Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Sl. mánudag birtist í Morgunblaðinu grein eftir Friðrik Árna Friðriksson Hirst um umboðssvik og auðg- unarásetning. Tilefnið er gagnrýni sem fram hefur komið hér á landi á dóma Hæstaréttar, þar sem talið hefur verið að fyrirsvars- menn banka hafi haft ásetning til umboðs- svika, þegar þeir hafi gert samninga sem rétturinn telur að hafi falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir við- komandi banka. Ég hef meðal ann- ars gagnrýnt þetta, bæði í bók minni Með lognið í fangið og í grein nú ný- verið Í auðgunarskyni, sem birtist í Hátíðarriti Orators 16. febrúar 2019. Grein Friðriks telst vera þarft málefnalegt innlegg í umræður um þessa dómaframkvæmd Hæsta- réttar. Hann kveður gagnrýnina ekki eiga rétt á sér. Í íslenskum refsirétti hafi lengi verið litið svo á að veruleg fjártjónshætta og vitn- eskja hins brotlega um hana full- nægi skilyrðinu um auðgunarásetn- ing. Þetta sé svipuð túlkun á skilyrðinu um auðgunarásetning og t.d. hafi gilt í Danmörku. Danskur réttur Tekið skal fram að veruleg líkindi eru með danska lagaákvæðinu um umboðssvik og hinu íslenska. Mun- urinn er kannski helstur sá að í ís- lensku lögunum eru gerðar strang- ari kröfur til sönnunar á auðgunar- tilgangi með broti en gert er í hinum dönsku, þar sem dönsku lögin hafa ekki að geyma sam- svarandi ákvæði og 243. gr. íslensku lag- anna. Í henni er tekið sérstaklega fram að ekki verði refsað fyrir auðgunarbrot nema það hafi verið framið í auðgunarskyni. Dr. Erik Werlauff er danskur hæstaréttar- lögmaður og prófessor við Háskólann í Ála- borg. Hann skrifaði rit- gerð um markaðs- misnotkun og umboðssvik í afmælisrit, sem gefið var út í tilefni af sjötugsafmæli mínu haustið 2017. Á bls. 137-147 fjallar hann um umboðssvik. Þar reifar hann danska dómaframkvæmd og fjallar þá m.a. um kröfur sem gerðar hafi verið til sönnunar um ásetning hins brotlega. Werlauff segir að sönnun um ásetning til brots verði að taka til eftirtalinna þriggja þátta: 1. Ásetnings um að auðga sjálfan sig eða annan aðila á kostnað þess sem farið er með umboð fyrir (í því tilviki sem hér um ræðir er þetta bankinn sem brotamaður starfaði hjá). 2. Ásetnings um að valda þeim sem starfað er hjá (bankanum) fjártjóni. Í dómaframkvæmd hafi verið fallist á að nægilegt sé að hafa valdið þessum aðila verulegri fjártjónshættu. 3. Ásetnings um að viðhafa hátt- semi sem brýtur gegn hags- munum þess sem starfað er hjá. Höfundur tekur fram að ásetning- urinn þurfi að ná til allra þessara þriggja þátta. Ásetningur til að auðga sjálfan sig eða þriðja mann þarf að hafa verið til staðar þegar verknaðurinn sem krafist er refs- ingar fyrir var hafður í frammi. Í greininni eru reifaðir margir dómar úr danskri lagaframkvæmd, þar sem sakborningar eru sýknaðir á þeirri forsendu að ásetningur um eitthvert þessara þriggja atriða hafi ekki ver- ið sannaður. Íslensk dómaframkvæmd Í hinni íslensku dómaframkvæmd um íslensku bankana eftir hrun hef- ur það eitt verið talið duga til áfellis- dóma að viðkomandi sakborningur hafi gert viðskiptasamning sem dómstóllinn telur að hafi valdið bankanum verulegri fjártjónshættu (reyndar eru tilvik þar sem engin slík hætta var fyrir hendi). Hins veg- ar er lítt eða ekki vikið að sönnun um huglæga afstöðu hins brotlega til hins meinta brots. Þetta