Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Síða 12
Hvor er hvað? Marka-
kóngarnir John Ald-
ridge og Ian Rush.
Skiptir ekki máli; þeir
eru báðir með mottu.
Eltihrellarnir í Manchester City myndu aldrei geta snert
Mohamed Salah og félaga væru þeir með mottu!
AFP
Fyrstu Englandsmeistararnir, Preston North End veturinn 1888-89. Liðið fór taplaust gegnum mótið.
Þið takið eftir skeggtískunni hjá þessum ágætu herramönnum. Tilviljun? Svari nú hver fyrir sig.
Gullöld knattspyrnufélags-ins Liverpool stóð í tæpatvo áratugi; frá því
snemma á áttunda áratugnum
fram til 1990, að félagið vann sinn
átjánda og síðasta meistaratitil í
Englandi sem á þeim tíma var
met.
Það sem einkenndi þetta skeið
öðru fremur, fyrir utan frábæra
leikmenn og goðsagnakennda
sparkstjóra, var yfirvararskegg.
Já, segi ég og skrifa, í liði Liver-
pool á þessum árum voru alltaf
leikmenn með frambærilegar
mottur. Er það tilviljun að Liver-
pool hefur ekki hampað enska
meistaratitlinum frá því fjaraði
undan mottungum?
Útherjinn knái Steve Heighway
reið á vaðið; var sá eini í meistara-
liðinu 1972-73 með hýjung á efri
vörinni. Það gafst vel og fljótlega
bættust miðvellingurinn Terry
McDermott (1974) og miðherjinn
David Johnson (1976) í hópinn og
urðu lykilmenn. Bob Paisley
knattspyrnustjóri var maður
skarpsýnn og bætti tveimur mott-
ungum til viðbótar við hópinn árið
1978, miðvellingnum Graeme Sou-
ness og bakverðinum Alan
Kennedy; báðir voru þeir fæddir
með mottu. Og titlarnir streymdu
í hús.
Sex með mottu vorið 1982
Leiktíðina 1978-79 voru menn
meira að segja líka að vinna með
varanlegt (e permanent), meðal
annars Souness og nafnarnir Phil
Thompson og Phil Neal. Gott
kombó, motta og perm. Þeir síðar-
nefndu hentu þó aldrei í mottu;
mögulega hefur þeim ekki sprottið
grön, frekar en Njáli á Bergþórs-
hvoli.
Árið 1980 steig markahrókurinn
Ian Rush sín fyrstu skref með
Liverpool, mottaður í drasl, og ári
síðar miðvörðurinn Mark Lawren-
son og markvörðurinn Bruce
Grobbelaar, einnig með haldgóðar
mottur.
Og segið mér svo að það hafi
verið tilviljun að Liverpool varð
Englandsmeistari þrjú ár í röð,
1982-84, fyrst liða í hálfa öld. Í lið-
inu sem vann tvennuna, deildina
og Mjólkurbikarinn vorið 1982
voru sex menn með yfirvarar-
skegg; Souness, McDermott,
Kennedy, Grobbelaar, Johnson og
Rush. Eins og menn muna skart-
aði Lawrenson alskeggi það vorið.
Þarna reis veldi þeirra mott-
unga hæst; Johnson rölti yfir til
Everton um sumarið og McDerm-
ott var seldur til Newcastle Unit-
ed. Hinir héldu þó merkinu áfram
hátt á lofti og þegar Rush hélt í
mikla Bjarmalandsför til Ítalíu
sumarið 1987 þótti Púlurum
öruggast að festa kaup á tvífara
hans, miðherjanum John Aldridge.
Og, jú, jú. Hann var að sjálfsögðu
með mottu. Og titlarnir streymdu
áfram í hús.
Miðvellingurinn Ronnie Whelan
hlóð meira að segja í mottu um
stund á níunda áratugnum en það
dugði ekki lengi enda sást hún
hálfilla á karlanganum. Var í eins-
konar húðlit. Mögulega hafa fleiri
Púlarar verið með slíkar felu-
mottur, til dæmis kóngurinn sjálf-
ur, Kenny Dalglish.
Titlunum skolað burt
með skeggvatninu
Þegar Liverpool varð síð-
ast meistari,
1990 (fyrir-
gefið mér,
Púlarar, fyrir
að þrástagast á
þessu!), þá voru
mottungar þrír;
Grobbelaar, Aldridge
og Rush, snúinn heim
úr útlegðinni á Ítalíu.
Eftir það fjaraði
hratt undan þessari
hávönduðu tísku og
um leið brást áskriftin að titlun-
um.
Það er með allmiklum ólíkindum
að enginn á Anfield hafi áttað sig
á þessu í öll þessi ár. En er það of
seint? Alls ekki. Af djúpri virðingu
fyrir Rauða hernum bendi ég for-
svarsmönnum Liver-
pool-klúbbsins á Ís-
landi, Arngrími
Baldurssyni,
söguritara félags-
ins, eða öðrum harð-
snúnum áhangendum
Liverpool hér um slóðir, á
að snara þessari grein
hið fyrsta yfir á ensku,
nú eða þýsku, og koma henni í
hendurnar á Jürgen Klopp knatt-
spyrnustjóra.
Varla getur það sakað að tveir
til þrír samtímapúlarar hendi í
mottu fyrir lokaslaginn við Man-
chester City um meistaratitilinn.
Þetta er rétti mánuðurinn!
Liverpoool með Mjólkurbikarinn á gamla Wembley vorið 1982. Efri röð: (Mark Lawrenson með alskegg), Ian Rush, Bruce Grobbelaar og Terry McDermott.
Neðri röð: David Johnson, Graeme Souness og Alan Kennedy. Enginn man lengur hvað þeir mottulausu í liðinu heita, enda var vigt þeirra að vonum mun minni.
Púlarar, haldið ykkur á mottunni!
Hvað einkenndi gullaldarlið Liverpool öðru fremur í ensku knattspyrnunni? Jú, það er rétt hjá ykkur: Yfirvararskegg.
Og titlarnir streymdu í hús. Hvað eru margir leikmenn Rauða hersins með mottu í dag? Einmitt, aftur rétt. Enginn.
Er það virkilega tilviljun að Liverpool hefur ekki orðið meistari í 29 ár?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Allsport
Steve gamli Heighway ruddi brautina fyrir mottunga á
Anfield og lagði um leið grunninn að gullöld Liverpool.
YFIRVARARSKEGG
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019