Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
ÁRALANGAR RANNSÓKNIR GEFA HÚÐINNI BJARTARI FRAMTÍÐ:
Prodigy CELLGLOW línan með jurtastofnfrumum úr hinu ofursterka EDELWEISS blómi úr Svissnesku
Ölpunum, gefur ljóma, þéttari og stinnari húð og dregur sjáanlega úr flestum merkjum öldrunar.
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
HR VÖRUM20%
HELENA RUBINSTEIN KYNNING
MIÐVIKUDAGTIL FÖSTUDAGS
GLÆSILEGUR KAUPAUKI AÐ HÆTTI HELENA RUBINSTEIN.
THE VEGETAL
WEAPON FOR A
HEALTHY SKIN
#keepfighting
NÝTT
NÝ STJARNA
DJÚPENDURNÝJANDI SERUM
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður
Gray Line (Allrahanda GL ehf.),
gerir athugasemd við umfjöllun um
skuldastöðu fyrirtækisins í Morgun-
blaðinu í gær. Var hún hluti af um-
fjöllun um skuldir 23 fyrirtækja í
ferðaþjónustu í árslok 2017.
Þar kom m.a. fram að skuldir
Allrahanda hefðu verið 1.959 millj-
ónir í árslok 2017. Talan var sótt í
ársreikning samkvæmt fjár-
málavefnum Keldan.is.
Þórir segir hið rétta að samtals
hafi vaxtaberandi skuldir Allra-
handa verið 1.120 milljónir í árslok
2017. Sú fjárhæð samsvarar 57 pró-
sentum af 1.959 milljónum.
Vaxtaberandi skuldir séu hinn
rétti mælikvarði. Með því leiðréttist
hlutfall skulda af EBITDU úr 22,8,
samkvæmt frétt blaðsins, í hlutfallið
13. Með EBITDU er vísað til
rekstrarhagnaðar fyrir fjármagns-
liði, afskriftir og skatta.
Talan gefi ranga mynd
Þá benti Þórir á að með því að
taka allar skuldir væri verið að telja
með viðskiptaskuldir, fyrirfram inn-
heimtar tekjur og aðrar skamm-
tímaskuldir. Það gæfi ranga mynd
miðað við samhengi í fréttinni.
Þar hefði enda verið fjallað um
margfeldi skulda og EBITDU.
Viðskiptakröfur sveifluðust til og
frá eftir árstíðasveiflu. Um áramótin
væru þær tölur yfirleitt háar, enda
jól og áramót háannatími í ferða-
þjónustunni. Með því að miða til
dæmis við 1. maí en ekki 31. desem-
ber hefði því fengist allt önnur
mynd. baldura@mbl.is
Ekki rétt að telja
fram allar skuldir
Allrahanda gerir athugasemd við
umfjöllun um skuldir fyrirtækisins
Athafnamaður Þórir Garðarsson,
stjórnarformaður Gray Line.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur framlengt gildistíma
reglugerðar um endurgreiðslu
kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt
starfandi sérgreinalækna sem starfa
án samnings við
Sjúkratryggingar
Íslands (SÍ) um
þrjá mánuði til
30. júní nk. Um
er að ræða kostn-
að vegna lækna-
starfa sem unnin
eru á stofum sér-
greinalækna í um
25 sérgreinum.
Rammasamn-
ingur milli SÍ og
sérgreinalækna sem gerður var í
desember 2013 rann út um áramót-
in. Heilbrigðisráðherra setti þá
reglugerð um greiðsluþátttöku
vegna endurgreiðslu kostnaðar
vegna þjónustu sjálfstætt starfandi
sérgreinalækna. Það var gert til
þess að samningsleysið kæmi ekki
niður á notendum. Reglugerðin gilti
fyrst frá 1. janúar til 31. mars 2019
en hefur nú verið framlengd.
„Formlegar og óformlegar við-
ræður við ráðherra, ráðuneyti og
Sjúkratryggingar hafa staðið lengi.
Viðræður sérgreinalækna og SÍ
hafa til þessa snúist um form og fyr-
irkomulag nýs samnings. En við höf-
um ekki rætt gjaldskrár eða annað
slíkt,“ sagði Kristján Guðmundsson,
háls-, nef- og eyrnalæknir og for-
maður samninganefndar Lækna-
félags Reykjavíkur (LR). Félagið
sér um samningsmál fyrir alla starf-
andi sérgreinalækna. Hann sagði að
nú væri komið upp sama óvissu-
ástand og var frá 1. apríl 2011 til
ársloka 2013, þegar enginn ramma-
samningur var í gildi.
