Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 6

Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta erlendra greiðslukorta án flug- samgangna nam 30,3 milljörðum króna í janúar og febrúar. Það var 10% aukning milli ára og mesta velta frá upphafi. Þetta má lesa úr tölum Rannsókn- arseturs verslun- arinnar (RSV). Samkvæmt þeim var velta er- lendra korta um 237 milljarðar króna í fyrra sem einnig var met. Árni Sverrir Hafsteinsson, hagfræðingur og framkvæmda- stjóri RSV, bendir á að gengi krónu hafi gefið töluvert eftir í fyrra. Því sé ekki gefið að veltan hafi aukist í erlendri mynt. Hann segir aðspurður ekki óraun- hæft að velta erlendra greiðslukorta muni dragast saman í ár. Fall WOW air sé þar meginástæðan. Veltan gæti orðið jafn mikil Á hinn bóginn kunni frekari veik- ing krónunnar að hafa í för með sér að veltan verði jafn mikil í krónum talið í ár og hún var í fyrra. Erlendir ferða- menn muni geta keypt fleiri krónur fyrir sína erlendu mynt. Árni Sverrir segir kaup á flugmið- um undanskilin í þessum veltutölum. Þau viðskipti komi til viðbótar. Kortaveltan skiptist þannig að um 36 milljarðar í fyrra, af um alls 237 milljörðum, hafi runnið til verslunar en meirihlutinn í þjónustu. Þá til dæmis hótelgistingu, skipulagðar skoðunarferðir, bílaleigubíla og hvalaskoðun. Sé skipting kortaveltunnar skoðuð eftir þjóðerni kemur í ljós að Banda- ríkjamenn keyptu vörur og þjónustu fyrir 9,6 milljarða á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Bretar voru í öðru sæti með 6,5 milljarða. Næstir koma Þjóðverjar með 1,46 milljarða og svo Frakkar með 1,35 milljarða. Skammt á eftir Frökkum voru Kínverjar með 1,33 milljarða. Hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að Kínverjar væru orðn- ir svo kaupglaðir á Íslandi. Kínverjar eiga þátt í meti Árni Sverrir segir aðspurður að aukningin frá Kína eigi sinn þátt í að kortametið féll í janúar og febrúar. Má geta þess að Kínverjar héldu upp á nýárið í febrúar. Það kann aftur að hafa haft áhrif á kauphegðun. Árni Sverrir segir ekki liggja fyrir gögn varðandi farþega WOW air hvað snertir lýðfræðilega þætti. Þá til dæmis lífsstílshópa, efnahag eða þjóðerni. Því sé erfitt að meta áhrifin betur út frá þeim þáttum. Samkvæmt þessu liggur ekki fyrir hvert vægi farþega WOW air var í verslun á Íslandi. Samkvæmt skráningu Seðlabank- ans var miðgengi evru 124,25 krónur í ársbyrjun 2018 en 137,7 krónur í gær. Þá var miðgengi Bandaríkjadals 102,86 krónur í byrjun árs 2018 en 122,89 krónur í gær. Krónan kostar þannig um 11% minna í evrum og um 19,5% minna í dollurum en í byrjun árs 2018. Til samanburðar gerir Ar- ion banki ráð fyrir að erlendum ferða- mönnum fækki um 16% í ár vegna samdráttar í flugframboði. Kortavelta erlendra ferðamanna Kortavelta í janúar og febrúar 2013-2019 Samtals allt árið 2013-2018 Kortavelta í janúar og febrúar Milljarðar kr. Milljarðar kr. Jan.-feb. 2019, tíu stæstu, milljónir kr. Jan.-feb. samtals 2013-2019 Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar 250 200 150 100 50 0 Janúar Febrúar Bandaríkin Bretland Önnur lönd 8,3 9,8 13,1 18,8 26,0 27,6 30,3 Bandaríkin Bretland Þýskaland Frakkland Kína Kanada Danmörk Noregur Holland Spánn 9.612 6.468 1.455 1.349 1.327 924 685 601 569 546 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Bandaríkin, 32% Bretland, 21% Önnur lönd, 47% 237 216 194 138 103 87 Enn eitt kortametið  Velta erlendra korta var 30,3 milljarðar í janúar og febrúar  Það er met  RSV bendir á þátt gengisveikingar í veltu Morgunblaðið/Eggert Vel búnir Erlendir ferðamenn á ferð í miðborg Reykjavíkur. Árni Sverrir Hafsteinsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga TORMEK T-4 Vinsæla brýnsluvélin Baldur Arnarson baldura@mbl.is Runólfur Ágústsson, framkvæmda- stjóri Fluglestarinnar – þróunar- félags, segir framkvæmdir við flug- lestina mögulega geta hafist 2022. Fall WOW air breyti ekki heildar- myndinni til lengri tíma litið. „Öll sveitar- félög sem ætlunin er að fluglestin fari um hafa þeg- ar samþykkt samstarfssamn- ing um skipulags- mál nema Hafn- arfjörður. Við vonumst til að ná samkomulagi við Hafnarfjörð og eigum á næstunni fund með bæjarstjóranum. Verkefn- ið er háð því að slíkt samkomulag ná- ist,“ segir Runólfur um stöðu máls- ins. Ef samþykkið fæst tekur við skipulagsvinna fyrir verkefnið. Rannsóknir kosta sitt „Það er auðvitað mikil vinna. Langdýrasti liðurinn er rannsóknar- vinna hér á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að bora töluvert af litlum tilraunaholum og staðreyna jarðlög áður en byrjað er að grafa göng fyrir lest. Menn þurfa að geta lesið sig í gegnum jarðlögin metra fyrir metra. Það skortir heilmiklar rannsóknir á jarðlögum sem kosta sitt. Samhliða þarf að vinna mat á umhverfisáhrif- um sem er tveggja ára ferli og for- hanna verkefnið til útboðs.