Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
WOW air er aðeins
forsmekkurinn að
þeim þrengingum sem
eiga eftir að ganga yfir
efnahag þjóðarinnar.
Flugfélagið blés
stjórnlaust út í skjóli
þess að stjórnvöld og
eftirlitsaðilar aðhöfð-
ust lítið sem ekkert, til
að fylgja eftir lög-
bundnu eftirliti og að-
haldi. Það átti fyrir löngu að grípa inn
í reksturinn sem hafði þanist út á
óraunhæfum hraða, í anda banka-
sýslunnar fyrir rúmum tíu árum.
Samgöngustofnun sinnti ekki lög-
bundinni og sjálfsagðri eftirlits-
skyldu, þó svo að WOW Air hefði
þanist út og lágmarkstryggingarfé
ekki verið til staðar til að tryggja
áreiðanleika og rekstrarumhverfi
flugfélagsins. Afleiðingarnar eru að
þúsundir flugfarþega hafa verið
strandaglópar víðsvegar um heiminn,
sem hefur valdið ómældum óþægind-
um og sársauka og mun hafa slæm
áhrif á ásýnd Íslands.
Undanfarin ár hefur Samgöngu-
stofa ítrekað brotið lögbundnar eft-
irlitsskyldur sínar, slíkt hið sama
endurspeglast um alla
stjórnsýsluna. Engu að
síður bera stjórnvöld
höfuðábyrgð og geta
ekki fríað sig af þeim
eftirmálum og harmleik
sem fall flugfélagsins á
eftir að hafa á íslenskt
efnahagslíf.
Margfeldisáhrif munu
vinda hratt upp á sig og
atvinnuhjólið mun
stöðvast á ógnarhraða,
sérstaklega á húsnæð-
ismarkaði og í ferða-
þjónustu. Verðbólga og gengissig
mun aukast og verða þess valdandi
að fasteigna- og leiguverð getur ekki
annað en sigið. Framangreint ástand
hefur legið í loftinu lengi og verið
óumflýjanlegt í ljósi þess hversu óá-
byrg stjórnsýslan er, ásamt að þús-
undir Íslendinga spiluðu með, þó svo
að engin innistæða sé fyrir óraun-
hæfu háttalagi. Fall flugfélagsins er
óþarfaviðbót á efnahagsþrenging-
arnar og ferðamannastraum sem
hefði mátt afstýra með öðrum hætti
til að milda afleiðingar.
Eflaust kemur það lágtekjufólki
vel að efnahagslífið kólni og er jafnvel
réttlætismál fyrir þá sem eiga ekki
neitt að fasteignaverð lækki ásamt
leiguverði, sem blés út með óraun-
hæfum hætti vegna græðgi og
óhæfuverka stjórnvalda. Hið sama
verður ekki sagt um vafasama fast-
eignauppbyggingu félagslega
húsnæðiskerfisins (Fasteignarfélagið
Bjarg), sem mun ekki geta lækka
verð að þessu sinni, og hefur ítrekað
verið varað við því og rökstutt, þó svo
að fasteignarverð lækkaði á almenn-
um markaði.
Hver einasta þjóð getur náð upp
hagvexti með óvitrænum mælingum
og talið sér trú um að um „góðæri“ sé
að ræða, ef það er nóg að skrúfa upp
fasteignaverð með því að ástunda
fasteignauppbyggingu sem stenst
enga skoðun og er drifin áfram í bull-
andi þenslu og skuldasöfnun.
Íslendingar hlupu frá þúsunda
milljarða skuldum, sem voru afskrif-
aðar með einum og öðrum hætti
vegna óábyrgrar stjórn- og banka-
sýslu, og var allt regluverk hunsað.
Hver vindhaninn af öðrum við Aust-
urvöll trúir því og réttlætir að stjórn-
völd hafi unnið afrek með því að
vinna sig svona hratt og fljótt upp úr
bankahruninu og kosið að skauta
fram hjá ljótum staðreyndum. Stjórn-
völd þurfa að gera sér grein fyrir að
ytri og hagstæðar aðstæður verða
ekki alltaf til staðar þegar illa fer.
Þeim þarf einnig að verða ljóst að það
geta ekki allir ástundað sjálftöku at-
hugasemdalaust til að mylja undir
eigin hag.
