Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 15

Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is Snorri Másson snorrim@mbl.is Benjamín Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, lét hafa eftir sér á laugardaginn var að hann hygðist innlima landtökubyggðir Ísraels- manna á Vesturbakkanum í Ísraels- ríki ef hann næði kjöri í kosningun- um sem fara fram á morgun. Þar með gekk hann lengra en áður í lof- orðum sínum um þessi efni en verði af áformum hans er talið að öll von sé úti um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Um er að ræða byggð rúmlega 700.000 Ísraelsmanna á svæði innan alþjóðlega viður- kenndra landamæra Palestínu, yfir- ráð, sem ísraelskir stuðningsmenn þessara byggða segja umdeild. „Þessi yfirlýsing er ekki aðeins gerð í hita kosningabaráttunnar,“ er haft eftir Hanan Ashrawi, yfirmanni hjá samtökum um frjálsa Palestínu. „Þetta lokar á alla möguleika á friði,“ sagði hún. Netanyahu er sagður vera að höfða til þjóðernissinnaðra kjósenda langt til hægri með þessum ummæl- um. Meginandstæðingur hans af vinstri væng, Benny Gantz, sagði skammarlegt að fiska eftir atkvæð- um með þessu móti. „Maður spyr sig af hverju Netanyahu innlimaði þessi svæði ekki á þeim 13 árum sem hann gat það en gerði það ekki?“ spurði Gantz. Hann kvaðst andvígur ein- hliða aðgerðum af þessum toga og sagðist sjálfur myndu leitast við að halda friðnum á þessum svæðum, með stuðningi íbúa jafnt sem al- þjóðasamfélagsins. Mjótt á munum milli nafnanna Gengið er til kosninga á morgun. Um sex milljónir eru á kjörskrá og kosningaþátttaka í Ísrael er oftast mikil. Kosningabaráttan hefur harðnað síðustu vikur. Netanyahu og Gantz keppa um meirihluta at- kvæða, Netanyahu sem leiðtogi Lik- ud-flokksins á hægri vængnum og Gantz sem leiðtogi Blárra og hvítra á þeim vinstri. Netanyahu sækist eftir þingstyrk til að geta orðið forsætis- ráðherra aftur. Hann hefur gegnt embættinu frá 2009 og gegndi því einnig á árunum 1996-1999. Hann og Donald Trump Bandaríkjaforseti eiga í ágætu vinfengi og Netanyahu hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að ekki sé útilokað að á næsta kjör- tímabili fái hann stuðning Trumps til þess að innlima umrædd svæði á Vesturbakkanum. Trump lýsti því yfir ekki alls fyrir löngu að hann teldi Gólanhæðir heyra undir Ísr- aelsríki, sem var umdeild ákvörðun. Benjamín Gantz fylgir fast á eftir nafna sínum Netanyahu í fylgi í að- draganda kosninga. Hann var for- seti ísraelska herráðsins, sem aflar honum vinsælda. Hann er leiðtogi Bláa og hvíta flokksins, sem hann stofnaði í febrúar á þessu ári með sjónvarpsmanninum Yair Lapid. Gantz naut virðingar sem hermaður og var meðal annars lofaður af sjálf- um Netanyahu á sínum tíma sem „framúrskarandi foringi“ en forsætisráðherrann lýsir núna keppinaut sínum sem „veik- lunduðum vinstrimanni“, segir í um- fjöllun Al Jazeera um kosninga- baráttuna. Þess er vert að geta að þrátt fyrir andstöðu sína við nýfallin ummæli Netanyahus hefur hann stært sig í aðdraganda kosninganna af því að hafa „sent Gaza aftur til steinaldar“ með hernaðaraðgerðum sínum á svæðinu. Netanyahu lofar innlimun  Netanyahu kveðst ætla að innlima umdeildar landtökubyggðir á Vesturbakkanum í Ísrael  Sagður seilast eftir atkvæðum langt til hægri  Þingkosningar á morgun AFP Hart tekist á Á lokametrum kosningabaráttunnar sakar Benny Gantz, til hægri, Benjamín Netanyahu, til vinstri, um að