Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 ✝ Guðríður Jó-hanna Jens- dóttir fæddist 11. janúar 1931 á Pat- reksfirði. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund 4. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Jens Árna- son vélsmíðameist- ari, ættaður frá Selárdal við Arnarfjörð, og Guð- rún Halldórsdóttir húsmóðir, ættuð frá Rauðasandi við Breiðafjörð. Guðríður var næst- elst fimm alsystkina, en þau eru auk Guðríðar: Halldóra Ólöf, f. 1929, d. 1979, Árni Guðmundur, f. 1933, Gylfi, f. 1944, og Hafdís, f. 1948, og hún átti eina hálf- systur, Helgu, samfeðra, f. 1914 en hún lést 1983. Guðríður ólst upp í heima- húsum á Patreksfirði til átta ára ára að aldri og lést svo einungis 22 ára árið 1981 eftir að hafa notið umönnunar í heimahúsum allt fram í hið síðasta. Guðríður og Hannes slitu samvistum og Guðríður bjó ein um tíma í Hafnarfirði þar til hún kynntist Gunnari Guðmunds- syni, f. 16. mars 1936. Þau felldu hugi saman og giftust 14. júlí 1973. Hjónaband þeirra Guðríðar og Gunnars var einkar ham- ingjuríkt og giftusamlegt. Ætt- leidd dóttir þeirra er Natalie Guðríður, f. 10. júní 1980. Guðríði var ýmislegt til lista lagt. Hún vann við að sauma á fólk, dansaði, hún málaði mynd- ir og vann í ýmsa miðla eins og gler og olíu svo eitthvað sé nefnt. Það var ekkert sem hún gat ekki gert á sviði listanna. Hún var mikill mannvinur og mátti ekkert aumt sjá án þess að vilja hjálpa til. Hún eyddi síðasta árinu sínu á Grund þar sem henni leið vel, kynntist nýju fólki og þar var vel hugsað um hana allt til dánardags. Útför Guðríðar fór fram í kyrrþey að eigin ósk. aldurs þegar fjöl- skyldan flutti suður 1939, til Innri- Njarðvíkur, þar sem þau áttu heima um hríð og Jens rak vélsmiðju. Árið 1943, þegar Guð- ríður var 12 ára, fluttust þau til Reykjavíkur, á Spítalastíg 6, þar sem Jens setti einn- ig upp vélsmiðju. Þá kynntist Guðríður Hannesi Kolbeins og þau giftust 20. des- ember 1952 og stofnuðu heimili á Spítalastíg, í húsi foreldra Guðríðar. Þau eignuðust börnin Heru Guðrúnu, f. 24. apríl 1954, og Þorvald Helga, f. 2. janúar 1959. Þorvaldur Helgi var hald- inn ólæknandi taugahrörnunar- sjúkdómi sem kom fram hjá honum á barnsaldri. Hann missti sjónina vegna þessa sex Talið er merkið þróttar þrátt það að vera sonur en landið hefur löngum átt líka sterkar konur. (Ólína Andrésdóttir) Gauja frænka var ein af þess- um sterku konum sem Ólína yrk- ir um, hún var töfrandi falleg, glaðlynd, einstaklega listræn og full umhyggju og elsku. Öll fáum við ýmis þroskaverkefni í lífinu og misjafnt hvernig tekist er á við þau. Gauja fékk sitt snemma. Einkasonurinn Helgi greindist sem barn með sjaldgæfan tauga- hrörnunarsjúkdóm og þurfti gríðarlega hjálp og umönnun þar til hann lést kornungur maður. Í kjölfar þeirrar greiningar stóð frænka okkar ein með sín tvö börn. En mitt í öllum hörmung- um leynist oft ljós og þannig var það hjá frænku okkar. Seinni eiginmanni sínum, Gunnari Guð- mundssyni, kynntist hún gegnum blindu sonarins. Það var stórt gæfuspor beggja og hjónabandið var einstaklega farsælt. Saman unnu þau að því að Helgi gæti al- farið dvalið heima, dyggilega studd af móður Gauju. Þyrftu hjónin að bregða sér af bæ þurfti hjúkrunarfræðing til að sinna umönnun sonarins. Helgi lagðist stundum inn á taugasjúkdóma- deildina og aldrei var um annað að ræða en taka hann heim strax og hægt var. Gunnar var mikill tónlistar- maður og spilaði vel á mörg hljóð- færi þrátt