Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 4
Formlegt stjórnmálasamband í yfir 75 ár
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fundaði
með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á
norðurslóðaráðstefnu í Pétursborg í gær. Pútín
sagði gott samband hafa myndast með stjórn-
völdum í Rússlandi og norrænu ráðherranefnd-
inni frá því að Ísland tók við formennsku í byrjun
árs. Þá vakti Pútín athygli á því að í fyrra voru
liðin 75 ár frá því að stjórnmálasambandi var
formlega komið á milli ríkjanna.
AFP
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
fyrstur kemur fyrstur fær
Dubrovnik
25. apríl (8 sæti)
Ljubljana
25. apríl & 1. maí (6 sæti)
Lissabon
25. apríl (9 sæti)
Allra síðustu sætin
Prag
1. maí (10 sæti)
Zagreb
1. maí (4 sæti)
Flug frá kr.
39.950 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fjölsóttur íbúafundur var haldinn í
Staðahverfi í Reykjavík í gærkvöldi
þar sem fjallað var um fyrirhugaða
lokun grunnskóla hverfisins, Keldu-
skóla-Korpu. Nemendur yrðu sendir
í Kelduskóla-Vík, sem er í næsta
hverfi.
Í fréttatilkynningu sem send var
út fyrir hönd íbúa og foreldrafélags
Kelduskóla-Korpu segir að íbúar
hverfisins séu orðnir langþreyttir á
að þurfa að berjast við borgar-
yfirvöld til þess eins að börnin þeirra
fái að stunda skólagöngu í sínu hverfi
eins og deiliskipulag kveður á um.
„Þetta er búið að vera tuttuga ára
barátta að halda skóla í hverfinu,“
segir Hjörtur Stefánsson, íbúi í
Staðahverfi. „Deiliskipulag hverfis-
ins, sem var samþykkt 1996, til-
greindi að það ætti að vera grunn-
skóli í hverfinu. Umboðsmaður
alþingis fékk erindi 2012 vegna þessa
máls og vann gríðarlega góða vinnu.
Hann sendi fyrirspurnir til skipu-
lagsstofnunar, til innanríkis-
ráðuneytisins og umhverfisráðu-
neytisins. Niðurstaðan var sú að
grunnskólar eru hverfisbundnar
stofnanir,“ segir Hjörtur. Hann seg-
ir Reykjavíkurborg vera að þver-
brjóta deiliskipulagið, álit umboðs-
manns alþingis og
innanríkisráðuneytisins. „Við eigum
von á 12 borgarfulltrúum á fundinn.
Ég vona bara að þeir sjái ljósið,“
sagði Hjörtur. mhj@mbl.is.
Íbúar
ósáttir við
lokun skóla
Á að vera sam-
kvæmt deiliskipulagi
Íbúafundur Fjöldi fólks mætti á
fundinn í Kelduskóla-Korpu.
Nýr hlaðvarpsþáttur sem fengið hef-
ur yfirskriftina Viðskiptapúlsinn hóf
göngu sína í gær. Um er að ræða
vikulegt hlaðvarp sem sent er út af
ritstjórn Morgunblaðsins. Þátturinn
er birtur á miðvikudögum í kjölfar
útgáfu ViðskiptaMoggans. Umsjón-
armenn hans eru af viðskiptarit-
stjórn blaðsins, þeir Stefán Einar
Stefánsson fréttastjóri og blaða-
mennirnir Þóroddur Bjarnason og
Pétur Hreinsson.
Í þáttunum fara þeir vítt og breitt
yfir svið viðskipta og efnahagsmála
og fá einnig gesti, með sérþekkingu
á þeim málum sem hæst ber á hverj-
um tíma, í settið til sín. Þættirnir eru
aðgengilegir á mbl.is en einnig á
hlaðvarpsveitum. Þeir eru unnir í
samstarfi við Arion banka.
Nýr hlað-
varpsþáttur
um viðskipti
Viðskiptapúlsinn er
birtur á miðvikudögum
Umsjónarmenn Pétur Hreinsson,
Stefán Einar og Þóroddur Bjarnason.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umræða um fjárfestingu í húsnæðis-
félaginu Blæ virðist vera skammt á
veg komin á vettvangi lífeyrissjóða.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að áformað væri að nýtt hús-
næðisfélag, Blær, byggði árlega 400-
600 íbúðir og 6-8 þúsund íbúðir á
næstu 10-15 árum. Fjármögnun líf-
eyrissjóða, sem og aðkoma Íbúða-
lánasjóðs, væri forsenda þessarar
uppbyggingar. Slík fjárfesting gæti
reynst sjóðunum ábatasöm.
Saman gætu Bjarg íbúðafélag og
Blær byggt 600-800 íbúðir á ári.
Gunnar Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyris-
sjóðsins, segir fulltrúa sjóðanna ekki
hafa rætt þessar hugmyndir. Rétt sé
að hafa í huga að vegna samkeppn-
issjónarmiða ræði fulltrúar sjóðanna
aldrei einstakar fjárfestingar.
Hafa kjörin til hliðsjónar
„Eftir minni bestu vissu hefur
þetta ekki verið rætt á vegum
lífeyrissjóðanna. Væntanlega munu
einstaka sjóðir taka afstöðu um fjár-
mögnun og hafa þá til hliðsjónar
kjör, fjárfestingargetu og fjárfest-
ingarstefnu. Margir sjóðir hafa lán-
að mikið til sjóðsfélaga gegn veði í
fasteign á undanförnum árum. Mér
finnst líklegt að sumir sjóðir þurfi að
skoða vel hvort þeir geti bætt við sig
meiri áhættu á fasteignamarkaði.“
Um háar fjárhæðir að tefla
Þórhallur B. Jósepsson, upplýs-
ingafulltrúi Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, segir þessar hugmyndir ekki
hafa verið ræddar á vegum sjóðsins.
Hann bendir á að rætt sé um 6-8
þúsund íbúðir á 10-15 árum. Sé mið-
að við 20 milljónir á íbúð og sex þús-
und íbúðir geti fjárfestingin verið
um 120 milljarðar á tímabilinu.
„Þetta er nýtt svið. Lífeyrissjóð-
urinn hefur ekki fjárfest í neinu slíku
hingað til. Þess vegna mundi þetta
þurfa að fara fyrir stjórn. Hún þyrfti
síðan að taka hina pólitísku afstöðu
til þess hvort fara eigi í fjárfestingu
af þessu tagi eða ekki.
Síðan yrði að meta málið eftir því
hvaða viðskiptaáætlanir yrðu lagðar
fram o.s.frv. Það er erfitt að segja
hvað stjórnin segir á þessu stigi. Það
verður stjórnarfundur í lok mánað-
arins. Ef málið fer fyrir þann fund er
ekki víst að það klárist þá.“
Óvíst um aðkomu lífeyrissjóða
Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir sjóðina þurfa að meta hvort
þeir fjárfesti í húsnæðisfélaginu Blæ Formaður VR horfir til lífeyrissjóðanna