Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FyrrverandiformaðurSjálfstæð- isflokksins, sem tók óvænt að sér það hlutverk að hotta á hjörðina sem hljóp úr Sjálfstæðisflokknum vegna blindrar ástar sinnar á ESB, skrifar athyglisverðan pistil og fékk hýstan á Hringbraut sem er sjónvarpsstöð. En þótt pistillinn sé eftirtektar- verður er það óneitanlega sérstætt að þessi mikli áhugamaður um að troða „orkupakkanum“ niður um kokið á Íslendingum gerir stólpagrín að utanríkis- ráðherra landsins fyrir ótrú- legan málatilbúnað hans. Hann segir: „Almennt er rangt og ámælisvert að beita blekk- ingum. Í sumum tilvikum er það refsivert. En samt er það svo að blekkingar geta verið réttlætanlegar og jafn- vel lofsverðar. Töframenn draga til að mynda kanínur upp úr pípuhöttum sínum öðrum til gleði og ánægju. En því er á þetta minnst að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þurfti að grípa til kúnstar af þessu tagi til þess að geta lagt þriðja orkupakkann fyrir Al- þingi. Og satt best að segja á hann fullt lof skilið fyrir vik- ið. Þriðji orkupakkinn er hluti af regluverki Evrópu- sambandsins sem okkur ber að innleiða í íslenskan rétt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Stór hluti þingmanna Sjálf- stæðisflokksins stöðvaði framgöngu málsins með full- yrðingum um að pakkinn skerti fullveldi Íslands. Til þess nutu þeir traustrar verndar í skeleggum skrifum Morgunblaðsins. Björn Bjarnason, sem er formaður nefndar sem met- ur ávinning að aðild Íslands að innri markaði Evrópu- sambandsins, sýndi ítrekað fram á með skýrum og gild- um rökum að enginn mál- efnalegur fótur var fyrir full- yrðingum þingmannanna um aðför að fullveldinu. En allt kom fyrir ekki. Rökin höfðu ekki meiri áhrif en þegar vatni er stökkt á gæs. Við blasti að ríkisstjórnin var orðin minnihlutastjórn varðandi framkvæmd samn- ingsins um Evr- ópska efnahags- svæðið. Það er ekkert smá mál því hann tekur til nær allra þátta í þjóðarbúskapn- um. Þessi veika staða ríkisstjórnarinnar var orðin svo vandræðaleg að formenn Viðreisnar og Sam- fylkingar skrifuðu forsætis- ráðherra bréf fyrir rúmum mánuði og buðust til að hjálpa stjórninni að koma málinu fram. Í framhaldi af því virðist utanríkisráðherra hafa feng- ið þá snjöllu hugmynd að taka rök Björns Bjarnasonar og kalla þau fyrirvara. Þeim var ekki stillt upp gagnvart Evrópusambandinu heldur ríkisstjórninni sjálfri og Al- þingi. Og viti menn. And- staðan í þingflokki sjálfstæð- ismanna gufaði bara upp. Með öðrum orðum: Utan- ríkisráðherrann tók kanínu upp úr pípuhatti sínum og þingmennirnir trúðu einfald- lega eigin augum. Það er yfirleitt óheiðarlegt að beita blekkingum í pólitík en í þessu tilviki var það gert með einkar saklausum en um leið aðdáunarverðum og áhrifaríkum hætti. Og það voru ríkir almannahags- munir í húfi. Þegar horft er á mála- vöxtu í þessu ljósi fer ekki á milli mála að utanríkis- ráðherra á lof skilið fyrir að hafa leyst málið. Engu breytir þar um þó að það hafi verið gert með þessum óvenjulega hætti. Lofið er ef til vill fremur verðskuldað einmitt fyrir þá sök.“ Formaðurinn fyrrverandi heldur áfram og nefnir að Morgunblaðið láti ekki segj- ast og telur að það stafi af því að þar sé horft lengra fram í tímann. Síðar komi að því segir hann, þegar búið sé að „fórna peði til að ná þriðja orkupakkanum fram“, að þá verði „einfaldlega færri kostir um varnir þegar kem- ur að þeirri stundu að aðild- arviðræðurnar fara aftur á dagskrá. Það gæti þess vegna gerst innan þriggja ára.