Morgunblaðið - 03.04.2019, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
Stjörnustríðsmyndin Star Wars: A
New Hope frá árinu 1977 í leikstjórn
George Lucas verður sýnd á bíó-
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í kvöld, annað kvöld og
föstudagskvöld í Eldborg Hörpu kl.
19.30 öll kvöldin. Sinfóníuhljóm-
sveitin, undir stjórn Teds Sperling,
sér um lifandi flutning tónlistar.
„John Williams hefur samið tón-
listina við allar Stjörnustríðsmynd-
irnar. Litrík og glæsileg tónlistin á
stóran þátt í vinsældum myndanna
enda hefur Williams sópað til sín
verðlaunum fyrir tónlistina. Alls not-
ar hann um 50 stef sem snúa aftur
og tengjast ákveðnum persónum eða
kringumstæðum, rétt eins og Rich-
ard Wagner gerði í óperum sínum
meira en 100 árum fyrr,“ segir í til-
kynningu frá hljómsveitinni.
Rifjað er upp að fyrsta kvikmynd-
in í Stjörnustríðskvikmyndasyrp-
unni hafi umsvifalaust slegið í gegn
þegar hún var frumsýnd 1977 og í
kjölfarið hafa verið gerðar sjö mynd-
ir til viðbótar. Í aðalhlutverkum í
fyrstu myndunum voru Mark Ham-
ill, Harrison Ford og Carrie Fisher í
hlutverkum Loga geimgengils, Hans
Óla og Lilju prinsessu.
Samkvæmt upplýsingum frá Sin-
fóníuhljómsveit Íslands verður kvik-
myndin sýnd með íslenskum texta í
Eldborg og er áætlaður sýningar-
tími tveir og hálfur klukkutími með
hléi. Bent er á að börn yngri en 12
ára þurfa að vera í fylgd forráða-
manna.
Stjörnustríðsbíótónleikar
Morgunblaðið/Eggert
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Skáldsögurnar Rotturnar eftir Ragn-
heiði Eyjólfsdóttur og Silfurlykillinn
eftir Sigrúnu Eldjárn hafa verið til-
nefndar til Barna- og unglinga-
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs 2019 fyrir Íslands hönd.
Þetta var upplýst á alþjóðlegu bóka-
messunni í Bologna í gær.
Landsbundnar dómnefndir til-
nefna samtals 14 verk til verð-
launanna í ár, en sameiginleg norræn
dómnefnd velur vinningshafa ársins
og verða verðlaunin afhent við hátíð-
lega athöfn í Stokkhólmi 29. október í
tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Verðlaunahafinn hlýtur verðlauna-
gripinn Norðurljós og 350 þúsund
danskar krónur, sem samsvarar tæp-
um 6,5 milljónum ísl. kr.
Frá Álandseyjum er tilnefnd sögu-
bókin På en trollsländas vingar eftir
Ann-Christin Waller sem Anni Wik-
berg myndskreytti. Frá Danmörku
eru tilnefndar teiknimyndasagan Da
Mumbo Jumbo blev kæmpestor eftir
Jakob Martin Strid og skáldsagan
Styrke. Karanagalaksen. Log I eftir
Cecilie Eken. Frá Finnlandi eru til-
nefndar skáldsagan Breven från
Maresi eftir Mariu Turtschaninoff og
myndabókin Ruusun matka eftir Ma-
riku Maijala. Frá Færeyjum er til-
nefnd sögubókin Miljuløtur eftir
Rakel Helmsdal sem Kathrina
Skarðsá myndskreytti. Frá Græn-
landi er tilnefnd myndabókin Tuttu-
arannguaq eftir Camillu Sommer
sem Pernille Kreutzmann mynd-
skreytti. Frá Noregi eru tilnefndar
myndabækurnar Alle sammen teller
eftir Kristin Roskifte og Det var ikke
en busk eftir Eli Hovdenak. Frá sam-
íska málsvæðinu er tilnefnd ljóðabók-
in Šiellaspeajal eftir Karen Anne
Buljo. Frá Svíþjóð eru tilnefndar
skáldsögurnar Den förskräckliga
historien om Lilla Hon eftir Lenu Oll-
mark sem Per Gustavsson mynd-
skreytti og Risulven Risulven eftir
Ninu Ivarsson.
Til útláns í Norræna húsinu
Í umsögn íslensku dómnefndar-
innar, sem í sitja Anna Þorbjörg Ing-
ólfsdóttir, Gísli Skúlason og Dagný
Kristjánsdóttir, segir að Rotturnar
sé „mjög spennandi vísindaskáldsaga
þar sem metnaðarfullir vísindamenn
á sviði líftækni hafa sagt skilið við alla
siðfræði og virðingu fyrir manninum í
raun þótt þeir segist hafa háleit
markmið“.
Um Silfurlykilinn segir: „Sigrún
Eldjárn kastar ungum lesanda út í
óskilgreinda tíð eftir hrun siðmenn-
ingar þar sem matur og vatn er af
skornum skammti og fólk berst mis-
kunnarlaust um allt sem getur hjálp-
að því til að lifa af. Enn eru til efnis-
legar en óvirkar leifar gamallar
velmegunar og öll tækniþekking er
horfin. Börn í þessum harða heimi
eru flökkubörn og vör um sig.“
Barna- og unglingabókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs hafa verið
veitt síðan 2013. Markmiðið með
verðlaununum er að vekja áhuga á
bókmenntum og tungumálum grann-
þjóðanna sem og menningarlegri
samkennd þeirra. Skrifstofa hvorra
tveggja bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs hefur verið til húsa í
Norræna húsinu frá 2014. Náið sam-
starf skrifstofunnar við bókasafnið í
Norræna húsinu skilar sér í því að
allar tilnefndar bækur ársins voru að-
gengilegar á frummálunum á bóka-
safninu í Norræna húsinu frá og með
deginum í gær. Einnig eru allar vinn-
ingsbækurnar frá upphafi aðgengi-
legar til útláns á safninu.
Silfurlykillinn og
Rotturnar tilnefnd
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Sigrún Eldjárn og Ragnheiður Eyjólfsdóttir í Norræna húsinu í gær.
14 verk tilnefnd
Verðlaunin af-
hent 29. október
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Lau 8/6 kl. 13:00
Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Lau 13/4 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30
Fös 12/4 kl. 19:30 Fim 9/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 15:00
Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 17:00
Sun 7/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 24/4 kl. 19:30
Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30
Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30
Fös 5/4 kl. 22:00 Lau 6/4 kl. 22:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 15:30
Lau 6/4 kl. 15:30 Lau 27/4 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s
Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s
Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s
Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Mið 5/6 kl. 19:00 39. s
Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s
Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s
Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s
Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s
Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 6/4 kl. 20:00 46. s
Allra síðustu sýningar!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s
Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Lau 13/4 kl. 20:00 9. s
Síðustu sýningar.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!