Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
✝ SigurjónaSoffía Þor-
steinsdóttir fæddist
á Stóru-Brekku í
þáverandi Hofs-
hreppi á Höfða-
strönd í Skagafirði
17. maí 1924. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 25.
mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þorsteinn Jóns-
son, bóndi á Stóru- Brekku, f.
þar 28. október 1886, d. á Hofs-
ósi 30. október 1952, og kona
hans Baldvina Sigríður Sigur-
jónsdóttir, f. á Stóra-Grindli í
Fljótum 1. mars 1892, d. á
Siglufirði 10. febrúar 1975.
Sigurjóna átti tvö systkini, nú
bæði gengin. Þau voru: 1) Jón-
æviárin upp í Stóru-Brekku en
síðan á Nöfinni á Hofsósi, það-
an sem faðir hennar stundaði
þá útgerð til viðbótar við bú-
skapinn. Hún bjó sem ung kona
árum saman á Siglufirði og
dvaldi einnig um tíma í Noregi.
Hún flutti alfarin aftur til Ís-
lands árið 1951 og starfaði eftir
það einkum við verslunarstörf.
Sigurjóna giftist 9.11. 1954
Ólafi Oddgeiri Magnússyni vél-
stjóra, f. á Fáskrúð á Hellis-
sandi 13.8. 1926. Þeim varð
eins sonar auðið, Magnúsar, f.
28.1. 1955. Fjölskyldan bjó sér
fyrst heimili í Reykjavík en
flutti til Kópavogs í maí 1968.
Ólafur lést á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 30. desember
2013.
Þau hjónin ferðuðust oft til
útlanda, oftast með Bænda-
ferðum. Sigurjóna sinnti einnig
garðyrkju við heimili hjónanna
í Kópavogi og í sumarbústaðar-
landi þeirra í Eilífsdal í Kjós.
Útför Sigurjónu hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
ína Guðrún, f.
10.12. 1922, d. 31.1.
1984, lengst af hús-
móðir á Siglufirði,
gift Oddi Carli
Thorarensen, lög-
fræðingi og kvik-
myndahússeiganda
þar, f. 12.2. 1920,
d. 25.5. 2015. Þau
eignuðust einn son,
Hinrik Ólaf, f. 12.2.
1947, d. 31.8. 1975.
2) Óli Magnús, verslunar- og
skrifstofumaður á Hofsósi, f.
2.2. 1927, d. 29.9. 2003. Kona
hans var Guðrún Elín Krist-
jánsdóttir, f. 27.9. 1928, d. 20.8.
2003. Börn þeirra eru: Sigríður
Steinunn, Kristbjörg, Kristín
Bryndís, Þorsteinn, Kristján,
Birgir, og Ellert Jón.
Sigurjóna ólst fyrstu þrjú
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó, móðir góð?
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður?
Ég man það betur en margt í gær,
þá morgunsólin mig vakti skær
og tvö við stóðum í túni:
Þú bentir mér yfir byggðar hring,
þar brosti við dýrðin allt í kring
og fjörðurinn bláöldum búni.
Þú bentir mér á, hvar árdagssól
í austrinu kom með líf og skjól.
Þá signdir þú mig og segir:
„Það er guð, sem horfir svo hýrt og
bjart,
það er hann, sem andar á myrkrið
svart
og heilaga ásján hneigir.“
Elsku mamma, þetta hugljúfa
ljóð séra Matthíasar Jochums-
sonar til móður sinnar gæti eins
vel hafa verið ort til þín. Betri
móður gæti enginn óskað sér. Nú
hefur þú fengið langþráða lausn
frá veikindum þínum.
Hugðarmálum þínum á borð
við garðyrkjuna sinntir þú heima
við, var það nokkuð sem þú
þrjóskaðist lengi við, þó meira af
skyldurækni eftir að þið pabbi
selduð sumarbústaðinn.
