Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Síða 19
3.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 „Stelpur eru í meirihluta en það er einn og einn strákur sem kemur sem er ægi- lega skemmtilegt,“ segir Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, en hún hefur starfað þar síðan 1998. Skólinn hefur verið starfræktur síðan 1941 og er námið ein önn. Tuttugu og fjórir nemendur geta sótt skólann í einu. „Það hefur ekki verið alveg fullt núna undanfarin ár, í góðærinu. Í hallæri fyllist allt. Núna erum við með tutt- ugu nemendur en vildum gjarnan fá fjóra í viðbót,“ segir hún. Margrét segir afar mikilvægt að kenna ungu fólki að elda mat frá grunni. „Það er miklu ódýrara en að kaupa skyndibita og miklu hollara. Við gerum þau líka meðvituð um næringargildi matarins,“ segir Margrét. Hún segir öll fög jafn vinsæl; jafnvel að læra að ræsta. „Þeim finnst það gaman þegar þau læra það. En helst eru þau áhugasöm að læra að elda, vefa og sauma flíkur. Helga saumaði til dæmis alveg æðisleg- an bláan kjól,“ segir hún. Margrét segir námið geta nýst öllum í lífinu, sama hvað fólk tekur sér fyrir hendur. Hún tekur undir með Helgu og segir Hússtjórnarskólann kenna færni sem hefur glatast. „Það er nefnilega það sem hefur gerst. Það er sorglegt að þetta týnist, eins og að baka kleinur. Allir vilja borða kleinur! Það spyrja allir sem hingað koma hvort það sé ekki örugg- lega kennt að búa til kleinur, pönnukök- ur, fiskibollur, kjötsúpu og steiktan fisk í raspi. Svo búa þær til sína eigin kok- teilsósu úr sýrðum rjóma. Þetta finnst öllum gott.“ HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Allir vilja fiskibollur, kjötsúpu og pönnukökur Mig langaði svo að læra að elda ogverða dugleg að þrífa. Þeim mark-miðum náði ég reyndar ekki,“ segir Anna Margrét Pálsdóttir hjúkr- unarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands. Anna Margrét, sem á tvö börn og hund sem hún segir á við fimm ára barn, býr í Stykkishólmi. Haustið 2010 var hún í miðju skipstjórnarnámi þegar henni datt í hug að setjast á skólabekk í Hússtjórn- arskólanum. Hún sér ekki eftir því og ým- islegt sem hún lærði þar nýtist henni í dag- lega lífinu. Sóðakjaftur og smekklegheit „Ég var ekki búin með skipstjórnarnámið þegar ég fór í Húsó þannig að ég þurfti t.d. að sleppa því að læra að grilla lambalæri til að sitja tíma í loftskeytafræðum. En verk- efnin unnu sig ekki sjálf og oft þurfti ég að taka prjónaskapinn með í tíma þar og það var ekki alltaf vel séð. Og sóðakjafturinn á mér passaði ekki alltaf inn í smekklegheitin í Húsó. En ég fann ágætisjafnvægi á end- anum,“ segir hún kímin. Anna Margrét bjó á heimavistinni og lík- aði það vel. „Það var æðislegt að búa á heimavistinni og fá loksins að brjóta alvöru húsreglur, fá skammir fyrir að ganga illa um, vera of sein í morgunmat og klára ekki af matardisknum. Ég verð að mæla með þessu fyrir alla, á kvöldin var setið og horft á bíómyndir og unnið í verkefnum og mikið fíflast. Svo var stutt í miðbæinn og ég gat spókað mig þar og látið í smástund eins og ég væri Gísli Marteinn en ekki skítug lands- byggðartútta sem drekkur bara svart kaffi og les ekki ljóðabækur. Það er ekki lengur hlaupið að því að komast í heimavist- arstemmingu á Íslandi svo ég mæli með því að flytja á heimavistina, þá færðu að vakna við kúabjöllu alla daga og sleppur við að öskra yfir umferðaröngþveitinu á Hring- brautinni á morgnana. Það hafa allir gott af því að deila vistkerfi með öðrum,“ segir hún. Hvernig lækna á skyrbjúg Hún segist fyrst og fremst hafa lært að haga sér. „Það entist þó ekki lengi. Annars lærði ég að baka upp súpu, pressa buxur, sauma smábarnaföt, vefa teppi, brúna kart- öflur og að það er bannað að syngja við matarborðið. Svo er betra að sleppa því að tala um klamidíu í handavinnutímum, það getur misboðið kennaranum og samnem- endum. En svona án gríns, þá