fyrir að vanta hægri hönd og vera blindur. Laga- smíðar og ljóðagerð sameinuðu þessi sæmdarhjón, og svo var frúin ein sú besta á dansgólfinu. Ljósið í lífinu varð síðan Natalie, barnabarnið sem þau ættleiddu og settu allt sitt traust á er fram liðu stundir. Og traustinu brást hún ekki. Það var einstakt að sjá hversu fallegt samband þre- menninganna var og vinir Natal- ie urðu einnig vinir Gauju og Gunnars. Þekkt er þegar ensk vinkona Natalie varð ófrísk og heilsuveil. Á slaginu sex mætti hún velkomin heilan vetur í Ing- ólfsstræti og snæddi hollan „ömmumat“. Eftir lát Helga ferð- uðust þau talsvert innanlands, Gauja keyrði og Gunnar sagði sögur af mönnum og málefnum viðkomandi staða, af fróðleik var hann hafsjór. Gauja okkar varpaði skæru ljósi á veg vina sinna og ljúfar minningar um sæmdarhjónin Guðríði og Gunnar munu lengi lifa. Við sendum Natalie og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur um leið og vinátta liðinna áratuga er þökkuð. Þuríður, Sigþrúður, Hallfríður og Björg Ingimundardætur. Um haustið 1968 hófum við Arnþór tvíburabróðir minn nám við Menntaskólann í Reykjavík og settumst í þriðja bekk C. Við leigðum fyrsta veturinn kjallara- herbergi á Bjarkargötu 8 en Blindravinafélag Íslands átti það hús. Við byrjuðum á að heim- sækja stórvin okkar Gunnar Kr. Guðmundsson tónlistarmann, sem vann þá á skiptiborði Sam- bandsins. Inni hjá honum var stödd kona og það fór ekkert á milli mála að eitthvað var í gangi þeirra í millum. Svo vindur sér inn drengur, níu ára gamall. Þetta var hann Þorvaldur Helgi Kolbeins sonur konunnar, henn- ar Guðríðar. Þau Gunnar urðu nokkru síðar hjón og reyndust hvort öðru vel. Guðríður var ein- staklega hlý manneskja en þegar hvessti þá varð hávaðarok. Helgi sonur hennar sem Gunnar gekk í föðurstað hafði greinst með hrörnunarsjúkdóm og vegna þess missti hann sjón. Heyrnin og mátturinn hurfu svo undir lok- in. Guðríður reyndist honum svo vel að til þess var tekið. Ég varð heimagangur hjá þeim hjónum enda vorum við Arnþór og Gunn- ar spilafélagar og stofnuðum tríó og lékum á dansleikjum um helg- ar. En eitt atvik varð til þess að mér þótti óendanlega vænt um hana Guðríði. Ég lenti einu sinni í persónulegu áfalli og vissi ekkert hvert ég gæti leitað, treysti mér ekki til að leita ásjár fjölskyld- unnar. Ég reikaði um Reykja- víkurborg og endaði í Ingólfs- stræti 21c snemma morguns og Guðríður bauð mér morgunkaffi. Ég sagði henni sem var. Hún ræddi við mig um málið og lagði svo staðreyndirnar á borðið og sagði: „Ég skil þig svo vel, en hafðu engar áhyggjur“ og rakti síðan af hverju ég þyrfti ekkert að óttast. Þá skynjaði ég hvaða mann hún hafði að geyma. Helgi sonur Guðríðar lést skömmu síðar. Mér fannst að eitthvað brysti inni í Guðríði. Ég hafði ekki vit á að taka tillit til þess og samgangur okkar síðustu áratugi var nær enginn. Nú eru þau bæði gengin yfir í annan heim. Kannski er það eigingirni að finnast tómlegt án þeirra Gunnars og Guðríðar. Blessuð sé minning þeirra beggja. Gísli Helgason. Þegar elsku Natalie hafði sam- band til að færa mér þær fréttir að hún Guðríður amma hennar væri látin var mér brugðið. Ég vissi hvað þær voru nánar og þá helst vegna þess að samband þeirra var alveg eins og mitt og ömmu minnar heitinnar var. Við áttum nefnilega líka bara hvor aðra að í lokin. Við Natalie vorum báðar svo heppnar að fá að alast upp hjá ömmu og afa, svona líka góðu fólki. Ég man svo vel eftir hvað Natalie var