Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
fyrir heimilið
VifturHitarar
LofthreinsitækiRakatæki
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Seabear mun koma
fram á Iceland Airwaves-tónlistar-
hátíðinni í haust en hún hefur legið í
dvala frá árinu 2011. Liðsmenn
sveitarinnar hafa verið önnum kafn-
ir í öðrum verkefnum frá því Sea-
bear lagðist í dvala, Sindri Már Sig-
fússon gefið út og komið fram undir
nafninu Sin Fang og Sóley Stefáns-
dóttir átt góðu gengi að fagna sem
sólótónlistarmaðurinn Sóley, svo
tveir liðsmenn séu nefndir.
Seabear var upphaflega sólóverk-
efni Sindra Más en þróaðist yfir í til-
raunakennda og fjölmenna og þjóð-
lagaskotna indírokksveit. Seabear
gaf út tvær hljóðversskífur á vegum
Morr Music, The Ghost That Car-
ried Us Away árið 2007 og We Built
a Fire þremur árum síðar. Var þeim
vel tekið af gagnrýnendum og hróð-
ur sveitarinnar barst víða og hún
hélt í langar tónleikaferðir um Evr-
ópu og Bandaríkin. Þá rötuðu lög
sveitarinnar líka í sjónvarpsþættina
Gossip Girl og Grey’s Anatomy.
Og nú er sveitin vöknuð af værum
blundi og farin að vinna að því að
leggja drög að næstu plötu.
Léku á styrktartónleikum
Sóley byrjaði í hljómsveitinni árið
2010 og vann því með henni að ann-
arri breiðskífunni, We Built a Fire
fyrrnefndri. Hún segir endurkomu
sveitarinnar þannig til komna að
Halldór bassaleikari hafi misst eigur
sínar í bruna og hljómsveitin hafi í
kjölfarið leikið á styrktartónleikum
fyrir hann á Húrra og leikið nokkur
lög. „En það var áður en við ákváð-
um að gera eitthvað saman,“ nefnir
Sóley og að hljómsveitin hafi oft
stungið upp á því í gríni að byrja aft-
ur að spila. Þau hafi öll verið upptek-
in við sína listsköpun en Sindri hafi
svo gert alvöru úr hugmyndinni og
hóað liðinu saman.
„Það eru allir að eldast og ruglu-
dallarnir eru orðnir edrú núna,“ seg-
ir Sóley sposk um hljómsveitina
Seabear árið 2019. Og talandi um
aldur þá er Sóley yngsti meðlimur
hljómsveitarinnar, 32 ára og Halldór
átti afmæli um daginn, varð 38 ára.
Liðsmenn eru allir á þessu aldurs-
bili, að sögn Sóleyjar, fólk á fertugs-
aldri sem hefur komið víða við í list-
sköpun sinni frá því að Seabear
lagðist í dvala.
Sóley segir þau Sindra hafa sinnt
sínum sólóverkefnum og að Guggý
(Guðbjörg) hafi verið í „alls konar
fiðlugríni“. „Dóri er í myndlist og
gengur farsællega og Kjartan og
Örn Ingi hafa verið eitthvað að spila
þannig að við fórum öll í okkar
horn,“ segir hún.
Tímarnir breytast
og mennirnir með
Spurð út í hina væntanlegu plötu
Seabear segir Sóley að hugmynda-
vinnan sé komin í gang. „Við ætlum
líka bara að sjá hvað gerist, erum
byrjuð að henda í einhver lög og svo
bara sjáum við til. Þeir sem mæta á
þessa tónleika á Airwaves vilja
örugglega líka heyra gömlu lögin,“
segir hún.
En telur Sóley að tónlist Seabear
muni taka einhverjum breytingum?
„Jaaa, við erum búin að vera ræða
það og auðvitað breytast tímarnir og
maður sjálfur með sem listamaður,
þroskast á níu árum og ekkert okkar
er að gera einhverja svona kassa-
gítars-kántrítónlist núna, eins og við
vorum kannski svolítið að gera. En
við erum samt ekkert að fara að
gera rappplötu,“ segir Sóley kímin,
„við erum að gera þetta af því við er-
um vinir og finnst þetta gaman“.
Seabear-túrar voru skrautlegir
– Verða engir tónleikar haldnir
áður en kemur að Airwaves?
„Við erum ekki búin að ákveða
það, þetta gerðist allt mjög óvænt og
við ætlum bara að sjá til. Það getur
vel verið að við spilum eitthvað áð-
ur,“ svarar Sóley og telur líklegt að
Seabear muni leika í Hafnarhúsi á
Iceland Airwaves. Hún hafi gert það
fyrir margt löngu, nýkomin úr fimm
vikna löngu tónleikaferðalagi. „Þess-
ir túrar voru alltaf mjög skrautlegir
og ég held að þeir séu hálfpartinn í
sögubókunum,“ segir Sóley og hlær.
Ýmsum sögum fari af Seabear-tón-
leikaferðum þar sem jafnan voru
upphitunarsveitir með í för og því
nokkuð fjölmennt.
Blaðamaður spyr nánar út í þessi
skrautlegheit og fær þau svör að
túrarnir hafi verið ein af ástæðum
þess að hljómsveitin hætti á sínum
tíma. „En þeir sem voru hvað glað-
astir eru allir orðnir svo rólegir. Ég
var yngst og skildi ekkert hvað var
að gerast,“ bætir Sóley við glettin.