Síðustu 10 árin hafa reynst þér
sérlega erfið, pabbi greindist
með Alzheimersjúkdóminn og
heilsu hans hrakað hratt upp frá
því. Að því kom að þú treystir þér
ekki til að annast lengur um
pabba. En það var ekki auðhlaup-
ið að fá vistun fyrir hann á hjúkr-
unarheimili, hann fékk inni á
Sunnuhlíð tiltölulega fljótt. Síðar
þurftir þú að leggjast sjálf inn á
aðrar sjúkrastofnanir vegna
eigin heilsubrests meðan þú
beiðst eftir að pláss losnaði fyrir
þig í Sunnuhlíð. Allan þann tíma
og æ síðan í Sunnuhlíð varstu
rúmföst. Sjón og heyrn hrakaði
stöðugt og voru nánast alveg
horfnar þegar þú lést. Missir
þessarar skynjunar varð til þess
að þú einangraðist frá öðru fólki
og lokaðist smám saman inni í
eigin vitundarheimi, þaðan sem
þú áttir ekki afturkvæmt.
Elsku mamma! Ég minnist
æðruleysisins sem þú sýndir
ávallt í veikindum þínum. Já-
kvæðnin var þinn styrkur í lífinu,
allt þangað til yfir lauk. Aldrei
heyrði ég þig barma þér eða hall-
mæla æðri máttarvöldum út af
örlögum þínum. Ég kveð þig nú,
með ósk um guðsblessun þér til
handa og velfarnað á vegferð
þinni inn í eilífðina. Ég veit að þú
hefur tekið stefnuna á ljósið
skæra sem mun vísa þér leiðina í
faðm Guðs þar sem pabbi bíður
þín. Þar náum við svo saman aft-
ur öll þrjú fyrr en
varir. Þangað til minnist ég
ykkar og alls þess góða sem ég á
ykkur að þakka og gleðst jafn-
framt í allri sorginni yfir því að
þið eruð nú laus undan þjáningu
og einangrun hinnar jarðnesku
efnisskeljar.
Sú besta gjöf er gafst þú mér
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
Við erum ljóstýrur Lofnar
er lýsa upp höf jafnt sem lönd.
Uns við að endingu,
að hennar bendingu,
eyðumst á eilífðar strönd.
Þinn elskandi
Magnús.
Sigurjóna Soffía
Þorsteinsdóttir
✝ Finnur StefánGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
19. mars 1935.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 31.
mars 2019.
Móðir Finns var
Torfhildur Guðrún
Helgadóttir, f.
18.12. 1897 í Elínar-
höfða á Akranesi, d.
5.3. 1971. Faðir
Guðmundur Jónas Helgason, f.
28.12. 1899 á Görðum í Útskála-
kirkjusókn, d. 23.5. 1989 í
Reykjavík. Systkini Finns eru
Guðríður Lilja, f. 5.8. 1924, látin.
Drengur, f. 11.2. 1926, látinn.
Helga Halldóra, f. 20.1. 1927, lát-
in. Helgi Ingvar, f. 11.6. 1929.
Gísli, f 2.7. 193, látinn. Stúlka, f.
30.7. 1932. Jónas Gunnar, f.
Ólafsvöllum á Skeiðum. Strax
eftir skólagöngu var hann í
vinnumennsku á ýmsum bæjum
þar til hann flutti til Reykjavíkur
ásamt fjölskyldunni. Árið 1956
hóf hann nám í Bændaskólanum
á Hvanneyri og útskrifaðist það-
an sem búfræðingur 1958. Að því
loknu réðst hann að Hvítár-
völlum þar sem hans aðalstarf
var laxveiðar, að vitja um kvölds
og morgna á veiðitímabilinu, þar
bjó hann í fjögur ár. Árið 1969
hóf hann búskap í Galtarholti í
Skilmannahreppi ásamt bróður
sínum Sigurþóri og konu hans
Kristínu. Finnur reisti sér hús á
Hagamel í sömu sveit og flutti
þangað 1980. Finnur flutti 1985
að Bekansstöðum og bjó þar til
æviloka.
Finnur vann við að reisa
Kísilmálmverksmiðju Elkem á
Grundartanga og var síðan
starfsmaður í verksmiðjunni þar
til hann hætti störfum vegna
aldurs.
