Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 14

Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er í fyrsta skipti sem égútbý og standset húsnæðisem er vel til þess fallið aðhalda sýningar. Þetta er fyrst og fremst vinnustofa mín, en húsnæðið er þess eðlis að ég á auðvelt með að breyta því í glæsilegan sýn- ingarsal. Þetta hefur verið draumur hjá mér lengi,“ segir Kristján Bald- vinsson, sem opnar myndlistargall- eríið Gallerí GAFL – Listhús við Lækinn á morgun, föstudag, í Hafnarfirði. Til greina kemur að leigja út salinn til sýninga á verkum annarra listamanna, ef áhugi er fyrir því. Á sama tíma og Kristján opnar galleríið ætlar hann að opna þar sýn- ingu á eigin verkum, en hann er að mestu leyti sjálfmenntaður myndlist- armaður og hefur málað í rúma fjóra áratugi. Hann segist muna nákvæm- lega hvenær myndlistaráhugi hans vaknaði. „Það var 20. nóvember 1973 þeg- ar ég var nýorðinn tvítugur og var á göngu í Hafnarstræti í Reykjavík. Þar sá ég málverk í búðarglugga sem talaði mjög sterkt til mín. Ég mann- aði mig upp í að fara inn og spurðist fyrir um málverkið. Þá kom í ljós að Kristján Davíðsson var með mál- verkasýningu í versluninni. Ég beið ekki boðanna, fór og keypti mér olíu- málningu, striga og pensla og byrjaði að mála þann sama dag. Og hef gert það síðan. Ég er þakklátur fyrir að þarna kviknaði óslökkvandi þörf hjá mér til að mála.“ Að láta ekki njörva sig niður Kristján segist vera mikill áhugamaður um myndlist almennt, innlenda og erlenda. „Þegar ég fer til útlanda geri ég mér iðulega ferð í gallerí til að skoða myndlist. Mér þykir gaman að ræða við fólk um myndlist og allt sem henni tengist,“ segir Kristján og bæt- ir við að ánægjan sem fylgi því að skapa sé það sem knýi hann áfram í að mála. „Ég hef alla tíð verið heillaður af abstraktmálverkum. Þetta snýst allt um hughrif hjá mér; ég spyr ekki hvað ég sjái út úr málverki heldur hvernig mér líði þegar ég horfi á það, hvaða áhrif það hafi á mig. Ég verð stundum fyrir sterkum áhrifum þeg- ar ég sé málverk sem höfðar til mín, sum form og litir geta vakið sterkar tilfinningar hjá mér,“ segir Kristján og tekur fram að sjálfur hafi hann ekki þorað að mála abstrakt fyrr en 19 árum eftir að hann byrjaði að mála. „Fram að því hafði ég verið að mála allt annað en abstrakt. En ég leyfði mér loksins að snúa mér að ab- straktmálverkinu eftir að ég hitti myndlistarmanninn og nafna minn Kristján Davíðsson af tilviljun í Nor- ræna húsinu fyrir rúmum tuttugu ár- um. Við tókum tal saman um mynd- list og ég sagði honum að ég hefði verið að mála undanfarin 19 ár án þess að vera menntaður í faginu. Þá sagði Kristján: „Ef þú hefur haft þörf fyrir að mála í 19 ár án þess að fara í skóla, ekki eyðileggja það með því að fara í skóla.“ Þetta man ég orðrétt. Ég er alls ekki sammála þessu og ég er sannfærður um að þeir sem mennta sig í myndlist læra auðvitað margt þar, en að mínu mati er ekki hægt að fylla fólk af andagift í skóla þegar myndlist er annars vegar,“ segir Kristján og bætir við að sumir hafi bent á kosti þess að láta ekki njörva sig niður í sköpun sinni við einhverjar reglur og gildi. Kristján bætir því við að hann hafi á sínum tíma farið í Iðnskólann í Reykjavík og sé lærður smiður. „Í því námi lærði ég grunnteikn- ingar, þrívíddarteikningar og módel- teikningu. Ég sótti líka námskeið hjá Ingiberg Magnússyni myndlistar- manni, bæði í teikningu og meðferð lita.