Morgunblaðið - 03.04.2019, Qupperneq 13
og langafi verslunarstjóri. Það
hvarflað ekki að mér að ég ætti eft-
ir að fara í þessa átt, en svo reynist
þetta vera í genunum,“ segir Jói og
bætir við að Pabbakné ehf. sé móð-
urfyrirtæki verslunarinnar, en
Pabbakné hefur lengi verið skjól
fyrir hann sem myndlistarmann.
„Ég skapaði ímyndaðar mark-
aðsvörur í mínum málverkum og
var að draga dár að fyrirtækja-
menningu, að myndlistarmenn
væru að selja sálu sína, allir væru á
höttunum eftir því að komast inn á
gallerí þar sem þeir væru háðir
kapítalistunum. Ég hélt meðal ann-
ars sýningu þar sem ég skrifaði um
mig í þriðju persónu. Ég bjó til
ímyndaðan forstjóra sem hét Auð-
unn Laupur Hólm, og ég lét Auðun
hrósa mér í hástert en um leið
gagnrýna mig mjög harkalega. Ég
var óvæginn við sjálfan mig í þess-
ari persónu.“
Ég brenndi bönd
sem héldu mér
Jói er í leyfi frá starfi sínu í
Listaháskólanum eftir margra ára
starf þar og segir að þá hafi orðið
vatnaskil í lífi hans.
„Ég lenti í því sem kallað er
kulnun í starfi, en ég lít á það sem
jákvæðan bruna, því ég brenndi í
sundur einhver bönd sem héldu
mér. Og nú hef ég haldið inn á nýj-
ar lendur. Mér finnst frábært að
taka svona u-beygju á gamals-
aldri,“ segir Jói sem á afmæli í dag,
hann fagnar 54 ára afmæli.
„Undanfarin ár hafa foreldrar
mínir verið að gamlast svolítið og
maður gerir sér grein fyrir hvað
lífið er ótrúlega stutt. Mig langar
ekki að sitja eftir 30 ár með eftirsjá
af því að hafa ekki gert það sem
mig langar. Þess vegna opnaði ég
Hjarta Reykjavíkur,“ segir Jói sem
er með grafíkpressu í nýju búðinni
og vinnur þar grafíkverk. „Þannig
bý ég til frjálsari anda og rýmið
verður notalegra. Ég málaði í ham-
ingjulit hér inni og er með gamla
hluti sem hafa tilfinningalegt gildi,
afgreiðsluborðið er hefilbekkur frá
tengdapabba mínum sem féll frá
nýlega og mamma lánaði mér kistil
sem prýðir rýmið hérna, en hún
flutti hann til landsins með sæng-
urfötunum sínum í árið 1962 frá
Þýskalandi.“
Notalegt Hefilbekkur tengdapabba í hlutverki afgreiðsluborðs.
Morgunblaðið/RAX
Verk Jóa á vefsíðu: pabbakne.is
Heimasíða verslunar: hjart-
areykjavikur.com
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
SAMSTARFSAÐILI
Hringdu í 580 7000
eða farðu á
heimavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
Eftirfarandi hugleiðingar um bækur
og hús er tilvitnun í rithöfundinn Þór-
berg Þórðarson og er hún fremst í
bók Jóa, Kæri Laugavegur:
Allir Íslendingar kunna að lesa
bækur. En hversu margir kunna að
lesa hús? Það er meiri íþrótt að
kunna að lesa hús, en að geta lesið
bækur. Húsið er hugsun, sem hefur
hæð, lengd og breidd. Bókin er vönt-
un á hugsun sem aðeins hefur lengd.
Húsið er sannleikurinn um líf kyn-
slóðanna. Bókin er lygin um líf þeirra.
Þórbergur sagði húsið vera sannleikann um líf kynslóðanna
Mikil íþrótt
að lesa hús
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Félagar Þórbergur Þórðarson og Matthías Johannessen á góðru stundu.