einstaklega fal- legt barn og alltaf svo vel tilhöfð. Ást og umhyggja ömmu hennar fór ekki framhjá neinum. Guðríð- ur hélt alltaf verndarhendi yfir henni og mun gera áfram hinum megin frá. Kærleikur Guðríðar í minn garð varði alla tíð. Hún var góð vinkona mömmu minnar heitinn- ar þar sem þær höfðu unnið sam- an og héldu þær áfram fallegum vinskap með bréfaskriftum eftir að mamma flutti til Danmerkur. Guðríður var líka góð vinkona ömmu. Þær ávörpuðu hvor aðra alltaf sem elsku Guðrún mín og elsku Guðríður mín, fóru saman í ferðalög og stússuðu helling sam- an. Í seinni tíð varð minna um ferðir ömmu enda var hún þó nokkru eldri. Guðríður var ein- staklega natin við hana, heimsótti hana oft og færði henni mat, kök- ur og annað. Ég hef ekki tölu á þeim fallega prjónuðu sokkum og vettlingum á börnin mín frá Guðríði sem annaðhvort biðu mín þegar ég kom til Íslands eða voru send til mín til London. Alltaf var Guð- ríður að sýna mér kærleik og hlýju. Elsku besta Natalie mín, ég veit að fráfall ömmu þinnar er þér mikill missir og ég votta þér innilega samúð. Amma þín var dásamleg og endurspeglast allt hennar fegursta í þér. Guð blessi minningu Guðríðar Jensdóttur. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höf. ók.) Marlín Birna. Guðríður Jóhanna Jensdóttir ✝ Matthías GeirGuðjónsson var fæddur á Landspít- alanum í Reykjavík 3. maí 1933. Hann lést á Droplaugar- stöðum 29. mars 2019. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- jónsson, trésmíða- meistari í Reykja- vík, f. 1898, d. 1992, og Guðlaug Brynjólfsdóttir, f. 1899, d. 1938. Alsystkini Matt- híasar voru sex, Ingibjörg Krist- jana, Ólafur Þórir, Nína Sigur- björg, Guðlaug, Fjóla (tvíbura- systir Matthíasar), og Stein- grímur Gunnar. Hálfsystkini samfeðra voru tvö, Guðjón Steingrímur og Jóhanna Sig- fríður. Fjóla og Guðjón Stein- grímur eru enn á lífi. Matthías kvæntist Guðrúnu Guðjóns- dóttur kennara úr Reykjavík, f. 1941, d. 2008, þau skildu. Sonur þeirra er Páll Matthíasson, f. 1966. Maki Ólöf Ragnheiður Björns- dóttir og börn þeirra eru Valde- mar, f. 2002, og Júl- ía Sigríður, f. 2004. Seinni kona Matt- híasar var Sólveig Arnfríður Sigurjónsdóttir, f. 1941, frá Dýrafirði. Dóttir henn- ar er Margrét Björnsdóttir, f. 1973, maki Guðmundur Hall- grímsson, f. 1973. Börn þeirra eru Herdís Mjöll, f. 1997, Sól- veig Aðalbjört, f. 2000, og Rann- veig Lovísa, f. 2006. Útför Matthíasar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 11. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Margar eru minningarnar sem leita á hugann við andlát Matthíasar. Matti eða afi Matti eins og hann var kallaður af barnabörnum var mikið prúð- menni í öllum samskiptum og háttum. Hann kom snemma inn í líf Margrétar eða þegar hún var 9 ára og bjó í Laugarnesinu. Hann auðgaði fjölskyldulífið með góðu þeli og vinalegri framkomu. Matti hafði mikinn áhuga á heilsurækt og útivist og var mjög drífandi í að koma fjöl- skyldunni í hvers kyns sport svo sem skíði, göngutúra og sund. Alltaf var hann reiðubúinn að greiða götu manns hvernig sem á það er litið. Hann setti það ekki fyrir sig að keyra mann þangað sem þurfti, hjálpa til við hverskyns útréttingar, seinna aðstoðaði hann við að dytta að heimilinu og benti jafnan á það sem betur mætti fara í heim- ilishaldinu! Heimilið var enda Matta hjartfólgið, hann naut þess að elda góðan mat og vera með fjölskyldunni. Herdís Mjöll, Sólveig Aðal- björt og Rannveig Lovísa minn- ast afa Matta sem