Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 65
Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Rimmu Keflavíkur og Stjörnunnar í undan- úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik er ekki lokið. Keflavík sigraði 91:67 þegar liðin mættust í Keflavík í þriðja leiknum í rimmunni í gærkvöld. Sumarfríið blasti við Keflvíkingum þar sem Stjarnan hafði unnið fyrstu tvo leikina en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit. Kefl- víkingar voru á endanum sterkari þetta kvöld- ið og tryggðu sér í það minnsta einn leik til við- bótar en næsti leikur verður í Garðabæ. Stjarnan mætti með laskað lið til leiks þar sem bæði vantaði Bríeti Hinriksdóttur og Auði Ólafsdóttur, sem eru meiddar. Þetta gerði það að verkum að rótering í liðinu varð minni og að sama skapi gat þjálfari Keflavíkur spilað hrað- an leik og skipt örar inn á í því skyni að þreyta lið Stjörnunar. Keflavík hafði 16 stiga forskot, 52:36, að loknum fyrri hálfleik eftir 15 stig í röð í öðrum leikhluta. Keflavík var yfirhöfuð sterkari að- ilinn í leiknum í heild sinni en kannski smá áhyggjuefni því liðið á til að detta í kæruleysi í sínum leik þegar vel gengur. Jón Guðmundsson, þjálfari liðsins, tók undir þetta eftir leik en sagðist sáttur yfir heildina með sigur og bætti við að hann ætlaði sínu liði annan leik í Keflavík í þessari rimmu. Keflavík minnkaði muninn  15:0-kafli í öðrum leikhluta vó þungt Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Undanúrslit Birna Valgerður Benónýsdóttir sendir boltann framhjá Jóhönnu Björk Sveinsdóttur. Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar  Í gær fór fram Íslendingaslagur í 16-liða úrslitum færeysku bikarkeppn- innar í knattspyrnu þegar HB vann sig- ur á NSÍ Runavík, 2:1. HB, undir stjórn Heimis Guðjónssonar, komst yfir á 64. mínútu en NSÍ, undir stjórn Guð- jóns Þórðarsonar, jafnaði sex mín- útum fyrir leikslok. Á lokamínútunni tryggði HB sér hins vegar dramatískan 2:1-sigur og farseðilinn í átta liða úr- slit. Brynjar Hlöðversson spilaði allan leikinn fyrir HB, en liðin mættust í deildinni fyrir ekki svo löngu. Þá gerðu þau 1:1-jafntefli, en fjórar umferðir eru búnar af færeysku deildarkeppninni. HB er með fimm stig en NSÍ sjö.  Manchester United hefur boðið spænska knattspyrnumanninum Juan Mata nýjan samning en núgildandi samningur hans við félagið rennur út í sumar. Faðir Mata greindi frá þessu í samtali við spænsku útvarpsstöðina Cadena SER og sagði að Mata ætti líka möguleika á að fara til annarra liða sem leika í Meistaradeildinni.  Miðjumaðurinn Kristinn Freyr Sig- urðsson verður ekki tilbúinn í slaginn með Íslandsmeisturum Vals þegar keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í lok apríl. Kristinn staðfesti við fotbolti.net í gær að hann væri ekki byrj- aður að æfa ennþá með lið- inu í kjölfar sýkingar sem hann fékk eftir aðgerð á hné í des- ember. Hann þurfti í kjölfarið að fara í aðra aðgerð mán- uði síðar. Valur mætir Víkingi í fyrsta leik deild- arinnar föstudags- kvöldið 26. apríl. KA er í góðri stöðu í úrslitaeinvíg- inu á Íslandsmóti kvenna í blaki eft- ir að hafa sigrað HK 3:0 í Fagra- lundi í Kópavogi í gærkvöld. KA vann fyrstu hrinuna 25:13 og aðra hrinu 25:15. Sú þriðja var jöfn og tvísýn en KA hafði að lokum sigur, 25:22. Helena Kristín Gunnars- dóttir var með 13 stig fyrir KA og Gígja Guðnadóttir 11 en Hjördís Ei- ríksdóttir 12 fyrir HK. Þar með get- ur KA orðið Íslandsmeistari á heimavelli um helgina en leikir númer tvö og þrjú fara fram á Ak- ureyri á laugardag og sunnudag. KA-konur komnar í kjörstöðu strax Morgunblaðið/Hari Úrslit KA getur orðið meistari á heimavelli um næstu helgi. Þjóðverjar eru komnir í afar þægi- lega stöðu í undankeppni Evrópu- móts karla í handknattleik eftir úti- sigur á Pólverjum, 26:18, í Gliwice í gærkvöld. Þeir eru með sex stig eftir fyrri umferðina á meðan Pólland, Ísrael og Kósóvó hafa unnið hvert annað og eru með tvö stig hvert. Þar sem tvö efstu liðin fara á EM 2020 og einnig fjögur lið af átta í þriðja sæti er nánast formsatriði fyrir þýska lið- ið að ljúka riðlinum. Uwe Gens- heimer var í aðalhlutverki með níu mörk í Gliwice og Patrick Groetzki skoraði sex. vs@mbl.is Þjóðverjar nánast komnir á EM Ljósmynd/Sascha Klahn Níu Uwe Gensheimer var marka- hæstur í þýska liðinu í gær. Grindvíkingar fögnuðu sæti í úr- valsdeild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í gær. Grindavík lagði Fjölni að velli í Dalhúsum 83:92 og vann rimmu liðanna 3:0. Hrund Skúladóttir var stigahæst hjá Grindavík með 23 stig og tók 11 fráköst. Hannah Louise Cook skor- aði 21 stig og tók 12 fráköst. Fyrir- liðinn Ingibjörg Jakobsdóttir skor- aði 19 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Brandi Nicole Buie var lang- stigahæst hjá Fjölni með 28 stig og tók níu fráköst auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spenna Erla Sif Kristinsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir í leiknum í gær. Grindavík upp í úrvalsdeild á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.