Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 4
Fjölskyldan í sínu fínasta pússi á
brúðkaupsdegi Önnu og Jónasar.
Anna og Jónas eru ein-
staklega fallegt par. Þau
kynntust óvænt þegar hann
heimsótti Ísland og gisti hjá
henni á Airbnb. Þá hafði
Anna verið einhleyp í 20 ár.
A
nna kynntist eiginmanni sínum
þann 5. maí árið 2017. Hún var
ekki beint að leita sér að manni,
enda hafði hún verið lengi ein, en
hún var tilbúin að hitta hinn eina
rétta – og hafði látið veröldina vita af því.
„Ég er mjög lífsglöð í eðli mínu og já-
kvæð og ég er trúuð. Ég sat heima hjá mér
á þessum tíma og Jónas eiginmaður minn
sat á Norður-Spáni að plana ferð til Amst-
erdam að hitta vini sína. Ég hugsaði með
mér allt í einu: Hvað með þennan mann
sem Guð ætlar mér? Hvar skyldi hann vera.
Ég man að ég kallaði svona út í loftið heima
hjá mér: Eiginmaður hvar ertu? – Er ekki
tími til að þú farir að koma?“
Á sama tíma sat Jónas að panta flug til
Amsterdam en ákveður skyndilega að
breyta ferðinni og fara til Íslands. Hann
hafði dreymt landið þegar hann var ungur
maður og hafði lofað sér að koma til Íslands
áður en langt liði. „Jónas hefur greinilega
fengið skilaboðin mín því hann pantar flug
og síðan gistingu hjá mér í gegnum Airbnb.
Hann sagði mér seinna að hann hefði gert
athugun á netinu á íbúðinni og mér sem
leigjenda, því hann hélt að þetta væri of
gott til að vera satt. Ég gerði það einnig og
leist í fyrstu ekki á að hann hafði engin
meðmæli með sér á forritinu.“
Var þetta ást við fyrstu sýn?
„Nei alls ekki, en við náðum strax mjög
vel saman sem vinir. Hann hafði planað að
ferðast um landið þessa viku sem hann ætl-
aði að dvelja hér, en það varð lítið um
ferðalög því við enduðum á að vera saman
alla vikuna.“
Anna segir að þeir sem þekkja til hennar
telji atburðarásina mjög áhugaverða og
Kynntist eiginmanninum á airbnb
Anna Sigurbjörg Þórisdóttir starfar í verslun og sem hárgreiðslukona. Hún er ein af glæsileg-
ustu konum landsins að margra mati, algjörlega tímalaus og virðist ekki eldast með árunum.
Anna var búin að vera 20 ár ein áður en hún kynntist eiginmanni sínum, honum Jónasi, á Airbnb.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
SJÁ SÍÐU 6
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019