Morgunblaðið - 03.04.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
✝ Jóhann Þór-lindsson fædd-
ist í Reykjavík 13.
júlí 1967. Hann lést
á heimili sínu 16.
mars 2019.
Foreldrar hans
eru Þórlindur Jó-
hannsson, f. 19
september 1945,
og Jóhanna Ander-
sen Valdimars-
dóttir, f. 29 mars
1946. Þau eru búsett í Kópa-
vogi. Systkini Jóhanns eru Kol-
brún, f. 23 apríl 1965, Hilmar
Örn, f. 8. maí 1974, og Þór-
hildur Eva, f. 24. febrúar 1981.
dóttur 17. júní 2017. Hún á
fjögur börn frá fyrra sambandi.
Þau eru Tinna Ósk Kristjáns-
dóttir, f. 16. febrúar 1991, barn
hennar er Kristrún Elna Tinnu-
dóttir, f. 15. október 2012, Vil-
borg Pála Kristjánsdóttir, f. 31.
júlí 1998, Halldór Breki Krist-
jánsson, f. 25. júlí 2001, og
Kristján Breki Kristjánsson, f.
25. júlí 2001.
Jóhann ólst upp í Keflavík og
gekk þar í skóla. Hann fór ung-
ur til sjós, aðeins 15 ára gamall
réði hann sig á Vatnsnesið frá
Keflavík. Hann vann ýmis störf
um ævina en lengst af stundaði
hann sjómennsku ásamt því að
keyra flutningabíla, m.a. hjá
Eimskip og Fönn og nú síðast
hjá Silfra þar sem hann vann til
dánardags.
Útför Jóhanns fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 3. apríl
2019, klukkan 15.
Sambýliskona Jó-
hanns var Gunn-
hildur Ása Sig-
urðardóttir, f. 26.
apríl 1962. Barn
þeirra er Þór-
lindur, f. 21. októ-
ber 1999. Þau slitu
samvistum 2001.
Fyrri eiginkona Jó-
hanns var Biljana
Kosanovic, f. í
Serbíu 28. maí
1980. Barn þeirra er Valdimar
Tómas Nikola, f. 18. apríl 2008.
Þau skildu 2011. Jóhann giftist
eftirlifandi eiginkonu sinni
Halldóru Guðrúnu Víglunds-
Með örfáum orðum langar
mig að minnast Jóa bróður míns
sem lést skyndilega aðfaranótt
laugardagsins 16. mars. Lát
hans bar mjög brátt að og maður
er varla búin að átta sig á að
hann sé farinn. Mig verkjar í
hjartað við tilhugsunina um að
eiga aldrei eftir að sjá hann
framar og að systkinakeðjan sé
rofin.
Þær eru svo margar minning-
arnar sem ég á um okkur og
koma upp í hugann því lengi vel
vorum við Jói bara tvö áður en
við eignuðumst yngri systkini
okkar. Samband okkar hafði
minnkað síðustu árin en var allt-
af gott þegar við hittumst, sem
var bara allt of sjaldan. Það hafði
staðið lengi til hjá mér að bæta
úr því, elda humarsúpuna mína
sem Jói elskaði og hafa systkina-
kvöld og var ég byrjuð að undir-
búa það því súpugrunnurinn er
klár í frystinum. Maður stendur
alltaf í þeirri trú að maður hafi
nægan tíma fram undan fyrir allt
slíkt, en svo er alls ekki, eins og
við erum svo rækilega minnt á
núna. Húmoristi, stríðinn, dulur,
einfari, örlátur, greiðvikinn, góð-
ur kokkur og frábær pabbi eru
allt orð sem koma upp í hugann
þegar ég hugsa til Jóa, en auðvit-
að var hann ekki gallalaus frekar
en neitt okkar og hann átti ekki
alltaf auðvelt líf. Hann átti það
til að halda okkur fjölskyldunni
frá lífi sínu og oftar en ekki þeg-
ar eitthvað var að gerast hjá
honum, gott eða slæmt, þá frétt-
um við það frá einhverjum úti í
bæ.
Hann átti tvo fallega syni sem
nú ungir að árum sjá á eftir góð-
um pabba sem elskaði þá meira
en allt og var alltaf duglegur að
sinna þeim, en þeir eru sem bet-
ur fer heppnir að eiga báðir frá-
bærar mæður sem munu hjálpa
þeim að takast á við þennan
mikla missi. Jói var mikill afa-
strákur þegar hann var lítill og
hélt mikið upp á afa sinn sem
hann var skírður í höfuðið á og
elti hann á röndum. Það hafa
ábyggilega orðið fagnaðarfundir
hjá þeim og geta þeir nú tekið
upp þráðinn frá því sem áður var
og rúntað um bryggjurnar og
skoðað bátana. Öllum ástvinum
Jóa bróður sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Elsku
Jói minn, þín verður sárt saknað,
hvíl í friði. Þín Kolla systir.
