Morgunblaðið - 08.04.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 08.04.2019, Síða 32
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | info@handafl.is Sími 419 9000 | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Boðið verður upp á pallborðs- umræður um Jónsmessunætur- draum eftir Shakespeare í Veröld – húsi Vigdísar í dag kl. 17. Fyrir svör- um sitja Hilmar Jónsson leikstjóri, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, Eva Signý Berger leikmyndahöf- undur og Þórarinn Eldjárn þýðandi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyr- ir viðburðinum í samstarfi við Þjóð- leikhúsið. Ókeypis aðgangur. Ræða Jónsmessu- næturdraum í dag MÁNUDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Kári Gunnarsson og Margrét Jó- hannsdóttir, bæði úr TBR, urðu Ís- landsmeistarar í einliðaleik í bad- minton í gær. Kári hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta ár í röð en Margrét vann í gær í fjórða sinn í einliðaleik. Kári stefnir ótrauður á þátttöku í badmintonkeppni Ól- ympíuleikanna sem fram fara í Tók- ýó sumarið 2020. »2 Kári og Margrét gáfu ekki eftir í einliðaleik ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Það er rosalega gaman að við séum komnir með svo sterkt lið sem raun ber vitni. Það er frábært að vera hluti af svona stóru og flottu félagi,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson í gær eftir að hann varð ungverskur bikarmeist- ari með liði sínu Pick Szeged. Með sigrinum var endi bundinn á tíu ára sigurgöngu Veszprém í keppninni. Fyrir ári lauk einnig langri sigurgöngu Veszprém í deildarkeppninni fyrir tilstuðlan Stefáns og félaga. »1 Frábært að vera hluti af svona sterku liði Snorri Másson snorrim@mbl.is „Ef ræðan kemur frá hjartanu getur hún breytt því hvernig fólk hugsar, hvernig það sér heiminn,“ segir Fanney Bjargardóttir, 16 ára íslensk stúlka sem er búsett í Turlock í Kali- forníu í Bandaríkjunum ásamt móður sinni. Hún hefur farið sigurför um umdæmi sitt í ræðukeppnum sem haldnar eru á vegum Rótarý. Og nú er Fanney á leiðinni til Monterrey, að flytja ræðuna á árlegri rótarý- ráðstefnu umdæmisins. Verðlaunaræðan sækir innblástur sinn í þema ársins hjá Rótarý sem á ensku nefnist „Be the inspiration“. Fyrst vann Fanney innanbæjar- keppnina þar sem þrír kepptu og voru verðlaunin 125 Bandaríkjadalir. Að auki fékk hún sem sigurvegari þeirrar keppni að vera fulltrúi Tur- lock í næstu keppni. Í þeirri kepptu fulltrúar nærliggjandi bæja einnig og í þetta skiptið vann Fanney aftur og hlaut hún þá 175 dali fyrir. Þá var komið að stærstu keppninni, þar sem tólf þátttakendur komu saman frá svæði sem nær til Stockton í norðri og Madera í suðri. Bar Fanney þar einnig sigur úr býtum og verðlaunaféð var í takt við umfang: 1.000 dalir. Fanney hreppti þannig fyrsta sæti í öllum áföngum þessara keppna og verður því send fyrir hönd bæjar- samtakanna á ráðstefnuna í Monter- rey. „Ég er mjög spennt og líka stolt af árangri mínum,“ segir Fanney. Ræðan hennar er fimm mínútna löng og fjallar sem fyrr segir um inn- blástur og fyrirmyndir. Móðir Fann- eyjar er hennar helsta fyrirmynd, seg- ir hún, en á sviði mælskulistarinnar nefnir hún helsta Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna og virka opinbera persónu. „Hún er ótrúlegur ræðumaður; þegar hún flyt- ur ræðu kemur hún sannarlega frá hjartanu,“ segir Fanney. Líffræði, enska og félagsvísindi Fanney tekur ötullega þátt í starfi málfundafélagsins í skólanum sínum, auk þess sem hún er meðlimur í „mock trial“-liðinu sem setur á svið réttarhöld og líkir þannig eftir starfi dómstóla. Er ekki sýnt í hvað stefnir? „Lög- maður? Maður veit aldrei. Einmitt núna finnst mér skemmtilegast að læra líffræði,“ segir Fanney. Hún er á öðru ári í framhaldsskóla núna og stefnir á að hafa líffræði að aðalfagi í háskóla en ensku sem aukafag, eða jafnvel einhver félagsvísindi. Fanney hefur búið í Bandaríkj- unum í að verða tíu ár. Ræður sínar er hún vön að flytja á ensku en hún útilokar ekki, ef tækifæri gæfist, að flytja ræður á móðurmáli sínu. Þá úti- lokar hún heldur ekki að starfa á Ís- landi að námi loknu, þar sem hún veit að þar eru sóknarfæri á sviði rann- sókna í læknisfræði. Verðlaunaræðumaður Fanney ásamt Judy Honcik Lovett, stjórnarmanni í Rótarý, eftir sigurinn í aðalkeppninni. Sigursæll ræðuskör- ungur vestanhafs  Vann þrjár ræðukeppnir í röð  Orðfimi gefur vel í aðra hönd  Innblástur varð innblástur að verðlaunaræðu Ljósmynd/Einkasafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.