Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019 A nnir eru miklar í starfi forsetans á Menntavísindasviði HÍ og ró- legur laugardagur reynist best- ur til að setjast niður með súkkulaðirúsínur og sykur- lausan gosdrykk og kynnast Kolbrúnu Þ. Páls- dóttur betur og hennar sýn á þau mál er varða okkur öll; menntamálin. Undir hennar forystu er boðið upp á nám lykilfagstétta sem koma að menntun í víðasta skilningi þess orðs á ólíkum sviðum samfélagsins, en Menntavísindasvið varð til þegar Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands fyrir um 11 árum og tók Kol- brún við starfi sviðsforseta á síðasta ári. Hvar liggur þinn grunnur og þín æska? „Ég ólst upp í Hlíðunum, var þar alla mína leik- og grunnskólagöngu og endaði í MH. Ég er miðjubarn, á yngri og eldri bræður. Ég er fædd 1971 og finnst ég kannski svolítið heppin að ná því að vera af kynslóð sem hafði aðeins takmarkað sjónvarpsefni, ekki internet og far- síma, því fylgdi held ég talsvert meira frelsi en krakkar búa við í dag. Dægurefnið á þessum tíma var Morgunsagan í útvarpinu, Lög unga fólksins og Húsið á sléttunni á sunnudögum. Á móti las maður mikið og það var fastur lið- ur að fara einu sinni í viku með strætó niður í bæ á Borgarbókasafnið í Þingholtunum að ná sér í bækur. Öskjuhlíðin og Nauthólsvíkin voru okkar leiksvæði en mamma og pabbi unnu mikið þannig að þegar við komum heim úr skólanum höfðum við ofan af fyrir okkur sjálf, ég sótti reyndar Tónmenntaskóla Reykjavíkur tvisvar í viku frá 7-12 ára aldurs og þá var ekki verið að skutla mikið, heldur tók maður strætó eða labbaði sjálfur,“ segir Kol- brún. Mamma og pabbi fyrirmyndir Kolbrún er dóttir Páls Skúlasonar heitins, heimspekings og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands, og Auðar Birgisdóttur, sem starfaði á vettvangi ferðamála. Kolbrún segir foreldra sína hafa haft mikil áhrif á sig. „Móðir mín starfaði hjá Ferðaskrifstofu rík- isins, síðar Ferðaskrifstofu Íslands um árabil. Hún var í því ásamt sínu samstarfsfólki að skipuleggja og bóka ferðir fyrir erlenda ferða- menn um landið áður en stóra ferðamanna- bylgjan brast á. En hún er mikil tungu- málakona og ferðaðist talsvert til útlanda í tengslum við starfið. Mér fannst sem barni mjög spennandi að heimsækja hennar vinnu- stað, þar var alltaf líf og fjör! Mamma hefur líka alltaf fylgst afskaplega vel með því sem er að gerast í heimsmálunum enda er hún enn þann dag í dag að passa upp á að ég geri það líka; fylgjast með því sem er að gerast í hinu stóra samhengi. Þá hefur móðir mín í gegnum tíðina verið mín helsta fyr- irmynd og klettur í lífsins ólgusjó.“ Páll lést fyrir fjórum árum, tæplega sjötug- ur að aldri, og var hann mörgum harmdauði, ekki síst þótti söknuður að hans framlagi til samfélagsumræðunnar, um hin ýmsu siðferði- legu málefni líðandi stundar. Enda náði Páll einkar vel til fólks og „jók hróður heimspek- innar“ eins og Róbert H. Haraldsson, eig- inmaður Kolbrúnar, komst að orði í minning- argrein um tengdaföður sinn. Róbert er einnig prófessor í heimspeki og kennslustjóri í Há- skóla Íslands svo segja má að heimspekin eigi stóran þátt í lífi Kolbrúnar. Kolbrún og Róbert deila bæði vinnustað og áhugamálum sem hún segir geta haft kosti og galla. „En við lifum bæði eftir því viðmiði að það eru einföldu hlut- irnir sem gefa lífinu gildi; göngutúrar, sund, náttúran og síðast en ekki síst samvera með fjölskyldu og vinum.“ Kolbrún man eftir því þegar hún var að alast upp að mörgum þótti það fremur sérstakt að eiga pabba sem var heimspekingur. Hvað þýddi það eiginlega að vera heimspekingur? „Sem krakki velti ég sjálf þessu talsvert fyrir mér og hugtakinu heimspeki; því að hugsa um heiminn, ég var alveg heilluð af því. Auðvitað er pabbi meðal annars ástæðan fyrir því að ég fór í háskólanám í heimspeki eftir að ég út- skrifaðist sem stúdent, í staðinn fyrir að fara í kennaranám sem ég velti sannarlega líka fyrir mér. Ég bý vissulega að því að hafa rætt mikið við pabba minn um heimspeki og menntamál og það er auðvitað söknuður að því að geta ekki rætt við hann um þau verkefni sem ég sinni í dag. Hann skrifaði mikið og um margt og hann tilheyrði líka stétt fræðimanna sem átti þess kost að sérhæfa sig ekki bara í einhverju einu heldur gat leyft sér að fjalla um margvísleg málefni og hann hafði áhuga á svo ótal mörgu; samfélags- og stjórnmálum, náttúrunni, sið- „Við látum okkur eiginlega ekkert óviðkomandi í rannsóknarstarfinu. Það er verið að skoða fjöl- menningu, jafnrétti kynjanna, heilsu og velferð ungmenna, menntun án aðgreiningar, upplýs- ingatækni, þróun skólastarfs, og ótal fleiri atriði enda er margt sem við þurfum að skilja betur til að varpa ljósi á hvernig nám og þroski á sér stað. Menntun er flókin og á sér víða stað.“ Morgunblaðið/Eggert Smitaðist af óslökkvandi áhuga á heiminum Líf Kolbrúnar Þ. Pálsdóttur, er sennilega ekki það dæmigerðasta fyrir manneskju sem fetað hefur menntastigann upp í dokt- orspróf og er í dag forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fullorðinslíf Kolbrúnar byrjaði á þeirri áskorun að verða ólétt 15 ára gömul. Verkefnin hennar hafa líka verið óhefðbundin en Kolbrún er einn fyrsti fræðimaðurinn á heimsvísu sem skrifaði doktorsritgerð um frístundaheimili. Heimspekin hefur verið alltumlykjandi í hennar lífi en í grunninn er hún heim- spekingur, eiginmaður hennar sömuleiðis sem og faðir hennar, Páll Skúlason heitinn. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Árið sem ég útskrifaðist úrgrunnskóla eignaðist égfrumburð minn þannig að haust-ið sem félagar mínir voru að byrja í menntaskóla var ég heima með lítið barn og það breytti auð- vitað mjög miklu fyrir mig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.