Morgunblaðið - 08.04.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
✝ Einar M. Niku-lásson fæddist
á Skagaströnd 30.
júní 1952. Hann lést
á heimili sínu 31.
mars 2019.
Foreldrar hans
eru Stella J. Magn-
úsdóttir, f. 11. nóv-
ember 1934, d. 14.
janúar 2011, og
Nikulás Sveinsson,
f. 11. ágúst 1934.
Bræður Einars eru Haukur, f.
29 nóvember 1955, d. 9. maí
2011, og Sveinn Arnar Nikulás-
son, f. 25. nóvember 1963.
Einar kvæntist Herdísi Jó-
hannsdóttur, f. 31. janúar 1955,
þann 2. september 1972. Synir
Einars og Herdísar
eru Á. Nikulás,
maki Olivia Ein-
arsson, Dætur eru:
Ágústa Margrét og
María Dís. Sam-
býlismaður Ágústu
er Agnar S. Barða-
son og á hann Ame-
líu og Christopher.
Daníel Már, giftur
Sædísi Jónasdóttur
og þeirra synir eru
Einar Björn, Jónas Ingi og Sig-
urður Helgi. Atli Jóhann, hans
börn eru Magnús Már og Björ-
ney Herdís.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 8. apríl 2019,
klukkan 13.
Elsku sonur. Eftir andlát
Stellu móður þinnar í janúar fyrir
átta árum og svo eftir andlát
Hauks bróður þíns fjórum mán-
uðum seinna, þá var víst röðin
komin að þér að kveðja okkur.
Fyrsta ár ævi þinnar var þér
erfitt vegna veikinda, en síðan
rættist úr því og þú náðir góðri
heilsu. Sem barn og unglingur
varstu sendur í sveit að Ásgarði
austur á Héraði á sumrin. Þar
dvaldirðu hjá sæmdarhjónunum
Þuríði og Benedikt sjö sumur.
Hjá þeim lærðirðu mörg undir-
stöðuatriði lífsins ásamt því að
kynnast öllum hugsanlegum
sveitastörfum og lifa af því sem
landið gaf. Síðan tók við alvara
lífsins. Fyrir tvítugt kynntistu
yndislegri stúlku, Herdísi Jó-
hannsdóttur, og giftuð þið ykkur í
september 1972. Eignuðust þrjá
syni og sjö barnabörn, sem nú
syrgja afa sinn sárt.
Í framhaldsnámi komstu á
samning í bifvélavirkjun hjá
Heklu bifreiðaumboði. Þaðan lá
leiðin til tryggingageirans, fyrst
til Hagtryggingar og síðan til Sjó-
vár við sameiningu fyrirtækj-
anna. Þar starfaðirðu þar til þér
bauðst starf hjá Verslunarmanna-
félagi Reykjavikur, en þar eydd-
irðu u.þ.b. þrjátíu síðustu árum
starfsævinnar. Starfið hjá VR var
afar yfirgripsmikið. Þá var verið
að byggja upp orlofshúsakerfi fé-
lagsins, en þar komstu mikið við
sögu. Samstarf þitt við yfirmenn
og aðra starfsmenn félagsins var
mjög gott og þótti þér vænt um
alla þá sem þar unnu.
Síðustu árin reyndust þér erfið
vegna heilsubrests og hefur nú
verið höggvið mikið skarð í stór-
fjölskylduna. Þykist ég vita að þér
hafi verið tekið opnum örmun hin-
um megin.
Megi hinn hæsti höfuðsmiður
himins og jarðar vera þér náðug-
ur.
Pabbi.
Þá er komið að kveðjustund.
Það eru rúmlega 20 ár síðan ég
kom í Heiðargerðið með Daníel
þar sem hann var að kynna mig
fyrir foreldrum sínum. Mér var
frá fyrsta degi tekið opnum örm-
um eins og þeim hjónum einum
var lagið. Stundum grínast ég
með það að ég hafi ekki valið mér
eiginmann heldur tengdafor-
eldra og ömmu og afa fyrir börn-
in mín því önnur eins gæðablóð
eru vandfundin.