Útför Finns fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 11. apríl
2019, klukkan 13.
14.11. 1933, látinn.
Sigurþór, f. 12.6.
1936. Sverrir, f.
27.10. 1937. Guð-
mundur Tómas, f.
4.2. 1940.
Finnur kvæntist
Önnu Margréti Þór-
oddsdóttur, f. 31.
ágúst 1938, d. 20. júlí
2018, 17. maí 1991.
Börn Margrétar
af fyrra hjónabandi
eru. 1) Jón Valgeir Viggósson, f.
1960. 2) Anna María Viggósdótt-
ir, f. 1963. Börn hennar eru a) Sæ-
þór Jóhansson, f. 1988, b) Sal-
ómon Tandri Idun, f. 1998, c)
Angela Jennefer Idun, f. 2000. 3)
Valgerður Viggósdóttir.
Finnur ólst upp í Reykjavík til
11 ára aldurs en þá flutti hann
með fjölskyldu sinni að Minni-
Ég kynntist honum Finni
þegar hann var að byggja sér
hús í Melahverfi.
Ég var þá í byggingareftirliti
á svæðinu. Hann var þá ein-
hleypur og bjó í Galtarholti í
Skilmannahreppi með bróður
sínum, mágkonu og börnum
þeirra. Hann vann í Járnblendi-
verksmiðjunni í mörg ár frá því
að hún var sett í gang. Finnur
hafði áhuga á búskap og skóg-
rækt. Hann hafði áður lært til
búskapar á Hvanneyri. Hann
gekk í Skógræktarfélag Skil-
mannahrepps og þar kynntist
hann konu sinni, Margréti frá
Bekansstöðum, systur minni,
sem var einnig í því félagi. Þau
fóru svo að rugla saman reytum
og Finnur flutti að Bekansstöð-
um og seldi sitt hús á Hagamel.
Eins og áður er um getið
hafði hann áhuga á búskap og
tók þátt í heyskap og öðrum bú-
verkum með Margréti og börn-
um hennar.
Margrét var þá tekin við bú-
skap á jörðinni ásamt börnum
sínum. Meðal annars fóru þeir
Jón Valgeir að gera tilraunir
með kornrækt í nokkur ár eins
og fleiri bændur á svæðinu.
Gekk það nokkuð vel og var
kornið notað sem fóður, aðallega
fyrir kýr. Finnur var félagslynd-
ur og tóku þau hjónin þátt í fé-
lagsskap í sinni sveit og einnig
hjá „Félagi eldri borgara á
Akranesi og nágrenni“. Þau
hjónin ferðuðust nokkuð um Ís-
land.
Finnur var handlaginn maður
og hafði gaman af að smíða.
Hann var þægilegur í viðkynn-
ingu og ljúfur maður.
Kæri mágur, ég óska þér
góðrar ferðar yfir móðuna
miklu, og sendi aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Bjarni O. V.
Finnur Stefán
Guðmundsson
Það eru forrétt-
indi að alast upp í
stórum systkina-
hóp. Þessi forréttindi fékk
mamma en það eru líklega einu
forréttindin sem hún upplifði
sína ævi.
Að alast upp með systkinum
sem var jafnt skipt, fimm bræð-
ur og fimm systur, hefur mikið
að segja í uppeldinu. Að missa
maka sinn aðeins 34 ára árið
1968 og vera með sex ung börn
hefur svo sannarlega verið erfitt.
Svo í framhaldi að missa
heilsuna og þurfa að láta nýfætt
barn frá sér þar sem móðurinni
var ekki hugað líf var enn einn
skellur. Sem betur fer átti
mamma góða að eins og ömmu
og afa á Svarthamri og svo
Ásta Minney
Guðmundsdóttir
✝ Ásta MinneyGuðmunds-
dóttir fæddist 20.
desember 1934.
Hún lést 31. mars
2019.
Útför Ástu Minn-
eyjar fór fram 5.
apríl 2019.
systkini sín. Þótt
við bræður höfum
ekki alist upp á
heimili mömmu var
passað vel upp á að
það færi ekki
framhjá hvorki okk-
ur né öðrum að
mamma væri
mamma okkar.
