Morgunblaðið - 08.04.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 08.04.2019, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Hjólhestafólk Hjólað í sól og blíðu á göngu- og hjólreiðastíg meðfram Ægisíðu í Reykjavík. Borgarbúar hafa verið duglegir að nýta stíginn til útivistar í góðviðrinu sem hefur verið síðustu daga. Hari Stjórnvöld eru að reyna að koma til móts við andstöðuna gegn ACER og þriðja orku- pakka ESB með því að bæta grein við 5. mgr. 9. gr. raforku- laga nr. 65/2003, þar skal koma: Um tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng fer samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Segja má að full þörf sé á þessu, ESB hefur ráð til að þvinga Ice-Link (sæstrenginn) í gegn þvert á vilja Íslendinga þar sem hann er á lista ESB sem nefnist PCI. En eins og mál standa er ekki annað að sjá en þótt hann sé tekinn út núna hafi ACER öll ráð til að koma honum inn aftur. Hvað þá? Væntanlega með þetta í huga vill stjórnin láta þingið bæta við þingsályktun nr. 26/148, A-lið, almenn atriði er varða uppbyggingu flutningskerfis raforku: Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Skal það samþykki liggja fyrir áður en framkvæmdir sem varða slíka tengingu geta farið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Til grundvallar slíkri ákvörð- un Alþingis skal liggja heildstætt mat á um- hverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrif- um slíkrar tengingar og framkvæmda vegna hennar. M.ö.o. á að banna sæstreng til Evrópu til að geta samþykkt 3. orkupakkann. Þarna er verið að koma til móts við andstöðuna, sem er auðvitað virðingarvert. En til hvers á mið- stýring raforkumarkaðar í Evrópu að gilda hér þegar bannað verður að tengjast honum? Er svona kjánagangur nauðsynlegur bara til að geta verið áfram í EES? Og, er eitthvað búið að láta reyna á það? Ekkert hefur frést af slíku. Báðir þessir textar eru á samráðssíðunni og viðbrögðin fremur neikvæð. Þetta er svipað og taka við flöskupúka frá ESB svo við megum vera áfram í EES. Flösku sem á að geyma hér til eilífðarnóns og svo á Alþingi bara að passa að enginn nái tappanum úr flöskunni, því ef púkinn sleppur út tvöfaldar hann alla rafmagnsreikninga og rífur rafmagnið af bændunum og iðnaðinum, fiskiðnaður og stóriðja þar með talin. Væri ekki nær að finna aðra leið? Fresta þessu máli a.m.k. til haustsins og nota tím- ann til að finna leið til að ná raforkunni út úr þessum pakka rétt eins og olíufélögin náðu olíunni og gasinu út úr honum. Í plagginu „Sameiginlegur skilningur um gildi þriðja orkupakkans gagnvart Íslandi“1) kemur ekki fram að þessi möguleiki hafi komið til um- ræðu yfirleitt. Þjóðin hefur fram að þessu verið hlynnt veru landsins í EES, enda þótt hingað hafi streymt alls konar tilskipanir sem við urðum að samþykkja og aldrei hefðu komið til tals ella. Enginn vafi er á að ef ESB neyðir þess- um flöskupúka upp á Ísland mun andstaðan við veruna í EES magnast tilsvarandi. 1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok- frett/2019/03/22/Sameiginlegur-skilningur-um-gildi- thridja-orkupakkans-gagnvart-Islandi/ Eftir Jónas Elíasson » Fyrirvarar ríkisstjórnar- inar gera orkupakkann að flöskupúka sem landið á að geyma. Betra er að komast hjá því að samþykkja pakkann. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Púki í orkupakkanum Um þessar mundir eru blikur á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi því ljóst er að ferðafólki sem kemur til Íslands mun fækka umtalsvert á næstu mánuðum í kjölfar gjald- þrots flugfélagsins WOW. Lík- lega sér ekki högg á vatni á höfuðborgarsvæðinu og Suður- landi þar sem straumur ferða- fólks var þegar kominn að þol- mörkum. Hins vegar hefur þessi röskun, ekki síst á háannatíma, veruleg áhrif á landsbyggðinni þar sem fyrirtækin eru smærri og viðkvæmari fyrir sveiflum. Það þarf fleiri gáttir að Íslandi og rökrétt er við núverandi aðstæður í flugmálum að ráðist verði í það án tafar að stækka flugstöðina á Akureyri og stuðla á sama tíma að hagstæðum aðstæðum til millilandaflugs til og frá Ak- ureyri. Það er fljótleg og í raun hagkvæm leið til að milda áhrifin af fyrirsjáanlegum sam- drætti í ferðaþjónustunni sem er nú um stund- ir stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Stuðn- ingur við markaðssetningu á nýjum flugleiðum í gegnum Flugþróunarsjóð og jöfnun eldsneyt- iskostnaðar skipta þar höfuðmáli. Þar fyrir ut- an er það óumflýjanlegt öryggisatriði að það séu fleiri en ein leið greiðfærar til og frá land- inu ef Keflavíkurflugvöllur teppist til að mynda vegna náttúruhamfara. Ísland er eins og hús þar sem öllum er boðið að troðast inn og út um einar dyr. Húsið er fal- legt og reisulegt en það vantar fleiri dyr. Það er að vísu hægt að klöngrast inn um bakdyrn- ar en þar er dyrastafurinn að hruni kominn, þær eru þröngar og dyrabjölluna vantar. Við kjöraðstæður, þegar bakdyrnar eru opnar til hálfs, kemur í ljós að fólk er mjög hrifið af því að nota þær – kannski til að forðast troðning- inn við aðaldyrnar. Fólk vill hafa fleiri gáttir inn í húsið, það vill hafa fleiri leiðir að Íslandi. Þetta sýndi sig berlega í vetur þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð Íslands- ferðir í beinu flugi til Akureyrar annan veturinn í röð. Bretarnir þyrptust til bæjarins og gistinótt- um á Akureyri fjölgaði verulega. Segja má að þessar heimsóknir Bretanna til Akureyrar hafi gjör- breytt landslaginu hér fyrir norð- an og nú ætlar hollenska ferða- skrifstofan Voigt Travel að bjóða flug beint frá Hollandi til Akur- eyrar vikulega allt næsta sumar. Nýr aðflugsbúnaður er fagn- aðarefni en einn og sér breytir hann ekki öllu af þeirri einföldu ástæðu að „bakdyrnar“ eru heldur þröngar. Á Akureyrarflugvelli skapast fljótt ófremdar- ástand vegna þrengsla. Flugstöðin á Akureyrarflugvelli ber engan veginn komu hátt í 200 ferðamanna sem þurfa að fara í gegnum leit og tollaeftirlit um leið og enn síður ef afgreiða þarf innanlandsflugið á sama tíma. Flugstöðin á Akureyri er auðvitað barn síns tíma, tekin í notkun árið 1961 og stækkuð tvisvar eftir það. Byggingin er aðeins nokkur hundruð fermetrar á meðan flugstöð Leifs Ei- ríkssonar í Keflavík er tugþúsundir fermetra. Stöðugt er unnið að stækkun og umbótum í Leifsstöð. Hún er eins og höll en ferðamönnum sem ákveða að fljúga beint til Akureyrar er í kot vísað. Viljum við hafa það þannig? Ég skora á ríkisstjórnina og Isavia að setja kraft í uppbyggingu Akureyrarflugvallar þannig að opna megi aðra alvöru gátt inn í landið. Eftir Ásthildi Sturludóttur »Ég skora á ríkisstjórnina og Isavia að setja kraft í uppbyggingu Akureyrarflug- vallar þannig að opna megi aðra alvörugátt inn í landið. Ásthildur Sturludóttir Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Ferðafólki í kot vísað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.