Þú heldur heim á leið.
Dagur fyrir bí,
kvöldar á ný.
Og þegar sólin sest,
þú til hvílu leggst.
Og við kveðjumst nú.
Þinn tími runninn er
á enda hér.
Nú ferðu á nýjan stað.
Finnur friðinn þar.
Og þó það reynist sárt
að skilja við þig hér,
ég þakka vil þér.
Ljúflingslundina,
Gleðistundirnar.
Leggur upp í ferðalag …
(Ásgeir Aðalsteinsson)
Kolbrún Þórlindsdóttir.
Elsku Jói minn er farinn, stóri
bróðir minn. Ég er buguð af sorg
og á erfitt með að sætta mig við
að hann sé farinn og komi aldrei
aftur.
Það er komið skarð í fjölskyld-
una okkar og það vantar Jóa.
Jói var 14 árum eldri en ég, en
samt áttum við svo gott sam-
band. Hann var alveg einstak-
lega örlátur alltaf við mig þegar
hann gat, alltaf mættur fyrstur
þegar ég þurfti hjálp við að
flytja, setja upp hillur eða bara
hvað sem var. Hann var alltaf til
staðar þegar ég þurfti á honum
að halda, sama hvað.
Það var yfirleitt stutt í grínið
hjá honum og hann tók ekkert of
alvarlega. Hann var frábær stóri
bróðir og mér fannst hann alltaf
geta allt.
Þegar ég hugsa um Jóa hugsa
ég fyrst og fremst til þess hve
frábær pabbi hann var, og
hversu mikið hann elskaði strák-
ana sína og var alltaf svo stoltur
af þeim.
Ég á svo margar skemmti-
legar og yndislegar minningar
um Jóa bróður minn og stund-
irnar okkar saman sem ég mun
varðveita alla mína ævi.
Ég leit upp til þín, ég elskaði
þig og ég sakna þín alla daga.
Okkur er víst ætlaður einhver
ákveðinn tími hér á jörðinni og
því miður var þinn tími, Jói
minn, alltof stuttur. Ég á erfitt
með að sætta mig við að ég sjái
þig aldrei aftur og finnst lífið
grimmt núna en reyni að hugga
mig við að þú sért kominn á góð-
an stað og umkringdur ást og
umhyggju.
Ég hugsa um þig alla daga og nætur
og um hve sárt ég sakna þín
það er sem frost í hjarta mínu
sem þiðnar ei þó að bálið dvín.
Af hverju það gerðist veit ég ei lengur
vil bara hafa þig hérna hjá mér
ég sakna þín alltaf meira og meira
og vil segja þér hvernig það er.
Mér finnst að heimurinn meg’ekki taka
meira af þér frá mér
að alltaf þú vitir hvar sem þú verður
að partur af mér verður alltaf hjá þér.
Ég vil líka minna þig á hvað ég meina
um hvernig mér líður með þig
að alltaf já alltaf þú eigir að vita
að ég elska þig meira en ég skil.
Hvíldu í friði elsku bróðir.
Þín litla systir,
Þórhildur Eva.
Elsku bróðir minn er látinn.
Með hjarta í milljón bútum
langar mig að ávarpa þig. Þú
varst stóri bróðir minn. Þú
varst fyrirmyndin mín þrátt fyr-
ir að líf þitt hafi ekki alltaf verið
dans á rósum. Þú varst einfari
að mörgu leyti og virti ég það
alveg við þig. En í hvert einasta
skipti þegar ég þurfti á þér að
halda þá varstu mættur á 0,1
sekúndu. Þannig eru góðir stór-
ir bræður og það varstu svo
sannarlega.
Núna á ég engan bróður.
Núna eiga systur okkar bara
einn bróður. Þetta passar ekki
alveg. Þitt skarð verður aldrei
fyllt. Það ættu reyndar allir að
eiga einn Jóa sem bróður. Þvílík
forréttindi. Ég mun halda í allar
okkar minningar þangað til að
ég hitti þig aftur, en það gerist
ekki alveg strax. Hinkraðu vin-
ur minn. Ég mun upplýsa þig
um gengi KR og Man. Utd.