barngóðs, hlýs og brosmilds. Hann hafði einnig sérlega ánægju af fuglum og máttum við vita að páfagaukur- inn okkar var í góðum málum þegar hann fór í orlof til afa Matta og ömmu Sólveigar. Nátt- úran og landið var honum hug- leikið og voru það ófáar sögur sem hann sagði okkur frá barn- æsku sinni og yngri árum. Her- dís Mjöll gerði skólaverkefni sem fjallaði um hvernig var að vera barn á stríðsárunum. Þar talaði hann um þegar hann hitti hermann í fyrsta skipti og þegar hann smakkaði tyggjó og Coca- Cola í fyrsta sinn sem sami her- maður hafði gefið honum. Ein saga sem stendur upp úr í því viðtali er þegar hann lýsti því þegar hann vaknaði einn ágúst- morgun ásamt systkinum sínum á Eiríksgötu í Reykjavík, þar sem hann bjó sem barn, og þau héldu að það væri byrjað að snjóa en svo var ekki raunin. Þegar þau fóru út kom í ljós að þetta var regn af hvítum máln- ingarflygsum og málmhlutum frá þýsku FW-200-flugvélinni sem var skotin niður yfir Gróttu í ágúst 1942. Hann sagði að krökkunum hefði öllum fundist það skemmtilegt og þau byrjuðu að safna saman málningarflygs- unum. Það má ljóst vera að Matti upplifði margt í sinni bernsku sem var mjög ólíkt því sem aldamótabörnin hafa reynslu af. Síðustu árin voru krefjandi vegna erfiðs sjúkdóms. Matti fékk dagþjálfun í Roðasölum sem var mikill stuðningur fyrir ömmu Sólveigu en fyrir um einu og hálfu ári flutti Matti á hjúkr- unarheimilið Droplaugarstaði. Þar fékk hann mjög góða umönnun og gladdist innilega við allar heimsóknir. Við erum þakklát fyrir allar góðar samverustundir með Matthíasi. Minning þín lifi. Margrét, Guðmundur, Herdís Mjöll, Sólveig Aðal- björt og Rannveig Lovísa. Matthías Geir Guðjónsson ✝ Steinar Krist-inn Krist- björnsson fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1946. Hann lést á Grensásdeild Landspítala 22. mars 2019. Foreldrar hans voru Kristbjörn Kristjánsson járn- smiður í Reykja- vík, f. í Bakkholti í Ölfushreppi í Árnessýslu 28. apríl 1907, d. af slysförum 28. janúar 1956, og Sigurlaug Sigfúsdóttir, f. í Blöndudalshólum í Blöndudal í Bólstaðarhlíðarhreppi í Steinar kvæntist 25. nóvem- ber 1995 Elínu Önnu Antons- dóttur, f. 22. febrúar 1955. Foreldrar hennar eru Anton Sigurðsson, f. 17. ágúst 1932, og Anna Þóra Ólafsdóttir, f. 20. desember 1932, d. 5. júní 1997. Börn Steinars og Elínar eru Ólafur Svavar, f. 4. júní 1988, og Steinunn, f. 31. desember 1993. Sonur Elínar af fyrri sambúð er Anton Karl Ingason, f. 12. apríl 1980, maki Hjördís Stefánsdóttir, f. 19. september 1979, dætur þeirra eru Auður Kara, f. 29. janúar 2015, og El- ín Stella, f. 3. janúar 2018. Steinar ólst upp í Reykjavík. Steinar var lærður trésmiður og starfaði við iðn sína alla tíð og lengst af hjá verktakafyrir- tækinu Ístaki þar til hann fór á eftirlaun. Útför Steinars fór fram í kyrrþey 1. apríl 2019. Austur-Húnavatns- sýslu 5. ágúst 1908, d. 14. júní 1998. Systkini Stein- ars eru Sævar Örn, f. 21. maí 1939, maki Erna Aradóttir, Sig- urður Kristján, f. 12. janúar 1942, d. 25. júní 2006, Anna Þuríður, f. 28. júní 1945, maki Bragi Skúlason, og hálfsystir sam- mæðra Unnur Björk Gísla- dóttir, f. 5. september 1931, d. 27. ágúst 2017, maki Magnús Magnússon, d. 26. apríl 1974. „Smíða skútu skerpi skauta meika sultu og þrumu grauta.