Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 35

Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 35
ég hóf að starfa hér í bakaríi sjálf var hversu mikið allt er eins hér á landi. Ég fann fljótt þörfina fyrir að skapa mitt eigið, eitthvað sérstakt. Ég ákvað að búa til mitt eigið fyrirtæki, því þar sem ég vann var mér ekki treyst fyrir því að láta ljós mitt skína sjálf. Í mínu eigin get ég fengið útrás fyrir þetta listræna sem býr innra með mér, ásamt því að prófa mig áfram með óhefðbundið hráefni. Skapað eitthvað alveg nýtt fyrir Ís- lendinga.“ Kaka í stað kokteils Hvernig getur kaka verið eins- konar form listar og hvað er í tísku að þínu mati tengt brúðarkökum í dag? „Allt sem við gerum getur verið list, ef við þorum að fara út fyrir það sem er gert vanalega og framkvæma það sem okkur langar. Ég er mikið fyrir dökkar brúðarkökur um þessar mundir. Mér finnst náttúra Íslands falleg, dökk grænir litir, gráir og jafn- vel svartir. Eins er ég mikið fyrir að vinna með ólík þemu. Ég fæ mjög mikið frjálsar hendur við það sem ég geri í dag. En ef ég ætti að nefna áhugaverð þemu myndi ég segja þema í anda Austurlanda fjær – þá væri það brún kaka með skrauti sem minnir á skraut sem gert er með henna-litum. Eins fyndist mér fallegt að vera með græna köku og nota þá náttúr- una sem grunn. Hægt er að setja alls- konar jurtir og fleira gómsætt í slíka köku, þannig að hún virki eflandi fyr- ir ekki einungis sálina heldur einnig líkamann.“ Hún setur hvítt te, allskonar jurtir og fleira áhugavert í slíkar kökur. Þess má geta að vegan-kökurnar hennar Láru eru ekki eins sætar og margir hafa vanist þegar kemur að eftirréttum. Kökurnar eru léttar og þannig að manni líður vel eftir að hafa borðað þær. Eins er Lára mikið fyrir að prófa sig áfram þegar kemur að kökum. Hún nefnir í þessu samhengi sem dæmi köku í staðinn fyrir kok- teil. „Já, við erum öll vön því að fá fal- lega drykki eða kokteil í brúð- kaupum, kannski sterkan drykk með kaffi og þar fram eftir götunum. Hvað ef kakan er drykkurinn? Áfengið væri þá blandað í kökuna og hún borin fram í stíl við drykkinn eða í staðinn fyrir hann. Það er gömul venja sem kannski hefur ekki verið áberandi hér en má alltaf gera vin- sæla aftur.“ Möguleikarnir endalausir Lára er á því að klassískar hvítar kökur séu alltaf vinsælar fyrir brúð- kaup sem og svartar kökur ef því er að skipta. Þegar kemur að framtíðinni er mikið óráðið ef marka má hversu opin hún er fyrir hugmyndum. „Ég heillast að áhugaverðum verkefnum sem eru samvinna ólíkra listgreina sem dæmi. Að vinna með fólki er spennandi, þegar kemur að kökum eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera. Í raun er það mín skoðun að brúðkaup og aðrar veislur ættu að vera byggðar á ákveðinni hugmynd og öll útfærsla eftir því. Ég elska sem dæmi kvikmyndir eftir Ingmar Bergman. Ég setti á sam- félagsmiðla um daginn fallega ljós- mynd úr einni slíkri kvikmynd þar sem mikið var um grænan lit. Græna brúðkaupstertan var gerð með þá kvikmynd í huga. Síðan bætti ég við gróðri og bleikum blómum þar sem það kom til mín að það væri fallegt að gera.“ Það verður áhugavert að fylgjast með næstu skrefum þessa hæfi- leikaríka bakara sem virðast allir vegir færir enda möguleikarnir enda- lausir þegar kemur að kökum eins og hún segir sjálf. Lára er á því að fallegar ljósmyndir geti verið góður grunnur að litaþema fyrir veislur. Hún fann þessa ljósmynd til að gefa dæmi um slíkt. FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 MORGUNBLAÐIÐ 35 Þinn eigin griðastaður fyrir líkama og sál Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is, í síma 444 5090 og á hiltonreykjavikspa.is. GJAFABRÉF HILTON REYKJAVÍK SPA Gefðu vellíðan og dekur Fullkomin gjöf fyrir þig og þau sem þú vilt gleðja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.