Einar tengdapabbi setti syni
sína og fjölskyldur ofar öllu, allt-
af boðinn og búinn að hjálpa til
og leiðbeina. Afahlutverkið fór
honum einstaklega vel og gaf
hann öllum barnabörnunum
mikla ást og hlýju og alla þá þol-
inmæði sem til þurfti enda hafa
þau alltaf sótt mikið í að vera í
kotinu hjá afa og ömmu þar sem
þau hafa alltaf verið velkomin og
það hefur verið dekrað við þau á
allan hátt.
Einar og Herdís hafa átt far-
sæla ævi fyrir utan veikindi Ein-
ars. Umvafin fjölskyldunni, sem
hefur alltaf sótt mikið í nærveru
þeirra, hjónaband þeirra hefur
líka verið fyrirmynd fyrir okkur.
Góðir vinir sem bera virðingu
hvort fyrir öðru.
Elsku Einar, takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur og
kennt okkur. Við eigum góðar
minningar um góðan pabba,
tengdapabba og afa.
Þín tengdadóttir,
Sædís Jónasdóttir.
Elsku afi.
Ég trúi því að nú sért þú á
betri stað. Stað sem er friðsæll
og þú hvílist á.
Þú varst svo mikill fjölskyldu-
maður og vildir alltaf hafa þína í
kringum þig.
Minningarnar eru óendanlega
margar með ykkur ömmu, þar á
meðal Akureyrarferðirnar, Hag-
kaupsferðirnar okkar, Spánar-
ferðirnar og svo margt fleira,
þær munu ylja okkur um ókomin
ár.
„Sorg er óumflýjanleg; það er
hægt að reyna að koma sér und-
an henni en fyrr eða síðar þarf að
takast á við hana, upplifa hana og
vonandi komast gegnum hana.
Heimurinn eftir það verður aldr-
ei sá sami og heimurinn fyrir
sorg.“ - Johnny Cash
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fylgt þér í öll þessi ár,
manni sem einkenndist af góð-
mennsku, visku og með hjarta úr
gulli. Ef eitthvað var að var alltaf
hægt að koma og ræða það við
þig. Þær verða óteljandi sögurn-
ar sem komandi langafastelpan
þín mun heyra um þig, hún fær
að kynnast þér í gegnum mig.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Húsið ykkar hefur alltaf verið
opið okkur börnunum og finnst
mér það ómetanlegt, tíminn sem
bæði ég bjó hjá ykkur og síðan
við Agnar síðastliðið sumar til
þess að safna okkur fyrir þaki yf-
ir höfuðið. Þakklætið er mikið og
það er ykkur mikið að þakka á
hvaða stað við erum í dag.
Þín afastelpa Gústa Magga
Nikkadóttir.
Ágústa Margrét
Nikulásdóttir.
Nú ertu horfinn á vit nýrra æv-
intýra, minn kæri bróðir. Á ég von
á að mamma og Haukur bróðir
hafi tekið á móti þér fyrir handan
ásamt öllum hinum.
Frá því ég man eftir mér þá
sýndirðu alltaf þá ábyrgðartil-
finningu gagnvart yngsta púkan-
um í fjölskyldunni, sem stóra
bróður sæmdi. Bónbetri mann
var varla að finna í þau skipti sem
ég þurfti á aðstoð að halda. Minn-
ist ég þess þegar ég var að koma
undir mig fótunum hvað varðaði
mína fyrstu bílaeign, þá reyndist
fagþekking þín á því sviði mér
mikil hjálp. Ekki síður lagðirðu á
þig að annast misgóða bíla stór-
fjölskyldunnar í takmörkuðum
frítíma þínum án þess að hafa orð
á því. Fannst mér mikið til um, því
þessi verkefni voru í mínum huga
fjarskalega óspennandi og þá sér í
lagi ef gera þurfti við utandyra í
rysjóttri veðráttu.
