Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
50 ára Sig-
urður er frá
Laugum í
Reykjadal
en er bóndi
á Öndólfs-
stöðum og sveitarstjórn-
arfulltrúi í Þingeyjarsveit.
Maki: Aðalbjörg Tryggva-
dóttir, f. 1966, ferðaþjón-
ustubóndi.
Börn: Kristín Ingibjörg, f.
1990, Tryggvi Snær, f.
1992, og Starkaður Snær,
f. 1997.
Foreldrar: Snæbjörn
Kristjánsson, f. 1924, og
Helga Jósepsdóttir, f.
1926, d. 2008.
Sigurður Hlynur
Snæbjörnsson
Séu arkitektar beðnir að „gæta sín á
því að hanna hús sem falla að heild-
armyndinni“ ber að gæta að því (:
athuga það, gefa gaum að því) að
það að gæta sín á e-u merkir að var-
ast e-ð, vara sig á e-u. Betra er að
biðja arkitektana að gæta þess –
passa upp á – að húsin falli að heild-
armyndinni.
Málið
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft ekki að
breyta viðmóti þínu, þú ert
nógu aðlaðandi fyrir. Reyndu
að hugsa áður en þú talar.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er hætt við að þú
sért niðurdregin/n og gagn-
rýnin/n á aðra í dag.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Horfðu á gam-
anþætti, lestu og ræddu við
vin sem hefur gaman af fífla-
látum og fær þig til þess að
hlæja.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert orðinn leið/ur
á rútínunni og þig langar að
gera eitthvað til tilbreytingar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú kemst yfir upplýs-
ingar sem þig langar til að
deila með öllum heiminum.
Kurteisi kostar ekkert.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er allt í lagi að
hlusta á annarra ráð en
ástæðulaust að hlaupa eftir
þeim.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ímyndunaraflið er af hinu
góða ef menn kunna að hafa
á því hemil og gera grein-
armun á draumi og veruleika.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Finnist þér þú
ganga á vegg, hvert sem þú
snýrð þér, ættirðu að setjast
niður og íhuga þinn gang.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það getur reynst
erfitt að snúa blaðinu við þeg-
ar deilur um viðkvæm málefni
hafa farið úr böndunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt auðvelt með
að koma auga á sannleikann
en erfitt með að miðla hon-
um.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hafðu augun hjá
þér og láttu einskis ófreistað
til þess að komast til botns í
því máli, sem þú hefur tekið
að þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Notaðu daginn til þess
að fara yfir peningamál þín.
Vertu ánægð/ur með þig og
þína hæfileika.
viðsson, snærisþjóf frá Rein, Lykla-
Pétur í Gullna hliðinu og Svart þræl
í Nýársnóttinni. Ég þótti nokkuð
orðhvatur í framboðsræðum til að
byrja með en faðir minn ávítaði mig:
„Vertu aldrei persónulegur eða
vondur við andstæðinga þína, þetta
er gott fólk og þú getur þurft á vin-
áttu þess að halda.“
Skemmtilegast þótti mér að verða
landbúnaðarráðherra og geta látið
verkin tala. Það er erfitt starf að
vera þingmaður hvað þá ráðherra en
gæfan féll mér í skaut, þjóðin var
mér góð, ekki síst eftir að ég mild-
aðist. Ég lít á ræðumennsku sem
listgrein, en í henni þarf að vera smá
uppistand, efnisrík og skemmtileg
þarf ræðan að vera. Enn er ég eftir-
sóttur ræðumaður og fundir mínir
vel sóttir af fólki eins og á Kanarí og
ég ávarpaði stærsta þorrablót
heimsins í Kópavogi í vetur.
Sagt er að þessi afmælisdagur sé
sá erfiðasti á lífsleiðinni, þarna liggi
skilin á milli þess að vera maður eða
gamalmenni, þvílíkt bull. Ég ætla að
lifa samkvæmt því að fögur sál er
ávallt ung undir silfurhærum. Flug-
stjórinn minn er auðvitað Guð al-
máttugur, nú segir hann: spennið
beltin, en ég vona að það sé langt til
lendingar.“
G
uðni Ágústsson fæddist
á Brúnastöðum í
Hraungerðishreppi 9.
apríl 1949. Hann gekk í
barnaskóla í Þingborg,
fór í Héraðsskólann á Laugarvatni,
lauk þaðan gagnfræðaprófi 1966 og
varð búfræðingur frá Landbún-
aðarskólanum á Hvanneyri 1968.
Guðni var í sveit á Syðri-Bægisá í
Öxnadal. Hann starfaði við tilrauna-
búið í Laugardælum,vann hjá Sig-
fúsi Kristinssyni Staðarsmið á Sel-
fossi, var bústjóri á Hamri í
Mosfellssveit og var mjólkur-
eftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna 1976-1987. Guðni var kjörinn
alþingismaður Sunnlendinga 1987
og var landbúnaðarráðherra 1999-
2007. Hann var formaður bankaráðs
Búnaðarbanka Íslands 1990-1993 og
bankaráðsmaður til 1998, jafnframt
formaður Stofnlánadeildar landbún-
aðarins og síðar formaður Lánasjóðs
landbúnaðarins. Hann varð formað-
ur Framsóknarflokksins 2007 en lét
af þingmennsku haustið 2008. Guðni
starfaði sem framkvæmdastjóri
Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn-
aði til ársins 2015.
Guðni var sæmdur stórriddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu og
hlaut enn fremur úr hendi Svíakon-
ungs Kungliga Nordstjärneorden.