“ Í meira uppáhaldi en aðrir Þegar Kristján er spurður hvort hann eigi sér einhverjar sérstakar fyrirmyndir eða haldi upp á einhverja myndlistarmenn öðrum fremur segir hann að vissulega séu margir áhrifa- valdar í því sem hann geri. „Sumir myndlistarmenn eru í meira uppá- haldi en aðrir hjá mér. Fyrstan ber að nefna Kristján Davíðsson, hann hefur alla tíð verið númer eitt hjá mér, enda er hann sá sem kveikti neistann. Nína Tryggvadóttir, Haf- steinn Austmann, Louisa Matthías- dóttir og Guðmunda Andrésdóttir eru öll í miklu uppáhaldi hjá mér meðal innlendra málara sem og Sig- urbjörn Jónsson. Ég er líka hrifinn af mörgum þýskum myndlistarmönnum eins og Georg Baselitz og þeir sem þekkja til í myndlistinni sjá það á verkum mínum að ég er undir sterk- um áhrifum frá Gerhard Richter.“ Kristján er ekki sá eini í fjöl- skyldunni sem í rennur listrænt blóð, því bróðir hans, Magnús Baldvinsson, er óperusöngvari að atvinnu, bassa- söngvari við óperuna í Frankfurt. „Hann hefur sungið við mynd- listarsýningaropnun hjá mér, kannski næ ég honum heim fyrir opn- unina á morgun, hver veit.“ Þetta snýst allt um hughrif hjá mér Hann man nákvæmlega hvenær myndlistaráhugi hans vaknaði. Það var 20. nóvember 1973 þeg- ar hann var nýorðinn tví- tugur. Kristján Baldvins- son opnar á morgun sitt eigið myndlistargallerí í Hafnarfirði sem og sýn- ingu á eigin verkum. Morgunblaðið/RAX Stoltur Kristján umvafinn verkum sínum í salnum góða í nýja galleríinu. Hann þorði ekki að mála abstrakt fyrr en 19 árum eftir að hann byrjaði að mála. Kristján opnar myndlistar- gallerí sitt Gallerí GAFL – Listhús við Lækinn, á morgun, föstudag 12. apríl, klukkan 20, en það er til húsa við Lækjargötu 34c í Hafnar- firði. Á Bókasafni Seltjarnarness verður margt skemmtilegt í boði í tilefni af barnamenningarhátíðinni sem nú stendur yfir. Í dag, fimmtudag 11. apríl, um kl. 16.30 ætlar Melkorka Gunborg, 19 ára nemi í Tónlistarskóla Seltjarnarness, að setjast við flygil- inn á bókasafninu og leika af fingrum fram. Hún ætlar að spila fyrir gesti hátíðarinnar nokkur verk eftir Bach, Mozart, Debussy og Rachmaninoff. Melkorka er að ljúka framhaldsprófi í píanóleik í lok apríl og er því ung og upprennandi. Á bókasafninu verður einnig hægt að skoða myndlistar- og hönnunarsýningar eftir nemendur í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Þar verður hægt að taka þátt í fræðandi fuglaþraut, spennandi bókaratleik og páskahappdrætti þar sem góðir vinn- ingar eru í boði. Nú er lag fyrir alla fjölskylduna að njóta Barnamenning- arhátíðar. Fjölbreytt barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi Tónleikar Melkorku, fuglaþraut, ratleikur og páskahappdrætti Melkorka Ung og upprennandi. VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is Kjósum um kjarasamningaVR Kynntu þér nýja kjarasamningaVR og greiddu þitt atkvæði rafrænt á vr.is Atkvæðagreiðslan hefst í dag, fimmtudaginn 11. apríl kl. 9.00 og lýkur mánudaginn, 15. apríl kl. 12.00 á hádegi. Þitt atkvæði skiptir máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.