apríl klukkan 15.
Magnús Eðvald Kristjánsson Jónína Kristjánsdóttir
Halldór Kristjánsson Ingibjörg Herta Magnúsdóttir
Svanhvít Helga Magnúsdóttir, Steinn Örvar Bjarnarson
Alexander Eðvald Magnússon
Magnús Eðvald Halldórsson
Magnea Marín Halldórsdóttir
Elín G. Magnúsdóttir
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
OGATA,
lést í Árgerði, Lögmannshlíð, Akureyri,
13. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Aðstandendur þakka starfsfólki Árgerðis hlýja og góða
umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Snorri Ogata
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar