Morgunblaðið - 03.04.2019, Síða 27
dag bú á Litla-Bakka, með aðstoð af-
komenda, þó að þau séu nú búsett á
Egilsstöðum. Gunnar sneri aftur til
kennslustarfa árið 1986, nú við
Brúarásskóla, og kenndi þar til sjö-
tugs.
Frá ungaaldri stundaði hann refa-
og hreindýraveiðar og vann sem
skytta í mörgum sveitum á Héraði
og víðar. Hann var jafnframt leið-
sögumaður hreindýraveiðimanna
um áratugaskeið, langt fram á ní-
ræðisaldur.
Gunnar hefur alla tíð sinnt félags-
störfum af krafti. Hann sat í hrepps-
nefnd Tunguhrepps í 25 ár og var
þar af oddviti í 19 ár. Á þeim tíma
gegndi hann formennsku Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi í eitt ár
og sat í ýmsum stjórnum, s.s. sjúkra-
húss, heilsugæslu og dvalarheimilis
aldraðra á Egilsstöðum og félags-
heimilisins Valaskjálfar. Þá sat hann
um skeið í stjórn kjördæmis-
sambands framsóknarmanna á
Austurlandi. Gunnar var einn af
stofnendum Lionsklúbbsins Múla
Gunnar Aðólf
Guttormsson
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja í Gilsárvallahjáleigu
Sigfús Pálsson
bóndi í
Gilsárvallahjáleigu
í Borgarfirði eystra
Solveig Sigfúsdóttir
húsfreyja á Hrollaugsstöðum
Magnús Einarsson
bóndi á Hrollaugssstöðum
í Hjaltastaðaþinghá
Aðalborg Jónsdóttir
húsfreyja á Bóndastöðum
Einar Rafnsson
bóndi og
söðlasmiður á
Bóndastöðum í
Hjaltastaðaþinghá
Dagbjört Unnur
Guttormsdóttir
húsfreyja
á Þvottá í
Álftafirði
Smári
Kristinsson
tæknifræðingur
og einn af
stofnendum
Rafarnarins
Kristinn
Magnússon
bóndi á
Hrollaugs-
stöðum
Gróa Jónína
Kristinsdóttir húsfr. á
Ánastöðum í Hjalta
staðaþinghá og síðar
Egilsstöðum
Kristinn
Kristmundsson
(Kiddi
vídeófluga)
fv. eigandi
myndbandaleigu
á Egilsstöðum
óhanna Magnúsdóttir
úsmóðir og saumakona
í Svínafelli
Jó-
hannes
Þór
Skúla
son
frkvstj.
Sam
taka
ferða
þjón
ust
unnar
J
h
Magnús
rnason
ennari í
Rvík
Á
k
Skúli
Þór
Magn-
ússon
fv.
fram
halds-
skóla
kennari
í Rvík
Una Þorkelsdóttir
húsfreyja á
Vigdísarvöllum
Sigurður Sigurðsson
bóndi á Vigdísarvöllum í Krýsuvíkursókn
Gróa Sigurðardóttir
húsfreyja á Ásgrímsstöðum
Jónas Jónasson
vinnumaður á Héraði og bóndi á
Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá
Dagbjört Hallgrímsdóttir
vinnukona í Húnaþingi
Jónas Jónsson
sjómaður í
Húnaþingi
Úr frændgarði Gunnars A. Guttormssonar
Guttormur Sigri Jónasson
bóndi í Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá
Hjónin Gunnar og Svandís 29. des-
ember 2018 með Dyrfjöllin í baksýn.
árið 1970 og starfar enn í klúbbnum,
sem hann hefur oft veitt for-
mennsku. Þá sat hann í stjórn Veiði-
félags Jökulsár á Dal 2007-2014 svo
nokkrar af óteljandi stjórnarsetum
hans séu taldar.
Söngur er eitt helsta áhugamál
Gunnars og hefur hann gegnum tíð-
ina sungið í mörgum kórum. Kirkju-
kórar á Héraði njóta starfskrafta
hans enn í dag en hann hefur auk
þess sungið með karlakórum og
blönduðum kórum á Austurlandi og
setið í stjórnum þeirra.
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars er Svandís
Skúladóttir, f. 29.12. 1938, bóndi.
Foreldrar hennar voru hjónin Skúli
Sigbjörnsson, 17.10. 1903, d. 3.6.
1970, bóndi á Litla-Bakka í Hróars-
tungu, og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir,
27.4. 1905, d. 31.10. 1954, húsfreyja á
Litla-Bakka.
Börn Gunnars og Svandísar eru:
1) Ingibjörg, f. 8.9. 1958, kennari í
Melaskóla, bús. á Seltjarnarnesi.
Maki: Óli Jón Hertervig, f. 14.12.
1958, skrifstofustjóri hjá Reykjavík-
urborg. Börn: Svandís Rós, f. 3.4.
1980, d. 5.9. 2014, Óli Hákon, f. 28.5.
1986, og Jón Gunnar, f. 30.7. 1994; 2)
Jóhann Guttormur, f. 1.10. 1959, sér-
fræðingur hjá Umhverfisstofnun,
bús. á Fljótsdalshéraði. Maki: Þor-
gerður Sigurðardóttir, f. 24.10. 1961,
matráður í Egilsstaðaskóla. Börn:
Gunnar Þór, f. 16.7. 1991, Snorri
Páll, f. 14.8. 1993, Rúna Dís, f. 14.4.
1997, og Sigurður Dór, f. 27.9. 2001;
3) Skúli Björn, f. 24.3. 1970, for-
stöðumaður Gunnarsstofnunar, bús.
á Fljótsdalshéraði. Maki: Elísabet
Þorsteinsdóttir, f. 1.11. 1969, fram-
reiðslumeistari Klausturkaffis.
Börn: Jóhanna Malen, f. 1.2. 1999, og
Ragnhildur Elín, f. 13.4. 2001.
Systkini Gunnars voru Dagbjört
Unnur, f. 12.3. 1925, d. 27.6. 2012,
húsfreyja á Þvottá í Álftafirði; Sól-
veig, f. 28.5. 1927, d. 7.1. 2012, hús-
móðir í Borgarnesi; Aðalborg, f. 6.4.
1933, d. 10.4. 2013, verkakona og
skólaliði í Reykjavík. Systkini sam-
mæðra voru Magnús Einarsson
Árnason, f. 9.6. 1916, d. 3.7. 1975,
kennari í Reykjavík; Runólfur Árna-
son, f. 30.7. 1918, d. 1.1. 1919; Aðólf
Björnsson, f. 28.4. 1923, d. 21.1. 1924.
Foreldrar Gunnars voru hjónin
Guttormur Sigri Jónasson, f. 12.10.
1896, d. 12.3. 1962, bóndi í Svínafelli,
síðar múrari í Reykjavík, og
Jóhanna Magnúsdóttir, f. 29.8. 1893,
d. 12.4. 1949, húsfreyja í Svínafelli og
síðar í Reykjavík.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
Sveinn Hannesson frá Elivogumfæddist í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði, A-Hún. 3. apríl
1889. Foreldrar hans voru hjónin
Hannes Kristjánsson, f. 1841, d. 1903,
og Þóra Jónsdóttir, f. 1949, d. 1929.
Sveinn ólst upp á Gvendarstöðum í
Gönguskörðum og Hryggjum í sömu
sveit. Þegar Sveinn var 15 ára fluttist
hann með móður sinni, sem þá var
orðin ekkja, að Elivogum á Langholti
í Skagafirði.
Þótt Sveinn færi á mis við menntun
vegna bágra kjara svalaði hann fróð-
leiksþrá sinni með lestri margra
góðra bóka. Lagði hann mikla stund á
söguleg fræði, las Íslendingasög-
urnar margsinnis og var vel að sér í
ljóðagerð þjóðarinnar.
Sveinn stundaði sveitabúskap alla
sína ævi. Fyrst sem fyrirvinna móður
sinnar, en síðan sem bóndi á Elivog-
um fram til þrítugs og síðan á Sneis
og Refsstöðum á Laxárdal.
Snemma hneigðist hugur Sveins til
ljóðagerðar og varð hann fljótt þjóð-
kunnur maður fyrir vísur sínar.
Reykvískt bókaforlag gaf út bókina
Andstæður árið 1933 með kvæðum
eftir hann. Var Sveinn alls ekki
ánægður með kvæðavalið í þeirri bók
og gaf sjálfur út bókina Nýjar and-
stæður árið 1935. Árið 1988 kom síð-
an út ljóðasafn Sveins sem sonur
hans, Auðunn Bragi, tók saman og
nefnist það Andstæður. Um kveð-
skap föður síns segir Auðunn:
„Stundum blöskra manni reyndar
samansúrruð grófyrði hans og
skammir, en í öðrum tilvikum hlýtur
maður að dást að orðfimi hans og
hugmyndaauðgi.“ Sveinn þótti enda
níðskældinn um sveitunga sína og
galt þess.
Eiginkona Sveins var Elín Guð-
mundsdóttir, f. 31.10. 1903, d. 19.4.
1958. Börn þeirra voru Auðunn
Bragi, f. 1923, d. 2013, kennari og
skáld, og Þóra Kristín, f. 1926, d.
1996, sem bjó í Arkansas og Texas.
Börn Sveins fyrir hjónaband með
Sigríði Önundardóttur voru María, f.
1916, d. 1999, og Þórarinn, f. 1918, d.
2014.
Sveinn lést 2. júlí 1945.
Merkir Íslendingar
Sveinn
Hannesson
90 ára
Gunnar Guttormsson
Hólmfríður Gestsdóttir
Jóna Snæbjörnsdóttir
Ragna Þorleifsdóttir
85 ára
Sigurdís Erla Eiríksdóttir
Sigurlaug Helgadóttir
80 ára
Erna Sveinbjörnsdóttir
Guðbjörg Ásgeirsdóttir
Ragnheiður B.
Stefánsdóttir
75 ára
Eiríkur Jón Ingólfsson
Óli Knöttur Ásgeirsson
Viðar Bjarnason
Þórunn Huld Nielsen
70 ára
Auður Þorsteinsdóttir
Ágúst Gíslason
Ásgeir Arngrímsson
Borgar Skarphéðinsson
Elín Sigurlaug
Guðjónsdóttir
Gísli Tómas Ívarsson
Grímkell Arnljótsson
Guðbjörn Jónsson
Jónas Björnsson
Margrét Jónsdóttir
Stefanía Steinþórsdóttir
Viðar Stefánsson
Zaide Bujupi
Þorbergur Þórhallsson
60 ára
Albert Þórðarson
Annabella Jósefsd. Csillag
Diyaa Eddin Hadid
Halldór Auðarson
Sigurbjörg H. Baldursdóttir
Stefanía Þóra Flosadóttir
Svanlaug Aðalsteinsdóttir
Þorvaldur Óttar
Guðlaugsson
50 ára
Björg Aðalheiður Jónsdóttir
Eva Gunnlaugsdóttir
Hildur Hrólfsdóttir
Jaroslaw Marek Kapanke
Jónína Kristrún Jónsdóttir
Karólína S. Sigurðardóttir
Kristmundur Þórarinn
Gíslason
Marta María Ástbjörnsd.
Piotr Ryszard Japelski
Snorri Guðjón Bergsson
40 ára
Andrzej Sienda
Anna Maria Zaleska
Arnar Freyr Reynisson
Auður Hermannsdóttir
Einar Reynisson
Eva Símonardóttir
Guðrún Indriðadóttir
Halldór Már Sigurðsson
Helgi Sigursteinn Ólafsson
Jean-Pierre F. Lanckman
Kolbeinn Hugi Höskuldsson
Konráð Jóhann
Brynjarsson
Kristmann Jónsson
Nina Elísabet Slowinska
Petra Sæunn Heimisdóttir
Rut Berglind Gunnarsdóttir
Teresa Niewinska
30 ára
Auður Ýr Jóhannsdóttir
Ásdís Magnúsdóttir
Gunnar Ágúst Gunnarsson
Jónína Sigrún Birgisdóttir
Marta Magda Nowakowska
Petr Manda
Sigfús Helgi Kristinsson
Þórey Heiðarsdóttir
Þórey Ósk Arndal
Gunnarsdóttir
40 ára Einar er frá Sig-
mundarstöðum í Hálsa-
sveit og býr á Hvanneyri.
Hann vinnur í Norðuráli.
Maki: Sigurbjörg Þórunn
Marteinsdóttir, f. 1982,
leikskólakennari.
Börn: Bergdís Ingunn, f.
2012, Reynir Marteinn, f.
2015, Kristófer Gunnar, f.
2017, og Alexandra Kristín,
f. 2018.
Foreldrar:Reynir Aðal-
steinsson, f. 1944, d. 2012,
og Jónína Hlíðar, f. 1946.
Einar
Reynisson
40 ára Helgi er Garðbæ-
ingur og byggingarverk-
fræðingur á brúardeild
hjá Vegagerðinni.
Maki: Hjördís Kristins-
dóttir, f. 1980, verk-
efnastjóri.
Dóttir: Kristín Lind, f.
2003.
Foreldrar: Ólafur Jó-
hannsson, f. 1944, raf-
virkjameistari, og Álfheið-
ur Ólafsdóttir, f. 1941,
hjúkrunarfræðingur. Þau
eru búsett í Garðabæ.
Helgi Sigur-
steinn Ólafsson
30 ára Gunnar er Hafn-
firðingur, er að læra hús-
gagnasmíði og vinnur við
að smíða báta hjá Trefjum.
Maki: Svandís Guð-
mundsdóttir, f. 1995, verk-
efnastjóri í Hvaleyr-
arskóla.
Systkini: Brynjar Þór, f.
1974, og Ellen Dröfn, f.
1981.
Foreldrar: Gunnar Eyj-
ólfsson, f. 1950, og Hrefna
Guðmundsdóttir, f. 1955,
bús. í Hafnarf.
Gunnar Ágúst
Gunnarsson
Til hamingju með daginn