hef ég talið að verið hafi með öllu ófullnægjandi. Í grein minni sem fyrr var nefnd segir m.a. svo: Framkvæmd Hæstaréttar á 249. gr. almennra hegningarlaga fær að mínum dómi ekki staðist. Til að full- nægja skilyrðinu um auðgunar- tilgang hlýtur að þurfa að komast að þeirri niðurstöðu að markmið (til- gangur) viðkomandi fjármálagjörn- ings hafi verið að hafa fé af bankan- um og fá það öðrum. Ég hef orðað það svo að hugsanlega megi jafna því við auðgunarásetning ef sannað þykir í máli að sakborningur hefði gert það sem hann gerði, jafnvel þó að hann hefði haft vissu um að tjónið (og auðgunin) myndi af leiða. Hvergi er að finna í forsendum réttarins rökstuðning sem að þessu lýtur, enda er í fæstum málanna minnsta tilefni til að ætla að slík hafi verið huglæg afstaða hinna ákærðu. Málin lágu yfirleitt þannig fyrir að hinir ákærðu höfðu verið að reyna að bjarga bönkunum en ekki hafa af þeim fé. Mér sýnist að skoðanir mínar á þessu séu mjög áþekkar niðurstöðu hins danska fræðimanns. Þessi gagnrýni á að mínum dómi ekki bara rétt á sér, eins og Friðrik kemst að orði, heldur er hún afar nauðsynleg. Í íslensku samfélagi lögfræðinga hefur verið lagst á flótta undan því að fjalla um þetta. Til dæmis var á lagadaginn, sem íslensku lögfræð- ingafélögin héldu sameiginlega 29. mars sl., dagskrárliður um þetta, þar sem umræður voru sniðnar að því að hleypa gagnrýnendum lítt að og jafnvel beinlínis hindra þá í að taka til máls. Þetta má heita ein- kenni á umgjörð umræðna í hinu inngróna íslenska lögfræðinga- samfélagi. Meðal annars þess vegna á Friðrik Árni heiður skilinn fyrir að stíga fram og fjalla um þetta á opin- berum vettvangi. Reyndar er þetta í fyrsta sinn á u.þ.b. síðustu fjórum árum sem ég hef séð birtast sjónar- mið öndverð gagnrýni minni á þessa íslensku dómaframkvæmd. Umhverfi óvissunnar Vegna réttmætrar tilvísunar til lagaframkvæmdar í Danmörku á þessu sviði skal tekið fram að upp komu í Danmörku svipuð tilvik og hér við fjármálahrunið, þar sem bankar fóru á hliðina. Fyrirsvars- menn þeirra voru undir svipaða sök seldir og hinir íslensku starfsbræður þeirra. Þar í landi datt hins vegar ekki nokkrum manni í hug að höfða sakamál á hendur þessum banka- mönnum með ákærum um umboðs- svik. Handhafar ákæruvalds töldu slíkar málshöfðanir ekki hafa við lagarök að styðjast. Í lokin má velta upp spurningum um umhverfið í viðskiptum á Íslandi ef það réttarástand ríkir, sem Hæstiréttur hefur kveðið á um, að nóg sé að veruleg áhætta sé tekin með viðskiptasamningi til að refsi- vert brot teljist hafa verið framið. Þá verður nú heldur betur vandlifað, því það er í sjálfu sér einkenni á samningum um fjármál í viðskiptum að áhætta sé tekin og það stundum veruleg. Ætli talsmenn þessara sjónarmiða telji það skilyrði fyrir refsinæmi verknaðar að fyrirtæki tapi á samningi sem gerður hefur verið? Eða á líka að refsa þegar áhættan borgar sig og fyrirtækið hagnast? Það hlýtur að vera því að brot hlýtur að teljast fullframið við gerð samnings. Og ekki verður mjög aðgengilegt fyrir menn sem starfa við réttarvörslu að fylgjast með brotastarfsemi í landinu, sem felst í að gera áhættusama samninga í við- skiptum. Með hófstilltu orðalagi má segja að þetta sé umhverfi óviss- unnar. