Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  79. tölublað  107. árgangur  COSTCO VILDI FÁ STELLU SIGRÚN OG RAGN- HEIÐUR MYNDLISTARMAÐUR MEÐ HJARTA REYKJAVÍKUR TILNEFNINGAR 31 HJARTATORG 12VIÐSKIPTAMOGGINN Morgunblaðið/Ásdís Góðgæti Sæeyru eru stórvaxnir, ætir sæsniglar, vinsælir í sushirétti. Sæbýli ehf., sem ræktar japönsk sæeyru á Eyrarbakka og í Þorláks- höfn stefnir að um 5-6 þúsund tonna eldi á sæeyrum í 25 eld- isstöðvum um land allt á næstu ár- um. Að sögn Kolbeins Björnssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, er stefnt að því að hver og ein eld- isstöð verði um fjögur þúsund fer- metrar að stærð. Hann segir það mikilvægt að vera með margar litl- ar og umhverfisvænar eldisstöðvar sem hafi ekkert kolefnisspor, þurfi 20-30 starfsmenn hver, og starf- semin passi þannig fyrir lítil sam- félög víða um landið. „Ég hef starf- að með frumkvöðli verkefnisins, Ásgeiri Guðnasyni, síðan 2009 að hönnun lóðrétta eldiskerfisins og er þetta eitt flottasta tæknifyrirtæki landsins og algjör bylting í landeldi á verðmætum botnlægum sjávar- tegundum. Þetta er mjög verðmæt afurð og gerir eldistæknin okkur kleift að lækka framleiðslukostnað í eldinu um faktor 2-3 miðað við venjulegt kvíaeldi erlendis,“ segir Kolbeinn Björnsson við Við- skiptaMoggann í dag. 6.000 tonn af sæeyrum  Hyggjast byggja 25 lóðréttar eldisstöðvar um land allt  Fjórir fatlaðir einstaklingar á miðjum aldri, karlar og konur, búa enn í húsnæði gamla Kópavogshæl- isins í Kópavogi, að sögn Þóru Þór- arinsdóttur, framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags. Hún segir að þetta fólk hafi dagað uppi í kerfinu og búi ekki við þær aðstæður sem öðru fötluðu fólki er boðið upp á. Þóra sagði að stjórn Áss styrktarfélags hefði nýlega ritað félagsmálaráðherra. „Við gáfum frest til 1. maí og fólk þarf að fara að gera eitthvað í þessu. Því hefur verið lýst yfir að öllum stofnunum af þessu tagi hafi verið lokað hér á landi en sú er ekki raunin.“ »14 Fjögur búa enn á Kópavogshæli Ungverska flugfélagið Wizz air hyggst fljúga frá Keflavík til Luton- flugvallar í London sjö sinnum í viku. Mun þessi breyting taka í gildi í lok maí og standa til loka október- mánaðar hið minnsta en þá lýkur sumaráætlun Isavia. Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við ViðskiptaMoggann. Fjölgar ferðum flugfélagsins til London um þrjár frá Keflavík. Þá hyggst félagið einnig fjölga ferðum til Varsjár úr fjórum í fimm. Mun sú breyting taka gildi strax. Að sögn Guðjóns eru þessar breytingar bein afleiðing af samskiptum Isavia við flugfélög um að bregðast við breytt- um aðstæðum á flugmarkaði í kjöl- far gjaldþrots WOW air í síðustu viku. Wizz air á hverjum degi til London Ljósmynd/Wizz air Flugfélag Wizz air fjölgar ferðum frá Keflavík til London.  Mink Campers ehf., framleiðandi Mink-sporthýsisins, sem ætlað er til ferðalaga úti í náttúrunni, frum- sýnir á morgun aðra kynslóð sport- hýsisins, sem nú hefur verið endur- hannað með fjöldaframleiðslu í flatpakkningum og hagkvæmni í huga. Forsvarsmenn Mink Campers, þeir Kolbeinn Björnsson og Ólafur Gunnar Sveinsson, segja í samtali við ViðskiptaMoggann að stefnt sé að því að innan fimm ára muni þeir selja um 2-3 þúsund hjólhýsi á ári, og vera þar að auki með um 2-300 útleigustöðvar fyrir sporthýsin vítt og breitt um Evrópu og Bandarík- in. „Við byrjum að bjóða leiguþjón- ustuna nú á þessu ári í skosku há- löndunum, rúmensku hálöndunum, í Norður-Noregi og í Hamborg í Þýskalandi.“ Morgunblaðið/Eggert Hagkvæmni Einföld skandinavísk hugsun er ráðandi í hönnun Mink-sporthýsisins. Vilja selja og leigja þúsundir sporthýsa Helgi Bjarnason Freyr Bjarnason Viðræður um nýjan kjarasamning fyrir meginhluta almenna vinnu- markaðarins, sem fram fóru í Karp- húsinu í gær, snerust fyrst og fremst um frágang atriða því í fyrrinótt var undirritað samkomulag um megin- línur nýs kjarasamnings. Samninga- menn voru að fram á nótt en stefnt var að undirritun í þessari vinnulotu og að efnisatriði samninga yrðu kynnt almenningi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, sagði í gærkvöldi ein- sýnt að samningsaðilar væru komnir á lokametrana í viðræðunum. Menn væru að vanda sig og að mörgu þyrfti að huga. „Við undirrituðum hérna klukkan tvö síðustu nótt meg- inlínur og útdrætti kjarasamnings- ins þar sem búið er að festa alla þessa stærstu þætti. Þetta snýst fyrst og fremst um frágang núna,“ sagði Halldór en bætti við að eftir væri að klára ákveðin atriði. „Þetta eru flóknir samningar og það er margt sem spilar þarna inn í,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR. Hann vonaðist til að geta kynnt undirritaðan samning í dag, það væri stefnan. Grundvöllur víðtækrar sáttar Meginlínur kjarasamninga voru undirritaðar með fyrirvara um að- komu stjórnvalda. Unnið var að því í gær að aflétta þeim fyrirvara, sam- hliða frágangi samninga. „Ég tel að þeir þættir sem verða í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ásamt þeim áherslum sem aðilar vinnumarkað- arins hafa verið að leggja sín í milli geti orðið grundvöllur að víðtækri sátt og skapað skilyrði fyrir efna- hagslegum og félagslegum stöðug- leika til langs tíma. Einnig til vaxta- lækkunar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gærkvöldi, spurð um stöðu mála í viðræðunum. Viðræður stóðu enn yf- ir þegar blaðið fór í prentun. Morgunblaðið/Hari Samningur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson frá SA ganga aftur til fundar í Karphúsinu í gærkvöldi. Samningar kynntir  Samningamenn unnu fram á nótt við útfærslu og frágang nýrra kjarasamninga  Getur skapað skilyrði fyrir stöðugleika til langs tíma, segir forsætisráðherra MLífskjarasamningur »2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.