„Vegna breytinga á lögum um op-
inber innkaup frá október 2016
þurfa þessi þjónustukaup nú að fara
eftir annarri leið en þau hafa gert
áður,“ sagði Kristján. SÍ þarf nú að
ákveða hvað á að kaupa mikla þjón-
ustu í hverri sérgrein. Svo þarf að
ákveða hvernig deila á þjónustu-
kaupunum á milli sjúklinga. Sér-
greinalæknar hafa fyrir löngu hvatt
stjórnvöld til að ákveða hve mikla
þjónustu þau vilji kaupa. Það sem út
af standi verði þá boðið til sölu á
frjálsum markaði.
Sjálfsagt að tilvísanir komi
Eftir að ný reglugerð um
greiðsluþátttöku var sett vorið 2017
hefur að einhverju leyti dregið úr
verðstýringu í þessa þjónustu, að
sögn Kristjáns. Annað stjórntæki,
sem eru tilvísanir, hefur ekki verið
tekið í notkun nema fyrir börn 2-18
ára.
„Okkur finnst sjálfsagt að það
komi tilvísanir. Í þeim getur falist
faglegt mat á þörfinni á þjónustu-
kaupum,“ sagði Kristján. Hann
sagði að sérgreinalæknar og stjórn-
völd væru sammála um ýmsa þætti
en það væri stórt viðfangsefni að
ljúka málinu. SÍ hafi talið að það geti
tekið allt að 18 mánuði að komast til
botns í því hvernig eigi að kaupa
þjónustu af sérgreinalæknum.
Samningar um barnatannlækn-
ingar renna út í maí og sömuleiðis
samningar við sjúkraþjálfara og
fleiri. „Við viljum sjá hvað Sjúkra-
tryggingar gera varðandi þessa
samninga,“ sagði Kristján.
„Við bíðum eftir ákvörðunum
stjórnvalda. Á fólk að borga fullt
gjald hjá okkur ef það er ekki með
tilvísun? Ætlar ríkið að kaupa til-
tekna þjónustu af okkur? Hvernig á
að takmarka þau þjónustukaup og
hvernig á að dreifa þeim meðal sjúk-
linganna? Við bíðum eftir svörum
við þessu,“ sagði Kristján. Hann tók
það fram að engin óvild væri á milli
sérgreinalækna og hins opinbera.
Viðræðurnar snerust m.a. um lengd
samnings. Þyngri starfsemi þyrfti
helst fimm ára samning en hið op-
inbera vildi helst gera skemmri
samning.
Kristján sagði að nú væri pólitísk-
ur vilji og skýr skilaboð um að efla
ætti opinbera heilbrigðisþjónustu.
„Okkur finnst dapurlegt ef ekki á
að nýta áfram kosti einkaframtaks-
ins í heilbrigðisþjónustu. Við bíðum
eftir að sjá hvað kemur út úr heil-
brigðisstefnunni,“ sagði Kristján.
Breyttar reglur um innkaup
Hefur áhrif á kaup þjónustu af sérgreinalæknum Gildistími reglugerðar um
endurgreiðslu kostnaðar vegna sjálfstætt starfandi sérgreinalækna framlengdur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gildistími Samningar um barnatannlækningar renna út í maí sem og fleiri samningar. Mynd úr safni.
Kristján
Guðmundsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði
er ekki lokið. Eftir rólega helgi,
sem benti til þess að hrinan væri
að lognast út af, kom hviða
snemma í gærmorgun. Stærsti
skjálftinn í hviðunni var 2,7 að
stærð klukkan kortér fyrir sjö um
morguninn og áfram var smá-
virkni. Síðdegis í gær höfðu um
80 skjálftar mælst og stefndi í um
100 skjálfta sem er svipað og
undanfarna daga.
Spenna að losna
„Þetta þýðir að skjálftahrinan
er enn virk og við fylgjumst
áfram náið með þróun hennar,“
segir Einar Hjörleifsson, nátt-
úruvársérfræðingur á Veðurstof-
unni. Hann segir að spenna sé að
losna á þessum enda Grímseyj-
arbrotabeltisins.
„Við teljum enn að uppi séu
sömu tvær sviðsmyndirnar: Það
gæti fylgt stærri jarðskjálfti en
flestum hrinum lýkur þó án
stærri jarðskjálfta,“ segir Einar.
2.600 skjálftar samtals
Jarðskjálftahrinan í Öxarfirði
hófst laugardaginn 23. mars.
Upptökin eru um 6 kílómetra suð-
vestur af Kópaskeri, á 2-5 kíló-
metra dýpi. Alls hafa mælst yfir
2.600 skjálftar. Um miðja síðustu
viku mældust um 500 skjálftar á
dag en 780 skjálftar þann dag
sem virknin var mest. Und-
anfarna daga hafa um 100 skjálft-
ar mælst á degi hverjum.
Hafa mælst 8 skjálftar af stærð
3 og yfir, sá stærsti 4,2 að stærð.
Ríkislögreglustjóri og lög-
reglustjórinn á Norðurlandi
eystra lýstu yfir óvissustigi al-
mannavarna 28. mars.
Ný jarð-
skjálfta-
hviða
Áfram fylgst með
skjálftum í Öxarfirði