Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
Brúðagjafalistar
E
va Sjöfn er klínískur sálfræðingur og verkefnastjóri
hjá Háskólanum í Reykjavík. Hún segir hjónalífið
gott líf, þó að hamingjan sé hvorki minni né meiri
eftir brúðkaupsdaginn.
„Forsenda þess að gifta sig tel ég vera gleði sem
að maður finnur með öðrum einstaklingi í hversdagsleik-
anum,“ segir hún.
Gaman en líka ákveðið álag
„Við erum mikið fyrir að halda veislur og því ákváðum við
ekki að hafa þetta einfalt og fámennt heldur buðum við mikið
af fólki og vildum við gera sem mest sjálf. Við tókum nokkra
mánuði í allskonar undirbúning, allt frá því að skreyta krukk-
ur í að búa til fyllingu í brúðartertu - skoða sali og finna
prest.
Ég hefði aldrei viljað sleppa því að hafa stórt brúðkaup en
nokkrum dögum fyrir stóra daginn var stundum mikið álag.“
Við giftum okkur í Garðakirkju en erum búsett í Kópavogi.
Við fengum fallegan fornbíl að láni frá góðri vinkonu mömmu.
Tegund bílsins er Thunderbird frá árinu 1963. Það var mjög
skemmtileg upplifun að keyra um á fornbíl og ekki verra að fá
að smella nokkrum myndum inni í honum og fyrir utan. Ef
fólk hefur aðgang að fornbíl eða einhverjum öðruvísi bíl en
þau eru vanalega á þá mæli ég með að grípa það tækifæri.“
Æðruleysi mikilvægt
Þar sem Eva Sjöfn starfar sem sálfræðingur segir hún að
jafnaðargeð, æðruleysi og hæfilegt kæruleysi sé nauðsynlegt
á stóra deginum. „Ég get sagt frá skemmtilegum sögum um
það sem getur farið úrskeiðis, en það fatta það vanalega eng-
inn nema brúðhjónin sjálf.
Sem dæmi vorum við með gasblöðrur sem áttu að fljóta
uppi í lofti, en þegar við gengum inn veislusalinn lágu þær all-
ar í gólfinu, þar sem við vorum ekki með smáatriðin á hreinu í
blöðrumálunum. Eins enduðu dætur okkur á því að ganga inn
kirkjugólfið berfættar því að við tókum vitlausa skó. Veislu-
gestum datt ekki í hug að þetta ætti ekki að vera svona, þeim
fannst þetta vera voða flott. Brúðkaup eiga að vera að mínu
mati fullkomlega ófullkomin og maður ætti að reyna að forð-
ast að hugsa of mikið út í smáu atriðin.“
Fjárfesta í góðri mynd
Eva Sjöfn er ánægð að eiga fallega mynd frá brúðkaups-
degi þeirra hjóna og segir að það sé án efa stórt atriði sem
vert er að fjárfesta í. „Við vildum líka hafa matinn vel úti lát-
inn, enda elskum við góðan mat. Ég mæli með slíku. Góð tón-
list skiptir einnig máli. Við fengum frábæran plötusnúð sem
er góður vinur okkar og framúrskarandi tónlistarfólk sem
söng og spilaði í athöfinni. Þó að það sé hálfgerð klisja þá var
þetta einn af bestu dögum lífs míns. Ég veit ekki hvað hægt
er að biðja um meira en að hafa fólkið sitt, góðan mat, góða
tónlist og vera umvafin ást og hamingju. Minningarnar lifa
um einstakan fullkomlega ófullkominn brúðkaupsdag. Ég
myndi ekki vilja hafa það neitt öðruvísi.“
Ljósmynd/Lárus Sigurðarson
Gaman að vera á fornbíl
Eva Sjöfn Helgadóttir sálfræðingur og Matthías Kjartansson verkfræðingur gengu í heilagt hjónaband með það
að markmiði að gera fallegan dag einstakan. Þau eru á því að minningar lifi áfram með ljósmyndum. Brúðurin
hafði aldrei komið inn í fornbíl fyrir brúðkaupsdaginn og segir það hafi verið óvænt ánægja á sjálfan daginn.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Eva Sjöfn er ánægð með þá
ákvörðun að fá lánaðan forn-
bíl fyrir brúðkaupsdaginn,
þar sem fallegar ljósmyndir
verða til í gömlum bílum.
Brúðarbíllinn var af gerðinni
Thunderbird frá árinu 1963.