Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 1

Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  84. tölublað  107. árgangur  BARNA- MENNINGIN Í ÖNDVEGI ÚT FYRIR LANDSTEINANA ÞORLÁKUR KOMINN Í ANNAN HEIM MARGIR WOW-MENN FÁ VINNU YTRA 12 ÍÞRÓTTIR 24-27FJÖLBREYTT HÁTÍÐARDAGSKRÁ 28 Fjármála- og efnahagsráðuneytið fellst ekki á hugmyndir sem Seðla- bankinn og fleiri hafa sett fram, um að rekstur og umsýsla væntanlegs Þjóðarsjóðs verði í höndum Seðla- bankans. Þá er ráðuneytið mótfallið því að sjóðurinn verði í vörslu Seðla- bankans sem hluti af gjaldeyrisvara- forða bankans. ,,Stærð og hand- bærni gjaldeyrisforðans lýtur öðrum þjóðhagslegum viðmiðum en eiga við um Þjóðarsjóð, enda hleypur kostn- aður við forðann á annan tug millj- arða króna árlega þar sem ávöxtun af honum er afar lítil,“ segir á minn- isblaði til efnahags- og viðskipta- nefndar. Þar svarar ráðuneytið ábendingum og gagnrýni á stjórnar- frumvarpið um Þjóðarsjóð sem á að mæta stórfelldum áföllum. Draga úr umfangi forðans? ,,Fremur virðist þá koma til álita að skoða hvort draga mætti úr um- Ekki hlutverk SÍ að hýsa Þjóðarsjóð  Umsýsla fari frá SÍ til ráðuneytis fangi forðans og kostnaði við hann,“ segir ennfremur á minnisblaðinu. Fram kemur í ítarlegri umfjöllun ráðuneytisins að verið er að endur- meta samning ráðuneytisins við Seðlabankann þar sem bankanum hefur verið falið að hafa með höndum umsýslu með lánsfjármögnun ríkis- sjóðs í ljósi reynslunnar. ,,Þegar hef- ur verið ákveðið að færa samskipti við lánshæfisfyrirtæki til ráðuneyt- isins. Á árinu verður einnig til skoð- unar að umsýsla með lánsfjármálum ríkissjóðs og upplýsingamiðlun um hana færist aftur til ráðuneytisins eða til stofnunar á vegum þess.“ »14 Stéttarfélagið Sameyki kvittar ekki upp á lífskjarasamninginn óbreytt- an. Árni Stefán Jónsson, formaður félagsins, segir að margt ágætt sé í samningnum en annað sé ekki nógu gott. Félagið fallist til dæmis ekki á þá útfærslu á styttingu vinnutímans að starfsfólk borgi fyrir hana sjálft með kaffitímum sínum. Það muni ekki gerast. Hann segir að þar sem páskar nálgist verði farið rólega í komandi samningaviðræður við ríkið og Reykjavíkurborg en síðan sett í hraðgír svo að hægt verði að ljúka vinnunni fyrir sumarfrí. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað- ur BSRB, segir að nokkrir samn- ingafundir hafi verið haldnir. Búið sé að fara góða yfirferð yfir öll málin og finna sameiginlega snertifleti. Nú verði haldið áfram og gefið í. Enn er eftir að ganga frá mörgum kjarasamningum á almenna mark- aðnum, Samflot iðnaðarmanna fund- ar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun og Sam- tök starfsmanna fjármálafyrirtækja eiga fund með SA í dag. Formaður Mjólkurfræðinga- félagsins segist bíða eftir að vera boðaður á fund hjá ríkissáttasemj- ara. Einn samningafundur hefur verið haldinn. Gætu hlaupið á milljörðum Eiginfjárlánin sem boðuð hafa verið til stuðnings húsnæðiskaupum tekjulágra einstaklinga gætu hlaup- ið á milljörðum, jafnvel tugum millj- arða, sé tekið mið af markmiðum umræddra lána. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við í gær treysta sér þó ekki til að áætla eftirspurn eftir eiginfjár- lánum. Þeir segja að lánin geti örvað eftirspurn og þar með ýtt undir hækkun íbúðaverðs næstu misserin. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir að mjög lítið sé um húsnæði sem hentar tekjulág- um á markaðnum. Því þurfi að byggja það til að anna eftirspurn- inni. Ekki sé vitað hversu mikið sé nú verið að byggja af slíku húsnæði. »6 og 10 Kvitta ekki upp á lífskjara- samninginn án breytinga  Boðuð eiginfjárlán gætu hlaupið á tugum milljarða króna Morgunblaðið/Hari Kjaramál Frá undirritun lífskjara- samningsins í síðustu viku. Stærsti skákviðburður ársins, Reykjavíkur- skákmótið, hófst í gær í Hörpu en um 250 skákmenn munu etja kappi í tónlistarhúsinu fram til 16. apríl. Skákundrabörn eru áberandi á mótinu í ár en á meðal keppenda er yngsti stórmeistari heims, hinn 12 ára Dommaraju Gukesh frá Indlandi, og er þriðji stigahæsti keppandi mótsins aðeins 16 ára gamall, Ír- Í ávarpi á opnunarathöfninni lýsti hún ánægju yfir því að alþjóðaskáksambandið, FIDE, væri tilbúið að styðja við skákkennslu í skólum hér- lendis. »6 aninn Alireza Firouzja. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, lék fyrsta leikinn við setningu mótsins, fyrir hönd stigahæsta kepp- andans, enska stórmeistarans Gawains Jones. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurskákmótið hófst með glæsibrag í Hörpu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.