Þúsundir eigi enn um sárt að binda
eftir svokallaða 2007 uppsveiflu, eða
„góðærið“, sem var ekkert annað en
rányrkja, sem þjóðinni er fyrirmunað
að draga lærdóm af, ásamt óraun-
hæfu skuldaruppgjöri og afleiðingum
þess. Íslendingar verðskulduðu fylli-
lega að Bretar settu hryðjuverkalög á
íslenska þjóð þar sem bankasýslan
viðhafði glæpsamlega tilburði og við-
skiptahætti í skjóli stjórnvalda, þar
sem breskum almenningi stóð ógn af
rányrkju landans.
Landsmenn þurfa einnig að átta sig
á að þjóðin býr ekki við eðlilegt rétt-
arríki, uppgjör hrunsins ber glöggt
dæmi um svívirðilega réttarsýslu sem
þrífst aðeins í gerspilltum ríkjum.
Stjórnvöldum ber fyrst og fremst
að skapa umgjörð fyrir efnahagslegan
stöðugleika og sjá til þess að eðlilegu
eftirlitshlutverki sé fylgt eftir til þess
að hér verði ekki óstöðugleiki og
sveiflur. WOW air er gott dæmi um
hið gagnstæða, og er í anda þess þeg-
ar bankarnir þöndust út með óábyrg-
um hætti.
Kjaraviðræður sem engin inni-
stæða er fyrir ber engu að síður að
sækja af fullri hörku til að leiðrétta
launamisrétti í ljósi svívirðilegrar
sjálftöku alþingismanna síðustu þrjú
ár. Verkafólk á ekki að borga fyrir
óraunhæfa efnahagsstjórn og sjálf-
töku útvalinnar elítu. Seðlabanka-
stjóri hefur opinberað hversu veru-
leikafirrtur hann er og léleg fyrir-
mynd með óábyrgum ummælum
sínum að hann eigi að fá sambæri-
legar kjarabætur, þar sem kjararáð
hefur ekki enn úthlutað honum
launahækkun. Á sama tíma telur
hann ekkert svigrúm til launahækk-
ana á almennum vinnumarkaði.
Eðlilegur fasteignamarkaður og
atvinnuuppbygging mun aldrei geta
þrifist með núverandi gjaldmiðli og
óraunhæfri verðtryggingu ásamt óá-
byrgum framkvæmdum í bullandi
þenslu. Fyrir þá sem minna mega sín
að ætla sér að eignast húsnæði má
helst líkja við rússneska rúllettu.
Það er ekki boðlegt að stjórnvöld
hafi sjaldnast annað fram að færa en
að bera fyrir sig innantómt hjal og yf-
irklór að þetta og þetta sé litið graf-
alvarlegum augum, og hugur þeirra
sé hjá þeim sem eiga um sárt að
binda. Að þessu sinni hjá starfsfólki
WOW air.
WOW air er aðeins forsmekkurinn
Eftir Vilhelm
Jónsson » Verkafólk á ekki aðborga fyrir óraun-
hæfa efnahagsstjórn og
sjálftöku útvalinnar
elítu.
Vilhelm Jónsson
Höfundur er fjárfestir.
Guðmundur Ingi
Kristinsson alþingis-
maður er góður bar-
áttumaður öryrkja og
þeirra sem halloka
fara í þjóðfélaginu. Ég
hlusta á hann með at-
hygli og er oftast sam-
mála honum. Í grein
sem hann ritar í Morg-
unblaðið í gær 2. apríl
„Búsetuskerðingar og
króna á móti krónu“
eru því gerðir skórnir að ég fari með
rangt mál varðandi tillögu um að
hefja afnám krónu á móti krónu-
skerðinga.
Það eru fleiri en Guðmundur Ingi
sem hafa verið með þennan málflutn-
ing og sagt mig fara með rangt mál.
Hér kemur bókunin sem lögð var
fram á fundi samráðshóps um breytta
framfærslu almannatrygginga þar
sem Guðmundur Ingi og formaður
ÖBI fjölluðu um málið með okkur.
„Bókun samráðshóps um breytt
framfærslukerfi almannatrygginga.