Ætíð hefurðu staðið sem klett-
ur að baki fjölskyldunni og vinum
þegar á reyndi. Á sama hátt leit-
aðist ég jafnan við að vera til stað-
ar ef á þurfti að halda, en til þess
eru bræður. Ekki má gleyma að
þú áttir því láni að fagna að vera í
mjög góðu hjónabandi með Her-
dísi. Þið voruð ung þegar þið rugl-
uðuð saman reytum og komuð
upp þremur sonum, sem allir urðu
að mönnum.
Í samtölum okkar um heima og
geima fékk ég m.a. að vita hvernig
sumrin í sveitinni fyrir austan á
æskuárum þínum höfðu mótað
þig og reynst þér góður skóli fyrir
lífið, í viðbót við uppeldið í for-
eldrahúsum.
Þegar í ljós kom að veikindi þín
væru ólæknandi og þú fékkst að
vita að þú ættir einungis nokkra
mánuði eftir, má segja að þá hafi
reynt á æðruleysi þitt. Mun ég
alltaf minnast þess þegar þú sagð-
ir við mig um daginn að þú hefðir
bara ekkert leyfi til að vera ósátt-
ur við að ná ekki hærri aldri. Þú
hefðir átt góða ævi og náð þó alla
vega þeim aldri sem þú náðir.
Nú höfum við hin það verkefni
að takast á við brotthvarf þitt.
Flest trúum við því að nú sértu
kominn á betri stað og að við
munum öll sameinast að nýju í
fyllingu tímans.
Sveinn Arnar Nikulásson.
Mín fyrstu kynni af Einari M.
Nikulássyni voru fyrir tæpum 30
árum eða í september árið 1989
þegar að ég hóf störf á símaskipti-
borðinu hjá Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur eins og það hét
þá. En við unnum þá saman í tæp
sjö ár. Okkar kynni endurnýjuð-
ust árið 2013 þegar að ég var kos-
in formaður VR. Einar tók á móti
mér með hlýju og vinskap, hafðu
þökk fyrir það, kæri Einar. Marg-
ar stundirnar áttum við saman við
að greina vinnumarkaðinn og
pólitíkina, Einar var ekkert að
draga úr skoðunum sínum í þess-
um málefnum. Hann hafði alltaf
eitthvað til málanna að leggja og
það kom fyrir að við vorum ekki
alveg sammála, og hækkuðum
röddina, en að lokum hlógum við
að þessu öllu saman. Hann kvaddi
Einar Nikulásson þá gjarnan með þeim orðum aðhann yrði að drífa sig þar sem að
það væri svona einn og einn
starfsmaður hér sem þyrfti að
vinna. Mér var það afar mikils
virði að hafa hann með mér í þau
fjögur ár sem ég gegndi embætti
formanns. Hann var eins og sagn-
fræðingur þegar að kom að ýms-
um málefnum sem sneru að VR.
Hann var hafsjór af fróðleik og
sérstaklega var gaman að rifja
upp hinar ýmsu minningar frá
fyrri tíð með honum, sumar
hverjar sem ég hafði ekki lagt á
minni. Heilsufar Einars var ekki
gott síðustu árin, en hann lagði
mikla áherslu á að halda
tengslum og koma við á skrifstof-
unni þegar hann átti betri daga.
Hafðu þökk, kæri vinur, fyrir vin-
skap okkar sem var ávallt tengd-
ur virðingu og réttlæti í öllum
samskiptum okkar.
Kæra Herdís, synir tengda-
börn og barnabörn, ykkar missir
er mikill, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ólafía B. Rafnsdóttir.
Kveðja frá Landssambandi
sumarhúsaeigenda
Einar M. Nikulásson var einn
af frumkvöðlum að stofnun
Landssambands sumarhúsaeig-
enda, en stofndagur þess var 27.
október 1991.
Í starfi sínu fyrir VR var Ein-
ari ljóst að hagsmunamál sumar-
húsaeigenda voru á mörgum svið-
um. Rétt þótti honum að tryggja
sem best hagsmuni þeirra og fá
lagaumhverfi um frístundabyggð
sem var síðan afgreitt frá Alþingi
endanlega á árinu 2008 með að-
komu landssambandsins.
