Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 26
Tiltölulega nálægt borginni Chania og Chania-flugvellinum er að finna litlu perlu, Seitan Limania ströndina en eyj- arskeggjar passa vel að halda henni hreinni og fínni og reyna að vernda gegn massatúrisma. Best er að mæta snemma morguns, á virkum degi, til að eiga ströndina svolítið út af fyrir sig. Sjórinn er kristaltær og stöndin gyllt og þar er alger stilla á ströndinni þar sem hún er staðsett milli hárra kletta. ÓGNARLÍTIL EN SJARMERANDI Seitan Limania 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019 FERÐALÖG Krít hefur verið vinsælláfangastaður meðal Íslend-inga í áratugi. Ástæður þess eru margar; þar er ekki aðeins ódýr matur og drykkur og nóg af sól, eins og sumir halda að sé það eina sem Íslendingar vilja, heldur býður eyjan upp á ýmislegt sem aðrir stað- ir bjóða ekki. Eitt af því merkilegasta þykir hve vinsamlegir eyjarskeggjar eru, greiðviknir og hlýir. Þeir bera þess engin þreytumerki að Krít hefur verið vinsæll og vel sóttur ferða- mannastaður í áratugi. Þess í stað er eins og þeir séu alltaf að taka á móti fyrsta ferðamanninum og það er góð tilfinning. Landslagið er þá einstakt og strendurnar og svo er eitthvað alveg sérstakt við að vera á svo sögu- legum slóðum, þar sem hægt er að fara stutt til að skoða nokkur þús- und ára minjar. Margir nýta sér þá að fara í siglingar og skoða fleiri grískar eyjar í leiðinni, sem eru óteljandi og jafnólíkar og þær eru margar. Það er vissulega indælt að liggja á ströndinni eða sundlaugarbakk- anum en það er líka hægt að skreyta þá sólarlegu með ýmsu skemmtilegu eins og hér má lesa um. Alls kyns annað en sól á Krít Á hinni fallegu sólareyju Krít er hálfgerð synd að láta ferðina líða og liggja bara og sleikja sólina. Fallegt og fjölbreytt landslag, lítil sveitaþorp til að heimsækja og stórmerkilegar menningarminjar Krítverja eru víða. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Á Krít fyrirfinnast minjar um eina elstu siðmenningu í Evrópu; mínósku menning- arinnar frá árunum 2700-1420 fyrir Krist. Það er einstakt að geta farið og skoðað leifar Knossos-hallanna og gömlu borg- arinnar í kring sem er frá þessum tíma en Knossos er að finna suður af höfuðborg Krítar, Heraklíón. Stundum er talað um svæðið sem elstu borg Evrópu. Stærsta höllin er á tveimur hæðum, með 1.500 herbergjum og má sjá óviðjafnanlegar freskur og muni. Það sem slær allt út er hásætissalurinn. Talið er að árið 1700 fyrir Krist hafi um 100.000 manns búið á svæð- inu. Þeir sem hafa enn orku eftir þá heim- sókn gætu keyrt til höfuðborgarinnar, sem er einkar skemmtileg, og satt þar sögu- þorstann enn meir með því að skoða ótrú- lega muni á fornminjasafni borgarinnar. KNOSSOS Einstakar fornar mínóskar minjar er að leggja af stað árla morguns. Þeir sem vilja ekki fara fótgang- andi til Balos geta farið með litlum bát frá Kastelli. Ströndin við Balos er líka einstök og mörg- um þykir hvergi fallegri en á þess- um stað. Á Krít er yndislegt að ganga um í náttúrunni og hægt að fara í fjall- göngur, bara passa að velja ekki heitasta tíma dagsins til þess. Ein skemmtilegasta gönguleiðin er í kringum Balos-lónið, og þá fyrst og fremst útsýnisins vegna, best BALOS-LÓNIÐ Í göngutúr að Balos

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.