Lögð fram á fundi með fulltrúum
ÖBÍ og Guðmundi Inga.
Samkvæmt skipunarbréfi félags-
og jafnréttismálaráðherra er hlut-
verk samráðshóps um breytt fram-
færslukerfi almannatrygginga að
koma með tillögur að nýju
greiðslukerfi sem styðji
við markmið starfsget-
umats. Þá segir að nýju
kerfi sé ætlað að tryggja
hvata til atvinnuþátttöku
þar sem aukin áhersla sé
lögð á snemmtæka íhlut-
un, þverfaglega nálgun og
samfellu í framfærslu.
Í starfi sínu hefur sam-
ráðshópurinn kynnt sér
gildandi almannatrygg-
ingakerfi og fjallað um
ágalla sem mikilvægt er
talið að bæta úr. Telur hópurinn mik-
ilvægt að skapa sátt um einföldun
kerfisins og að tryggja framfærslu
fólks með skerta starfsgetu og efla til
samfélagsþátttöku.
Í vinnu samráðshópsins hefur það
komið fram að gert sé ráð fyrir því að
lagt verði fram frumvarp til laga um
starfsendurhæfingu og greiðslur
vegna skertrar starfsgetu á vorþingi
2019 og að þar verði lagt til að frum-
varpið öðlist gildi 1. janúar 2020. Þykir
ljóst að undirbúningur vegna nýs
starfsgetumats og framfærslukerfis
sem því tengist muni taka talsverðan
tíma enda um flókið og viðamikið
verkefni að ræða sem mun krefjast
samvinnu og sameiginlegs átaks
margra aðila.
Samkvæmt fjárlögum ársins 2019
verður 2.900 m.kr. bætt við þann
málaflokk sem hér um ræðir. Sam-
ráðshópurinn telur mjög áríðandi að
þessum fjármunum verði vel varið og
að ákvarðanir um ráðstöfun þeirra
verði teknar með það í huga að þær
styðji við nýtt framfærslukerfi al-
mannatrygginga vegna fólks með
skerta starfsgetu.
Með framangreint í huga vill sam-
ráðshópurinn beina því til ríkisstjórn-
ar Íslands að á árinu 2019 verði svo-
kölluð „króna á móti krónu“-skerðing
sérstakrar uppbótar vegna fram-
færslu skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/
2007, um félagslega aðstoð, afnumin.
Gera má ráð fyrir því að í breyttu
framfærslukerfi verði þessi bótaflokk-
ur afnuminn með öllu og sameinaður
öðrum bótaflokkum, líkt og gert var í
tilfelli ellilífeyrisþega í ársbyrjun 2017.
Fyrsta skref í þá átt væri að leggja til
breytingu þess efnis að í stað þess að
miða útreikning á fjárhæð uppbótar-
innar við 100% af tekjum lífeyrisþega
verði miðað við 50% af tekjum þeirra
lífeyrisþega sem ekki fá greidda
heimilisuppbót skv. 8. gr. laganna og
65% af tekjum þeirra lífeyrisþega
sem búa einir og fá greidda heimilis-
uppbót. Breytingin yrði afturvirk frá
1. janúar 2019 en áætlaður kostnaður
við breytinguna er um 1,4 ma.kr.
Í annan stað vill hópurinn leggja til
að sú breyting verði gerð á 16. gr.
laga nr. 100/2007, um almannatrygg-
ingar, að þegar um atvinnutekjur er
að ræða verði unnt að miða við
samtímaupplýsingar. Kæmi sú regla í
stað þess að reikna bætur almanna-
trygginga út frá heildartekjum ársins
og greiða bætur hvers mánaðar í
hlutfalli við heildartekjurnar. Fram
hefur komið að það fyrirkomulag
þykir í mörgum tilfellum vera ósann-
gjarnt og hefur oft leitt til þess að
skuld hefur myndast við uppgjör
Tryggingastofnunar þegar end-
anlegar tekjur ársins liggja fyrir. Er
áætlaður kostnaður við breytinguna
um 400 m.kr.
Loks er sú tillaga lögð fram hér að
þeim 1.100 m.kr. sem eftir standa
verði varið til að gera breytingar á
bótakerfi almannatrygginga á árinu
2019 með það að leiðarljósi að breyt-
ingarnar verði hluti af nýju heild-
stæðu framfærslukerfi sem gert er
ráð fyrir að taki gildi 1. janúar 2019.