Einar tók virkan þátt í störfum
fyrir landssambandið og stóð
vörð um ýmis hagsmunamál sum-
arhúsaeigenda í gegnum stjórn-
arstarf í landssambandinu frá
stofnun þess til dánardægurs.
Með starfi sínu barðist hann
fyrir bættum hag sumarhúsaeig-
enda, vildi stuðla að náttúruvernd
með góðri umgengni og virðingu
fyrir landi og gróðri og auka ör-
yggi sumarhúsaeigenda í sumar-
húsum með velferð þeirra í huga.
Landssambandið sýndi Einari
ýmsan sóma, s.s. með því að veita
honum gullmerki sambandsins
og síðar var hann gerður að heið-
ursfélaga á aðalfundi þess 28.
apríl 2008.
Í gegnum starfið kynntist ég
mínum ágæta félaga og vini sem
ég kveð núna með miklum sökn-
uði.
Einar sýndi samferðamönnum
sínum vinsemd og hafði í fyrir-
rúmi velferð annarra sem hann
var að vinna fyrir og með.
Það gat stundum liðið langur
tími á milli samtala okkar, en
ávallt þegar við tókum upp tal
okkar á milli síðustu ár var eins
og við hefðum rætt málin síðast
deginum áður. Í gegnum símtalið
skynjaði maður brosið hans og
áhugann á því starfi sem var í
gangi. Hann sýndi ávallt góðar
undirtektir og brást við af vin-
semd, var jákvæður og lausna-
miðaður.
Það var erfitt að fá þá fregn að
Einar væri alvarlega veikur. Ég
átti þess kost í aðdraganda hátíð-
ar ljóss og friðar um jólin að
heimsækja vin minn og Herdísi
konu hans á heimili þeirra í Ás-
endanum. Við ræddum um heima
og geima. Einar gerði ekki mikið
úr veikindum sínum, en hafði
mikinn áhuga á velferð barna
sinna og niðja þeirra til framtíð-
ar.
Spor Einars eru djúp þegar
kemur að baráttumálum Lands-
sambands sumarhúsaeigenda.
Hann beitti sér í stórum sem
smáum málum og hafði alltaf að
leiðarljósi: gjör rétt, þol ei órétt.
Himnafaðir hefur nú kallað
Einar á sinn fund. Við hin sitjum
eftir hljóð. Það er gott að trúa að
þeir sem deyja séu ekki horfnir.
Þeir séu aðeins komnir á undan.
Við hjá Landssambandi sum-
arhúsaeigenda söknum fallins fé-
laga og sendum fjölskyldu hans
hugheilar samúðarkveðjur.
Minning um góðan mann lifir,
líkt og sólin sem gengur til viðar
en heldur ávallt áfram að lýsa.
Sveinn Guðmundsson.
Okkar ástkæri vinnufélagi,
Einar M. Nikulásson, hefur nú
kvatt VR-fjölskylduna eins og við
gjarnan nefnum starfsmannahóp-
inn hjá VR. Það er til marks um
þann góða starfsanda og sam-
heldni sem ræður ríkjum í starfs-
mannahópi VR en því sárari verð-
ur líka viðskilnaðurinn þegar
góður félagi og vinur kveður.
Við kveðjum Einar eftir að
hann hefur skilað VR 29 ára
dyggri þjónustu og hollustu og
okkur samstarfsfélögum dýr-
mætri vináttu gegnum áratugi.
Til huggunar okkur vinnu-
félögum Einars eru þær hlýju
minningar sem við höfum af um-
gengni og samstarfi við hann öll
þessi ár. Hrjúfur var hann við
fyrstu kynni, sem leyndi hjarta úr
gulli. Einar var sérstaklega bón-
góður og þau voru ófá skiptin sem
hann aðstoðaði okkur á skrifstofu
VR með bílana okkar sem hann
kunni öll skil á enda lærður í bif-
vélavirkjun.