Ég sagði þér það aldrei að
þegar við bjuggum í Dúfnahól-
um 10 (2 reyndar) og þú varst á
sjónum, þá smyglaði ég mér oft
í þitt rúm og svaf þar.
Ég efast reyndar ekkert um
það að þú hafir vitað það. Aldrei
sagðir þú neitt. Ekki einu sinni
þegar ég var að spila plöturnar
þínar og gekk ekki vel frá þeim.
Aldrei sagðir þú neitt. Sem seg-
ir mér svo mikið í dag.
Og við sem vorum að plana
aðra Manchester-ferð, þá gerist
þetta. Í stað þess að fara í aðra
ferð þá mun ég halda fast í
minningar úr síðustu ferð. Ég
gæti haldið endalaust áfram að
tala um okkar ljúfu minningar
en það myndi taka mig ansi
langan tíma. Ég mun hafa auga
með Þórlindi og Nikola fyrir þig.
Það er ekki eins og ég þurfi að
hafa mikið fyrir því þú varst
meiriháttar pabbi og þeir báðir
vita það mjög vel. Samt sem áð-
ur þá mun ég gera það, fyrir þig.
Hvíl í friði, elsku bróðir minn.
Þinn bróðir,
Hilmar Þórlindsson.
„Mjög erum tregt tungu að
hræra“ kvað Egill Skalla-Gríms-
son er hann hóf Sonartorrek.
Eins er mér innanbrjósts nú er
ég sest niður við að skrifa nokk-
ur orð í minningu Jóhanns Þór-
lindssonar, eða Jóa eins og flest-
ir sem honum kynntust kölluðu
hann, sem er nú farinn í sína síð-
ustu ferð.
Fallið er í valinn eitthvert það
blíðasta ljós sem ég hef kynnst
um mína daga. Kynni okkar voru
ekki löng en þeim mun betri,
hann réðst til okkar hjá Silfra
ehf. fyrir tæpu ári í trukkavinnu.
Ljúfmennskan sem einkenndi
hann ásamt húmornum smitaði
og var Jói allan tímann hrókur
alls fagnaðar. Læddi inn mögn-
uðum athugasemdum og skamm-
aði mann svona létt. Umgengni
hans og hirðumennska verkaði
leiðandi á okkur hina og svona
mætti lengi telja. Stundvísi og
reglusemi einkenndi alla hans
framkomu.
Eflaust verða margir til að
gera ævihlaupi hans fyllri skil,
en okkur vinnufélaga hans lang-
aði að koma þessari kveðju áleið-
is.
Jói var stórmenni á sinn hóg-
væra hátt. Megi góður Guð taka
hann sér við hlið og veita honum
þá vegsemd sem hann ávann sér
hér meðal okkar meðbræðra
sinna og systra, í starfi og leik.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Far þú í friði.
Gunnar Þór.
Jóhann
Þórlindsson
✝ SvanhvítMagnúsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 16. febrúar
1941. Hún lést á
Landspítalanum
26. mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
I.S. Guðmundsson,
f. 23. ágúst 1909, d.
17. nóvember 1996,
og Anna Margrét
Elíasdóttir, f. 6. desember 1913,
d. 12. febrúar 2010.
Systkini Svanhvítar eru
Ragnar S., f. 11. desember
Eðvald, f. 9. mars 1963, eigin-
kona Jónína Kristjánsdóttir, f.
29. ágúst 1963, búsett í Garða-
bæ. Börn þeirra eru Svanhvít
Helga, f. 5. júlí 1992, sambýlis-
maður hennar er Steinn Örvar
Bjarnarson, f. 25. mars 1991;
Alexander Eðvald, f. 13. desem-
ber 2000. 2) Halldór, f. 11.
desember 1968, eiginkona Ingi-
björg Herta Magnúsdóttir, f. 8.
maí 1965, búsett í Reykjavík.
Börn þeirra eru Magnús
Eðvald, f. 26. júní 1996, og
Magnea Marín, f. 24. september
1998.
Svanhvít gekk í ljósmæðra-
skólann og starfaði lengst af
sem ljósmóðir, á fæðingarheim-
ilinu við Eiríksgötu og á fæð-
ingardeild Landspítalans.
Útför Svanhvítar fer fram
frá Garðakirkju í dag, 3. apríl
2019, klukkan 15.
1936, og Elín G., f.
23. apríl 1953.
Svanhvít giftist
12. október 1963
Kristjáni Eðvald
Halldórssyni, f. 24.
febrúar 1938, d. 9.
mars 2008. For-
eldrar hans voru
Halldór Kr. Krist-
jánsson, f. 26. febr-
úar 1915, d. 25.
janúar 1988, og
Himinbjörg Guðmundsdóttir
Waage, f. 27. mars 1915, d. 29.
mars 2003. Synir Svanhvítar og
Kristjáns eru: 1) Magnús
„Þetta er tilvonandi tengda-
dóttir þín,“ svaraði Maggi sonur
þinn þér, spurður hver þessi
unga stúlka hafi verið honum við
hlið einn októberdag árið 1982.
Til mikillar gæfu reyndist hann
sannspár og Svana tók við
tengdamóðurtitlinum ung að
árum.
Þannig spannar samvera okk-
ar tengdamömmu 37 ár, en mikið
óska ég þess innilega að árin
hefðu getað orðið fleiri. Þau
Eddi, elskulegur tengdapabbi
heitinn, tóku mér 19 ára stelp-
unni svo vel og ég naut þess að
eiga með þeim samleið á einum
bestu árunum í lífi þeirra.
Margt gott og ljúft má rifja
upp, en upp úr stendur tíminn
eftir fæðingu fyrsta barns okkar
Magga og barnabarns þeirra
hjóna, nöfnunnar Svanhvítar
Helgu. Þar sem Svana var ljós-
móðir og mér svo kær kom aldrei
annað til greina en að óska eftir
að hún tæki á móti barnabarni
sínu. Á þessari stærstu stund lífs
míns upplifði ég frá tengdamóður
minni þá allra mestu og bestu
umhyggju, kærleika, fag-
mennsku og tillitssemi.
Skilyrðislaus ást Svönu og
Edda í garð Svanhvítar Helgu
snerti dýpstu hjartastrengi. Þau
spiluðu svo dásamlegt ömmu- og
afahlutverk á fyrstu æviárum
hennar og búum við öll að svo
yndislegum minningum um
þennan frábæra tíma.
Ég kýs að staldra hér við
minninguna um besta tímann
okkar og þakka þér samfylgdina,
elsku Svana mín. Ég er sannfærð
um að nú séuð þið Eddi sameinuð
á ný, stórglæsileg hjón að rifja
upp ykkar frábæru spor saman á
dansgólfinu.
Þín tengdadóttir
Jónína (Jolla).
Elsku amma mín, hér sit ég og
reyni að koma tilfinningum mín-
um í orð en á í erfiðleikum með
það. Mér finnst þetta svo óraun-
verulegt, eins og þetta sé bara
misskilningur, þú hafir í raun
ekki kvatt okkur. Ég hugsa til
næstu jóla, þá mun vanta þig við
endann á borðinu, en ég trúi því
að þú verðir með okkur í anda.
Ég minnist þess þegar þú sagðir
mér frá því þegar þú tókst á móti
mér þegar ég kom í heiminn og
þú hafir sagt við mömmu og
pabba „þetta verður ákveðin
stúlka“. Mér þykir svo vænt um
minningarnar sem við eigum
saman og á þessum erfiða tíma
finn ég huggun í því að ég veit að
þú ert komin í fangið á afa og að
þú knúsir hann frá mér.
Hvíldu í friði, ég elska þig.
Magnea Marín.
Elsku besta amma mín. Ég á
erfitt með að sætta mig við það að
þú sért farin frá okkur og ég held
einfaldlega að ég sé bara ekki al-
veg búinn að fatta það. Þú varst
svo miklu meira en bara amma
mín, þú varst minn langbesti
vinur. Ég gat alltaf komið til þín
eða hringt í þig, sama hvað var
að. Jafnvel þótt það væri ekkert
að var alltaf svo gott að heyra í
þér og kíkja í kaffi og spjalla um
allt milli himins og jarðar. Þú
munt ávallt eiga stað í hjarta mér
og ég mun alltaf elska þig.
Þegar þú sérð hann afa þá
máttu endilega skila kveðju og
mér þykir gott að hugsa um ykk-
ur hvílast saman í friði á himnum.
Magnús Eðvald.
Hún Svana frænka mín er
látin. Hún hefur á undanförnum
árum átt við mikið heilsuleysi að
stríða. Í æsku fékk hún berkla í
bakið og þurfti að liggja hreyf-
ingarlaus í gifsi mánuðum saman.
Hún tók því með ótrúlegu jafn-
aðargeði. Þetta hlýtur að hafa
verið mikil lífsreynsla fyrir lítið
barn og hefur eflaust haft áhrif á
heilsu hennar síðar á ævinni og
ekki síður mótað skapferli
hennar. Hún bar sig ætíð vel þótt
oft væri ástæða til annars hvað
heilsuna varðaði.