Eins og fram kemur í bókuninni
átti líka að taka upp samtímaupplýs-
ingar þegar um atvinnutekjur er að
ræða og einstaklingur verður öryrki
snögglega en nú er það svo að það
getur tekið einstaklinga marga mán-
uði að fá lífeyri þegar tekjur aftur í
tímann eru yfir viðmiðunarmörkum
og er líka afar ósanngjörn regla.
Þessi breyting hefði haft það í för
með sér að einstaklingar sem veikjast
snögglega geta fengið örorkubætur
strax, án tillits til tekna síðustu mán-
uði og án þess að eiga það á hættu að
þurfa að endurgreiða Trygg-
ingastofnun ofgreiddar bætur.
Þessi bókun hugnaðist hvorki Guð-
mundi Inga né formanni ÖBÍ, en
þeirra tillaga var að nota fjármagnið
til að hækka grunnlífeyri en ekki að
hefja afnám krónu á móti krónu. En
samt er öll umræðan um þá ósann-
gjörnu leið sem hefði nú heyrt fortíð-
inni til hefðum við samþykkt bókun-
ina. Enda höfðu forsætis- og fjár-
málaráðherra samþykkt að hefja
afnám krónu á móti krónu eins og
bókunin gerði ráð fyrir.
Ég veit að sannleikurinn er hvorki
góð söluvara né vinsæll á samfélags-
miðlum. Það hef ég séð af skrifum um
þessi mál og meint ósannindi mín. Ég
hef enga ástæðu til að segja ósatt í
þessu máli frekar en öðrum. Guð-
mundur Ingi er ötull baráttumaður
öryrkja og ég mun áfram styðja hann
í öllum góðum málum, því við erum
meira sammála en ósammála. En rétt
skal vera rétt.
Enn um krónu á móti krónu
Eftir Ásmund
Friðriksson
Ásmundur Friðriksson
» Þessi bókun hugnað-
ist hvorki Guðmundi
Inga né formanni ÖBÍ,
en þeirra tillaga var að
nota fjármagnið til að
hækka grunnlífeyri en
ekki að hefja afnám
krónu á móti krónu.
Höfundur er alþingismaður.
Sjókvíaeldisfyrirtæki
á Íslandi hafa leitað
skjóls hjá Samtökum
fyrirtækja í sjávar-
útvegi eins og kunnugt
er. Það var snjall leikur
enda hafa samtökin
áratugareynslu af öfl-
ugri hagsmunagæslu.
Það kom því ekki að
óvart þegar fram-
kvæmdastjóri SFS
barmaði sér, yfir frumvarpi á Alþingi, í
blaðagrein sem hún nefnir „Ólíkt haf-
ast menn að í skattheimtu“.
Með frumvarpinu eru lagðar skyld-
ur á eldisfyrirtækin til að greiða hóf-
legt auðlindagjald fyrir notkun á sam-
eiginlegri auðlind þjóðarinnar. Í
blaðagreininni ber framkvæmdastjór-
inn saman aðstæður á Íslandi og Nor-
egi hvað þetta varðar og segir stjórn-
völd ætla „að leggja á atvinnugreinina
verulega skatta umfram það sem
þekkist í Noregi“. Ekki
er þó samanburðurinn
nákvæmari en svo að
framkvæmdastjóranum
láðist að geta þess að í
Noregi eru eldisleyfin
boðin upp á markaði og
þar borguðu fyrirtækin
síðastliðið sumar 1,8-3,2
milljónir íslenskra króna
fyrir hvert tonn í nýju
leyfi.
Stórfelldur
gjafagjörningur
Mikið kapphlaup hefur verið um að
eignast heimildir til framleiðslu á frjó-
um norskum laxi við strendur Íslands
og voru áform um hátt í 200 þúsund
tonna framleiðslu. Reyndar takmark-
ast leyfilegt magn nú við burð-
arþolsmat og áhættumat um erfða-
mengun. Það gerir kapphlaupið um
leyfin enn harðara. Framkvæmda-
stjóri SFS vakti athygli á að af-
skaplega hóflegar tillögur um gjald-
tökur í fiskeldi væru umfram það sem
gerist í Noregi. Þar hefur umframeft-
irspurn eftir takmörkuðum fram-
leiðsluleyfum hins vegar verið svarað
með því að bjóða upp leyfin. Það er því
um gríðarlega fjármuni að ræða þegar
eldisleyfin eru farin að nema tugþús-
undum tonna.
