Morgunblaðið - 08.04.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.04.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Traust íbúa í Seljahverfi í Breiðholti í garð Reykjavíkurborgar er hrunið vegna ákvarðana sem þeir segja borgina taka nánast í skjóli nætur og án alls samráðs við sig. Þetta seg- ir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, í samtali við Morgunblað- ið. Eins og blaðið greindi frá í síð- ustu viku rituðu hátt í 800 íbúar hverfisins undir mótmælalista gegn því að búsetukjarni fyrir fólk í þjón- ustuflokki III, sem er fólk með geð- fötlun og virkan fíknivanda, rísi í hverfinu við Hagasel 23. Hildur Jóna var í forsvari fyrir mótmælalistann og gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar harðlega. Hún segir að nánast sé reynt að fela það í umræðunni um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hagasel að annað búsetuúrræði er staðsett í beinni sjónlínu við lóðina. Það er Rangár- sel, en þar er meðal annars öryggis- vistun fyrir fanga. „Þegar Rangárseli var breytt í ör- yggisvistun fyrir fanga var það gert nánast yfir nótt. Þess vegna er svo furðulegt að þetta sé aftur gert nán- ast í skjóli nætur því það hefði alveg verið hægt að ræða við íbúa,“ segir Hildur og á við vinnubrögðin varð- andi búsetukjarnann sem fyrirhug- aður er við Hagasel. Auglýsingar um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni hafi ekki farið hátt. Óheppilegt fyrir alla málsaðila Hildur segir einnig skrítið að borgin vilji ekki tala um búsetu- úrræðið við Rangársel og það sem er fyrirhugað við Hagasel í sömu umræðu. Þá sé það mat íbúa hverf- isins að þessi staðsetning við Haga- sel sé ekki síður óheppileg fyrir þá sem þurfa að nota úrræðið, þar sem lóðin er alveg við félagsmiðstöð hverfisins þar sem oft eru mikil læti og ónæði á kvöldin. „Það að ætla að setja fólk sem er að aðlagast nýju lífi á þetta svæði skil ég ekki alveg heldur, frá þeirra sjónarhorni. Mér finnst þessi stað- setning óheppileg fyrir notendurna sjálfa, en hvernig þetta er unnið er algjörlega út í hött,“ segir Hildur. Öryggisvistunin er tímabundin Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, gefur lítið fyrir þær áhyggjur að þessir búsetukjarnar verði of nálægt hvor öðrum. „Þetta er óskyld starfsemi, þótt þetta séu hvort tveggja búsetu- kjarnar þá er þetta ekki sami hóp- urinn,“ segir Regína, og bendir einnig á að starfsemin í Rangárseli sé tvískipt; hefðbundinn búsetu- kjarni sé uppi og öryggisvistunin niðri. Það sé þó aðeins tímabundin lausn og sé ekki framtíðarstaðsetn- ing fyrir öryggisvistunina. Regína segir jafnframt að borgin hafi lítið um það að segja að lóðinni við Hagasel hafi verið úthlutað fyrir búsetukjarna á borð við þann sem er áætlaður. Þá hefur hún áður sagt að ekki verði um að ræða úrræði fyrir fólk með virkan fíknivanda. „Við óskum eftir lóðum hjá skipu- laginu, sem velur staðsetninguna. Við erum alltaf að leita að lóðum enda þarf að byggja upp fyrir um annað hundrað manns næstu ár,“ segir Regína. Vinnubrögð sögð út í hött  Íbúar í Seljahverfi eru ósáttir við samskiptaleysi Reykjavíkurborgar vegna nýs búsetukjarna  Bein sjónlína við annað úrræði og öryggisvistun fanga í hverfinu Morgunblaðið/Hari Seljahverfi Hér sést lóðin við Hagasel 23 þar sem nýr búsetukjarni er áætlaður. Til vinstri sést í félagsmiðstöðina og Seljakirkja er til hægri, en fyrir miðri mynd handan bílastæðis sést í Rangársel sem hýsir annað búsetuúrræði. Hildur Jóna Bergþórsdóttir Regína Ásvaldsdóttir Deilur um búsetuúrræði í Seljahverfi » Fyrirhugaðar breytingar á deiluskipulagi lóðar við Haga- sel 23 fela í sér byggingu hús- næðis fyrir fólk með geðrænan vanda. » Yrði í beinni sjónlínu við Rangársel, sem meðal annars hýsir öryggisvistun fyrir fanga. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er áskorun en ég hef viljann og getuna til að ljúka verkefninu,“ segir Eva Bryndís Ágústsdóttir, sextán ára framhaldsskólanemi í Hafnarfirði. Hún boðaði á dögunum þá ætlun sína að ganga umhverfis Ísland í sumar og hyggst leggja af stað um miðjan júní. Ætlar hún að fylgja hringveginum, sem er 1.321 kílómetri, að nokkru en taka ýmsa króka svo gangan verður alls um 1.650 kílómetrar í heildina. „Ég fékk hugmyndina í byrjun janúar þegar ég var að horfa á myndband á netinu. Þar sagði frá manni sem hafði synt í kringum Bretland á 100 dögum,“ segir Eva Bryndís. „Sennilega er ekki hægt að synda umhverfis Ísland en vel hægt að ganga, eins og nokkrir hafa gert á undanförnum árum. Ég hóf undir- búning þessa í janúar með því að fara út í gönguferðir, sem hafa verið að lengjast smátt og smátt. Um páskana ætla ég svo að setja virki- legan kraft í æfingarnar.“ Fyrsti leggurinn í hringferð Evu Bryndísar verður ganga úr Hafnar- firði í Grindavík, þaðan ætlar hún næsta dag í Þorlákshöfn og eftir það á Selfoss. „Oft verða þetta 35 kíló- metrar á dag, en markmiðið er að fara hringinn á 50 dögum,“ segir göngukonan sem ætlar jafnhliða ferðalagi sína að efna til áheitasöfn- unar og á ágóðinn að renna til Barnaspítala hringsins. Kemur þar til að Brynjar Óli bróðir hennar fæddist með hjartagalla og hefur fjölskyldan því mikið þurft að leita til sjúkrahússins. Nánar má fylgjast með Evu Bryn- dísi á ferðalaginu á Snapchat og Instagram, en síðurnar á báðum miðlum eru: @ArkarinnEva. Sautján ára ætlar að ganga hringinn  Göngugarpur umhverfis Ísland Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðagleði Eva Bryndís ætlar að leggja upp í ferðina um miðjan júní. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, mætti í gær í eina af versl- unum Bónuss, þá er finna má við Garðatorg í Garðabæ, í tilefni þess að haldið er upp á svonefnda „ís- lenska daga“ í matvöruverslunum. Er forsetinn verndari átaks sem nefnist „Íslenskt – gjörið svo vel“. Innlendir framleiðendur og versl- anir hafa nú tekið höndum saman og ætla að bjóða upp á úrval af íslensk- um vörum í fjölmörgum verslunum víða um land. Að baki átakinu „Íslenskt – gjörið svo vel“ standa Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og Bænda- samtök Íslands. Átakið hófst í nóv- ember síðastliðnum þegar lands- mönnum gafst kostur á að fara inn á vefsvæðið gjoridsvovel.is til að setja saman lista yfir þær íslensku vörur sem ætti að bjóða erlendum gestum. Tilgangur átaksins er að efla vit- und Íslendinga á íslenskum vörum en átak sem þetta hefur verið reglu- lega undanfarin ár. Fyrirtæki sem framleiða eða selja íslenskar vörur geta tekið þátt í átakinu. Miðað er við vörur sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í fánalögum. Þau fyrirtæki og þeir framleiðendur sem taka þátt í átakinu fá aðgang að myndmerki þess og geta nýtt það á umbúðir, heimasíður, samfélags- miðla eða annað kynningarefni sitt. Íslenskar vörur í forgrunni Morgunblaðið/Hari Kynning Forseti Íslands var mættur í eina af verslunum Bónuss í gær.  Forsetinn setti átakið í Bónusbúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.