Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
Gildi–lífeyrissjóður
Ársfundur 2019
Dagskrá fundarins
Venjuleg ársfundarstörf.
Tillögur til breytinga á samþykktum.
Önnur mál, löglega upp borin.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Sérstakt fulltrúarráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka
atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins
eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
1.
2.
3.
Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 11. apríl kl. 17.00
www.gildi.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru nokkrir samningafundir
búnir að eiga sér stað. Það er búið að
fara góða fyrstu umferð yfir öll málin
og finna sameiginlega snertifleti. Nú
höldum við áfram og gefum í,“ segir
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður
BSRB.
Viðræður um kjarasamninga op-
inberra starfsmanna eru farnar af
stað og færist þungi í viðræðurnar
eftir að skrifað var undir lífskjara-
samning í liðinni viku. „Það hafa
nokkur félög þegar haldið fundi og
ég á von á því að viðræður fari á
skrið á næstu dögum og vikum.
Fyrstu fundir eru fyrstu fundir, það
er engar fréttir að segja af þeim,“
segir Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM.
Árni Stefán Jónsson, formaður
Sameykis, segir að viðræður byrji
rólega en halda verði vel á spilunum.
„Nú eru að koma páskar svo ég hef
trú á því að menn setji í hraðgír í
maí. Það er að duga eða drepast þá ef
menn vilja ná þessu fyrir sumar-
leyfi.“
Hann segist aðspurður ekki vera
að fara að kvitta upp á lífskjara-
samninginn óbreyttan fyrir sína fé-
lagsmenn. „Við lítum svo á að það sé
ákveðinn hluti af vinnumarkaðinum
sem er búinn með sína kjarasamn-
inga. Við eigum eftir að gera okkar
kjarasamning. Mér sýnist að það sé
margt þokkalegt í þessum lífskjara-
samningi, annað ágætt og sumt er
ekki nógu gott. Við föllumst til dæm-
is ekki á þá útfærslu á styttingu
vinnutímans að menn borgi fyrir
hana sjálfir með kaffitímunum. Það
mun ekki gerast.“
Skrifa ekki undir
copy/paste-samning
Enn á eftir að ganga frá kjara-
samningum á almenna markaðinum.
Samflot iðnaðarmanna fundar með
Samtökum atvinnulífsins hjá ríkis-
sáttasemjara á morgun og Samtök
starfsmanna fjármálafyrirtækja
eiga boðaðan fund með SA í dag.
„Þar munum við byrja á að skoða
þennan kjarasamning sem búið er að
gera. Lengra er það nú ekki komið,“
segir Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri SSF.
Hann segir að félagsmenn sínir
hafi verið í biðstöðu rétt eins og sam-
flot iðnaðarmanna meðan gengið var
frá lífskjarasamningnum. „Við erum
ekki aðilar að þeim samningum og
ekki bundnir af þeim. Við förum á
fullt í kjaraviðræður í framhaldi af
fundinum í dag.
Það hlýtur að liggja fyrir hver
kostnaður fyrirtækjanna er af þess-
um samningum, að það sé búið að
reikna út þann kostnaðarauka sem
þau geta borið.
Ég hef verið sammála því að menn
haldi sig innan þess kostnaðar-
ramma sem fyrirtækin treysta sér til
að taka á sig. En það er ekki þar með
sagt að það þurfi allir að skrifa undir
copy/paste-samning. Það er enginn
að tala um að einhver ætli að fá
meira en aðrir heldur að það sé sam-
ið um það sem er í boði milli aðila
hverju sinni.“
Mjólkurfræðingafélag Íslands vís-
aði viðræðum um nýjan kjarasamn-
ing við Samtök atvinnulífsins til rík-
issáttasemjara um miðjan mars.
Samkvæmt upplýsingum frá Eiríki
Ingvarssyni, formanni félagsins, hef-
ur einn fundur verið haldinn hjá rík-
issáttasemjara og bíða mjólkurfræð-
ingar eftir því að vera boðaðir á þann
næsta. „Við erum bara í biðstöðu,
boltinn er hjá sáttasemjara. Við
reiknum með að fá kynningu á þess-
um samningum sem búið er að gera
og þá kemur kannski í ljós hvort allir
ganga inn í þennan pakka eða hvað.“
Ekki bundnir af lífskjarasamningum
Viðræður um kjarasamning opinberra starfsmanna í hraðgír eftir páska Bankafólk fundar í dag
Árni Stefán
Jónsson
Friðbert
Traustason
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafði sam-
band við Ragnheiði Sveinþórsdóttur símleiðis í gær í kjöl-
far umfjöllunar Morgunblaðsins um að Sjúkratryggingar
Íslands (SÍ) hefðu synjað beiðni um greiðsluþátttöku í
læknismeðferð sem níu ára sonur hennar, Ægir Guðni Sig-
urðsson, fær vegna fæðingargalla. „Hún vildi fullvissa mig
um það að það væri verið að vinna í þessu í ráðuneytinu.