Engin furða er að norsk eldisfyr-
irtæki sjái mikil tækifæri í að kaupa
upp íslensku sjókvíaeldifyrirtækin þar
sem hérlendis er aðeins greitt fyrir
pappírinn sem það kostar að gefa út
leyfin. Í fréttaflutningi af nýlegum
viðskiptum með 42,5% af hlutabréfum
í Fiskeldi Austfjarða kemur fram að
takist fyrirtækinu að afla 18.000 tonna
eldisleyfi til viðbótar skal kaupandinn
samkvæmt kaupsamningi greiða selj-
endum 3,2 milljarða aukalega ofan á
kaupverðið. Samkvæmt þessu virðist
18.000 tonna eldisleyfi vera verðlagt á
7,5 milljarða á Íslandi í viðskiptunum.
Þar sem eldisleyfin hér við land eru
metin í þessum samningi á um 30% af
uppboðsverði leyfa í Noregi er um
stórfelldan gjafagerning af hálfu hins
opinbera að ræða.
Þá virðist það ekki heldur gera
framkvæmdastjóranum til hæfis að
með frumvarpi ráðherra er sú breyt-
ing gerð að útgefin eldisleyfi gilda
ótímabundið og eru því stofn-
unarháttur að óbeinum eignarrétti
fyrirtækjanna að takmarkaðri auðlind
sjávarins til laxeldis.
Leyfilegt hér – bannað í Noregi
Það er rétt að taka undir með fram-
kvæmastjóra SFS að betur færi á að
íslensk stjórnvöld myndu hafast líkt
að og Norðmenn á sumum sviðum
hvað fiskeldi varðar. Margt gera
Norðmenn vel, en annað er miður.
Þeir banna til dæmis harðlega inn-
flutning eða eldi á öðrum laxastofnum
en norskum stofnum í Noregi. Í byrj-
un síðasta árs synjaði norski umhverf-
isráðherrann alfarið beiðni um inn-
flutning á skoskum hrognum til
kynbóta á norska eldislaxinum. Rök
umhverfisráðherrans voru þau að
blöndun við skoska laxastofna myndi
veikja norska villta laxinn sem hann
sagði standa veikt fyrir vegna nei-
kvæðra umhverfisáhrifa frá norsku
laxeldi. Hér á landi má hins vegar
hvergi minnast á þá áhættu sem tekin
er með eldi á frjóum norskum laxi í
netpokum í sjó þegar frumvarp er lagt
fram til breytinga á lögum um fiskeldi.
Það er einnig sorglegt til þess að
vita að íslenska umhverfisráðuneytið
hefur verið utan þjónustusvæðis und-
anfarin ár á sama tíma og verið er að
stórauka þessa ógn við villta laxa-
stofna.
Í lok greinar sinnar biðlar fram-
kvæmdastjórinn til íslenskra stjórn-
valda að leyfa atvinnugreininni (lesist
norskum stórfyrirtækjum sem eiga
allt fiskeldi á Íslandi) „að taka nokkra
andardrætti við upphaf æviskeiðs áður
en verulegar álögur er lagðar á hana“.
Víst er að Norðmenn eru lafmóðir að
komast yfir sem mestar ókeypis fram-
leiðsluheimildir í sjó við Ísland. Við þá
iðju þurfa þeir ekki súrefnisgjöf frá ís-
lenskum stjórnvöldum.
Ólíkt hafast menn að
Eftir Jón Helga
Björnsson
» Í Noregi eru eldis-
leyfin boðin upp á
markaði og þar borguðu
fyrirtækin sl. sumar 1,8-
3,2 milljónir íslenskra
króna fyrir hvert tonn í
nýju leyfi.
Jón Helgi Björnsson
Höfundur er formaður
Landssambands veiðifélaga.
jonhelgib@outlook.com