Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Nýr innsiglingarviti fyrir Reykjavíkurhöfn, austan við Höfða við Sæbraut í Reykjavík, er kominn á sinn stað. Á viti þessi að koma í stað eldri vita í turni Sjómannaskólans sem var í notkun allt þar til háhýsin við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Auk þess að auðvelda sigl- ingu inn í Reykjavíkurhöfn er reiknað með því að vitinn muni laða að sér ferðamenn, en útsýni frá honum er með allra besta móti. Snemma í gær tóku vegfarendur eftir stór- virkri vinnuvél við Sæbraut og sá hún um að hífa vitann á þann stað sem hann stendur nú á. Eftir að því verki var lokið tók vaskur hóp- ur iðnaðarmanna við keflinu og mun hann meðal annars sjá um að tengja ljósabúnað vit- ans. Búist er við því að hægt verði að tendra hinn nýja vita Reykjavíkur á næstu vikum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera afar ánægður með vitann. „Lagt var upp með að halda í þau einkenni sem eru í Skarfagarði og gömlu höfninni. Og það er ástæða þess að þessi viti lítur út eins og hann gerir – glæsilegur og þarna mun hann standa um ókomna tíða,“ segir Gísli í samtali við Morgunblaðið og vísar til gömlu vitanna sem Reykvíkingar þekkja svo vel. „Þegar búið er að tengja hann verður innsigl- ingin aftur eins og vera ber.“ khj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Þarna mun hann standa um ókomna tíð“ Innköllun - þrotabú WOW air hf. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 28. marz 2019 var WOW Air hf, kt. 451011-0220, Katrínartúni 4, 105 Reykjavík tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag voru undirritaðir skipaðir skipta- stjórar í búinu. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin er 28. marz 2019. Hér með er skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra rétt- inda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjórum í búinu innan fjögurra mánaða frá fyrri birtingu innköllunar í Lögbirtingarblaði í dag 3. apríl 2019. Kröfulýsingar skulu sendar Sveini Andra Sveinssyni hrl skiptastjóra, Grjótagötu 7, 101 Reykjavík. Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins verður haldinn í fundarsal á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 13:00. Skrá um lýstar kröfur mun liggja frammi á skrifstofum skiptastjóra síðustu viku fyrir skiptafundinn. Reykjavík, 3. apríl 2019. Þorsteinn Einarsson hrl. Sveinn Andri Sveinsson hrl. Borgarstjórn samþykkti samhljóða á fundi borg- arstjórnar í gær að vísa tillögu Sjálfstæðisflokks- ins um að styðja við íþróttafélögin í Reykjavík að koma á fót rafíþrótta- deildum innan félaganna inn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs til úr- vinnslu. Stóðu flokkarnir í borgarstjórn að sameig- inlegri bókun um málið sem telst til tíðinda í Ráð- húsinu. Jafnframt var lagt til að iðkendur gætu nýtt sér frístundakort Reykjavíkur líkt og með aðrar íþróttagreinar. Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og tillöguflytjandi, segist ánægður með að borgarstjórn hafi getað sameinast um að vinna að þessu jákvæða máli. Þá sendu félögin KR, Víkingur og Fjölnir frá sér sér- staka stuðningsyfirlýsingu við málið í gær. Tillögu um stuðning við rafíþróttir vel tekið Rafíþróttir Keppt var í rafíþróttum á Reykja- víkurleikunum í vetur. Þátttaka var mikil. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigrún Pálína Ingv- arsdóttir, þroskaþjálfi og brautryðjandi í bar- áttunni gegn kyn- ferðisofbeldi á Íslandi, er látin, 63 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi í Danmörku 2. apríl sl. eftir erfið veikindi. Pála, eins og hún var alltaf kölluð, fædd- ist í Reykjavík 8. nóv- ember árið 1955. For- eldrar hennar voru þau Ingvar Alfreð Georgsson og Elísabet Óskarsdóttir. Pála lauk námi frá Þroskaþjálfa- skóla Íslands árið 1977 og starfaði við sitt fag fram til 1996 er hún flutti búferlum til Danmerkur þar sem hún starfaði lengst af sem þroska- og markþjálfi og meðferðarráðgjafi. Fyrri eiginmaður Pálu var Sigurður Blöndal, en hann lést 1. mars sl., og þau eignuðust börnin El- ísabetu Ósk, f. 19. júní 1976, hennar börn eru Aron Pétur og Viktor; Bjarka Blöndal, f. 11. janúar 1981, börn hans eru Tómas Val- ur, Elísabet Pála og Sigurbjörn; og Sól- veigu Hrönn, f. 1. mars 1985, börn henn- ar eru Pálína Dís og Ísak Örn. Síðari maður Pálu er Alfred- Wolfgang Gunnarsson, gull- smíðameistari og steinasetjari, en þau giftu sig 2008 og lifir hann konu sína. Andlát Sigrún Pálína Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.