Við Svana erum systradætur.
Mæður okkar voru alla tíð mjög
nánar, stutt á milli heimila þeirra
í Hafnarfirði og mikill vinskapur.
Fyrir stuttu sátum við frænkurn-
ar og skoðuðum gömul albúm og
dáðumst að litríkum sumarkjól-
unum og þjóðbúningum sem
mæður okkar saumuðu á okkur,
sól á öllum myndum. Við minnt-
umst þess einnig að meðan Svana
lá í gifsinu kom bæjarhjúkrunar-
konan daglega til hennar og viku-
lega heimilislæknirinn. Okkur
Svönu, hún fimm ára og ég ári
yngri, var kennt að þéra til að
geta ávarpað þau (og prestinn) af
þeirri virðingu sem þeim bar.
Nokkrum árum síðar flutti öldr-
uð skólastýra mæðra okkar
vestan úr Dölum í nágrennið. Þá
rifjuðu þær upp með okkur
þéringarnar, enginn afsláttur
gefinn.
Saman breiddum við Svana
saltfisk á reitum þar sem
Norðurbærinn stendur nú, þá um
tíu ára gamlar, og síðar unnum
við mörg sumur garðvinnu í
Hellisgerði, sælureit í miðjum
bænum. Skátastarfið átti hug
okkar allan á unglingsárunum og
fórum við á alþjóðlegt skátamót í
Windsor Park í Englandi árið
1957 ásamt stórum hópi íslenskra
skáta. Svana lék í mörgum upp-
færslum Leikfélags Hafnar-
fjarðar. Eitt af fyrstu hlutverkum
hennar var nornin í barnaleikrit-
inu Hans og Gréta. Hún lék einn-
ig í kvikmyndum, m.a. í myndum
Hrafns Gunnlaugssonar. Svana
sat lengi í stjórn leikfélagsins og
kunni yngra fólkið þar vel að
meta framlag hennar og hefur
haldið tryggð við hana allar götur
síðan. Leikverk sem félagið setti
upp á þessum tíma voru tvisvar
valin á erlendar listahátíðir
áhugamannaleikhúsa.
Svana lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskóla og síðan ljós-
mæðranámi þegar hún var rúm-
lega tvítug. Hún hefur tekið á
móti miklum fjölda barna, m.a. á
fæðingardeild Landspítalans.
Hún fylgdist með mörgum þeirra
og gladdist yfir góðu gengi þeirra
í lífinu. Meðan hún var í námi
kynntist hún Kristjáni Eðvald
Halldórssyni, sem síðar varð
eiginmaður hennar. Þau eignuð-
ust synina Magnús og Halldór
með nokkurra ára millibili. Ég
eignaðist drengi á sama tíma.
Samskipti okkar Svönu með
drengina okkar voru mikil á þess-
um árum. Þau voru samstillt
hjón, Svana og Kristján, nutu
þess að fara í veiðiferðir og ferð-
uðust víða bæði innan lands og
utan. Bæði áttu þau ættir að rekja
vestur í Dali og þangað lá leiðin
hvert sumar. Eftir að Kristján
lést árið 2008 eftir erfið veikindi
fækkaði ferðalögunum en hún fór
nokkrar ferðir til Bandaríkjanna
og naut þess að hafa barnabörnin
sín að ferðafélögum.
Við fjölskyldan kveðjum Svönu
með þakklæti fyrir samfylgdina
og sendum öllu hennar fólki inni-
legar samúðarkveðjur.
Pétrún Pétursdóttir.
Svanhvít
Magnúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, ég er þakk-
lát fyrir þann tíma sem við
fengum saman og allar
minningarnar.
Miðvikudagar voru okk-
ar dagar; þú sóttir mig á
leikskólann og við eyddum
deginum saman. Frá þeim
dögum á ég margar góðar
minningar, þá stendur
helst upp úr hefðin okkar
að elda saman kjúkling með
karrísósu og stafasúpu.
Þessi matur mun alltaf
minna mig á þig. Takk fyrir
allar húsbílaferðirnar,
gaman að hafa ferðast
saman og þær minningar
þykir mér mjög vænt um.
Hvíldu í friði, ég elska
þig.
Svanhvít Helga.
Mér fannst alltaf gaman
þegar við fórum saman í
leikhús, sérstaklega þegar
við fórum á Unglinginn og
þú hlóst svo mikið. Það var
alltaf gaman að fá þig í
heimsókn til okkar, í jóla-
boð og í Eurovision-partí.
Hvíldu í friði.
Alexander Eðvald.