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » „Þar í landi datt hins vegar ekki nokkrum manni í hug að höfða sakamál á hendur þess- um bankamönnum með ákærum um umboðs- svik. Handhafar ákæru- valds töldu slíkar máls- höfðanir ekki hafa við lagarök að styðjast.“Jón SteinarGunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Veruleg fjártjónshætta Við eigum örugg- lega eftir að læra margt af gjaldþroti WOW air. Sumt kem- ur hægt og bítandi eftir því sem upplýs- ingar um rekstur og efnahag flugfélagsins verða skýrari. Annað liggur þegar fyrir og ætti að vera öllum augljóst. Eitt af því er hversu mikilvægt það er fyrir starfsmenn, eigendur og samfélagið allt að fyrirtæki séu rekin með hagnaði, hafi burði til að greiða góð laun, eðlilegan arð af fjárfesting- unni, að þeim takist að byggja upp sterkan efnahag og þar með bol- magn til að mæta áföllum. Oft er haft á orði að fátt sé nýtt undir sólinni. Og það er vissulega rétt að lengi hefur verið reynt að ala á tortryggni í garð þeirra sem stunda atvinnurekstur. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa byggt hugmyndafræði sína á reglunni um að tortryggja alla sem stunda við- skipti enda séu þeir í eðli sínu eig- inhagsmunaseggir sem skari eld að eigin köku á kostnað almennings. Verstir eru þeir sem hagnast. Þeir eru skotspænir og táknmyndir hins illa; vondu kapítalistanna. Engu skiptir hvort viðkomandi hafi byrj- að með tvær hendur tómar og byggt upp fyrirtæki og skapað fjölda starfa af dugnaði og elju- semi. Hugmyndafræði tortryggninnar er hugmyndafræði átaka, sem þrífst á því að reka fleyg milli launafólks og atvinnurekenda, milli kynja og kynslóða. Jarðvegur sósí- alismans er blanda tortryggni, átaka og öfundar. En alltaf hefur sósíalisminn endað í ægivaldi fárra yfir athöfnum fjöldans – á meðan yfirstéttin lifir í vellystingum berst almenningur við skort á flestum nauðsynjum. Stjórnlyndi festir rætur Það er kaldhæðn- islegt að stjórn- málamenn samtímans sæki hugmyndir sínar í sama jarðveg og ræt- ur sósíalismans liggja. Stjórnlyndir stjórn- málamenn réttlæta inngrip í daglegt líf einstaklinga og fyr- irtækja. Í nafni sam- félagslegrar ábyrgðar vilja hinir stjórnlyndu „leiðrétta rangar“ ákvarðanir einstaklinga til að tryggja að allt sé í samræmi við pólitíska rétthugsun. Í hugarheimi stjórnlyndis er lækkun skatta á fyrirtæki og heimili röng – með því sé ríkið að „afsala“ sér tekjum og „veikja“ tekjustofna. Setja skal lög og leiða í reglugerðir allt er við- kemur mannlegri hegðun. Til að ná fram pólitískum markmiðum er jafnræði einstaklinganna sett til hliðar. Stjórnlyndi hefur í mörgu náð yf- irhöndinni á Íslandi líkt og víða á Vesturlöndum. Við sjáum þess merki að hugmyndir frjálslyndis, sem Sjálfstæðisflokkurinn reisir all- an sinn málflutning á, eiga undir högg að sækja. Embættis- mannakerfið hefur að líkindum aldrei verið sterka hér á landi enda hafa stjórnmálamenn með skipuleg- um hætti afsalað sér völdum og af- hent þau til embættismanna og sér- fræðinga. Rauði þráðurinn er að stjórnmálamenn séu í eðli sínu spilltir og ofurseldir sérhags- munaöflum – engu skiptir þótt þeir sæki umboð sitt til kjósenda. Sér- fræðingarnir eru hins vegar hvít- voðungar sem eru engum háðir. Andstæðingum viðskiptafrelsis hefur með skipulegum hætti tekist að grafa undan athafnamönnum – ná að sá fræjum tortryggni gagn- vart þeim sem stunda atvinnurekst- ur. Þannig hefur myndast skjól fyr- ir