Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 19

Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 19
foreldrum sínum og sinna sínum búskap þar. Í fjölda ára fórum við Magga á haustin að smala Jörvalandið með börnum okkar og fleirum. Guð- brandur var oftast fyrstur upp hnjúkinn, reyndar með hundinn Snotru í bandi á undan sem gerði hann enn léttari á fæti! Fyrir um tuttugu árum hóf hann skógrækt á Jörva og gerðist meðlimur í Vesturlandsskógum og nam skógræktarfræði í Landbúnaðarháskólanum. Rækt- uðu þau hjón mikinn skóg sem nú vex á Jörva. Við sem áfram njótum lífsins lifum nú með minningarnar um ljúflinginn og athafnamanninn og sjáum skóginn hans vaxa og dafna áfram eins og barnabörnin og barnabarnabörnin hans. Söknuður og missir okkar allra er mikill en þó mestur hennar Mörtu sem var hans lífsförunaut- ur frá því þau voru ung og hann elskaði mikið og talaði oft um hvað hann væri heppinn að eiga hana fyrir konu. Bestu þakkir fyrir allt og allt. Stefán Bjarnason. Elsku Guðbrandur afi. Mikið þykir mér vænt um þær minning- ar sem ég á um þig. Þú varst alltaf svo iðinn, duglegur og útsjónar- samur. Þú varst aldrei iðjulaus, alltaf svo innilega glaður og hafðir svo góða nærveru. Þegar við vorum með þér í Flatey borgaði sig alltaf að vera nálægt þér, því þá voru mestar lík- urnar á að ég kæmist með út á bát að sigla eða veiða. Þú iðaðir alltaf í skinninu að komast út á hafið bláa, og þá var nú eins gott að vera fyrstur að panta að fá að fara með. Þegar við fórum út á Breiða- fjörðinn var yfirleitt veitt þangað til karið var fullt af fiski, fatan full af eggjum eða pokinn fullur af dún. Þú linntir ekki látum fyrr en markmiðinu var náð. Þrautseigja þín var aðdáunarverð. Mér er einstaklega minnisstætt þegar þú tókst mig með þér út á ísilagt Haukadalsvatnið þar sem við gerðum gat á ísinn með risa- stórum bor og dorguðum svo í gegnum hann. Þetta var ævintýri sem gleymist seint. Þú varst alltaf svo kátur og brosmildur. Það var gaman að spjalla við þig og fróðleikurinn og ljóðabálkarnir sem þú mundir svo vel fram á hinsta dag voru ein- stakir. Þegar við fórum með þér að smala á Jörva sá maður yfirleitt bara undir iljarnar á þér þar sem þú varst alltaf fyrstur upp á topp- inn og hægðir hvorki á þér né linntir látum fyrr en allt féð var komið í réttirnar. Krafturinn í þér var ólýsanlegur. Þú hafðir svo mikinn áhuga á skógrækt að þú ákvaðst, ásamt ömmu, að gerast skógarbóndi í seinni tíð. Þrautseigjan var mikil og þú fórst meira að segja á nám- skeið Grænni skóga til að læra meira um skógrækt. Mikið var ég stolt þegar þú baðst mig að hjálpa þér að skrifa ritgerð í náminu, því þú hafðir víst aldrei skrifað rit- gerð áður. Það vafðist ekki fyrir ykkur ömmu, sem gerðuð allt svo vel saman. Það var svo yndislegt að sjá hversu heit ást þín, aðdáun og virðing til ömmu var, hún var nán- ast áþreifanleg. Þið eruð sannar fyrirmyndir. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Ég á eftir að sakna þín, elsku afi minn. Minning þín lýsir upp framtíð okkar og lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þín Helena Marta.  Fleiri minningargreinar um Guðbrand Þórðarson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 ✝ Addi, eins oghann var ætíð kallaður, fæddist 20. mars 1920 á Eystri-Leirárgörð- um, Leirár- og Melahreppi. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Höfða 31. mars 2019. Foreldrar Adolfs voru Einar Gísla- son, f. 6. febrúar 1876, d. 16. júlí 1951, bóndi á Eystri-Leirárgörðum, og Þór- hanna Málmfríður Jóhann- esdóttir, f. 3. apríl 1894, d. 1. apríl 1977, húsmóðir. Systkini Adda voru Theodór, f. 1908, Óskar, f. 1912, Guð- finna, f. 1916, Jóhannes, f. 1917, Hannes, f. 1920, Guðrún, f. 1923, og Guðríður, f. 1929. Adolf bjó alla sína tíð ásamt Hannesi tvíbura- bróður sínum og Ólöfu eiginkonu Hannesar á Eystri- Leirárgörðum. Þeir bræður Adolf og Hannes tóku við búskapnum árið 1949 og voru með kýr, kindur og hesta þangað til Magnús og síðar Hannes Adolf tóku við búskapnum. Hann vann að búskapnum eins og heilsan og vinnuþrek leyfði með þeim feðgum. Útför Adolfs fer fram frá Leirárkirkju í dag, 9. apríl 2019, klukkan 15. Elsku Addi afi minn. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur en ég veit að þú ert kominn á betri stað, til afa og Svölu, keyrandi um á traktornum þínum alsæll að skoða kindur. Þú varst búinn að lifa góðu og löngu lífi sem bóndi á Eystri-Leirárgörðum. Þar bjóstu alla þína tíð og vannst við búrekst- urinn lengur en nokkur annar. Það eru ekki margir sem hafa ver- ið að tína rúllur komnir yfir 95 ára aldurinn. Ég hef alltaf litið á þig sem afa minn líka og sagði amma mér einu sinni skemmtilega sögu af afa-rifr- ildi okkar systkina. Við vorum að þrátta um hver ætti hvaða afa. Hannes sagðist eiga afa Hannes, Bjössi átti afa Bjössa og þá sagði ég kokhraust að ég ætti afa Adda. Ég hef alltaf verið stolt af því að eiga ykkur tvo sem afana mína og hef ég alltaf talað um ykkur sem „amma og afarnir“. Mér fannst og finnst enn gaman að sjá viðbrögð fólks við því þegar afarnir eru sagðir í fleirtölu. Svo taka við út- skýringar á þessu, sem mér finn- ast enn í dag mjög skemmtilegar. Mér fannst alltaf gaman að koma út í fjós til þín þegar þú varst að fara með vísur eða raula texta. Þú varst alltaf svo brosandi og glaður, fíflaðist í mér hvort ég kynni ekki vísurnar og lést mig fara með þær með þér. Það eru fá- ir sem eiga jafn margar glettnar setningar og þú. Þegar þú varst að fussa og sveia yfir einhverju eða koma með fyndnar glefsur um fólkið í kringum þig, það var oft óborganlegt. Ég var svo heppin að eignast þig sem afa líka og nú þegar þú ert farinn þá á ég minningarnar sem mér þykir óendanlega vænt um og munu fylgja mér um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku Addi minn. Þín Ella. Elín Málmfríður Magnúsdóttir. Ég var svo lánsamur að fá tvo föðurafa í vöggugjöf, tvíbura- bræðurna afa og Adda. Þegar ég var að alast upp í sveitinni var frá- bært að geta leitað yfir til ömmu og bræðranna af hvaða tilefni sem er, hvort sem það var að leika sem barn, sníkja pening eða fá eitthvað gott að borða. Ég átti í raun og veru tvö heimili enda hlið við hlið. Alltaf var tekið vel á móti mér og þar var Addi engin undantekn- ing. Síðar þegar ég fór að vinna á bænum sem unglingur, þá var ekki heyskapur nema hafa Adda á rauða Massey Ferguson-trak- tornum. Þú varst þá að múga, tína upp rúllur af túnunum eða rúntandi um. