Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Gjaldþrot WOW air
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Uppbygging leiðakerfis WOW Air á
undanförnum árum varð til þess að
nýir markaðir opnuðust fyrir ferskar
íslenskar sjávarafurðir. Oft voru selj-
endur óðara búnir að koma á við-
skiptasamböndum um leið og nýr
áfangastaður bættist við en nú gæti
reynst erfitt að halda þessum mörk-
uðum við.
Cargo Express hefur verið um-
boðsaðili fragtflutninga fyrir WOW
og segir Róbert Tómasson, forstjóri
fyrirtækisins, að það sé þungt högg
að missa flugfélagið og minnki tölu-
vert það flutningsrými sem útflytj-
endur geta nýtt sér. „Stærsta breyt-
ingin kom þó seint á síðasta ári þegar
WOW skilaði breiðþotunum sem
gátu borið mikla fragt. Undir það síð-
asta voru sjö flugvélar í notkun, hver
þeirra að hámarki með pláss fyrir 3-4
tonn af fragt og hver vél með við-
komu á landinu tvisvar á dag.“
WOW Air á 60% hlut í Cargo Ex-
press og segir Róbert að dagleg
starfsemi muni haldast óbreytt þar
til annað kemur í ljós. Aðrir hluthaf-
ar vilji byggja reksturinn upp í sam-
vinnu við önnur flugfélög en Cargo
Express heldur utan um fragtflutn-
inga með vélum Norwegian, Americ-
an Airlines, United Airlines, airBal-
tic og Air Canada.
Róbert segir seljendum ferskra
sjávarafurða standa til boða ýmsar
leiðir til að koma vörum sínum á
markað erlendis, og margar tenging-
ar milli Íslands og Evrópu, bæði á sjó
og með flugi. Möguleikarnir séu aft-
ur á móti færri fyrir fisk á leið vestur
um haf. Bæði
detta vissir
áfangastaðir út
með WOW, og
flutningsgetan til
annarra markaðs-
svæða minnkar.
Er alls óvíst hvort
að Icelandair og
önnur flugfélög
geti t.d. annað eft-
irspurn eftir
flutningum til vesturstrandar
Bandaríkjanna.“
Róbert segir að það verði keppi-
kefli Cargo Express að finna ásætt-
anlega lausn fyrir þá útflytjendur
sem verða fyrir áhrifum af gjaldþroti
WOW. Bendir hann á að eftir að
WOW hætti rekstri breiðþota hafi
t.d. náðst góður árangur með flutn-
ingum til Bandaríkjanna í gegnum
Evrópu og nefnir hann tengingar í
London, Osló og Madrid í því sam-
bandi.
Fiskurinn gæti farið annað
Svavar Þór Guðmundsson, sölu-
stjóri hjá sölu- og markaðsfyrir-
tækinu Bacco, segir synd að missa
tengingar WOW til Bandaríkjanna
og Kanada enda hafi seljendur lagt
mikið á sig til að koma ferskum ís-
lenskum sjávarafurðum þar á fram-
færi. „Sjávarútvegurinn var dugleg-
ur að nýta þetta aukna framboð,
bæði með sölu til nýrra svæða og
eins með aukinni sókn inn á hefð-
bundin markaðssvæði eins og aust-
urströnd Bandaríkjanna. Er margt
sem gerir N-Ameríkumarkað álit-
legan, m.a. að þar er samkeppnin við
Norðmenn ekki jafn hörð og hún er
víða á Evrópumarkaði.“
Svavar gengur ekki svo langt að
segja að hætta sé á að ófremdar-
ástand skapist með fækkun flug-
tenginga en þó megi vænta þess að
sumir seljendur ferskra sjávaraf-
urða þurfi að beina vörum sínum á
aðra staði, þar sem ekki fáist eins
hagstæð verð.
