Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 16

Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 Hér á eftir fer eitt- hvað sem ég páraði í nóvember í fyrra. Í ljósi umfjöllunar þessa dagana um þennan orkupakka vil ég með birtingu þess- ara hugrenninga minna taka undir með þeim sem sem gjalda varhuga við samþykkt pakkans. Nú rífumst við um orkupakka að ég held númer þrjú. Það sem togast er á um er hvort eða ekki samþykki hans þýði afsal Íslend- inga á yfirráðum á orkulindum okkar og/eða stjórn á nýtingu þeirra til ESB. Nú er það svo að öll viljum við annars vegar að nú- verandi framleiðsla, dreifing og nýting sé í höndum okkar sjálfra og hins vegar að öll viðbót á framleiðslu, dreifingu og nýtingu verði sömuleiðis á okkar vegum en ekki einhverrar yfirstjórnar útlenskra og staðsett utan ís- lenskra landsteina. Það er víst svo að jarðvarmavirkjanir hafa takmarkaðan líftíma en vatnsafls- virkjanir nánast endalausa líf- daga. Til samans erum við því að tala um ákveðið mögulegt fram- boð, sem fer minnkandi efir því sem við göngum á jarðvarmann, sem við höfum í hendi okkar hve- nær við viljum virkja. Það er æskilegt að nota nefndar auðlind- ir annars vegar til að tryggja orku til viðhalds núverandi starf- semi í landinu og afhendingu raf- magns og hita til heimila í land- inu á sanngjörnu verði og hins vegar til atvinnusköpunar og auk- inna atvinnutækifæra innanlands til lengri tíma litið. Það er í þjóð- arsálinni að tryggja lands- mönnum í nútíð og framtíð raf- magn á ásættanlegu verði og skila þannig auðlindarentunni til almennings. Allur undirlægju- háttur við erlend yfirráð í verð- lagningu innanlands kemur því ekki til greina. Að vera settur undir ákvarð- anir útlenskra í þessum efnum setur að manni aulahroll. Hvort og hvenær okkur kann að finnast skyn- samlegt að tengjast raforkumarkaði á meginlandinu, og þá væntanlega með lagningu kapals, hljótum við að vilja að sé okkar eigin ákvörðun en ekki einhverrar yf- irstjórnar á meg- inlandinu. Það að við neitum að af- henda ákvarðanir um rekstur, nýtingu, tengingu og verðmyndun okkar eigin auðlinda til yfirþjóðlegrar stofnunar hlýt- ur að teljast eðlileg ákvörðun okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Nú segja þeir sem fylgjandi eru því að orkupakkinn verði samþykktur að ekki fylgi sam- þykktinni afsal yfirráða þjóð- arinnar yfir auðlindinni né önnur takmörkun og breyting á verð- myndun, rekstri eða aðgangi landsmanna að raforkumark- aðinum. Allar vangaveltur um að hafna pakkanum séu því ekkert annað en hræðsluáróður. Nú má spyrja: sé svo að samþykki pakk- ans breyti engu hvað rekur okk- ur þá til að samþykkja hann? Samþykki pakkans nú væri glapræði þar sem landsmönnum eru ekki ljósir kostir og gallar þess auk þess að ekki verður séð að við séum í kapphlaupi við tím- ann hvað þetta varðar. Hvort og hvenær við kjósum að tengjast hinum evrópska orkumarkaði og með hvaða hætti á að vera á okkar könnu, ekki annarra. Slík ákvörðun verður ekki tekin nema að undangeng- inni kostnaðar- og ábataúttekt (cost benefit analysis), þar sem heildarhagsmunir fremur en einkahagsmunir ráða úrslitum. Orkupakki Eftir Þorbjörn Guðjónsson Þorbjörn Guðjónsson »Nú má spyrja, sé svo að samþykki pakk- ans breyti engu, hvað rekur okkur þá til að samþykkja hann? Höfundur er cand. oecon. Sem sjálfstæð- ismanni þykir mér leiðinlegt að horfa upp á hvernig forysta Sjálf- stæðisflokksins ætlar sér að þverbrjóta sam- þykktir síðasta lands- fundar m.t.t. orkumála en forystusveit flokks- ins hefur lagt til inn- leiðingu á svokölluðum þriðja orkupakka Evr- ópusambandsins. Landsfundur hafði hafnað pakkanum. Síðast þegar flokksforystan braut samþykktir flokksins með sambærilegum hætti var það dýrkeypt og fylgi flokksins hefur ekki enn jafnað sig. Hér er átt við þegar forysta flokksins fór á sveig við landsfundarsamþykktir og ákvað að styðja vinstristjórnina í Icesave-deilunni. Ástæðurnar fyrir þriðja orku- pakkanum eru mjög óljósar þar sem Ísland tengist ekki á nokkurn hátt innri orkumarkaði sambandsins. Í raun hafa talsmenn innleiðingar- innar aðeins viðrað eina ástæðu, þ.e. að „við eigum engra kosta völ“. Með þriðja orkupakkanum fylgja hinar og þessar kvaðir og lagaflækj- ur sem meira að segja helstu tals- menn þriðja orkupakkans, þ.