Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 E in fa ld ur bröns Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Ódýrt 753kr.á mann* Bröns fyrir fjóra = 3.011 kr. *Pönnukökur, bakaðar baunir, beikon, grillpylsur, egg og jarðarber. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun ráðgerir nú að auka afl Sultartangastöðvar um allt að átta megawött með því að auka rennsli í gegnum stöðina. Engar breytingar þarf að gera á mann- virkjum en aukningin næst með breytingum á vélbúnaði stöðvar- innar. Sultartangastöð var tekin í notk- un fyrir 20 árum. Hún er 15 km norðaustan við Búrfellsstöð. Hún nýtir vatn Tungnaár sem hefur áður knúið vélar Hrauneyjafoss- og Sig- öldustöðva á leið sinni ofan af há- lendinu. Þá nýtir hún einnig rennsli Þjórsár en árnar tvær sameinast í Sultartangalóni, fyrir ofan stöðina. Rennur framhjá stöðinni Hugmyndir um aflaukningu Sultartangastöðvar koma í fram- haldi af stækkun Búrfellsstöðvar sem kallaði á aukið rennsli. Komi til þess að keyra þurfi Búrfellsstöð á fullum afköstum verður að hleypa vatni um farveg Þjórsár frá Sultar- tangalóni framhjá Sultartangastöð og að Búrfellsstöð, samkvæmt upp- lýsingum Landsvirkjunar. Við það mun vatn renna óvirkjað fram hjá Sultartangastöð auk þess sem vandamál geta skapast að vetri til þegar snjór og ís er í farveginum. Getur það valdið krapaflóði og hættu á rekstrartruflunum í Búr- fellsstöð vegna ísa. Uppsett afl véla Sultartanga- stöðvar er 125 megawött og orku- vinnslugeta 1.020 gígawattstundir á ári. Með breytingum á vélbúnaði er talið unnt að auka afl stöðvarinnar um átta MW eða sem nemur 17 gígawattstundum á ári. Engar breytingar þarf að gera á mann- virkjun og framkvæmdin felur ekki í sér jarðrask utandyra. Umhverfisáhrif komin fram Spurningin um það hvort gera þurfi fullt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er til umfjöll- unar hjá Skipulagsstofnun. Í um- sögn Umhverfisstofnunar frá 28. mars sl. kemur fram það álit að ekki er talið líklegt að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og hún sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- stofnun á eftir að leggja sitt mat á framkvæmdina. Vatnsrennsli í gegn um stöðina mun aukast úr um 322 metrum á sekúndu í um 380 metra. Talið er að það geti leitt til aukins rofs á bökk- um frárennslisskurðar sem liggur um sjö kílómetra leið frá stöðvar- húsi langleiðina að veitustíflu Búr- fellsstöðvar en þar liggur hann út í Þjórsá. Fyrir nokkrum árum þurfti að gera við bakkana vegna rofs. Komi til aflaukningar minnkar framhjárennsli í Þjórsá á milli Sult- artangalóns og Bjarnarlóns. Áin verður þurr fleiri daga en áður en í raun rennur ekkert vatn um farveg- inn stóran hluta ársins. Því er ekki gert ráð fyrir að fyrirhuguð fram- kvæmd breyti vatnalífi í farveg- inum. Ráðgera aflaukningu Sultartangastöðvar  Landsvirkjun hyggst nýta betur Þjórsá og Tungnaá Ljósmynd/Landsvirkjun Sultartangastöð Landsvirkjun rekur sjö vatnsaflsstöðvar á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu. Reynt er að nýta rennslið til fulls með stækkun stöðva. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Allar íbúðir við nýja götu í þéttbýl- inu Reykjahlíð í Mývatnssveit verða með tvöfalt frárennsliskerfi. Annars vegar hefðbundnar frárennslislagnir sem leiða vatn frá vöskum, baði og þvottahúsi í rotþró með tveggja þrepa hreinsun. Hins vegar er lokað lofttæmikerfi sem tekur við svart- vatninu úr salernum og leiðir í safn- tank. Svartvatnið er síðan með- höndlað og notað til landgræðslu. Klapparhraun er væntanlega fyrsta gatan í landinu þar sem loft- tæmt lagnakerfi er við öll klósett. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að bygg- ingarverktaki byggi tvö fjögurra íbúða raðhús í götunni og kaupi sveitarfélagið þrjár íbúðir. Sparar 80% af vatninu Lofttæmikerfið byggist á sömu lögmálum og klósett í flugvélum og mörgum skipum og notar aðeins um 20% af því vatni sem rennur í gegn- um hefðbundin klósett. Kerfið í götunni er liður í úrbóta- áætlun í frárennslismálum sem sveitarfélagið og rekstraraðilar vinna saman að með stuðningi ríkis- ins. Tilgangurinn er að vernda við- kvæma náttúru Mývatns og auka sjálfbærni samfélagsins. Icelandair hótel í Reykjahlíð hefur þegar tekið slíkt kerfi í notkun. Sveitarfélagið mun breyta lagnakerfi grunnskóla, leikskóla, íþróttahúss og annarra mannvirkja sinna í þessa veru og 13 stærri fyrirtæki í ferðaþjónustu munu gera slíkt hið sama. Landgræðsla á Hólasandi Stór söfnunartankur verður sett- ur upp á Hólasandi í samvinnu við Landgræðsluna og verður úrgang- urinn notaður til uppgræðslu þar. „Það er sérstakt að lítið samfélag eins og okkar skuli vera að draga vagninn í þessum breytingum á landsvísu. Það fer mikil orka í það en okkur finnst spennandi að taka þátt í frumkvöðlaverkefni af þessu tagi. Af því spretta ýmsar aðrar sjálfbærni- hugmyndir og allir róa í sömu átt,“ segir Þorsteinn. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Klapparhraun Unnið við grunn annars raðhússins í nýju íbúðagötunni í Reykjahlíð. Í götunni verða átta íbúðir samtals í tveimur raðhúsum. „Flugklósett“ sett upp í allri götunni  Úrbætur á frárennsli í Mývatnssveit Frakkastígur í Reykjavík verður tengdur Sæbraut með nýjum gatna- mótum og hefjast framkvæmdir á næstu dögum. Auk framlengingar á Frakkastíg út að Sæbraut verður gatan endurgerð milli Skúlagötu og Lindargötu. Gatnamótin nýju verða ljósastýrð og mun það bæta mjög öryggi gangandi vegfarenda, en margir þeirra, sérstaklega ferðamenn, fara þvert yfir Sæbrautina frá Frakkastíg að Sólfarinu og hefur þar oft legið við slysum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frakkastígur verður tengdur Sæbraut Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar í lok vetrar er vel umfram meðallag. Eru því horfur um afhendingu orku góðar fram á haust, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Landsvirkjunar. Miðlunarforðinn er nú að liðnu vetrartímabili metinn 2.585 gígawatt- stundir eða sem nemur 52% fyllingu. Reiknað er með að vatnsforðinn nái lágmarki fyrri hluta næsta mánaðar og hann verði þá um 2.300 GWst eða sem svarar 47% fyllingu. Nokkur hlýindaskeið með miklu innrennsli fyrrihluta vetrar er ástæðan fyrir þessari góðu stöðu. Þess á milli, sérstaklega eftir áramót, hefur nið- urdráttur verið afgerandi. Frá 1. október hefur niðurdráttur miðlunarlóna staðið undir um þriðjungi orkuvinnslunnar. Landsvirkjun lætur þess getið að vatnshæð í Þórisvatni hafi aðeins tvisvar verið betri á síðustu tíu árum og vatnshæð í Blöndulóni og Háls- lóni við Kárahnjúkavirkjun aðeins þrisvar verið betri á sama tímabili. Góð staða í miðlunarlónum GÓÐAR HORFUR UM AFHENDINGU ORKU FRAM Á HAUST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.