Ekki væri hægt að leysa vandann
með því t.d. að taka fragtflugvél á
leigu og láta hana fljúga milli N-Am-
eríku og Íslands, að mati Svavars
„Þar er vandinn sá að vélarnar þurfa
að vera vel nýttar bæði á leiðinni út
og á leiðinni heim en fragtflug frá
Vesturheimi til Íslands hefur dregist
saman og mun síst aukast ef endalok
WOW verða til þess að íslenska krón-
an veikist.“
Eftirspurn í hámarki
Valdimar Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri DB Schenker á Ís-
landi, segir gjaldþrot WOW koma á
mjög óheppilegum tíma fyrir útflytj-
endur ferskra sjávarafurða enda
eftirspurnin mikil vikurnar í kring-
um páska. Þá megi vænta þess að ef
vélar Icelandair troðfyllast af farþeg-
um og farangri muni þurfa að ganga
á plássið í lestum flugvélanna sem
ella hefði mátt nota undir fisk og ann-
an varning. Í ofanálag eru nýjustu
þotur Icelandair, Boeing 737 Max 8
og Max 9, fyrst og fremst hannaðar
til að bera marga ferðalanga en lítið
af vöru og rúma varla meira en 1,5
tonn af fragt í hverri ferð, frekar en 4
til 8 tonn eins og hægt er í mörgum
öðrum gerðum flugvéla af svipaðri
stærð.
Eins er hætta á að sjóflutningar á
fiski til Evrópu raskist á sama tíma.
„Sjóflutningakerfið okkar til Evrópu
er að stórum hluta þannig sett upp að
Bretland er þungamiðjan, og fiskur-
inn verið sendur þaðan landleiðina til
Frakklands, Benelux og annarra ná-
lægra markaða. Fari Brexit illa mun
það torvelda þessa flutninga tölu-
vert.“
Raskar flutningum á ferskum fiski
Morgunblaðið/Eggert
Högg Útflytjendur hafa lagt mikið á sig til að nema land fyrir ferskan íslensk-
an fisk í Bandaríkjunum og Kanada og stólað á stöðugar flugsamgöngur.
Seljendur hafa úr nokkrum leiðum að velja til að koma ferskum sjávarafurðum til Evrópu en endalok
WOW þýða að tengingum við N-Ameríku fækkar Brexit gæti truflað flutninga á sjó til Evrópu
Róbert
Tómasson
Svavar Þór
Guðmundsson
Valdimar
Óskarsson
29. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.41 121.99 121.7
Sterlingspund 160.21 160.99 160.6
Kanadadalur 90.56 91.1 90.83
Dönsk króna 18.335 18.443 18.389
Norsk króna 14.146 14.23 14.188
Sænsk króna 13.125 13.201 13.163
Svissn. franki 122.24 122.92 122.58
Japanskt jen 1.0998 1.1062 1.103
SDR 168.84 169.84 169.34
Evra 136.92 137.68 137.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.9201
Hrávöruverð
Gull 1318.25 ($/únsa)
Ál 1849.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.9 ($/fatið) Brent
Vinnumálastofnun setti strax í kjöl-
far frétta af stöðvun rekstrar WOW
air sérstaka viðbragðsáætlun í gang.
Í orðsendingu sem beint var til rúm-
lega 1.000 starfsmanna flugfélagsins
segir að þeir sem hafa starfað hjá
WOW air geti sótt um atvinnuleys-
isbætur á heimasíðu stofnunarinnar
og að áætluð afgreiðsla umsókna
muni taka fjórar til sex vikur eftir að
öll gögn hafa borist.
Hvatti stofnunin fólk til að hefja
ferlið sem fyrst í ljósi þess að at-
vinnuleysisbætur eru greiddar frá
þeim degi sem umsókn berst. Ljóst
er að gjaldþrot WOW air hefur víð-
tæk áhrif, sér í lagi í tilfellum þar sem
báðar fyrirvinnur heimilis störfuðu
hjá fyrirtækinu.