á m. ráðherrar, geta varla útskýrt og hvað þá séð fyrir afleiðingarnar. Annar orkupakki Evrópusam- bandsins hafði líka í för með sér hin- ar og þessar breytingar, s.s. upp- skiptingu vinnslu og dreifingu, en það hækkaði raforkuverð til lands- byggðar. Bakarar bentu nýlega á að raforkuverð til þeirra hefði tvöfald- ast með komu þessa orkupakka. Fá- ir ef einhverjir sáu það fyrir og það er dálítið merkilegt að í allri um- ræðunni virðist enginn geta bent á neitt gott sem fylgdi þeim orku- pakka. Þrátt fyrir það er hann með forkastanlegum hætti eitthvað tengdur við þriðja orkupakkann og látið líta út fyrir að örlög þriðja orkupakkans hafi í raun verið ákveðin árið 2003. Sá málflutningur er afskaplega undarlegur þar sem þriðji orkupakki Evr- ópusambandsins var ekki einu sinni kominn á teikniborðið í Brussel það árið. Hvað vitum við ann- ars um þriðja orku- pakkann? Við vitum að í honum felst valda- framsal. Meira að segja talsmenn orku- pakkans fela ekki þessa staðreynd. Við vitum líka að í honum felst aukin markaðsvæðing orkugeirans. Er það eitthvað sem við viljum? Ég starfaði sem apótekari í Þýskalandi í nokkur ár. Orkukostnaður var þar með þeim hætti að við konan kynt- um íbúðina aðeins tvisvar daglega, þ.e. þegar staðið var á fætur og þeg- ar lagst var til hvílu og þá aðeins í um klukkustund í senn. Gengur það á klakanum? Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, hefur einnig í þessu samhengi bent á að fjárfestingafélög, sem eng- inn veit hver á, eru að kaupa upp helstu jarðir á Íslandi og að smá- virkjanir lúta ekki sömu lögum og stærri virkjanir. Ef þrýstingur frá slíkum aðilum hefur áhrif á fram- vindu mála eru ráðamenn farnir á vafasama braut. Samlegðaráhrifin af valda- framsalinu og aukinni markaðs- væðingu í orkugeiranum geta reynst okkur Íslendingum dýrkeypt. Erum við að festa í lög eitthvert evrópskt reglugerðafargan sem getur gert grundvallarbreytingar á hags- munum þjóðarinnar og vilja löggjaf- ans með erlendum úrskurði? Með aukinni markaðsvæðingu hlýtur í framhaldinu að koma upp sú krafa að markaðurinn starfi með eðlilegum hætti, að ríkið eigi ekki orkufyrirtæki sem sé í slíkri í yfir- burðastöðu að það geti haft áhrif á markaðinn. Ég hef varpað fram þeirri spurningu hvort að með valdaframsalinu gæti sú staða komið upp að ríkið þyrfti að brjóta upp Landsvirkjun og selja hana. Gæti komið upp eitthvað ófyrirsjáanlegt í tengslum við orkuframleiðslu og -dreifingu því menn ákváðu að sam- þykkja einhvern orkupakka sem ekki einu sinni flutningsmenn virð- ast skilja? Eitt grundvallaratriði EES-samningsins var á dögunum dæmt ólögmætt, þ.e. innflutnings- höft ákveðinna landbúnaðarafurða. Enginn sá það fyrir og það hlýtur að þurfa að horfa til þess máls við inn- leiðingu á þriðja orkupakka Evrópu- sambandsins. Stundum breytast grundvallaratriði án þess að Alþingi hafi nokkuð um það að segja. Sjálfir flutningsmenn þriðja orku- pakkans virðast að einhverju leyti hafa áhyggjur af innleiðingunni og leggja fram orkupakkann með fyr- irvörum en hver er reynsla Íslend- inga af innihaldslausum fyrirvörum? Halda fyrirvarar? Var ekki nýlega verið að dæma grundvallaratriði EES-samningsins ólögmætt? Það grundvallaratriði var lögbundið. Það er alveg á kristaltæru að fyrirvarar hafa litla sem enga þýðingu þegar kemur að dómsvaldinu í Brussel. Í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar verður þjóðin að fá að njóta vafans og ef engar aðrar ástæður eru fyrir hendi en þreyt- andi uppgjafartal um að „við eigum engra kosta völ“ er nokkuð augljóst að þingið á alls ekki að samþykkja pakkann. Við þingmenn allra flokka langar mig að vekja athygli á einu að lok- um. Það er auðvitað erfitt fyrir þingmenn að fara gegn flokksfor- ystu. Það tekur á. Sama má segja um okkur flokksmenn sem þykir auðvitað vænt um okkar forystu og verjum hana og styðjum þegar gengið er til kosninga. Í þessu máli, rétt eins og í Icesave, er þó átaka- fælni ekki afsökun. Það er hreinlega of mikið í húfi. Fari svo að þingið bregðist skyldu sinni hlýtur að koma til álita að for- seti sendi þetta hagsmunamál til þjóðarinnar. Vá fyrir dyrum – bréf til þingmanna Eftir Viðar Guðjohnsen »Ef engar aðrar ástæður eru fyrir hendi en þreytandi upp- gjafartal um að „við eig- um engra kosta völ“ er nokkuð augljóst að þingið á alls ekki að samþykkja pakkann. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Allt um sjávarútveg Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.