Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 EITT LANDSINS MESTA ÚRVAL AF PERUM Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. Tveir karlmenn voru handteknir í Kórahverfi í Kópavogi í gærmorgun eftir að tilkynnt var um menn vopn- aða skotvopni þar. Voru mennirnir í annarlegu ástandi við handtöku. Sérsveit ríkislögreglustjóra og al- mennir lögreglumenn voru með mik- inn viðbúnað eftir að tilkynning barst. Vegna alvarleika málsins báru almennir lögreglumenn skotvopn og klæddust sérstökum hlífðarbúnaði. Sá sem tilkynnti lögreglu um vopnaburð mannanna var vinkona annars þeirra sem þá hafði fengið sent myndband þar sem sást í skot- vopn. Kom síðar í ljós að byssan var óvirk. Nemendum haldið fjarri Ágúst Frímann Jakobsson, skóla- stjóri Hörðuvallaskóla, segist hafa fengið símtal frá lögreglu og var hann beðinn um að halda nemendum innandyra. Var þetta gert til öryggis á meðan lögregla vann að því að tryggja vettvang sem er nálægt ung- lingadeild skólans. Að sögn Ágústs Frímanns varð lít- ið sem ekkert rask vegna þessa, en nemendur voru þá staddir inni í kennslustofum samkvæmt stunda- skrá. Einhverjir þeirra tóku þó eftir aðgerðum lögreglu og fylgdust for- vitnir með úr fjarlægð. Vel gekk að handtaka mennina og voru þeir fluttir í fangageymslur. Morgunblaðið/Þórunn Til öryggis Sjúkraflutningamenn biðu skammt frá vettvangi aðgerða. Byssan reyndist vera óvirk  Tveir voru handteknir eftir að tilkynnt var um skotvopn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga sam- býliskonu sinni á heimili þeirra í ágúst árið 2015. Samkvæmt ákæru beitti maðurinn konuna ofbeldi og ólögmætri nauðung, fór upp í rúm hennar, reif utan af henni náttföt og nærföt og eftir mikil átök náði hann að yfirbuga hana og nauðga. Maður- inn neitaði sök við málsmeðferð. Í dómi héraðsdóms segir um málavexti að konan hafi komið á lög- reglustöð til að leggja fram kæru 30. september 2015. Greindi hún m.a. frá því við skýrslutöku að maðurinn hefði að næturlagi ruðst inn í her- bergi hennar og rifið föt utan af henni. Hafi hann að því loknu þving- að hana til kynferðismaka. Sonur konunnar, þá 11 ára, hafi þá verið í næsta herbergi og orðið var við árásina. Konan greindi lögreglu einnig frá þremur öðrum tilvikum þar sem maðurinn hefði nauðgað sér þetta sama sumar. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að maðurinn sé missaga um atriði máls- ins og ótrúverðugur. Konan krafðist átta milljóna króna í miskabætur en manninum er í dómi héraðsdóms gert að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur og um þrjár milljónir króna í sakarkostnað. Nauðgaði sambýlis- konu sinni 2015  Fékk 2,5 ára fangelsisdóm í héraði Morgunblaðið/Ernir Sekur Maðurinn var dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Orrustuþotur á vegum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) hröktu á mið- vikudag tvær rússneskar sprengju- flugvélar út úr loftrýmiseftirlits- svæði NATO við Íslandsstrendur. Höfðu Rússarnir þó ekki brotið ís- lenska lofthelgi, en þetta er í annað skipti á fáeinum dögum sem orrustu- þotur NATO eru sendar til móts við sprengjuvélar Rússa hér við land. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands voru þarna á ferð tvær langdrægar sprengjuvél- ar af gerðinni Tupolev TU-142, betur þekktar sem Björninn. Vélarnar sem sendar voru frá Keflavík eru á veg- um ítalska flughersins og eru þær af gerðinni Eurofighter Typhoon EF-2000, en fjórar slíkar vélar eru nú staðsettar á Keflavíkurflugvelli. NATO stuggaði við tveimur Björnum Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands Herstyrkur Ítölsk herþota sést hér lenda á Keflavíkurflugvelli nýverið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.