Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
L
ára sótti menntun sína í
köku- og eftirréttagerð í
heimalandi sínu Bandaríkj-
unum. Hún er einnig mennt-
uð í næringarfræði og býr sem dæmi
til ljúffengar vegan-kökur þar sem
hún notast við allskonar holl hráefni í
stað hins hefðbundna. Hún er dugleg
að prófa sig áfram og er á því að
kökugerð sé listgrein út af fyrir sig.
Frá Bandaríkjunum til Íslands
Hvað kom til að þú ert búsett á Ís-
landi?
„Ég hafði heimsótt Ísland oft áður
en ég ákvað að flytjast hingað. Ég bjó
í Fíladelfíu í Bandaríkjunum áður en
ég ákvað að flytjast til Húsavíkur. Ég
er núna búsett í Reykjavík og hef frá
því í desember búið til mínar eigin
kökur sem fólk getur pantað af
heimasíðunni minni.“
Lára á íslenska eiginkonu, Anítu
Ösp Gunnlaugsdóttur.
Það er ýmislegt áhugavert og
öðruvísi við Baunina, meðal ann-
ars að þegar maður pantar köku,
þá leggur maður inn pöntun í
gegnum netið. Lára leigir út eld-
hús af Matís og gerir stundum
fjöldann allan af kökum vikulega –
hins vegar eru sumar vikur
rólegri en aðrar og þá ver hún tím-
anum í vöruþróun og sköpun.
Heldur upp á listrænt frelsi
Uppáhaldspantanirnar hennar
Láru eru skapandi pantanir þar sem
myndir, tónlist eða kvikmyndir eru
lagðar til grundvallar að hugmynd.
Henni finnst best ef grunnupplýs-
ingar liggja fyrir um hvað á að vera í
kökunni, síðan kann hún að meta að
vera treyst fyrir útliti kökunnar.
Ástæðan fyrir því að Lára bjó til
kökufyrirtækið Baunina segir hún
vera einsleitni í íslenskum bakaríum.
„Það sem kom mér á óvart þegar
Listrænar vegan-brúðarkökur
Þrátt fyrir að vera mikið fyrir liti er
Lára á því að ljósar kökur séu
klassískar í brúðkaupum.
Þessi fallega græna kaka
er fyrir 16 manns.
Rómantísk brún brúðarkaka gerð
af kökugerðarkonunni Láru.
Lára mælir með svört-
um lit í brúðarköku.
Lára er ákaflega listræn og
skemmtileg manneskja sem
auðvelt er að vinna með.
Lára Colatrella gerir án vafa eftirtektarverðustu kökurnar um þessar
mundir. Hún rekur fyrirtækið Baunina, þar sem hægt er að festa kaup
á öðruvísi brúðarkökum, meðal annars vegan-kökum í framandi stíl.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is