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú hafir unnið þangað til þú varst næstum því hundrað ára, það eru vandfundin önnur eins hörkutól. Ég á eftir að sakna þess að kíkja yfir og heyra þig fara með kaldhæðnar vísur hátt og snjallt en að sama skapi er ég mjög þakk- látur fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Minningarnar um góðan mann munu lifa áfram. Þinn frændi, Davíð Ingi Magnússon. Gústaf Adolf Einarsson ✝ RögnvaldurÞorkelsson, byggingarverk- fræðingur og fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, fæddist 23. september 1916 á Akureyri. Hann lést 29. mars 2019. Foreldrar hans voru Þorkell Þorkelsson, Phd., eðlisfræðingur, kennari og forstöðumaður Lög- gildingarstofu og síðar for- stöðumaður Veðurstofu Íslands, f. 6. nóvember 1876 á Frostastöð- Einar verkfræðingur, f. 31. ágúst 1925 í Reykjavík, d. 2013. Rögnvaldur kvæntist 17. jan- úar 1948 Ástu Rögnvaldsdóttur, f. 31. janúar 1922 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Rögn- valdur Snorrason, kaupmaður og útgerðarmaður á Akureyri, f. 1886, d. 1923, og kona hans Sig- ríður Sveinsdóttir, f. 11. ágúst 1890 í Nesi í Norðfirði, d. 1. mars 1990. Synir þeirra Ástu og Rögn- valdar eru: 1) Jón Þorkell, f. 1948, bakarameistari og for- stjóri, kona hans er Ragnheiður Brynjólfsdóttir, f. 1947. 2) Sturla, f. 1953, d. 2012, bifvéla- virki, fyrri kona hans var Svein- björg Eyvindsdóttir og seinni kona hans er Auður Viðarsdótt- ir. Útförin fer fram frá Selja- kirkju í dag, 9. apríl 2019, klukk- an 13. um í Skagafirði, d. 7. maí 1961, og kona hans Rann- veig Einarsdóttir, f. 3. janúar 1890 í Hafnarfirði, d. 1. maí 1962. Systkini: Gísli verkfræðingur, f. 2. október 1912 á Akureyri, d. 1971, Sigurður verkfræð- ingur, f. 1. febrúar 1914 á Akureyri, d. 1984, Sigríð- ur snyrtifræðingur, f. 6. júní 1915 á Akureyri, d. 2012, Ingi- björg yfirkennari, f. 20. júlí 1923, Á kveðjustund vil ég þakka Rögnvaldi tengdaföður mínum samfylgd í meira en 50 ár. Ég hitti hann fyrst þegar Jón Þorkell kynnti mig fyrir foreldr- um sínum árið 1969. Fyrstu kynni voru mér kvíðablandin en eftir því sem samskiptin urðu meiri og kynnin betri hvarf kvíðinn og við tók gagnkvæm virðing. Röggi, eins og hann var kall- aður innan fjölskyldunnar, var at- hafnamaður mikill og féll sjaldan verk úr hendi. Ég minnist hans við teikniborðið heima í Eikjuvogi að loknum annasömum vinudegi en hann vann þá sem verkfræð- ingur hjá framkvæmdadeild inn- kaupastofnunar ríkisins. Rögnvaldur var mikil náttúru- unnandi og notaði frítíma sína til að rækta og hlúa að plöntum sem hann hafði sáð og gróðursett, ár- angurinn leynir sér ekki í falleg- um garði hans við Eikjuvog og sumarbústað þeirra hjóna við Þingvallavatn. Rögnvaldur byggði sér glæsi- legt hús í Eikjuvogi 23, þar var vandað til verks bæði utandyra og innan en Rögnvaldur var hvata- maður í að ganga frá öllu utan- dyra áður en klárað var inni, það þótti mjög sérstakt á þeim tíma. Eikjuvogur 23 var griðastaður fjölskyldunnar, þar byrjuðum við Jón Þorkell okkar búskaparár á neðri hæð hússins, Ásta og Rögn- valdur reyndust okkur vel og aldrei bar skugga á okkar sam- veru, þau voru bæði afskaplega hjálpsöm og góð. Oftar en ekki var sunnudags- steikin borðuð þar og þau hjónin Ásta og Röggi hjálpuðust að við eldamennskuna en þau voru bæði úrvalskokkar. Ásta dekkaði borðið með tau- servíettum og fallegum blómum sem voru tekin úr garðinum þeirra, við nutum samveru þeirra og þökkum fyrir það. En lífið er hverfult og 6. janúar 1982 andaðist Ásta langt fyrir aldur fram og var það Rögnvaldi þungbært en hann tók því