“ Þessi orð skýra hvers vegna Viðreisn og Samfylk- ing leggja slíka ofuráherslu á að fá þriðja orkupakkann samþykktan. En hvað skýrir afstöðu annarra flokka? Gerir stólpagrín að ráðherra og þing- flokki sjálfstæðis- manna yfir gervi- fyrirvörum þeirra} „Lofsverðar blekkingar“ R áðherrar ríkisstjórnarinnar halda því blákalt fram að innleiðing þriðja orkupakka Evrópusam- bandsins sé ekkert stórmál. Það sýnir hversu kerfisvædd þessi ríkisstjórn er orðin. Annaðhvort trúa ráðherr- arnir þessu raunverulega, eftir skrifræðislega innrætingu, eða þeir telja að almenningur muni að minnsta kosti trúa þessu. Hvort tveggja ber vott um talsverða fjar- lægð frá raunheimum. Á sama tíma og því er haldið fram að fyrir- varar í formi viljayfirlýsingar frá Alþingi muni halda, þegar búið verður að innleiða orkupakk- ann (O3), eru stjórnvöld að keyra í gegn opnun innflutnings á ófrystu kjöti o.fl. Rökin? Fyrir- vararnir sem við héldum að við hefðum haldi ekki. ESB segir að við verðum að gera þetta sama hvaða undanþágur við töldum okkur hafa. Íslensk stjórnvöld eru auk þess nýbúin að fylgjast með ESB hafa átta fyrirvara Norðmanna við O3 að engu. Það er þó merkilegt að ríkisstjórnin skuli nú leggja ofuráherslu á að selja málið á grundvelli „fyrirvaranna“. Áður en farið var að nota þá sem umbúðir hafði því nefni- lega verið haldið fram að málið allt væri meinlaust. Nú heldur enginn því fram lengur. Nú er okkur sagt að það sé óhætt að afsala okkur valdi yfir orkumálum af því að um leið verði samþykkt viljayfirlýsing um fyrirvara. Á sama tíma er hins vegar verið að hrinda O3 í fram- kvæmd m.a. með frumvarpi sem ætlað er að breyta Orku- stofnun í undirstofnun Orkumálastofnunar ESB. Orkustofnun á Íslandi á að verða sjálfstæð frá íslenskum stjórnvöldum og þar með ís- lenskum almenningi. Á sama tíma fær stofnun- in aukið vald og refsiheimildir. Hvers vegna skyldi það vera? Á stofnunin að verða ríki í rík- inu? Nei, hún á að verða framlenging á ACER, evrópsku orkumálastofnuninni. Þaðan koma m.a. tilmæli um tengingu orkumarkaða og samkeppnisumhverfi. Hvernig ætli verði t.d. tekið á því þegar einkafyrirtæki í orkufram- leiðslu kvarta yfir ráðandi stöðu Landsvirkj- unar? Svar ríkisstjórnarinnar og ákafra stuðnings- flokka hennar (Samfylkingarinnar og Við- reisnar) er að í raun sé það ESA sem fari með völdin og að þar höfum við aðkomu. Þetta er enn ein blekkingin. Það kemur skýrt fram í reglum ESB að ESA verði aðeins milliliður og hafi það hlutverk að taka við tilmælum ACER og fylgja þeim eftir. Það er heldur ekki eins og ESA hafi reynst sérstakur bandamaður Íslands í að verja þær und- anþágur sem við töldum okkur hafa t.d. varðandi mat- vælainnflutninginn. Verði O3 innleiddur með þeim hliðarmálum sem fylgja gefa íslensk stjórnvöld frá sér vald. En það vald er ekki þeirra að gefa. Valdið er eign íslenskra kjósenda og það snýr að einni mikilvægustu auðlind okkar, auðlind sem hefur áhrif á allan atvinnurekstur og velferð allra lands- manna til framtíðar. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson Pistill Valdamesta skrifræði mannkynssögunnar Höfundur er formaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Hlýnandi loftslag hefur gertþað að verkum að svæðisem geyma gríðarlegtmagn náttúruauðlinda eru aðgengilegri en áður og einnig gefst færi á nýjum siglingaleiðum. Eitt af grundvallaratriðum í að virkja öruggar siglingaleiðir, nýta náttúruauðlindir, framkvæma rannsóknir og tryggja löggæslu á norðurslóðum er talið vera að hægt sé að komast á þá afskekktu staði sem um ræðir. Aukin notkun sigl- ingaleiða um norðurhöf kallar á við- bragðsgetu meðal annars vegna mögu- legra slysa og lögbrota. Þá fylgir nýtingu auðlinda eins og olíu, aukin hætta á umhverfisslysum. Skortur á viðbragðsgetu ríkja er því þáttur sem til þess er fallinn að auka áhættuþætti, en það ríki sem hefur nægilegt bol- magn til þess að tryggja öryggi þess- ara þátta mun líklega verða það ríki sem mun leiða keppnina um Norður- skautið. Rússar hafa ótvíræða yfirburða- stöðu hvað varðar fjölda ísbrjóta. Þeir eiga fleiri slíka en öll önnur ríki sem sækja á þessar slóðir samanlagt og eru það jafnframt stærri og öflugri ísbrjót- ar, auk þess sem ellefu þeirra er knún- ir með kjarnorku. Fjöldi ísbrjóta ann- arra ríkja er hvergi nærri Rússum, ekki síst þar sem talsvert hlutfall þeirra eru svokallaðir léttir ísbrjótar sem er ekki ætlað að sigla við erfiðar aðstæður norðurslóða. Einnig hafa rússnesk stjórnvöld fjárfest í upp- byggingu innviða á borð við herstöðvar sem tryggja eftirlit, varnir og lögsögu, ásamt leitar- og björgunarstarfi. Nær til Íslands Í síðasta mánuði var haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í Washington Post að áhersla þjóðaröryggisstefnu landsins hefði færst frá því að snúa að barátt- unni gegn hryðjuverkum yfir í örygg- issamkeppni við stórveldin Kína og Rússland. Ummerki nýrrar áherslu er meðal annars talið vera að bandarískt flugmóðurskip sigldi nýlega norður fyrir norðurheimskautsbaug í fyrsta skipti í áratugi, fjölgun orrustuflugvéla í Alaska og fyrirætlanir um að koma fyrir P-8 kafbátarleitarvélum á Íslandi. Einnig var samþykkt á þessu ári að hefja byggingu eins þeirra þriggja ís- brjóta sem eru á áætlun, en hann mun kosta um 750 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 89 milljarða íslenskra króna. Það er hins vegar fátt sem bend- ir til þess að Bandaríkin muni minnka forskot Rússa á næstunni. Inngrip á Grænlandi Aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum er einnig rakinn til fyrir- ætlana Kínverja um að stefna að aukn- um áhrifum á svæðinu og að tryggja nýjar siglingaleiðir til Evrópu. Vakti það litla lukku í Washington þegar fréttist að til stæði að Kína myndi fjár- magna byggingu þriggja flugvalla á Grænlandi. Wall Street Journal gat upplýst í febrúar að bandarísk yfir- völd hefðu leitað til danskra stjórn- valda og beðið þau um að fjármagna verkefnin. Samþykktu Danir að fjár- magna tvo flugvelli gegn því að bandaríska varnarmálaráðuneytið féllist á að leggja ótilgreinda upphæð til uppbyggingar innviða. Á móti hafa kínversk fyrirtæki komið að fleiri verkefnum í Rússlandi. Samkeppni stórveldanna í norðri er hafin, en Bandaríkin sem hingað til hafa haft óskorað vald á flestum sviðum eru heldur veikburða á sviði Norðurskautsmála. POLARSTERN Ísbrjótar í norðurhöfum Heimild: United States Coast Guard, Office of Waterways and Ocean Policy RÚSSLAND Fjöldi: 61. Þar af eru 6 ísbrjótar í smíðum. 11 eru kjarnorkuknúnir. 6 ísbrjótar hafa náð til norðurpólsins. KANADA 14. Þar af 5 í smíðum. 2 hafa náð til norðurpólsins KÍNA Fjöldi: 4 DANMÖRK: 4 ÞÝSKALAND: 1 hefur náð til norðurpólsins LETTLAND: 1 BRETLAND: 1 10 EVRÓPULÖND 1 í smíðum NOREGUR: 2 EISTLAND: 2 SVÍÞJÓÐ 10. Þar af 3 í smíðum. 2 hafa náð til norðurpólsins FINNLAND Fjöldi: 10. BANDARÍKIN Fjöldi: 8. 3 í smíðum. 1 pólfari. Rússar með ótvírætt forskot á norðurslóðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.