Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Spóinn er algengur varpfugl á lág- lendi um land allt og hefur stofninn verið metinn um 250 þúsund varp- pör. Á Íslandi verpir megnið af Evrópustofninum og líklega fyrir- finnst hvergi í heiminum þéttara spóavarp. Íslenskir spóar tilheyra undirtegund sem er að langmestu leyti að finna hérlendis. Spóinn verpur í margskonar bú- svæðum, svo sem í mýrlendi, móum og graslendi. Hæstur er þéttleikinn á hálfgrónum áreyrasvæðum en al- gengur varpþéttleiki á slíkum svæðum er 30-40 pör á ferkíló- metra. Um þetta og fleira fjallar Borgný Katrínardóttir, líffræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, í erindi á Hrafnaþingi í dag, miðvikudaginn 3. apríl kl. 15.15. Afföll af eggjum og ungum Fyrstu spóarnir koma til landsins í lok apríl og varp hefst síðari hluta maí, segir í útdrætti úr erindinu. Álegan tekur um 26 daga og ungar verða fleygir rúmlega mánaðar- gamlir. Töluverð afföll eru af eggj- um og ungum og meðal helstu af- ræningja eru tófur, hrafnar og kjóar en einnig hefur orðið vart við að sauðkindur éti spóaegg. Fullorðnir spóar yfirgefa Ísland flestir í kringum mánaðamótin júlí/ ágúst. Ungarnir fara af landi brott nokkrum vikum síðar og þurfa þá að reiða sig á eðlisávísunina við að rata á vetrarstöðvarnar. Á veturna dvelja íslenskir spóar í Vestur- Afríku en nýlegar rannsóknir hafa staðfest að þangað fljúga þeir beint yfir opið haf án hvíldar. Ísland er afar ríkt af spóum en víða er gróðurfar á kjörsvæðum tegundarinnar að breytast, meðal annars vegna minnkandi sauð- fjárbeitar, dreifingar lúpínu og skógræktar, segir m.a. í kynningu á erindi Borgnýar. Varppör spóa talin vera um 250 þúsund  Fljúga yfir opið haf án hvíldar Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Spói Líklega fyrirfinnst hvergi í heiminum þéttara spóavarp. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjórir fatlaðir einstaklingar á miðjum aldri, karlar og konur, búa enn í húsnæði gamla Kópavogshæl- isins í Kópavogi, að sögn Þóru Þór- arinsdóttur, framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags. Hún segir að þetta fólk hafi dagað uppi í kerfinu og búi ekki við þær aðstæður sem öðru fötl- uðu fólki er boðið upp á. Voru hvergi í kerfinu „Málaflokkur fatlaðra fluttist frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011. Þá bjuggu tíu fatlaðir einstaklingar á Kópavogsbrautinni. Sex eru nú látn- ir. Þeir voru hvergi í kerfinu sem heldur utan um málefni fatlaðra held- ur innritaðir á Landspítalann sem sjúklingar. Þeir áttu kennitölu og höfðu stofnanaheimilisfang,“ sagði Þóra. „Við hjá Ási styrktarfélagi, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið, starfsfólk Landspítalans og fleiri höf- um gert athugasemdir við að þetta fólk var ekki tekið með þegar málefni fatlaðra voru flutt til sveitarfélag- anna. Það er margbúið að reyna að koma þeim inn í málaflokk fatlaðra. Ás styrktarfélag tók við þjónustu við þau 1. nóvember 2013 þegar sýnt var að þau yrðu ekki flutt yfir með öðrum hætti. Við gerðum það með því for- orði að vinna þau út af stofnuninni. Þau yrðu útskrifuð af spítalanum og kæmust inn í lögbundið umhverfi fatlaðra, fengju bætur frá Trygginga- stofnun, hefðu heimilisfang og eigin fjárráð. Þetta tókst á nokkrum mán- uðum.