Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 20
V
ið giftum okkur í Garðakirkju af því
okkur fannst það rétti staðurinn
fyrir viðburðinn. Vídalínskirkja kom
einnig til greina, enda störfum við
mikið í þeirri kirkju. Við hjónin er-
um kórstjórar hjá barna- og unglingakórnum
ásamt því að vera með gospelkór Jóns Vídal-
íns. Eins erum við mikið beðin að syngja í
þessum kirkjum, hvort heldur sem er í brúð-
kaupum eða jarðarförum,“ segir hún.
Með tvo presta í brúðkaupinu
Jóhanna Guðrún á fallegar minningar úr
brúðkaupinu sínu. Prestarnir Jóna Hrönn
Bolladóttir og eiginmaður hennar Bjarni
Karlsson gáfu þau saman. „Jóna Hrönn er
enginn venjulegur prestur að mínu mati, í
raun má segja það um þau bæði. Ég fylgist
með hvernig þau vinna dag og nótt og er
virkilega heppin að sjá þessa hlið á lífinu. Allt
það fallega sem gerist innan kirkjunnar, en
einnig það erfiða, þegar fjölskylda kveður
vini og ættingja – stundum langt fyrir aldur
fram.“
Jóhanna Guðrún segir æðislegt að starfa
með börnum og unglingar séu einstakir líka.
„Það er gaman að sjá hversu fljótt persónu-
leiki fólks kemur fram. Árangur barna í söng
er mikill ef þau hafa áhuga og leggja sig
fram. Það er bæði gefandi og lærdómsríkt að
starfa innan kirkjunnar. Mín verkefni eru
kannski vel skilgreind og auðframkvæman-
leg, en sumt af því sem fram fer innan kirkj-
unnar er þannig að fólk þarf kærleika, skiln-
ing og stuðning.“
Hvernig var tónlistin í ykkar brúðkaupi?
„Við vorum með sannkallaða tónlistarveislu
þar sem mikið af vinum okkar, fjölskyldu og
kunningjum er í tónlistariðnaðinum. Davíð
spilaði sjálfur á gítar þegar ég gekk inn
kirkjugólfið. Hann spilaði ekki hinn hefð-
bundna brúðarmars, heldur lagið „Cavatina“
úr kvikmyndinni „Deer Hunter“. Það var
ótrúlega rómantískt og þar sem hann er frá-
bær gítarleikari þá langaði mig að hann
myndi spila lagið sjálfur.“
Gaman að velja lögin saman
Hvað mælir þú með að fólk geri tengt tón-
list í brúðkaupum?
„Í kirkjunni sjálfri finnst mér að tónlistin
eigi að vera persónuleg og ekki valin úr fyrir-
framgefnum lögum, heldur eftir smekk og
upplifun brúðhjónanna. Hvaða lag eiga þau
saman? Hvaða lag fjallar um þau? Það finnst
mér algjört lykilatriði og þannig vinn ég með
brúðhjónum sjálf. Ég tók sem dæmi eitt sinn
Brúðkaup
sem minnti á
tónlistarhátíð
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir giftist eiginmanni
sínum, Davíð Sigurgeirssyni, hinn 21. september árið 2018.
Brúðkaupið var sannkölluð tónlistarveisla þar sem hæfustu
listamenn landsins, ásamt brúðhjónum, komu fram.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmyndir/Helgi Ómarsson
Mögnuð brúðarterta
úr Sætum syndum.
Að eiga ljósmynd af
fallegu augnablik-
inum á brúðkaups-
daginn er gulls ígildi.
SJÁ SÍÐU 22
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019