Þetta væri vegna stofnanatregðu sem ætti ekki að líðast,“
segir Ragnheiður. Ægir Guðni fæddist með skarð í gómi
og vegna synjunarinnar hafa foreldrar hans þurft að
greiða meðferðina sjálf.
Síðasta haust var reglugerð breytt og stóðu vonir til að
sú breyting myndi tryggja að greiðsluþátttaka myndi ná
til þeirra barna sem áður ekki nutu slíkrar aðstoðar við
meðferðarkostnað. „Svandís sagði að hún hefði látið
breyta reglugerð og að hennar vilji hefði komið fram op-
inberlega,“ segir Ragnheiður og kveðst bjartsýn hvað
framhaldið varðar. „Ég var það hins vegar líka þegar
reglugerðarbreytingin fór í gegn, þannig að ég er alveg
meðvituð um að það er ekkert fast fyrr en að við erum búin
að fá samþykki SÍ, en mig langar virkilega að trúa því að
núna verði þetta klárað,“ bætir hún við.
Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins segist SÍ ekki
getað tjáð sig um einstök mál einstaklinga sem stofnunin
hefur eða hefur haft til meðferðar. Staðan sé þó sú að
stofnunin starfi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og
í þeim er kveðið á um með hvaða hætti greiðsluþátttöku
skal háttað. „Þar er sérstaklega tekið fram að heimilt sé að
taka þátt í þeim ef um er að ræða alvarlegar afleiðingar
meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma.“ Bent er á að í
reglugerð sé tekið fram að það þurfi að vera meiri líkur en
minni á að fæðingargalli valdi alvarlegum afleiðingum.
Innan stofnunarinnar starfi tannlæknir og í slíkum til-
vikum séu fengnir til aðstoðar tannréttingarsérfræðing og
kjálkaskurðlæknir til þess að meta alvarleika tilvika. Þá
séu 85% beiðna um greiðsluþáttöku samþykkt. Sum börn
séu með alvarlegan vanda þar sem skarð getur verið alveg
í gegnum tanngarðinn, en svo séu önnur börn sem séu að
kljást við lítinn hluta örvefs sem hafi engin áhrif á tennur
barnsins. „Það er þetta sem sérfræðingar okkar reyna að
meta.“
Sagði stofnanatregðu
vera ástæðu synjunar
Sjúkratryggingar kosta meðferð á grundvelli alvarleika
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Synjað Beiðni foreldra Ægis Guðna um greiðsluþátt-
töku vegna læknismeðferðar hans var hafnað.
Hrafnar elta hér undarlegan fugl
við ós Leirvogsár í Mosfellsdal og
flæma hann í burtu. Fuglinn vantar
dökkt litarefni og slíkir fuglar hafa
verið kallaðir mórauðir hrafnar.
Þeir eru mjög sjaldgæfir en sjást
flest ár, aðallega vestanlands, að
sögn Kristins H. Skarphéðinssonar,
dýravistfræðings hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands.
Sjaldséður krummi lagður í einelti
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Mórauður hrafn á flótta
Neytendastofa hefur bannað Heklu
og tónlistarmanninum Emmsjé
Gauta að nota duldar auglýsingar á
Instagram og Facebook.
Í tilkynningu á vef Neytendastofu
kemur fram að borist hafi ábend-
ingar um færslur Heklu og Emmsjé
Gauta á samfélagsmiðlunum Insta-
gram og Facebook sem hugsanlega
væru duldar auglýsingar á AudiQ5-
bifreið.
Neytendastofa krafði Heklu um
upplýsingar um hvort endurgjald
hefði komið fyrir umfjöllunina og
hver aðkoma fyrirtækisins hefði ver-
ið að umfjölluninni. Fram kom að
Hekla gerði samkomulag við tónlist-
armanninn um m.a. markaðs-
setningu á bifreiðinni auk þess sem
gerður var rekstrarleigusamningur
um afnot af bifreið til einkanota.
Neytendastofa taldi að um væri að
ræða markaðssetningu og að ekki
hefði komið fram með nægilega
skýrum hætti að umfjöllunin hefði
verið auglýsing eða hún væri gerð í
viðskiptalegum tilgangi.
Um tvær færslur er að ræða frá
11. september 2018, þ.e. myndbirt-
ingu á instagram-reikningi Emmsjé
Gauta og myndbirtingu á insta-
gram-reikningi Heklu.
Duldar auglýsingar
á samfélagsmiðlum