Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
KonukvöldHúðfegruna
r
Við bjóðumþér á
Í boði verða léttar veitingar
og frábært tilboð fyrir þig.
17. apríl kl:18-20 hjá Húðfegrun, Vegmúla 2
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Fjóla Rut hefur starfað sem einn vin-
sælasti nuddari landsins í tæplega
þrjátíu ár. Hún þykir nota óhefð-
bundnar leiðir – en er ákaflega virt
innan síns samfélag enda hefur hún
verið ötul í að gefa þekkingu sína
áfram, meðal annars sem kennari
þeirra sem stunda nám í nuddi hér á
landi.
„Ég hef unnið með fólki alls staðar
að úr heiminum og er það sem heitir
heildrænn nuddari af því að ég að-
stoða fólk að vera í orkunni sinni með
nuddi.“
Frelsi að vera í jákvæðri orku
Hún segir mikið frelsi fólgið í því
að geta verið í áreynsluleysi í sam-
skiptum við annað fólk í þessu lífi,
hvort heldur sem er vini, vinnufélaga
eða ástina. Hún kallar þetta
áreynsluleysi, jákvæða orku og lýsir
henni svona:
„Ef þú þekkir þig ekki ertu ekki í
eigin orku. Það segir sig sjálft. Ef þú
nærð að vera í áreynsluleysi, í ást og
trausti, þá ertu í þinni jákvæðu orku.
Áreynslan dregur alltaf úr orku, en
þá er fólk í huganum – þess vegna
finnst mér svo mikilvægt að fólk læri
að þekkja sig sjálft og geti þannig
tengt hið huglæga, líkamlega og sál-
arlega saman á heildrænan hátt.“
Hvað á Fjóla nákvæmlega við með
því?
„Fyrst þurfum við að læra að elska
okkur sjálf, þannig getum við treyst
og elskað aðra í öryggi. Ef þú þekkir
þig ekki og kannt ekki að setja mörk
eða biðja um það sem þig langar, þá
verður þú vanmáttug/vanmáttugur
að tengjast öðrum á öllum sviðum
(líkamlega, huglega, sálarlega).“
Hefur starfað sem
einkanuddari víða
Fjóla hefur unnið með allskonar
fólki. Sem dæmi er þekkt að hún hafi
verið einkanuddari í Bretlandi og víð-
ar. „Við erum ekki það sem við ger-
um, heldur það sem við hugsum. Það
skiptir þá ekki máli hvað þú starfar
við ef höfuðið á þér er uppfullt af nei-
kvæðni og vitleysu. Hins vegar er ég
á því að margir af þeim sem ég hef
nuddað og gengur vel í lífinu verald-
lega eru góðir í að vera í jákvæðri
orku, eins sitja margir vel í sér sem
starfa ef til vill meira hefðbundin
störf en eru hamingjusamir með lífið
og skortir ekki neitt.“
Þegar kemur að ástinni segir Fjóla
Rut að mikilvægt sé að vera heiðar-
legur, fordómalaus, góð manneskja
og glöð. „Að fyrirgefa auðveldlega og
að sýna þakklæti er ákaflega gott
líka. Við þurfum að setja okkur sjálf í
fyrsta sætið, hafa trú á okkur eins og
við erum en ekki eins og aðrir vilja að
við séum. Eins ættum við aldrei að
búa til afsakanir heldur vera í sann-
leikanum. Eins tel ég mikilvægt að
við lærum að hlusta til að skilja en
ekki til að svara. Ætli það sé ekki að
mínu mati eitt það mikilvægasta við
sambönd. Eins að trúa að það séu
alltaf tækifæri í mistökunum og við
getum fengið endalaus tækifæri til að
læra saman sem manneskjur.“
Stíflur geta hamlað ástinni
Hvernig vinnur þú með fólki í að
opna ástarstöðva þess?
„Ég get aldrei unnið meira með
fólki en það er tilbúið til. Ég get
hjálpað fólki að losa spennu og stífl-
ur. Að það verði þannig í meira jafn-
vægi við himin, jörðu og sjálft sig. Að
það hætti að bregðast við gömlum
hugmyndum sem þjóna ekki tilgangi
sínum lengur. Við getum oft brugðist
við eins og börn í aðstæðum þar sem
við sem fullorðið fólk ráðum vel við.
Ef þú ert með stíflur í líkamanum,
hvort heldur sem er í öxlum eða á
öðrum stöðum þá byrjar líkaminn að
erfiða – bæði andlega og líkamlega.
Mér finnst algengt að þeir sem eru
með stífar axlir taki mikla ábyrgð á
öðrum og gleymi sjálfum sér svo
dæmi séu tekin, án þess þó að ég vilji
alhæfa um slíkt. Stundum veit ég
ekki alveg hvað er í gangi hjá fólki og
fylgi þá bara tilfinningum mínum um
hvað manneskjan þarf. Stífar mjaðm-
ir geta oft gefið vísbendingu um höfn-
un í æsku og fleira áhugavert sem ég
get tínt til. Þegar við losum stíflur í
líkamanum verðum við oft glaðari og
léttari og við skyldum aldrei gleyma
gleðinni okkar.“
Þegar Fjóla Rut talar um ástina
býr mikill þroski og heiðarleiki þar
að baki. „Mér finnst að við eigum
ekki að elska eða giftast af því að við
þurfum á einhverjum að halda, eða af
því að við þurfum að elska þennan
eða hinn. Þessu hef ég komist að eftir
30 ára vinnu með sjálfa mig. Ég var
uppfull af allskonar óuppgerðri lífs-
reynslu sem gerði það að verkum að
ég var alltaf að bregðast við lífinu.