Eins talaði
mamma alltaf um
Kristján bróður,
sem hún varð að láta frá sér
vegna veikinda sinna nýfæddan
1972, en við systkinin og Krist-
ján vorum svo heppin að hann
eignaðist góða foreldra sem
héldu alltaf sambandi við
mömmu.
Í dag er ekki langt á milli
Svarthamars og Súðavíkur, en
þegar ég var að alast upp á
Svarthamri þóttu það tíðindi ef
farið var út í Súðavík eins og
sagt er fyrir vestan. Það var
helst að sumri sem maður fékk
að fara með í kaupfélagið og þá
var komið við hjá mömmu. En
öll jól meðan ég var á Svart-
hamri kom mamma ásamt öllu
sínu heimilisfólki til að vera
bæði á aðfangadag og jóladag.
Þetta þótt mér alltaf vænt um
og sérstaklega skemmtilegur
tími.
Til að drýgja heimilistekjur,
þegar mamma bjó í Súðavík með
systur mínar, tók hún að sér að
vera með fæði og gistingu fyrir
menn sem komu til Súðavíkur og
voru á bátum þar. Enn í dag
heyri ég hlý orð um mömmu frá
þessum tíma.
Ég veit að henni þótti sér-
staklega vænt um að vel tækist
til og að strákunum, eins og hún
kallaði þá, vegnaði vel í lífinu.
Margir þeirra héldu sambandi
við mömmu lengi vel.
Mamma var ekki mikið fyrir
að sýna tilfinningar sínar, en
aldrei mun ég gleyma geðshrær-
ingu og gleðitárum hennar þeg-
ar við Guðmundur bróðir
skírðum okkar fyrstu börn sam-
an á Svarthamri. Það vildi svo til
að að börnin fengu alnöfn bæði
mömmu og pabba. Mamma var
sérstaklega ánægð með þetta og
það var alltaf gaman að gleðja
hana.
Núna er mamma komin til
pabba, ömmu, afa, Georgs, Vikt-
oríu og allra hinna hinum megin.
Ég veit að þau taka vel á móti
mömmu og henni líður betur
núna.
Elsku mamma, hvíldu í friði.
Pétur Júlíus.
✝ Sigurður Mar-inó Sigurðsson
fæddist í Hnífsdal
23. mars 1931.
Hann lést á Hrafn-
istu Nesvöllum 8.
mars 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður Guð-
mundur Sigurðsson
skipstjóri á Ísafirði,
f. 19.2. 1902, d.
21.5. 1969, og Guð-
munda Jensína Bæringsdóttir, f.
22.10. 1904, d. 26.12. 1994.
Nói, eins og hann var alltaf
kallaður, ólst upp fyrstu árin í
Hnífsdal, síðan á Ísafirði. Systk-
inin eru: Hermann Bæring, f.
12.7. 1926, lést í hörmulegu sjó-
slysi í Jökulfjörðum 18.12. 1986,
ásamt syni sínum og frænda
rúnu, og ólust þær upp hjá
ömmu sinni og afa, og bættust
þá við barnahópinn.
Nói átti soninn Jón Benoný
með Grétu Jónsdóttur úr Súða-
vík. Giftist um sextugt Jóhönnu
Jensdóttur frá Drangsnesi og
bjuggu þau saman í um 10 ár en
skildu þá.
Nói hóf sjómannsferil sinn 14
ára með föður sínum á Guð-
mundi, bát sem hann átti lengi
og gerði út, og hófu bræður
hans líka sinn sjómannsferil
með honum. Nói var með vél-
stjóra- og skipstjóraréttindi og
var bæði vélstjóri og stýrimaður
á ýmsum bátum og skipum, líka
skipstjóri, og náði sér líka í járn-
iðnaðarmannsréttindi. Var yfir
20 ár til sjós, líka var hann á tog-
urum, m.a. á Sólborgu frá Ísa-
firði og Hafnarfjarðartogurum,
lengst á Röðli. Var við hafn-
argerðina í Straumsvík í um tvö
ár, og svo í álverinu hátt í þrjá-
tíu ár, þar sem hann lauk starfs-
ferlinum um sjötugt.