“ Þegar næsta áfanga lýkur tekur við fjármögnun og gangagerð frá Hafnarfirði við Straumsvík og að Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Ætlunin er að lestin verði ofanjarðar frá Keflavíkurflugvelli að Hafnarfirði. „Framkvæmdir gætu hafist árið 2022 ef fjármögnun næsta áfanga gengur vel. Það eru kannski ekki kjöraðstæður í augnablikinu. Við vonum að það rætist þó fljótt úr því. Þá ætti þessi vinna að taka um þrjú ár,“ segir Runólfur og vísar til fjár- mögnunar rannsókna á jarðlögum. Miðað við 4 milljónir 2030 Hann segir aðspurður gert ráð fyrir 3,5% árlegri fjölgun erlendra ferðamanna, 2020-2028, og að alls sæki tæplega 4 milljónir erlendra ferðamanna landið heim árið 2030. Vegna falls WOW air gangi spá um 7% fjölgun í ár hins vegar ekki eftir en langtímaspáin sé varfærin. Hann segir Evrópska fjárfestingabankann (EIB) m.a. hafa lýst áhuga á verk- efninu. Rætt sé um að lestin kosti milljarð evra og að 75-80% fjárfest- ingarinnar komi erlendis frá. Fluglestin er áfram á áætlun Runólfur Ágústsson  Evrópski fjárfestingabankinn sýnir málinu áhuga  Rætt um milljarð evra Dýpt lestarganga Fluglestin á að liggja ofanjarðar frá Kefl avíkurfl ugvelli að Straumsvík. Þaðan á að gera 15-16 km göng að BSÍ. Meðaldýpt gang- anna verður um 40 metrar frá yfi rborði. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð. -25 m -50 m 75 m 50 m 25 m BSÍ Heimild: Efl a verkfræðistofa Baldur Arnarson baldura@mbl.is Greiningardeild Arion banka spáir því í nýrri efnahagsspá, 2019-2021, að raunverð fasteigna muni lækka. Það muni þannig lækka um 1,3% í ár, 4,5% árið 2020 og um 2% 2021. Nýja hagspáin var birt í gær en hún tekur tillit til efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi WOW air. Halldór Kári Sigurðarson, sér- fræðingur í greiningardeild Arion banka, segir samansafn margra þátta skýra spá um verðlækkun. „Fyrir það fyrsta má nefna aukið framboð og horfur á hægari fólks- fjölgun. Atvinnuleysi hefur verið að stíga og því ekki forsendur fyrir jafn miklum fólksflutningum til landsins og undanfarin tvö ár,“ segir Halldór. Telur greiningardeildin að íbúum á hverja íbúð muni fækka og með því ganga á íbúðaskortinn. „Annað sem er lykilatriði er versnandi aðgengi að lánsfé. Það má sjá á reiknivélum bankanna. Til dæmis þegar skoðuð eru viðbótar- lán. Lánstími er að styttast og jafn- vel jafnar afborganir komnar í stað- inn fyrir jafnar greiðslur sem leiðir allt til þess að greiðslubyrðin þyng- ist,“ segir Halldór og rifjar upp að vísitala íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 1% í febrúar. Ívilnanir gætu haft áhrif „Þetta hefur stutt þennan grun okkar … Komi til ívilnana stjórn- valda munu áhrifin fara eftir því hvort ýtt verði undir aukið framboð eða ráðstöfunartekjur heimilanna auknar,“ segir Halldór. Rætt var um slíkar ívilnanir í tengslum við kjara- samninga. Loks segir Halldór að- spurður að aukið atvinnuleysi gæti unnið á móti áhrifum launahækkana. Spá lækkun fasteignaverðs  Greiningardeild Arion banka bendir á aukið atvinnuleysi Húsnæðisverð Heimild: Greiningar- deild Arion banka 15% 10% 5% 0% -5% Breyting á raunverði 2015-2018 Spá fyrir 2019-2021 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20 ’21 Breyting á milli ársmeðaltala Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu en hún hefur verið settur forstjóri frá 1. mars 2018. Heiða Björg er með embættis- próf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 2004 og hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður ár- ið 2008. Heiða Björg hefur stundað doktorsnám við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2013. Doktorsverkefni hennar lýtur að samspili málsmeðferðarreglna stjórnsýsluréttar annars vegar og réttar barna til verndar og umönnunar hins vegar. Áætluð námslok eru í ár, að því er segir í frétt félagsmálaráðuneytisins. Heiða skipuð forstjóri Barnaverndarstofu Heiða Björg Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.