Viðbrögðin mín voru svipuð þeirri
hegðun sem ég sýndi þegar ég var
yngri og full af ótta og óöryggi. Mig
langaði að breyta þessu og hreinsa út
í þessu gamla forriti – að uppfæra
sjálfa mig og hreinsa svo ég gæti
dregið andann í meira frelsi. Þegar
við erum með plássið innra með okk-
ur fullt af gremju og ótta, þá er ekki
pláss fyrir þetta fallega. Gömul forrit
brenna yfir og þau hamla því að við
hleypum okkur sjálfum inn og að og
öðru fólki líka.
Ég veit ekkert fallegra en að vera
með pláss fyrir ástina og ljósið hið
innra. Að þroskast með öðrum er
gjöf, að fá að spegla sig í þeim sem
maður elskar er kraftaverk. Að hafa
fólk í kringum okkur sem segir okkur
sannleikann á uppbyggilegan hátt er
dýrmætt.“
Fann sálufélagann
á réttum tíma
Þeir sem þekkja Fjólu Rut segja
að í dag sé hún með sálufélaga sínum
og hún tekur undir það.
„Jón Óskar, maðurinn minn, er
bara hinn helmingurinn af mér. Þeg-
ar ég hitti hann fann ég hvernig ég
gat skyndilega andað ofan í tærnar.
Súrefnið fór alla leið um líkamann og
það var eins og hjartað mitt þekkti
hann. Ég var komin heim og þar með
gat ég sleppt öllu og slakað á.“
Hún segir að þau bæði hafi verið
miklir reynsluboltar í lífinu. Þau
kynntust fyrir fimm árum, þá hafði
hún verið í mörg ár ein og hann hafði
nýlega misst eiginkonu sína úr veik-
indum.
„Við kynntumst á miklum upp-
skerutíma og höfum verið náin síðan.
Við erum ekki meðvirk með hvort
öðru og þorum að segja hvort öðru
sannleikann. Ég held hins vegar að
ég hafi verið tilbúin að hitta félaga
minn í þessu lífi, því ég hafði náð því
að vera hamingjusöm ein. Ég tel það
gríðarlega mikilvægt – þegar maður
fylgir hjartanu og hlustar á það sem
maður þarf og gerir það í miklu
trausti.“
Á það til að ropa, góla
og gaspra í nuddi
Fjóla Rut hefur svo sannarlega
fylgt eigin sannfæringu og bjó um
tíma m.a. í London þar sem hennar
innri rödd talaði svo sterkt til hennar
um að vera þar áfram eftir að hafa
heimsótt vinkonu sína til borgar-
innar. „Í fyrstu fannst mér að ég
þyrfti að skrá mig í nám, svo ég hefði
afsökun fyrir vini og vandamenn að
vera lengur úti. Síðan sleppti ég bara
og treysti og fékk fljótlega aðstöðu til
að nudda í einu fínasta hverfi Lund-
únaborgar, þar sem ég fékk magnaða
viðskiptavini bæði á bekkinn til mín,
en einnig fór ég heim til sumra þeirra
sem höfðu flotta aðstöðu fyrir einka-
nuddara.“
Fjóla segir að allt sem hún hefur
unnið úr gefi hún áfram til þeirra
sem koma til hennar. „Fólk sem hef-
ur ekki unnið úr höfnun, náð að
hreinsa gamlar villur og fundið kraft-
inn innra með sér fær ekki að upplifa
þessa fallegu gjöf sem við erum öll.
Þetta fólk er oft og tíðum einmana.
Við þurfum að læra að taka utan um
gjöfina sem við erum. Við þurfum að
geta spurt okkur – hvað við viljum og
hvað við getum gefið. Við þurfum að
læra að njóta þessarar gjafar fyrst
sjálf og síðan að leyfa öðrum. Bara að
finna þessa tilfinningu: Af hverju er
ég hérna, til hvers er ég komin, skipti
ég máli – hver er tilgangur minn hér
á þessari jörðu. Við ættum að sjálf-
sögðu öll að þora að vera okkar ein-
staka sjálf – sérstök á okkar hátt.“
Fjóla talar um að taka pláss í ver-
öldinni og það kann hún svo sann-
arlega að sögn þeirra sem hafa farið
til hennar í nudd. Þar sem hún lætur
stundum ekkert aftra sér í að ropa,
góla og gaspra, syngja fallega söngva
og tjá sig á þann hátt sem kemur til
hennar hverju sinni. „Ég fæ margt
fólk með svo fallega orku til mín og ef
orkan er eitthvað lokuð eða stífluð þá
hjálpa ég fólki að opna á hana og geri
það í því flæði sem kemur til mín
hverju sinni.“
Að taka utan
um gjöfina sem
við erum
Fjóla Rut Rúnarsdóttir er heildrænn nuddari sem
hefur starfað víða um heiminn. Hún er að margra
mati með töfrahendur og frábær í að opna á ástar-
stöðvar í fólki. Hún er lifandi fyrirmynd konu sem
gafst ekki upp á ástinni sjálf. Hún segir okkur frjáls
þegar við getum upplifað ástina með hjartanu en
ekki höfðinu. Þegar við getum speglað hvort annað
í trausti í stað þess að gagnrýna.
Sálufélagar Fjóla Rut og ástin í lífinu hennar Jón Óskar.