Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Page 40
SUNNUDAGUR 3. MARS 2019
www.husgagnahollin.is
558 1100
FA L L E G T
F R Á NO R DA L
Reykjavík Bíldshöfði 20
Akureyri Dalsbraut 1
Ísafjörður Skeiði 1
Breska sjónvarpsstjarnan Charlotte Crosby, þekkt fyrir vinsælan raunveru-
leikaþátt sinn á MTV, The Charlotte Show, hefur, eins og aðdáendur hennar vita,
átt í ástarsambandi við aðra sjónvarpsfígúru, Josh Ritchie. Ritchie skaut upp á
stjörnuhimininn í Bretlandi þegar hann keppti í raunveruleikaþáttunum Love
Island og varð í þriðja sæti árið 2015.
Því getur fylgt talsvert álag að vera í sambandi fyrir opnum tjöldum eins og
raunveruleikastjörnur vita en í viðtali í vikunni sagði Crosby frá því að fyrstu al-
vöru vandræðin í sambandi þeirra, þar sem þau áttu bágt með að geta yfirhöfuð
verið fyrir framan myndavélina og Crosby endaði á að fara að gráta, hafi verið
tengd Íslandi.
Og ástæðan nákvæmlega? Crosby hafi á þeim tíma þráð að þau færu saman til
Íslands til að „bjarga hvölum“ en Ritchie hafi frekar viljað vera í Bretlandi þá
helgi til að sjá tónlistarmanninn 50 Cent. Ekki fylgdi sögunni hvað þau enduðu á
að gera en Crosby sagði að hún hefði einfaldlega verið að gera úlfalda úr mýflugu.
Charlotte Crosby hefur slegið í
gegn með þættina sína á MTV.
Morgunblaðið/Ómar
Rifust yfir hvalabjörgun
Crosby segist hafa sýnt full-
dramatísk viðbrögð við því
að kærastinn vildi ekki fara
með henni til Íslands.
Ein þekktasta raunveruleikastjarna Breta, Charlotte Crosby, fór að gráta
fyrir framan myndavélarnar vegna rifrildis við kærastann um Ísland.
Kvikmyndagagnrýni stendur á
gömlum merg hér í Morgun-
blaðinu. Fyrir réttum sextíu ár-
um, 3. mars 1959, var rýnt í
sænsku myndina Fartfeber sem
sýnd var í Stjörnubíói.
„Nafn myndarinnar er afleitt,
en skilst þó væntanlega,“ byrjaði
rýnirinn sem kallaði sig Ego.
„Myndin er sænsk og „problem-
mynd“, eins og svo margar
skandinavískar myndir nú á dög-
um, þ.e. hún fjallar um eitt erf-
iðasta vandamál flestra menn-
ingarþjóða heims á síðari
tímum, – hið rótlausa æskufólk,
sem leitar æ meir burt frá heim-
ilunum og lifir öfgafullu og óheil-
brigðu lífi og eirir engu í stöð-
ugri leit að æsandi atburðum.“
Sagði Ego þetta leiða unga
fólkið smám saman út á glæpa-
brautina, oft með þeim afleið-
ingum, að það ætti þaðan aldrei
afturkvæmt. „Þeim, sem af al-
vöru og fullum skilningi hugsa
um þetta mikla vandamál, er
mynd þessi óhugnanlegur vitn-
isburður um hversu ástatt er í
þessum efnum og hvert stefnir,
ef ekki verða fundin örugg ráð til
úrbóta. – Er reynt í myndinni að
gera grein fyrir meginorsökum
meinsemdarinnar, og í samræmi
við ríkjandi skoðanir, er þar lögð
áherzla á að þeirra sé fyrst og
fremst að leita í slæmum heim-
ilisháttum, vanræktu uppeldi og
skilningsleysi hinna fullorðnu á
sálarlífi unglinganna.“
GAMLA FRÉTTIN
Rótlaust
æskufólk
Sænska „problemmyndin“ Fartfeber var sýnd í Stjörnubíói árið 1959.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Gimpið
gæslumaður
Hatari
tónlistarmaður
Thunderstick
trymbill