Morgunblaðið - 03.04.2019, Qupperneq 36
Á vorin fljúga farfuglar á vit
nýrra ævintýra á norðurslóðum.
Nýttu tækifærið og slástu í för.
BÓKANLEGT: 3. apríl frá
kl. 10:00 til miðnættis
FERÐATÍMABIL: 1.–31. maí
airicelandconnect.is
Vortilboð
Verð frá aðeins
7.500 kr.
Höfundakvöld með íslenskum rödd-
um verður haldið í Norræna húsinu
í kvöld kl. 20. Fram kemur hópur
ljóðskálda og rithöfunda sem voru
fulltrúar Íslands á ljóðahátíðinni
Audiatur í Bergen í fyrra. Höfund-
arnir eru Ásta Fanney Sigurðar-
dóttir, Fríða Ísberg, Haukur Ingvars-
son og Jón Örn Loðmfjörð. Skáldið
Eiríkur Örn Norðdahl, sem var
kúrator íslenska hlutans, kemur
einnig fram og kynnir skáldin og
segir frá upplifun sinni af hátíðinni.
Íslenskir höfundar í
Norræna húsinu
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Stjarnan hóf úrslitakeppni Ís-
landsmóts kvenna í köruknattleik
af miklum krafti í gærkvöldi og
vann að margra mati óvæntan sigur
á liði Keflavíkur, 78:70, í fyrsta leik
liðanna í Keflavík. Stjörnuliðið var
með yfirhöndina í leiknum frá upp-
hafi til enda. Valur og KR mætast í
fyrsta inn í kvöld í hinni viðureign
undanúrslitanna. »2
Stjarnan er komin
yfir gegn Keflavík
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Jón Axel Guðmundsson, körfu-
knattleiksmaður frá Grindavík og
leikmaður Davidson-háskóla í Norð-
ur-Karólínu í Bandaríkjunum, var í
gær valinn í hóp þeirra sem hafa
staðið sig sérstaklega vel í banda-
ríska há-
skólakörfu-
boltanum í
vetur. Hann er
einn af 53
leikmönnum
sem taldir eru
hafa sig staðið
best yfir öll Banda-
ríkin á tímabilinu
en í efstu deild há-
skólanna leika
samtals 353 lið.
» 1
Jón Axel í hópi þeirra
bestu vestanhafs
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í nútímanum þurfum við að vera
vakandi fyrir því að aðstæður, áhöld
og tækni breytast hratt. Margt sem
við notum í dag verður orðið sjald-
séðir gripir eftir fá ár og þeim getur
verið mikilvægt að halda til haga,
segir Andri Guðmundsson, for-
stöðumaður Skógasafns.
Síðar á árinu verður þess minnst
að 70 ár eru liðin frá því að Byggða-
safnið í Skógum undir Eyjafjöllum
var stofnað. Þar eru áberandi munir
og minjar ýmiskonar úr gamla ís-
lenska bændasamfélaginu auk
margs annars sem fyrrverandi safn-
stjóri Þórður Tómasson safnaði og
hélt til haga. Safnið er um margt
einstakt og tugir þúsunda gesta
koma þangað á ári hverju.
Ný öld bankar upp á
„Við þurfum að leggja okkur fram
að safna og sýna margt fleira en
muni úr horfinni veröld. Nú er 21.
öldin farin að banka upp á,“ segir
Andri sem hefur starfað við Skóga-
safn frá 2015 og tók við sem for-
stöðumaður á síðasta ári.
Tímarnir breytast og mennirnir
með; fyrir 17 árum var Samgöngu-
safnið í Skógum opnað; en þar eru
varðveittir og til sýnis munir, tæki,
vélar, bílar, og fleira slíkt sem teng-
ist sögu samgangna, rafvæðingar og
tækni á Íslandi. Einnig er á staðnum
sýning með ýmsum búnaði og mynd-
um úr starfi björgunarsveitanna í
landinu. Þá eru fjarskiptasögunni
gerð góð skil í Samgöngusafninu,
þar sem sýndar eru gamlar tal-
stöðvar, útvarpsviðtæki og -sendar,
símastrengir og svo mætti áfram
telja.
NTM og GSM
Og svo eru það farsímarnir. Í fjar-
skiptasafni Sigurðar Harðarsonar,
rafeindavirkja í Samgöngusafninu,
er fjöldi stórra farsíma sem voru í
NMT-kerfinu svonefnda sem var við
lýði frá því um 1985 uns slökkt var á
síðasta sendi þess hérlendis árið
2010. Í stórum glerskáp eru svo
GSM-símar frá upphafsárum þess
kerfis, tæki sem hægt var að hringja
úr og í og senda smáskilaboð.
„Núna eru fyrstu gerðirnar af
gemsunum komnar úr notkun og
raunar eru í Skógasafni komnar
fyrstu útgáfurnar af snjallsímum
sem eru allsráðandi í dag. Þessa
síma höfum við meðal annars fengið
frá Sigurði Harðarsyni, frá símafyr-
irtækjunum og almenningi. Við tök-
um eftir því að krökkunum finnast
símar sem voru allsráðandi fyrir
kannski tíu árum mjög sérstakir og
gamaldags. “
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
hsfgwsgfsd
Símar verða safngripir
21. öldin bankar upp á í Skógasafni Gemsar í glerskáp
Halló Andri Guðmundsson hér með gamlan NMT og að baki eru Ericson-símar eins og voru á flestum heimilum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Símon Úrvalið er mikið og símarnir
gömlu gætu sjálfsagt virkað enn.