með æðruleysi. Árið 2012 kom annað áfall, Rögnvaldur missti son sinn Sturlu aðeins 59 ára gamlan og held ég að Rögnvaldur hafi aldrei jafnað sig á því. Röggi bar ekki tilfinningar sín- ar á borð fyrir aðra, hann hafði þær fyrir sig. Rögnvaldur bjó lengst af æv- inni í Eikjuvogi 23 og lét í ljós ósk sína um að fá að vera þar svo lengi sem heilsa leyfði og með hjálp sonar síns Jóns Þorkels sem veitti honum aðstoð og umhyggju við daglegar þarfir gat hann búið þar til 96 ára aldurs. Síðustu árin dvaldi Röggi í Skógarbæ, þar sem hann naut ástúðar og umhyggju, og viljum við hjónin þakka fyrir það. Röggi, að leiðarlokum vil ég þakka þér samfylgdina. Ég veit að þú hefur orðið hvíldinni feginn en þú getur verið stoltur af ævi- starfi þínu; þú varst mjög góður og vandvirkur verkfræðingur sem aldrei gafst upp þótt stormar blésu á móti. Á góðri stund varst þú hrókur alls fagnaðar með þinn fágaða húmor. Það er ekki sorg sem fyllir hug- ann þegar háaldraður maður kveður, það er söknuður blandinn óendanlegu þakklæti fyrir að hafa notið svo langra samvista. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Ragnheiður. Í dag kveð ég Rögga afa. Minn- ingarnar koma upp í hugann þeg- ar ég lít til baka. Sem lítill dreng- ur man ég eftir afa sívinnandi við teikniborðið sitt, nokkrar ferðir fór ég með honum að mæla fyrir möstrum og fleira. Mér fannst ég vera stór og stoltur af því að geta haldið í mál- bandið hjá honum og geta hjálpað honum og í mínum huga var hann merkilegur maður. Ferðirnar voru ekki bara vinnuferðir heldur einnig lær- dómur fyrir lítinn dreng þar sem hann sagði mér hvað hin og þessi fjöll hétu. Rögnvaldur afi minn hafði gaman af því að veiða og fórum við í ýmsar ár og læki með stöng- ina. Hvíl í friði, afi minn. Rögnvaldur Þorkelsson. Rögnvaldur Þorkelsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Okkar ástkæri MATTHÍAS GEIR GUÐJÓNSSON andaðist að morgni föstudagsins 29. mars á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 11. apríl klukkan 13. Sólveig Arnfríður Sigurjónsdóttir Páll Matthíasson Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir Margrét Björnsdóttir Guðmundur Hallgrímsson og barnabörn Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR, Tröllakór 2-4, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 6. apríl. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 26. apríl klukkan 13:00. Þóra B. Garðarsdóttir Guðjón Garðarsson Guðrún A. Friðþjófsdóttir Jón S. Garðarsson Anna Sigríður Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HELGASON, Seglbúðum, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum 2. apríl, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 13. apríl klukkan 13. Guðrún Þorkelsdóttir Björn Sævar Einarsson Guðrún Marta Torfadóttir Helga Dúnu Jónsdóttir Þórarinn Bjarnason Bjarni Þorkell Jónsson Gréta Rún Árnadóttir barnabörn og langafastrákurinn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÚLÍA VALGEIRSDÓTTIR, Dúdú, Flétturima 30, Reykjavík, áður Njarðvík og Keflavík, andaðist á Borgarspítalanum föstudaginn 5. apríl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. apríl klukkan 13. Arnhildur Ásta Jósafatsd. Valgeir Vésteinn Guðrúnars. Yolanda Corona López Ríkharður Mar Jósafatsson Judith Ann Penrod Ómar Örn Jósafatsson Harpa Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.