eftirlitsiðnaðinn sem hefur vaxið okkur yfir höfuð, margslunginn og íþyngjandi. Það er orðið svo flókið að afla sér tilskilinna leyfa að dug- miklir framtaksmenn gefast upp á hlaupum milli stofnana og eftirlits- aðila. Á stundum virðist það vanda- samara og meira verk að sinna kröfum hins opinbera en að huga að þörfum viðskiptavina. Þegar hvatinn hverfur Eftirlitsiðnaðurinn – báknið – hefur hægt og bítandi snúist upp í andhverfu sína – frá því að stuðla að virkri samkeppni, verja hag neytenda og stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum, í að koma böndum á atvinnulífið og framtaksmennina. Ég hef áður gert að umtalsefni hvernig ríki og sveitarfélög leggja steina í götur einkaframtaksins, allt frá verslun til sorphirðu, frá ferða- þjónustu til fjölmiðlunar, frá heil- brigðisþjónustu til menntunar. Það er raunar aðdáunarvert að ein- staklingar skuli ekki gefast upp gegn ofurafli opinberra aðila og ríkisfyrirtækja. Flestar takmark- anir á rekstri ríkisfyrirtækja hafa verið afnumdar, þau seilast með skipulegum hætti yfir á verksvið einkafyrirtækja. Samkeppnin er ójöfn og ósanngjörn. Með eftirlitsbákni, íþyngjandi regluverki, ásælni hins opinbera, tortryggni í garð arðbærra fyr- irtækja og hugmynda um að banna arðgreiðslur fyrirtækja sem sinna verkefnum fyrir ríki og sveit- arfélög, verður lítill hvati fyrir ein- staklinga að leggja allt sitt í sjálf- stæðan rekstur, taka áhættu, skapa störf og ný verðmæti. Ungt fólk fær þau skilaboð að miklu skyn- samlegra sé að fá vinnu hjá hinu opinbera en reyna að láta drauma um sjálfstæðan atvinnurekstur ræt- ast. Þegar hvatinn til athafna hverfur, molnar undan þjóðfélag- inu, það verður fátækara og þrótt- lítið. Velferðarkerfið hrynur. Forsenda efnahagslegrar vel- sældar er öflugt atvinnulíf. Og at- vinnulífið þrífst ekki án hvata og fyrirtæki dafna ekki án hagnaðar. Mörgum gengur illa að skilja þessi einföldu sannindi. ekki síst stjórn- lyndum stjórnmálamönnum. Fæstir þeirra sem sitja á Alþingi hafa reynslu af því að eiga allt sitt undir í rekstri fyrirtækis. Áhyggjur yfir að eiga fyrir launum starfsmanna um næstu mánaðamót eða geta staðið skil á virðisaukaskatti og launatengdum gjöldum á komandi gjalddaga, eru þeim framandi. Kannski er það þess vegna sem skilningurinn á stöðu atvinnurek- enda er ekki meiri í þingsal en raun ber vitni. Við sem höfum skipar okkur í sveit Sjálfstæðisflokksins eigum að vera óhrædd við að taka varðstöðu fyrir atvinnulífið, ryðja brautina fyrir framtaksmanninn, tryggja stöðu sjálfstæða atvinnurekandans. Við eigum að fjarlægja hindranir og byggja upp eftirlitsstofnanir sem vinna með atvinnulífinu og stuðla að heilbrigðri samkeppni, hvort heldur er á almennum mark- aði eða í opinberri þjónustu. Bar- átta okkar á að snúast um að skapa umhverfi þar sem framtaks- mönnum er umbunað en ekki refs- að, þar sem árangur er eftirsóttur en ekki tortryggður – umhverfi þar sem fyrirtækin fá að blómstra. Eftir Óla Björn Kárason » Þegar hvatinn til at- hafna hverfur moln- ar undan þjóðfélaginu, það verður fátækara og þróttlítið. Forsenda efnahagslegrar vel- sældar er öflugt at- vinnulíf. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirtækin fái að blómstra Morgunblaðið/Hari Efnahagur Forsenda efnahagslegrar velsældar er öflugt atvinnulíf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.