Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Komdu til okkar og þú færð þjónustu fyrir bílinn þinn SAMEINUÐ GÆÐI VIÐTAL Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Utanríkisstefna Íslands tekur í vaxandi mæli mið af norrænum gildum og utanríkisstefnu hinna Norðurlandanna. Þetta kemur fram í grein Baldurs Þórhalls- sonar, stjórn- málafræðipró- fessors við Háskóla Íslands, sem birtist í greinaflokki um utanríkisstefnu Norðurland- anna. „Þetta er hluti af nor- rænni rannsókn sem nær til utanríkisstefnu Norðurlandanna fimm og að hvaða marki utanríkis- stefna þeirra endurspeglar nor- ræn gildi og viðmið. Einnig er rannsakað hvort utanríkisstefna Norðurlandanna er nær eða fjær þessum sameiginlegum gildum en áður,“ segir Baldur í samtali við Morgunblaðið. Tímabilið sem rannsóknin tekur til er frá lokum seinni heimstyrjaldar og til dags- ins í dag. Danir með aðrar áherslur Í þessu samnorræna rannsókn- arverkefni vekur athygli að Danir eru að færast frá því sem er skil- greint sem samnorræn gildi og við- mið en utanríkisstefna hinna fjög- urra Norðurlandanna tekur meiri mið af þeim. „Danir eru í meira mæli, og mun viljugri heldur en önnur Norðurlönd, til að taka þátt í hernaðaraðgerðum NATO og Bandaríkjanna. Þá leggja þeir ekki eins mikla áherslu og áður á þró- unaraðstoð og mannréttindamál,“ segir Baldur. Spurður hvort Ísland hafi ekki í gegnum árin líka fylgt Bandaríkj- unum og NATO í hernaðarað- gerðum, t.d. með stuðningi Íslands við Íraksstríðið, segir Baldur svo vera en ekki sé lögð áhersla á það í utanríkisstefnu Íslands þessa dagana. „Í upphafi kalda stríðsins fylgdi Ísland Danmörku og Noregi inn í Atlantshafsbandalagið. Að öðru leyti tók íslensk utanríkis- stefna að takmörkuðu leyti mið af því sem við skilgreinum sem nor- ræn gildi og viðmið. Það, sem við lögðum mest áherslu á á kalda- stríðstímanum, var stækkun land- helginnar, varnarsamstarf við Bandaríkin og NATO, og bættur markaðsaðgangur sjávarafurða. Ís- lensk utanríkisstefna tók algjör- lega mið af því að við ættum að sjá beinan ávinning af henni. Við vor- um mjög treg til að taka þátt í ein- hverjum alþjóðlegum verkefnum ef höfðum ekki beinan hag af því. Að þessu leyti til var utanríkisstefna okkar á tímum kalda stríðsins frá- brugðin utanríkisstefnu hinna Norðurlandanna.“ Þróunarmál og mannréttindi Norðurlöndin voru á þessum tíma að leggja áherslu á þróunar- mál, friðargæslu, mannréttinda- mál og reyndu að miðla málum milli ríkja í deilum. „Að sjálf- sögðu huguðu þau að eigin hag en þau voru ekki síður að gefa af sér,“ segir Baldur. Þó vissulega sé enn lögð mikil áhersla á mark- aðsaðgang og varnarmál í utan- ríkisstefnu Íslands í dag, þá er í auknum mæli lögð áhersla á mál sem við lítum svo á að endur- spegli norræn gildi og viðmið. Þannig er í utanríkisstefnu Ís- lands í dag lögð áhersla á mann- réttindi, sérstaklega réttindi kvenna, og þróunaraðstoð. Þetta eru mál sem Norðurlöndin voru þekkt fyrir að vinna að á tímum kalda stríðsins. Ísland tekur einn- ig í vaxandi mæli virkan þátt í vinnu fjölda alþjóðastofnana, rétt eins og Norðurlöndin hafa gert allt frá stríðslokum. Einnig má benda á að áherslur Íslands í framboðinu til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna á sínum tíma voru mjög í anda þess sem Norðurlöndin leggja áherslu á. Þess vegna dreg ég þá ályktun að við séum í vaxandi mæli að taka mið af norrænum gildum og viðmiðum og utanríkisstefnu hinna Norðurlandanna,“ segir Baldur. Norrænt varnarsamstarf Baldur segir það líka skipta máli hvernig Ísland hefur í vax- andi mæli unnið náið með hinum Norðurlöndunum að varnar- og öryggismálum. „Það kemur til vegna þess að þegar Bandaríkja- menn lokuðu herstöðinni voru Norðurlöndin viljug til þess að auka samvinnu við Ísland í örygg- is- og varnarmálum. Aðildin að Atlantshafsbandalag- inu og varnarsamningur við Bandaríkin eru enn mikilvægustu þættirnir í varnarmálum Íslands en þriðji fóturinn er kominn undir þessa öryggissúlu og það er náin samvinna við Norðurlöndin í ör- yggismálum. Hún nær til dæmis til netöryggismála, eftirlits með hafinu í kringum landið og loft- rýmiseftirlits. „Ég sé fyrir mér að þessi samvinna í öryggismálum muni aukast í framtíðinni milli Ís- lands og hinna norrænu ríkj- anna,“ segir Baldur. Líkindi utanríkisstefnu Íslands og utanríkisstefnu hinna Norður- landanna kristallast einnig í norð- urslóðastefnu landsins. „Við erum í raun að fylgja mjög áþekkri norðurslóðastefnu og hin Norður- löndin hafa verið með, þar sem áhersla er lögð á nána samvinnu allra hagsmunaaðila.“ Færumst nær norrænum gildum  Utanríkisstefna Íslands tekur meira mið af norrænum gildum og viðmiðum en áður  Utanríkis- stefna Danmerkur fjarlægst hinum Norðurlöndunum  Áhersla á þróunaraðstoð og mannréttindi Morgunblaðið/Ernir Utanríkismál Utanríkisstefna Íslands hefur í auknum mæli einblínt á mannréttindamál og þróunaraðstoð sl. ár. Baldur Þórhallsson Í rannsókn Baldurs kemur m.a. fram að þrátt fyrir aukið sam- starf og sameiginleg gildi land- anna fimm þá meta hin Norður- löndin samskipti sín við voldugri ríki þyngra en sam- stöðu með Íslandi. „Þegar að okkur [Íslandi] er sótt og eitthvað bjátar að hér á landi eru Norðurlöndin líklegust ríkja heimsins til þess að koma okkur til aðstoðar eða veita okkur diplómatískan stuðning. Hins vegar er það þannig að ef hagsmunir þeirra skarast við okkar þá vega hagsmunir þeirra þyngra sem og samstarf þeirra við stóru ríkin í Evrópu og önn- ur stórríki í heiminum heldur en samstaðan með litla Íslandi,“ segir Baldur. Meðal þess sem veldur þessu er að styrkur Norðurlandanna á alþjóðlegum vettvangi er ekki nægjanlega mikill. „Þó að Norðurlöndin séu öflug þá hafa þau ekki næga pólitíska og efnahagslega vigt til að koma okkur til bjargar þegar á bjátar.“ Í þeim tilvikum vega eigin hagsmunir þeirra og samskipti við t.d. Kína, Bandaríkin eða stóru Evrópuríkin þyngra en hagsmunir Íslands. Samstaðan hvikul er á reynir STAÐA ÍSLANDS MEÐAL NORÐURLANDANNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.