leggjast lágt í leit sinni að atkvæðum, með því að lofa innlimun umdeildra byggða í Ísraelsríki. AFP Trump Stuðningsmaður Netanyahus í Jerúsalem. Netanyahu útilokar ekki að hann muni njóta stuðnings Trumps við fyrirhugaða innlimun landsvæða. Of háu leiguverði var mótmælt á götum borga víða um Evrópu á laugardag, einkum í Þýskalandi. Mestur fjöldi kom saman í Berlín þar sem leiguverðið hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Þar er talað um að á fimmta tug þúsunda hafi fylkt liði á Alexanderplatz. Hækkandi leigu var líka mótmælt í öðrum borg- um Þýskalands sem og til dæmis í Barselóna, Amsterdam og París. Mótmælin í Berlín voru að hluta á vegum hreyfingarinnar „Sviptum Deutsche Wohnen & Co. eignum sínum.“ Deutsche Wohnen & Co. er stærsta leigufélagið í Berlín og mót- mælin beinast ekki síst að því: kraf- an er sú að teknar verði eignarnámi eignir allra einkarekinna leigufélaga sem eiga fleiri en 3.000 íbúðir. Deutsche Wohnen & Co. á 111.500 íbúðir, rúm 5% af tveimur milljónum skráðra íbúða í Berlín. Haft var eftir talsmanni leigu- félagsins að tónninn í orðræðu mót- mælenda hafi tekið „mjög popúlíska stefnu“. Talsmaður hreyfingarinnar, Rouzbeh Taheri, sagði kröfurnar aftur á móti einfaldlega nauðsyn- legar, enda hefðu aðgerðir stjórn- valda til að stemma stigu við hækk- un á leiguverði ekki borið neinn árangur til þessa. Að hans mati er áríðandi að minnka umsvif leigu- félaganna og þannig einnig senda þau skilaboð til fjárfesta að ekki sé hyggilegt að fjárfesta í Berlín. Hjá flestum stjórnmálamönnum kveður við sama tón, að ekki sé ráð að stjórnvöld taki eignir leigufélag- anna eignarnámi. Andrea Nahles, formaður Sósíaldemókrata, sagði þá aðgerð tímafreka og kostnaðarsama í viðtali við Bild am Sonntag. Hún myndi tefja fyrir nýbyggingum stjórnvalda á félagslegu húsnæði og þannig bíta í skottið á sjálfri sér. Hins vegar er umræða um leiguþak komin vel á veg, að sögn Nahles. Vilja að leigufélög séu tekin eignarnámi  Hækkandi leigu mótmælt í Evrópu AFP „Leigubrjálæði“ Leiguverð í Berlín hefur tvöfaldast á tíu árum. Danskur karlmaður, tvítugur að aldri, beið bana í skotbardaga í Rungsted á Sjálandi norður af Kaupmannahöfn á laugardaginn. Fjórir á þrítugsaldri eru særðir, ýmist með skot- eða stungusár. Þeir eru á sjúkrahúsi. Átökin voru upp- gjör á milli tveggja glæpaklíkna á svæðinu, að því er lögregluemb- ættið á Norður-Sjálandi greinir frá. Tveir hafa verið dæmdir í fjög- urra vikna gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í því að skipuleggja og framkvæma skot- árásina. Að minnsta kosti annar þeirra neitar að hafa átt aðild að málinu. Vitni að atburðarásinni kváðust hafa heyrt sex byssuskot á sjöunda tímanum síðdegis á laug- ardag. DANMÖRK Ljósmynd/Wikipedia Skotárás Glæpaklíkur tókust á. Tvítugur Dani skot- inn til bana í átökum Menn óttast að Líbýa sé á barmi borgarastyrj- aldar. Minnst 21 lést og 27 særð- ust um helgina í átökum í kring- um Trípólí, höfuðborgina. Um hana sátu uppreisnarmenn sem eru undir stjórn stríðsherrans Khalifa Haftar. Viðurkenndur for- sætisráðherra landsins segir Haft- ar vera að fremja valdarán. Á með- al látinna var læknir á vegum Rauða krossins. 14 hinna látnu voru uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn kölluðu sveitir sínar heim frá Líbýu í gær. SETIÐ UM TRÍPÓLÍ 21 lést í átökum í Líbýu um helgina Khalifa Haftar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.