Guðni er formaður orðunefndar
hinnar íslensku fálkaorðu. Hann er
enn fremur formaður ritnefndar um
Flóamannabók. Guðni er rithöf-
undur og hefur gefið út tvær bækur
auk ævisögu sinnar sem Sigmundur
Ernir Rúnarsson skráði.
„Ég var alinn upp við skráargat
stjórnmálanna og var sjö ára þegar
faðir minn var kosinn á Alþingi,
þetta var í genunum að vilja taka
þátt í félagsmálum. Formennska í
ungmennafélagi sveitar minnar mót-
aði mig strax og leiksviðið bæði á
Laugarvatni og Hvanneyri hreinsaði
mig af feimninni og ég hafði gaman
strax af því að beita rödd minni í
lestri og leikritum. Ég lék m.a. þrjár
hetjur af ólíkri gerð: Jón Hregg-
Fjölskylda
Eiginkona Guðna er Margrét
Hauksdóttir, f. 3.4. 1955: Foreldrar
hennar voru hjónin Haukur Gísla-
son, bóndi og hreppstjóri á Stóru-
Reykjum í Flóa, f. 1920, d. 2002, og
Sigurbjörg Geirsdóttir, f. 1932, d.
2018.
Börn Guðna og Margrétar eru: 1)
Brynja, f. 7.3. 1973. Maki: Auðunn
Sólberg Valsson, f. 1964. Börn:
Guðni Valur, f. 2000; Salka Margrét,
f. 2002; Oliver Tumi, f. 2005; sonur
Auðuns: Jökull Sólberg, f. 1986; son-
ur hans: Rökkvi Sólberg, f. 2010.
Unnusta Jökuls: Sunna Björk
Gunnarsdóttir, f. 1992. 2) Agnes, f.
20.11. 1976. Börn: Freyja, f. 2003.
Snorri, f. 2006. Barnsfaðir: Guðni
Vilberg Björnsson, f. 1979. 3) Sig-
urbjörg, f. 15.4. 1984. Maki: Arnar
Þór Úlfarsson, f. 1980. Börn: Eva, f.
2012, og Eik, f. 2015.
Systkini Guðna: Ásdís, f. 1942;
Þorvaldur, f. 1943; Ketill Guðlaugur,
f. 1945; Gísli, f. 1946, d. 2006; Geir, f.
1947; Hjálmar, f. 1948; Auður, f.
1950; Valdimar, f. 1951; Bragi, f.
1952; Guðrún, f. 1954; Tryggvi, f.
1955; Þorsteinn, f. 1956; Hrafnhild-
ur, f. 1957; Sverrir, f. 1959; Jóhann,
f. 1963.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra – 70 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Brynja, Guðni, Margrét, Sigurbjörg og Agnes.
Landbúnaðarráðherra-
starfið skemmtilegast
40 ára
Gunna El-
ínborg er
Hólmvík-
ingur og
þjónustu-
fulltrúi hjá Sýslumann-
inum á Vestfjörðum.
Maki: Júlíus Freyr Jóns-
son, f. 1975, vinnur hjá
Orkubúi Vestfjarða.
Börn: Helgi Sigurður, f.
2003, og Silja Dagrún, f.
1995.
Foreldrar: Þorvaldur
Garðar Helgason, f. 1955,
og Bryndís Hauksdóttir, f.
1957. Þau eru búsett á
Hólmavík.
Guðrún E.
Þorvaldsdóttir
Krossgáta
Lárétt:
1)
7)
8)
9)
12)
13)
14)
17)
18)
19)
Æstur
Kynið
Rýran
Skrín
Bala
Lygna
Spaug
Úðar
Rjóða
Æfir
Anker
Óféti
Rupla
Ein
Ilma
Efldi
Gróf
Ræfil
Fæðir
Ans
2)
3)
4)
5)
6)
10)
11)
14)
15)
16)
Lóðrétt:
Lárétt: 1) Grobba 7) Larfa 8) Skerti 9) Rosti 12) Sjóða 13) Gruna 14) Ómerk 17) Vistir 18)
Tanga 19) Krafts Lóðrétt: 2) Rekkjum 3) Birgðir 4) Alir 5) Krús 6) Hani 10) Orrusta 11)
Tónlist 14) Ótta 15) Eins 16) Kvak
Lausn síðustu gátu 366
6 5 7 3 4
2 5 8 7 9
2 8
7 4 8 6
8 3 2 7
7 5
4 6
2 5 6
Sudoku
Stig
Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni.
6 9 8 5 1 7 3 4 2
1 4 7 9 2 3 5 8 6
3 2 5 8 4 6 7 1 9
5 6 9 2 7 1 4 3 8
7 3 2 4 9 8 1 6 5
4 8 1 6 3 5 2 9 7
9 7 3 1 6 2 8 5 4
8 1 4 7 5 9 6 2 3
2 5 6 3 8 4 9 7 1
Lausn sudoku
Kristín Friðbjarnardóttir er 90 ára í dag.
Kristín fæddist og ólst upp á Vopnafirði.
Hún var formaður sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar
frá stofnun hennar árið 1974 til 1990. Hún stofnaði og
rak Tískuhúsið Ínu og varð síðar framkvæmdastjóri
Kirkjuhússins. Eiginmaður Kristínar var Sigurður B.
Haraldsson, d. 2002. Synir þeirra eru Friðbjörn og
Haraldur Hlynur. Kristín tekur á móti gestum í
safnaðarheimili Seltjarnarnesskirkju kl. 16-18 í dag.
Árnað heilla
90 ára
Til hamingju með daginn