lærði ég alls kyns undirstöðuatriði í heimilishaldi sem munu endast mér út lífið. T.d. af hverju mjólk er fitusprengd, hvernig maður læknar skyrbjúg og að borðedik er þarfaþing á hvert heimili. Sólrún Diego fann ekki upp það hjól,“ segir hún. Káfar á garni við hvert tækifæri Önnu Margréti fannst handavinnan skemmtilegust, sérstaklega prjónaskap- urinn. „Hann fylgir mér eins og sjúkdómur. Ég sleppi því að fara til útlanda svo ég hafi efni á garni. Húsið mitt er að springa úr garni sem mér mun ekki endast ævin til að prjóna úr. Ég hef keypt garn í stað þess að kaupa mat. Og er stolt af því. Stundum fer ég bara í garnbúð til að káfa á garni. Svo er ég með handavinnugeðhvörf, fæ nóg af prjóni og fæ saumaæði. Kaupi þá heilu stafl- ana af efni og nálum og dressa börnin upp í heimasaumað eins og í gamla daga. Það líð- ur varla sá dagur að maðurinn minn öskri ekki yfir sig af því hann stakk sig á títu- prjón einhvers staðar í húsinu,“ segir hún. Var ekki leiðinlegt að læra að þrífa? „Jú og það er algeng flökkusaga að ef maður lærir að þrífa þá verði það skemmti- legt. Þrifdagarnir voru mökkleiðinlegir. Ég hef ekki enn staðið mig að því að vera með fötu af ediki á fjórum fótum að skrúbba eld- húsgólfið hjá mér en kannski einn daginn. Að vaska upp verður aldrei skemmtilegt þó félagsskapurinn sé góður. Ég myndi líklega bjarga uppþvottavélinni úr eldsvoða og bjarga svo börnunum. Nei, fyrst garninu, svo börnunum,“ segir hún. Mýkingarefni er guðlast Anna Margrét segir að það sem helst hafi komið á óvart var að hún áttaði sig á að hún hefði verið „með allt lóðrétt niður um sig í heimilishaldi áður“. „Ég kunni ekki neitt. Mín kynslóð er al- veg dauðadæmd og nauðsynlegt að læra þessa hluti til að hreinlega lifa af. Það kem- ur manni alltaf jafnmikið á óvart hvað það er erfitt að sjá um heimili svo vel sé. Konur í gamla daga voru ekkert bara að dunda sér, þetta var og er hörkuvinna. Það eru vísindi á bakvið hverja soðna pulsu. Og mýkingarefni er guðlast,“ segir hún og seg- ist hún hiklaust geta mælt með þessu námi. „Alltaf. Ég þurfti að selja bílinn minn til að eiga fyrir námsgjaldinu en það var þess virði. Myndi gera það aftur alla daga.“ Önnu Margréti finnst saumanámið hafa nýst sér best. „Ég hef ekki tölu á öllum buxnaklofunum sem ég hef lagað. Ég get stytt buxur og hannað mín eigin föt. Ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta alla daga en ég asnaðist til að gerast þræll ríkisins og fá mér hund svo ég hef minni tíma í þetta en ég myndi vilja,“ segir hún. „Það er í raun ekki mikið úr Húsó sem kemur að notum í hjúkkustarfinu nema kannski þekking á vítamínum og næringu. En fólk er ekki jafnmikið að drepast úr skyrbjúg í dag og í gamla daga; ég hef ekki fengið slíkt tilfelli á borð til mín enn. Í Húsó komst maður að því hvernig á að vera al- vöru skörungur, láta ekki vaða yfir sig og berja í borð ef manni misbýður. Ég er svo lin að eðlisfari að ég mætti tileinka mér það meira. En ég get beitt tusku og skúr- ingamoppu nokkuð vel ef ég vanda mig, það hefur komið að góðum notum.“ Að brjóta alvöru húsreglur Anna Margrét Pálsdóttir er hjúkrunarfræðingur með skip- stjórnarpróf. Hún fór í Hússtjórnarskólann í miðju skipstjórn- arnámi og sér ekki eftir því. Þar lærði hún m.a. að láta ekki vaða yfir sig og berja í borðið ef henni var misboðið. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Anna Margrét segist stundum fá saumaæði og saumar þá föt á börnin. „Kaupi þá heilu stafl- ana af efni og nálum og dressa börnin upp í heimasaumað eins og í gamla daga,“ segir hún. Anna Margrét segir ekki satt að þrifin verði skemmtileg þegar mað- ur hefur lært að þrífa. ’ Það var æðislegt að búa áheimavistinni og fá loksinsað brjóta alvöru húsreglur, fáskammir fyrir að ganga illa um, vera of sein í morgunmat og klára ekki af matardisknum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.