Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 64

Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 64
64 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 T Í S K A & L Í F S S T Í L L S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a Op i ð v i r k a d a g a 11 -18 / l a u g a r d . 11 -17 / Sk ó l a v ö r ð u s t ígu r 16 a , 10 1 Re y k j a v í k / S ími 5 62 0 0 16 Lemon Jelly – stígvél Stærð: 36-41 margir litir/glans/matt Verð: 12.995.- 15% afsláttur 11.-13. apríl Barcelona er með vænlega stöðu í baráttunni um sæti í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að hafa lagt Man- chester United að velli, 1:0, á Old Trafford í Manchester í gærkvöld. Sigurmarkið kom strax á 12. mínútu þegar Lionel Messi átti góða sendingu á Luis Suárez sem skallaði boltann í Luke Shaw og þaðan fór hann í netið. Aðstoðar- dómari veifaði rangstöðu en myndbandsskoðun leiddi í ljós að það var rangt og markið því gott og gilt. Ajax og Juventus skildu jöfn í Amsterdam, 1:1. Cristiano Ro- naldo kom Juventus yfir á loka- mínútu fyrri hálfleiks eftir send- ingu frá Joao Cancelo. Það entist ekki nema í leikhléinu því á fyrstu mínútu síðari hálfleiks jafnaði David Neres fyrir Ajax. Síðari leikir liðanna fara fram í Barcelona og Tórínó næsta þriðju- dagskvöld. vs@mbl.is AFP Návígi Scott McTominay og Lionel Messi slást um boltann á Old Trafford. Barcelona stendur mjög vel að vígi Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 33:34, í undankeppni EM í Laugar- dalshöll í gærkvöld. Björgvin Páll Gústavsson varði vítakast frá Dejan Manaskov þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka en Manaskov náði frákastinu og skoraði sigurmarkið. Liðin eru því bæði með fjögur stig þegar riðillinn er hálfnaður. Íslenska liðið tapaði boltanum klaufalega þegar tíu sekúndur voru eftir og Ómar Ingi Magnússon fékk á sig vítakastið fyrir að kasta bolt- anum út af. Aron Pálmarsson var í miklum ham í sóknarleik Íslands og skoraði 12 mörk en það var ekki nóg.  Morgunblaðið fór í prentun um leið og leiknum lauk. Ítarleg umfjöll- un er á mbl.is/sport/handbolti. Stórleikur Arons var ekki nóg Morgunblaðið/Eggert Höllin Aron Pálmarsson lét mikið að sér kveða í leiknum gegn Norður-Makedóníumönnum og sækir hér að vörn þeirra í leiknum. Valgarð Reinhardsson hafnaði í 29. sæti af 140 keppendum í fjölþraut á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í gær en mótið stendur yfir í Pól- landi. Valgarð fékk samtals 76.397 stig . Hann var lengi vel í baráttu um að komast í úrslit í stökki, var í sjöunda sætinu, en hafnaði að lok- um í þrettánda sæti með 13.983 stig. Átta efstu á hverju áhaldi kom- ast í úrslit. Eyþór Örn Baldursson hafnaði í 49. sæti með 67.665 stig eftir mjög góðar æfingar á svifrá og bogahesti en hann náði sér ekki á strik á hinum áhöldunum. Valgarð í baráttu í stökki á EM Ljósmynd/FSÍ Fimleikar Valgarð Reinhardsson hafnaði í þrettánda sæti í stökki. HANDBOLTI Undankeppni EM karla 2020 1. riðill: Pólland – Þýskaland............................. 18:26 Kósóvó – Ísrael ..................................... 27:24  Þýskaland 6, Pólland 2, Ísrael 2, Kósóvó 2. 2. riðill: Belgía – Sviss ........................................ 25:28  Króatía 4, Sviss 4, Serbía 1, Belgía 1. Serbía og Króatía mætast í dag. 3. riðill: Grikkland – Tyrkland .......................... 22:26 Ísland – Norður-Makedónía................ 33:34  Norður-Makedónía 4, Ísland 4, Tyrkland 2, Grikkland 2. Norður-Makedónía og Ís- land mætast aftur í Skopje á sunnudag og Tyrkland mætir Grikklandi. 5. riðill: Tékkland – Hvíta-Rússland ................ 30:31  Hvíta-Rússland 4, Tékkland 4, Bosnía 2, Finnland 0. Finnland og Bosnía mætast í dag. 7. riðill: Ítalía – Slóvakía .................................... 26:23  Ungverjaland 4, Rússland 4, Ítalía 2, Sló- vakía 0. Rússland og Ungverjaland mætast í dag. 8. riðill: Úkraína – Færeyjar............................. 30:19 Svartfjallaland – Danmörk.................. 32:31  Danmörk 4, Úkraína 4, Svartfjallaland 3, Færeyjar 1. Danmörk Umspilsriðill um sæti í efstu deild: Ajax – Silkeborg-Voel......................... 18:33  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Ajax.  Silkeborg 6, Aalborg 4, Skanderborg 4, Ajax 3, Randers 1. Neðsta liðið fellur. Tyrkir unnu nokkuð óvæntan úti- sigur á nágrönnum sínum Grikkj- um, 26:22, þegar liðin mættust í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Kozani í Grikklandi í gær. Liðin eru með Íslandi í riðli en Ísland vann Grikkland á heima- velli, 35:21, og Tyrkland á útivelli, 33:22, í fyrstu umferðum riðilsins í október. Grikkir settu riðilinn hins vegar í uppnám með óvæntum sigri á Norður-Makedóníu, 28:26, í Koz- ani. Tvö efstu liðin komast á EM og fjögur lið af átta í þriðja sæti vinna sér einnig sæti í lokakeppninni. Tyrkirnir lögðu Grikki á útivelli AFP Tyrkland Onur Ersin er lykilmaður í liði Tyrkja sem leika hér í júní. Dominos-deild kvenna Undanúrslit, þriðji leikur: Keflavík – Stjarnan .............................. 91:67  Staðan er 2:1 fyrir Stjörnuna. 1. deild kvenna Þriðji úrslitaleikur: Fjölnir – Grindavík............................... 83:92  Grindavík sigraði 3:0. NBA-deildin Cleveland – Charlotte ........................ 97:124 Detroit – Memphis ............................. 100:93 Washington – Boston ....................... 110:116 Miami – Philadelphia ......................... 122:99 Chicago – New York ............................ 86:96 Minnesota – Toronto ........................ 100:120 New Orleans – Golden State ........... 103:112 Dallas – Phoenix ............................... 120:109 Utah – Denver .................................. 118:108 Oklahoma City – Houston ............... 112:111 LA Lakers – Portland...................... 101:104  Fyrir lokaumferðina í nótt stóð baráttan á milli Detroit og Charlotte um síðasta sæt- ið í úrslitakeppninni. Sjá mbl.is/sport/ korfubolti. KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.