“ Flest þeirra hófu að taka þátt í Vinnu og virkni hjá Ási styrktarfélagi eftir getu. Mikil breyting varð á lífi þeirra til hins betra. „Þau hafa farið að stjórna lífi sínu meira sjálf og njóta almennra mannréttinda í samfélag- inu,“ sagði Þóra. Ekki staðið við bókanir Ás styrktarfélag gerði samning við Ríkisspítala um þjónustu við þessa einstaklinga til þriggja ára. Ráðu- neytið gerði þá sérstaka bókun um að laga aðstöðu þessa fólks. Þóra sagði að af hálfu Áss styrktarfélags hefði áframhaldandi búseta á Kópavogs- braut ekki komið til greina. Þar er gömul stofnanabygging Kópavogs- hælisins. „Þetta er stofnanahúsnæði. Það býr enginn í svona húsnæði í dag nema fólk sem liggur á spítala. Sam- kvæmt lögum á fötluðu fólki að standa til boða eigin íbúð. Þessum fjórum hefur aldrei verið boðið neitt annað en þetta húsnæði. Við viljum að þau fái íbúð, flytji í íbúðakjarna eða eitthvað slíkt sem einstaklingar, ekki endilega sem hópur,“ sagði Þóra. Hún sagði að ráðuneytið hefði ekki staðið við yfirlýsingu sem gefin var samhliða samningnum. Ás styrktarfélag fór í mikla baráttu 2016 sem endaði með því að samningurinn var framlengdur með loforði ríkisins um að þessum einstaklingum yrði bú- in svipuð aðstaða og öðrum fötluðum. Ekki hefur enn verið staðið við það, að sögn Þóru. Samningurinn rennur aftur út í lok október á þessu ári. Þóra sagði að stjórn Áss styrktar- félags hefði nýlega ritað félagsmála- ráðherra vegna málsins. „Við gáfum frest til 1. maí og fólk þarf að fara að gera eitthvað í þessu. Því hefur verið lýst yfir að öllum stofnunum af þessu tagi hafi verið lokað hér á landi en sú er ekki raunin.“ Dvelja enn á gamla Kópavogshæli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogsbraut Fjórir fatlaðir einstaklingar búa enn í 400 fermetra stofn- anahúsnæði í Kópavogi. Aðstaðan þykir ekki í samræmi við nútímakröfur.  Tíu einstaklinga virðist hafa dagað uppi í kerfinu þegar málefni fatlaðra voru flutt til sveitarfélaga  Fjórir þeirra eru enn á lífi og hafa ekki fengið nútímaúrræði  Ás styrktarfélag hefur ritað ráðherra Sóltún öldrunarþjónusta ehf. hefur tekið við rekstri hjúkrunarheimilis- ins Sólvangs í Hafnarfirði í kjölfar útboðs Ríkiskaupa, fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands á síðasta ári. Sóltún öldrunarþjónusta tekur við rekstrinum af ríkinu sem hefur rekið heimilið síðan 1991. „Við teljum hér vera spennandi tækifæri á Sólvangi og hlökkum til að bjóða upp á hjúkrunarþjónustu sem byggist á hugmyndafræði sem hefur gefið mjög góða raun á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, en það hefur verið rekið við góðan orðstír til margra ára. Hug- myndafræði Sóltúns hefur um- hyggju fyrir einstaklingnum í fyr- irrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhrings hjúkrunarþjónustu er náð. Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefnið með áherslu á þátttöku íbúa og aðstand- enda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins,“ segir Halla Thoroddsen, nýr framkvæmdastjóri Sólvangs, í fréttatilkynningu. Nýtt húsnæði á Sólvangi átti að afhendast í ársbyrjun en seinkun hefur orðið á afhendingu frá verk- takanum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í júní nk. Þá munu 59 íbúar Sólvangs flytjast yfir og eitt rými í viðbót bætist við. Áætlað er að fara í endurbætur á eldra hús- næðinu, sem byggt var 1953, og eft- ir endurbætur verða þar 30 rými. Einnig mun Sóltún öldrunarþjón- usta sjá um rekstur 14 rýma í dag- dvöl á Sólvangi. Sóltún öldrunarþjónusta rekur einnig Sóltún Heima sem hefur boðið upp á heimaþjónustu, heima- hjúkrun og heilsueflingu fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla, styrkja og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. „Með Sólvangi getur félagið boðið upp á samfellu í þjónustu við aldr- aða á höfuðborgarsvæðinu og létt undir með fjölskyldum á heimili þeirra á meðan beðið er eftir hjúkrunarrými,“ segir Halla. Taka við rekstri Sólvangs í Hafnarfirði  Samið í kjölfar útboðs Ríkiskaupa  Ríkið hefur rekið Sólvang frá 1991  Nýtt húsnæði í júní Öldrunarþjónusta Sólvangur í Hafnarfirði verður rekinn af Sóltúni öldr- unarþjónustu ehf. Ríkið hefur rekið heimilið frá árinu 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.