Við samferðamenn hans skynj-
uðum að það var fjölskylda Ein-
ars sem átti stærstan sess í hjarta
hans þegar hann ræddi við okkur
um Herdísi eiginkonu sína, syni
þeirra og barnabörn. Við á skrif-
stofu VR áttum líka í góðum og
einlægum samskiptum við þau
hjónin og synina.
Einar kom til starfa hjá VR ár-
ið 1989, fyrst sem umsjónarmað-
ur starfsgreinaskiptingar félags-
ins en ári síðar var honum falin
umsjón orlofsbyggða VR og þar
var sannarlega kominn rétti mað-
urinn í vandasamt starf. Óhætt er
að segja að Einar hafi lagt þung
lóð á vogarskálarnar þegar kom
að orlofsmálum og orlofsbyggð-
um félagsins þar sem hann gekk
til verks sem fremstur meðal jafn-
ingja.
Einar var aðaldriffjöður og
framgangsmaður uppbyggingar á
orlofssvæði VR í Miðhúsaskógi og
starf hans og frumkvæði á þeim
vettvangi er félaginu ómetanlegt.
Honum var alla tíð sérstaklega
hlýtt til Miðhúsasvæðisins og um-
hugað um að þar væri allt sem
best mætti vera.
Einar fór ekki með veggjum og
nærvera hans var sterk enda
gekk hann ávallt hreint til verks
og var ósérhlífinn. Hann ætlaðist
líka til þess sama af þeim verktök-
um og smiðum sem hann réð til
starfa á vettvangi félagsins og
ekki tók hann silkihönskum á
þeim sem honum þótti veita félag-
inu lélega þjónustu í orlofsmálum.
Hagsmuni félagsins hafði hann
ávallt að leiðarljósi í öllum verk-
um sínum.
Það leið ekki á löngu þar til
óskað var eftir kröftum Einars og
reynslu í trúnaðarráði VR en
þangað var hann fyrst kosinn árið
1992 og síðan ítrekað allt til ársins
2009 og svo aftur milli 2013-2015.
En það voru orlofsmálin og
uppbygging orlofssvæða VR sem
voru Einari hjartfólgnust og
stendur félagið í ævarandi þakk-
arskuld við hann fyrir það mikla
verk sem hann skilaði okkur öll-
um til heilla.
Fyrir öll hans góðu og mikil-
vægu störf var Einar sæmdur
gullmerki VR á aðalfundi félags-
ins þann 27. mars 2019, þar sem
synir Einars veittu merkinu mót-
töku fyrir hönd föður síns. Það
var hjartnæm en gleðileg stund
þar sem við fundum fyrir nær-
veru Einars þótt hann ætti ekki
heimangengt vegna veikinda
sinna.
Við samstarfsfélagar Einars
hjá VR kveðjum hann nú með
kærri þökk fyrir yndisleg ár sam-
starfs og nærveru og vottum fjöl-
skyldu, ættingjum og vinum hans
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
VR,
Ragnar Þór Ingólfsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JAKOBÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
Grænumörk, Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu
föstudaginn 22. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
En þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning
Klúbbsins Stróks 0308-13-301165 kt:471105-0820
Björk Berglind Gylfadóttir Albert Örn Áslaugsson
Ólafur Helgi Gylfason Hrefna Huld Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, sonur og bróðir,
ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON,
lést þriðjudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá félagsheimili
Frisbígolffélagsins í Gufunesbæ að ósk hins
látna mánudaginn 8. apríl klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er
bent á styrktarreikning, banki 185-26-100003, kt. 040176-3659.
Ragnar Smári Þorvaldsson
Selma Huld Þorvaldsdóttir
Helena Þorvaldsdóttir
fjölskyldur og vinir hins látna
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GERÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Árskógum,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
þriðjudaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu mánudaginn 8. apríl klukkan 15.
Kjartan Ármann Kjartansson
börn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær bróðir okkar og stjúpfaðir,
FINNUR STEFÁN GUÐMUNDSSON,
Bekansstöðum,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 31.
mars sl., verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju 11. apríl nk.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tómas Guðmundsson
Jón Valgeir Viggósson