“ Þetta textabrot úr smiðju Bjartmars Guðlaugssonar á svo sannarlega við þig. Allt lék í höndunum á þér og margt hefur þú kennt mér í gegnum tíðina. Eitt tengdi okkur þétt saman, það var sumarbú- staðurinn okkar Önnu sem þú sneiðst og sagaðir til allt efnið í í bílskúrnum í Krosshömrunum. Við smíði bústaðarins fyrir um 30 árum kenndir þú mér smíðar af einstakri þolinmæði en ekki gekk smíðin alveg slysalaust fyr- ir sig, því eina kvöldstund þetta kalda vor varð mér á að slá á fingurinn … á þér. Seinna sagðir þú mér að slíkt, þ.e. að einhver hefði slegið á fingur þér, í orðs- ins fyllstu merkingu, hefði aldrei hent þig á lífsleiðinni og oft er gert grín að þessum „klaufa- skap“ mínum í fjölskyldunni. Bú- staðarinn, sem næstum alveg var þín hugarsmíð, er ekki það eina sem eftir þig liggur fyrir utan það sem þú komst að við dagleg störf. Þú varst meira en smiður líkt og fram kemur í textabrotinu hér ofar. Það lék nánast allt í höndum þér en þinn starfsvett- vangur var smíðar og lengst af starfaðir þú hjá Ístaki. En við fjölskyldan, og margir aðrir, nut- um verka þinna beint og óbeint. Þú varst hjálpfús og úrræðagóð- ur. En við nutum ekki bara góðs af úrræðum þínum heldur nutum við þess að þú „smíðar skútu …“ og það bara ekki eina heldur tvær um ævina auk annarra báta. Sem sagt siglingar og það sem þeim tengdist voru þínar ær og kýr og var unun að fylgjast með þér stýra bátnum þegar bylgjan var há. Lengi var siglt um Sundin, út í Þerney og upp á Akranes. Svo fóruð þið fjölskyld- an að fara í lengri ferðir. Þar var sigling til Ísafjarðar eða Vest- mannaeyja í uppáhaldi. Við nán- asta fjölskyldan fylgdumst náið með undirbúningi. Spáð var í veður, langtímaspár skoðaðar, töflur yfir flóð og fjöru hafðar til- búnar. Meðan á undirbúningi slíkrar ferðar stóð var kannski skorinn rabarbari og „meikuð“ sulta. Sultan hans Ninna er nauðsyn með lambinu er oft haft á orði innan fjölskyldunnar. En ekki fórum við með siglandi heldur var keyrt á áfangastað ykkar og gestrisni ykkar Elínar Önnu notið. Nóg pláss var um borð til að gista og oft var spilað Sequence. Skútan var ykkar sumarsælubústaður, hvort sem hún lá við flotbryggjuna í at- hafnasvæði Brokeyjar – Sigl- ingafélags Reykjavíkur, þar sem þú varst félagi til margra ára, eða við bryggju á Akranesi þar sem þið voruð velkomnir vorboð- ar, í Friðarhöfninni í Eyjum eða við bryggju á Ísafirði þar sem Mugi tók ykkur Elínu Önnu jafn- an fagnandi. Eftir nokkurra daga stopp á hverjum þessara staða var síðan siglt til baka. Eina langa siglingu fórum við hjónin ásamt tengdaföður okkar Ninna þó í. Siglt var frá Ólafs- firði, fæðingarbæ tengdaföður okkar, og til Grímseyjar og svo til baka. Ekki yrði þessi sigling kannski kölluð glæfraleg en mik- ið var hún erfið ákveðnum fjöl- skyldumeðlimum. En Ninni stóð þéttur við stýrið og „skerpti“ skútuna við rennslið yfir hafflöt- inn þótt bylgjan væri há og kom öllum heilum heim, en sá sem þetta skrifar hefur ekki mikið eða nokkuð siglt eftir þessa för. En mikið reyndist Elín Anna 2619 þér vel í þessari ferð og reyndar í öllum ykkar ferðum. Það sama er hægt að segja um Elínu Önnu, konuna þína, sem skútan er nefnd eftir, hún hefur reynst þér vel í gegnum lífið, ekki bara þessar síðustu erfiðu vikur þegar ljóst var að þú kæm- ir ekki heill til baka. Kæri svili, þú hefur nú lagst í þína hinstu siglingu. Hvert vind- urinn og seglin munu beina skút- unni að lokum er óráðið, en alla- vega ætti lífshlaup þitt, uppfullt af hjálpsemi, að hafa beint þér í hina allra bestu höfn. Megir þú þar kyrrðar njóta. Gísli Jafetsson. Steinar Kristinn Kristbjörnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.