Útför Nóa fór fram í kyrrþey.
hans. Arnór Lúð-
vík, f. 4.10. 1927, d.
14.9. 1993. Jóna
Sigríður, fædd
12.2. 1929, dó úr
lungnabólgu tæp-
lega ársgömul. Þá
Sigurður Marinó,
Nói, sem bar nöfn
afa síns Sigurðar
Ólafssonar bónda í
Bæjum á Snæ-
fjallaströnd og
ömmu sinnar Maríu Rebekku
Ólafsdóttur. Þá Kristinn, f. 3.9.
1934, dó voveiflega 19 ára, varð
úti á fjöllum. Baldur, f. 1.11.
1935. Guðrún Helga, f. 8.7. 1938,
d. 5.3. 2016. Kristín, f. 9.3. 1942.
Guðrún átti lengi við geðræn
veikindi að stríða, hún eignaðist
tvær dætur, Ragnheiði og Krist-
Mig langar að minnast míns
kæra bróður með nokkrum fá-
tæklegum orðum. Við vorum
miklir vinir og félagar í gegnum
lífið, auk þess að vera bræður.
Vorum saman til sjós, í útgerð
lengi með bræðrum okkar, og svo
í um 30 ár saman í álverinu í
Straumsvík. Eftir að starfsferlin-
um lauk stunduðum við saman
göngutúra í nokkur ár, um Vog-
ana og nágrenni, og síðan í sund-
laugina á eftir, og vorum alltaf
með göngustafi þá, og vorum
kallaðir stafakarlarnir. Svo var
endað í tesopa og spjalli hjá hon-
um í Álfagerði, húsi eldri borg-
ara, sem hann bjó í um nokkur ár,
uns hann fékk hjartaáfall og var í
einar þrjár vikur á gjörgæslu, en
náði sér á strik sæmilega aftur,
þó að hann biði þess ekki bætur.
Hann hafði alla tíð verið hraustur
og varla misdægurt um sína daga
fram að því.
Nói var myndarlegur maður,
meðalmaður á hæð, mikill
kvennaljómi. Glaðsinna, spilaði á
gítarinn sinn og var oft þá sungið,
og haft gaman saman, og á harm-
ónikku lék hann einnig ljómandi
vel, og þá var líka sungið með á
góðri stund. Ég vil að lokum
þakka mínum kæra bróður fyrir
allar samverustundirnar í gegn-
um lífið, bæði í leik og starfi. Hvíl
þú í friði, elsku bróðir, þess óska
og biðja Baldur og ástvinir.
Baldur Sigurðsson.
Sigurður Marinó
Sigurðsson – Nói
Elsku Didda, þú
varst á mínum yngri
árum mamma mín
nr. 2 – er mínir foreldrar
skruppu af bæ þá gisti ég hjá
ykkur Víði.
Við Stella vorum jafn gamlar
og miklar vinkonur.
Einhvern veginn er það fast í
minningunni að við vorum alltaf
Karen Júlía
Magnúsdóttir
✝ Karen JúlíaMagnúsdóttir
fæddist 4. apríl
1931. Hún lést 19.
mars 2019.
Útför Karenar
fór fram 29. mars
2019.
saman, hvort sem
var í tjaldútilegu á
Laugarvatni og
foreldrarnir á sjó-
skíðum eða í Skála-
fellinu á veturna að
renna okkur niður
brekkurnar – alltaf
líf og fjör og mikið
hlegið og sungið.
„Það er skamm-
góður vermir að
missa piss í skóna …“
Er ég eignaðist mín börn mál-
aðir þú postulínsskó sem eru vel
geymdir.
Þú varst alltaf svo góð við
mig, mín kæra Didda, og veit ég
að móðir mín, Jóna Gróa, sem ég
sakna alla daga, tekur vel á móti
þér hvar sem hún er.
Takk fyrir allt og allt.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og bros á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Samúðarkveðjur til allra.
Helga
Guðmundsdóttir.