Í ljósi þess að WOW air hefur verið
tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að
hafa samband við stéttarfélag sitt
eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa
kröfu í væntanlegt bú til þess að fá
greitt úr ábyrgðarsjóði launa en ekki
er greitt úr sjóðnum fyrr en í fyrsta
lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og
skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.
Eftir að ábyrgðarsjóði launa berst
umsögn og kröfuskrá skiptastjóra
tekur sjóðurinn jafnan afstöðu til
krafnanna innan fjögurra vikna.
Ábyrgðarsjóðurinn starfar sam-
kvæmt lögum nr. 88/2003. Í 6. grein
laganna kemur fram að hámarks-
ábyrgð á kröfum launamanna um
vinnulaun fyrir síðustu þrjá starfs-
mánuði hans í þjónustu vinnuveit-
anda eða kröfu um bætur vegna
launamissis í allt að þrjá mánuði
vegna slita á ráðningarsamningi, sé
633 þúsund krónur á mánuði. Ábyrgð
sjóðsins tekur einnig til kröfu lífeyr-
issjóðs um lífeyrisiðgjöld sem fallið
hafa á gjalddaga á síðustu 18 mán-
uðum fyrir úrskurðardag.
Risastórt mál
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnu-
málastofnunar að óvissa væri um út-
gjöld þeirra tveggja sjóða sem um
ræðir; atvinnuleysistryggingasjóðs
og ábyrgðasjóðs launa. Veltur um-
fang útgjaldanna á því hversu fljótt
fólk fær starf á ný. Segir hún enn
fremur að of snemmt sé að tala um
krónur og aura í þessu samhengi.
„Við erum enn að bíða eftir upplýs-
ingum um fjölda þeirra sem missa
vinnuna, og hversu langan uppsagn-
arfrest fólk á og annað,“ segir Unnur.
Skiljanlega hefur verið nokkur við-
búnaður hjá Vinnumálastofnun í kjöl-
far tíðindanna.
„Svo höfum við verið að bæta við
mannskap á síma og í þjónustuveri.
Þá ætlum við að lengja afgreiðslu-
tíma okkar á morgun [í dag] til klukk-
an fjögur,“ segir Unnur. Er stofnun-
in í nánu sambandi við
Alþýðusambandið og reynir að láta
upplýsingar flæða þar í gegn. Unnur
segir málið risastórt á íslenskan
mælikvarða og sérstakur hópur fólks
vinni í málinu sem ekki fer í hefð-
bundna afgreiðslu.
Viðbragðsáætl-
un sett í gang
Hámarksgreiðsla 633 þúsund krónur
AÐALFUNDUR
AðalfundurHBGranda hf. verður haldinn í dag,
29.mars 2019, í matsal félagsins aðNorðurgarði 1, 101Reykjavík
og hefst hann klukkan17:00. Fundurinn fer framá íslensku.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.11 í samþykktum félagsins.
2. Tillaga umheimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt55. gr.
hlutafélagalaga.
3. Tillaga stjórnar umbreytingar á samþykktum félagsins á þá leið að hluthafafundur
skipi tilnefningarnefnd sem starfi semundirnefnd stjórnar. Til bráðabirgða
skipi stjórn fyrstu tilnefningarnefnd félagsins sem skuli hefja störf ekki síðar en
6mánuðum fyrir næsta aðalfund félagsins.
4. Önnurmál.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði
hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf
félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða
afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja
fundinn geta:
a) veitt öðrum skriflegt umboð.
b) greitt atkvæði skriflega.
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér
annan hvorn þessara kosta er bent á að
kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig
þeir skuli bera sig að. Þar er að finna
leiðbeiningar um skráningu, form skjala og
hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Aðrar upplýsingar
Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir
aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins
og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku,
á heimasíðu félagsins og á skrifstofu
félagsins á venjulegum skrifstofutíma.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er
að finna á vefsíðu félagsins,
www.hbgrandi.is
Stjórn HBGranda hf.