Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is
Bakpoki
3.850 kr.
Áður 5.500 kr.
Fermingartilboð
30%
afsláttur
Ferðatöskur (fleiri litir)
Stór 12.530 kr.
Áður 17.900 kr.
Mið 11.130 kr.
Áður 15.900 kr.
Lítil 9.030 kr.
Áður 12.900 kr.
er því ekki opinber. Almenningur
veit yfirleitt ekki nöfn þeirra sem
sitja í dómstólunum,“ segir Bauden-
bacher.
Hann leiðir svo líkur að því að
hann hafi orðið fyrir áhrifum af
störfum sínum sem prófessor við
Háskólann í Texas í rúman áratug.
Mismunandi lagahefð
Við störf sín í Bandaríkjunum hafi
hann kynnst áhrifamönnum í banda-
ríska dómskerfinu. Þar á meðal
John Roberts, forseta Hæstaréttar
Bandaríkjanna, og hæstaréttardóm-
urunum Stephen Breyer, Ruth Ba-
der Ginsburg og Söndru Day
O‘Connor. Hvort sem þau hafi verið
frjálslynd eða íhaldssöm hafi þau
verið opin fyrir skoðanaskiptum um
starfsemi dómstóla. Hins vegar hafi
Antonin Scalia verið síður opinn
fyrir slíkri umræðu. Fer þar senni-
lega þekktasti hæstaréttardómari
Bandaríkjanna síðustu áratugi en
hann var þekktur fyrir að líta svo að
lögin þýði það sem stendur í lögum.
„Dómstólar í Bandaríkjunum
starfa samkvæmt dómvenjusköpuð-
um rétti (e. common law) sem felur
dómstólum veigamikið hlutverk. Á
meginlandi Evrópu, þar sem mjög
gætir áhrifa fransks og þýsks réttar,
er áherslan hins vegar á skráðar
réttarreglur og lögbókarvæðingu
réttarins. Skandinavía virðist vera
þarna mitt á milli. Þetta er greini-
lega meginmunurinn. Einstaka
dómarar í Bandaríkjunum kunna að
vera frægar opinberar persónur.
Þeir hafa sína fylgjendur og sína
óvini,“ segir Baudenbacher um mun-
inn.
Hann kveðst aðspurður ekki
vænta sömu þróunar í Evrópu, þar
með talið hjá Evrópudómstólnum,
vegna aukins samruna. Sá dómstóll
haldi sig við frönsku hefðina. Dómar
séu stuttir og rökstuðningurinn
gjarnan takmarkaður.
„Evrópudómstóllinn er oft og tíð-
um fremur að gefa skipanir en setja
fram rökstuðning, en markmiðið var
ætíð að EFTA-dómstóllinn myndi
setja fram greinargóðar forsendur
fyrir niðurstöðu sinni.“
Illskiljanlegir almenningi
Baudenbacher fjallaði um það í
fyrirlestri sínum að það væri orðið
vandamál að lög væru orðin mjög
flókin og á tæknilegu máli. Ef allt
væri eins og best verður á kosið
væru dómar skrifaðir á máli sem
væri skiljanlegt ólöglærðu fólki sem
hefði gengið menntaveginn. Slíkt sé
hins vegar nær útilokað.
„Í Evrópu bætist við annað
vandamál. Nefnilega að málið sem
evrópsk lög eru rituð á er ekki litríkt
tungumál. Það er frekar leiðinlegt
og tæknilegt. Sökum þess að lög-
gjöfin í EES kemur frá ESB er uppi
þýðingarvandamál. Það eru yfir 20
útgáfur á mismunandi tungumálum.
Og þetta er ástæða þess að þeir
halda sig við þessa tegund þvingaðs
tungutaks þar sem að öðrum kosti
væri hætta á mistökum þegar kem-
ur að þýðingu. Og þetta er augljós-
lega fjarlægt borgurunum. Þetta er
ein ástæða þess að borgararnir eiga
svo erfitt með að skilja samrunann í
Evrópu,“ segir Baudenbacher.
Spurður hvort hægt sé að snúa
þessari þróun við lætur Baudenbac-
her nægja að segja að stíll EFTA-
dómstólsins hafi verið betri en
Evrópudómstólsins í þessu efni.
Með aukið tak á dómurum
Baudenbacher fjallaði um það í
fyrirlestrinum, og í nýútkominni bók
sinni, hvernig stjórnmálin hafa áhrif
á dómstóla í Evrópu.
„Ég tel að tak stjórnvalda á dóm-
stólunum sé að styrkjast. Sjá má í
Bandaríkjunum hvernig Trump for-
seti reynir að stjórna dómstólunum.
Hann er ákveðinn í að koma eigin
dómaraefnum þar fyrir. Fólki sem
hugsar eins og hann, en þetta grefur
undan sjálfstæði dómstólanna.
Sjá má sömu þróun í Evrópu upp
að vissu marki. Þróunin er ekki
ósvipuð í Póllandi og Ungverjalandi.
Ég vara hins vegar Vestur--
Evrópumenn við að benda á Austur-
Evrópumenn í þessu efni. Menn
þurfa enda að byrja í eigin landi.
Sjálfstæði dómstóla er ætíð í hættu í
sérhverju lýðræðisríki vegna þeirr-
ar tilhneigingar sem ætíð gætir hjá
stjórnmálamönnum að vilja stjórna
dómstólunum,“ segir Baudenbacher
og vekur athygli á því að erfitt sé
fyrir dómaraefni sem hafa alla
starfsævina starfað hjá hinu opin-
bera að vera sjálfstæð.
Slíkur starfsferill setji enda mark
sitt á félagsmótun þeirra.
Til dæmis megi nefna að mikill
meirihluti dómara í Noregi eigi að
baki starfsferil hjá hinu opinbera.
„Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir
almenning og mikið áhyggjuefni
Víða þrengt að dómstólum
Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir valdhafa víða setja þrýsting á dómstóla Einsleitni í
dómarastétt umhugsunarefni EFTA-ríkin geti haft meiri vigt með Sviss og Bretland innanborðs
Morgunblaðið/Baldur
Dómari lítur um öxl Baudenbacher flutti fyrirlestur í höfuðstöðvum lögmannsstofunnar Schjødt í miðborg Óslóar.
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Carl Baudenbacher, fyrrverandi for-
seti EFTA-dómstólsins, segir það
áhyggjuefni að víða sé þrengt að
sjálfstæði dómstóla. Hins vegar sé
slíkt sjálfstæði eilíft baráttumál.
Baudenbacher ræddi um stöðu
dómstóla á málþingi sem efnt var til
í Ósló á dögunum í tilefni af útkomu
bókar hans, Judicial Independence.
Fjallar hann þar um dómaraferil
sinn og ýmis mál sem komu til kasta
dómstólsins, þ.m.t. Icesave-málið.
Hann segir aðspurður fjórar
ástæður að baki ritun bókarinnar.
„Fyrsta ástæðan er persónulegur
áhugi. Ég var ætíð áhugasamur um
hvernig dómstólar starfa og þegar
ég varð dómari við EFTA-dómstól-
inn, og forseti, sá ég þetta innanfrá.
Ég hafði alltaf í huga að dag einn
myndi ég skrifa svona bók.
Önnur ástæða er sú að stuðla að
ákveðnu gagnsæi, þó með þeim tak-
mörkunum sem leiðir af trúnaði um
viðræður dómara sem skiptir miklu í
EFTA-dómstólnum.“
Sé ábyrgur gjörða sinna
„Þriðja ástæðan er að dómstóllinn
þarf að vera ábyrgur gerða sinna.
Dómstólar eru mjög valdamiklar
stofnanir. Þeir geta ákveðið örlög
fyrirtækja og þjóðríkja, svo sem Ice-
save-málið vitnar um.
Fjórða ástæðan er að ég reyni að
sýna snertifleti laga og stjórnmála.
Ég tel að það sé einkar mikilvægt
fyrir lögmenn að hafa vitneskju um
þetta. Ég veit að það er óvenjulegt
að slík bók sé skrifuð í Evrópu. Það
er algengt í Bandaríkjunum og í
Bretlandi en á meginlandi Evrópu
eru slíkar ævisögur vandfundnar.“
– Hvers vegna?
„Það er vegna þess að samkvæmt
hefðinni á meginlandi Evrópu starfa
dómstólar bak við luktar dyr. Þetta
þýðir að sératkvæði eru ekki leyfð
og afstaða einstakra dómara til máls
Norski hæstaréttardómarinn Hen-
rik Bull segir það áhyggjuefni að
víða þrengi að sjálfstæði dómstóla.
Hann segir að-
spurður að
alþjóðafjármála-
kreppan 2008 og
viðbrögðin við
henni eigi óbein-
an þátt í að sjálf-
stæði dómstóla í
Evrópu hafi verið
skert.
Bull situr jafn-
framt í samtökum dómara í Noregi.
Hann segir samtökin hafa
áhyggjur, líkt og fleiri samtök dóm-
ara í Evrópu. Þau fylgist grannt
með þróuninni í löndum á borð við
Pólland og Ungverjaland, svo ekki
sé minnst á Tyrkland. Rússland sé
jafnframt áhyggjuefni, sem og ríkin
sem tilheyrðu Sovétríkjunum.
Margir telji hins vegar að baráttan
fyrir sjálfstæði dómstóla eigi
lengra í land í þessum löndum.
„Við sjáum dæmi um að valdhaf-
ar reyni að grisja burt dómara sem
þeir kunna ekki að meta og skipa í
staðinn dómara sem eru þeim að
skapi. Dómara sem þeir telja að
deili viðhorfum þeirra. Beitt er ýms-
um aðferðum. Til dæmis að lækka
eftirlaunaaldur dómara og hefja
sérstaka málsmeðferð um agavið-
urlög gegn dómurum sem eru ekki í
náðinni,“ segir Bull.
Lítið hægt að gera
Bull segir að að sjálfsögðu geti
utanaðkomandi aðilar lítið gert
nema viðhalda þrýstingi og komið
því á framfæri við stjórnvöld og
dómara í viðkomandi löndum að
menn hafi áhyggjur af stöðu dóm-
ara og taki sér stöðu með þeim.
Þetta sé til að mynda nær eina von-
in fyrir dómara sem hafi verið rétt-
að yfir í Tyrklandi.
Bull segir aðspurður þessa þróun
á vissan hátt afleiðingu þess að
reynt sé að sporna gegn alþjóða-
væðingunni. Þá í kjölfar fjármála-
bólunnar sem sprakk, aukins
straums innflytjenda og annarra
birtingarmynda þeirrar áherslu sem
var á opnun ríkjanna. Frjálslyndi
hafi víkið fyrir þjóðerniskennd.
„Svo virðist sem tækniþróun eigi
þátt í því að auðurinn sé að safnast
á færri hendur og að fólk sé að
verða meðvitað um það. Það verður
því bakslag,“ segir Bull.
Hættan sé sú að pendúllinn
sveiflist of mikið í þessa áttina. Nú
bendi fátt til þess að pendúllinn
sveiflist til baka í átt til miðjunnar í
þessum ríkjum.
Viðbrögð við kreppunni hafi
dregið úr sjálfstæði dómstóla
NORSKUR HÆSTARÉTTARDÓMARI VÍSAR TIL EVRÓPU
Henrik Bull
EFTA-dómstóllinn