– Nú voruð þið orðin vinsæl utan
landsteinanna og áttuð ykkur marga
aðdáendur erlendis. Er ekki líklegt
að þið farið aftur út að spila?
„Við erum að hugsa málið, við vor-
um ekkert „Of Monsters and Men“-
fræg en okkur gekk ofboðslega vel
úti og enginn veit hvernig hefði farið
hefðum við haldið áfram. Kannski
var bara fínt að hætta en jú, við er-
um alveg opin fyrir öllu. Það eru allir
komnir með börn og það er aðeins
flóknara að vera sjö foreldrar en það
getur vel verið að við förum í styttri
túra ef þeir eru í boði,“ svarar Sóley.
Frekari upplýsingar um dagskrá
Iceland Airwaves má finna á vef
hátíðarinnar, icelandairwaves.is.
Sæbjörn snýr aftur
Seabear 2019 Liðsmenn hljómsveitarinnar, frá vinstri til hægri, eru
Halldór Ragnarsson, Örn Ingi Ágústsson, Sindri Már Sigfússon, Guðbjörg
Hlín Guðmundsdóttir, Kjartan Bragi Bjarnason og Sóley Stefánsdóttir.
Hljómsveitin Seabear rís úr átta ára dvala og kemur fram á Iceland Airwaves
Plata væntanleg Allir að eldast og rugludallarnir orðnir edrú, segir Sóley
Stjórn Drama-
ten, konunglega
leikhússins í
Stokkhólmi, til-
kynnti í gær að
leikhússtjórinn
Eirik Stubø hefði
verið látinn taka
poka sinn. Stubø,
sem verið hefur
leikhússtjóri og
listrænn stjórnandi Dramaten frá
2015, hefur sætt harðri gagnrýni
frá því að Sænska sjónvarpið frum-
sýndi heimildarmyndina Älska mig
för den jag är í lok mars. Í mynd-
inni var fjallað er um ævi söngkon-
unnar Josefin Nilsson og fram kom
að hún hefði ítrekað orðið fyrir
bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi
af hálfu fyrrverandi sambýlis-
manns sem hefur árum saman
starfað sem leikari við Dramaten.
Maðurinn hlaut 1997 þriggja mán-
aða skilorðsbundinn dóm fyrir of-
beldið sem hann beitti Nilsson.
Myndin vakti hörð viðbrögð al-
mennings sem hótaði að sniðganga
leikhúsið og efndi til mótmæla fyrir
framan leikhúsið. Í kjölfar ákváðu
stjórnendur leikhússins að hætta
sýningum á uppfærslu sem mað-
urinn lék í. Félag leikara við húsið
krafðist þess einnig að stjórnendur
tryggðu öruggt vinnuumhverfi, en
síðla árs 2017 var hætt við aðra sýn-
ingu sem maðurinn átti að vera í
þegar fram komu ásakanir um of-
beldi hans í garð samstarfsfélaga.
Í fréttatilkynningu frá Ulriku
Årehed Kågström, stjórnar-
formanni, kom fram að stjórn leik-
hússins bæri ekki lengur traust til
Stubø sem leikhússtjóra. „Undir
stjórn Eiriks hefur Dramaten unnið
mikla listræna sigra og áhorf-
endum fjölgað. Við vonum að leik-
húsið geti notið krafta Eiriks sem
leikstjóra síðar meir. Það er nið-
urstaða stjórnarinnar að Dramaten
þurfi ferska vinda til að huga að
starfsumhverfinu. Við teljum það
best gert með því fá ráða nýjan
leikhússtjóra,“ skrifar Kågström.
Við starfinu tekur Maria Groop
Russel, sem áður gengdi starfi
aðstoðarleikhússtjóra. Menningar-
málaráðherra Svíþjóðar, Amanda
Lind, segist treysta því að stjórn
Dramaten tryggi nú starfsfólki
leikhússins öruggt starfsumhverfi.
Leikhússtjórinn
tekur poka sinn
Eirik Stubø
Tríóið Mókrókar kemur fram á
Jazzkvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30. Tríóið skipa Benjamín Gísli
Einarsson á píanó, hljómborð og
hljóðgervla, Þorkell Ragnar Grét-
arsson á rafgítar og Þórir Hólm
Jónsson á trommur. Samkvæmt
upplýsingum frá skipuleggj-
endum tónleikanna leikur tríóið
frumsamda músík í opnum útsetn-
ingum með mikla áherslu á frjáls-
an spuna. Mókrókar hafa komið
fram á ýmsum tónlistar-
viðburðum bæði hérlendis og erlendis síðastliðið ár, m.a. á DølaJazz 2018 í
Noregi. Tríóið er á leið í hljóðver í maí og stefnir á að gefa út sína fyrstu
plötu í sumar. Tónlistarflutningur hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis.
Kex hostel er við Skúlagötu 28.
Tríóið Mókrókar á Kex hosteli í kvöld
Upptaka Mókrókar eru á leið í hljóðver.
Shazam! Ný Ný
Pet Sematary (2019) Ný Ný
Dumbo (2019) 1 2
Us 2 3
Captain Marvel 3 5
How to Train Your Dragon: The Hidden World 4 6
Asterix: The Secret of the Magic Potion 5 3
Dragged Across Concrete 6 2
The Lego Movie 2: The Second Part 7 9
Alita: Battle Angel (2019) 14 8
Bíólistinn 5.–7. apríl 2019
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Bíóaðsókn helgarinnar