Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 42
Byrjaðu að huga að grundvallaratriðum eins og næringu.
WelleCo er fyrirtæki í eigu ofurfyrirsætunnar Elle Macpherson
og framleiðir næringarduftið The Super Elixir, formúla sem
upprunalega var sérstaklega hönnuð af dr. Simone Laubscher
fyrir Elle sjálfa og inniheldur öll þau vítamín sem þú þarft.
Krukkan af þessu töfradufti er hrikalega dýr en ég hef séð gífur-
legan mun á húðinni eftir að ég fór að drekka glas af því á dag.
Svo er það orkugefandi og vatnsleysandi en The Super Elixir er
vegan, án GMO, glúten-, mjólkur- og sojalaust og enginn unn-
inn sykur. Þú getur lesið allt um málið og pantað vörurnar á wel-
leco.com og senda þeir til Íslands.
Ekki gleyma líkamanum þegar húðumhirða er annars vegar.
Þurrburstun er frábær leið til að auka blóðflæði húðarinnar sem
og að nota hefðbundinn líkamsskrúbb í sturtunni. Einn af
mínum uppáhaldsskrúbbum er Lavera Smoothing Body
Scrub en hann inniheldur m.a. lífrænt kaffi og grænt te sem
vinna gegn appelsínuhúð. Eftir sturtu er gott að nota stinn-
andi líkamskrem, eins og til dæmis Sensai Cellular Perform-
ance Body Firming Emulsion, í þeirri von að fá afturenda í
anda Jennifer Lopez.
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími: 553 1380
Fyrirtækjaþjónusta Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar
Almennur þvottur Hreinsun og pressun Dúkaþvottur og dúkaleiga
Fjölbreytt þjónusta í 65 ár
Sumir halda að ástin ein og sér láti húðina
ljóma. Daginn fyrir brúðkaupið áttarðu þig
á því að það er ekki raunin og streitan
sem hefur fylgt undirbúningnum hefur
tekið sinn toll. Ef þú vilt koma húð þinni
og hári í sitt besta ástand er mikilvægt
að byrja með góðum fyrirvara.
Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com
Byrjaðu á að hreinsa húðina og bera á hana
serum og rakakrem. Slepptu sólarvörninni
þar sem hún getur endurkastað flassi
myndavélanna. Að lokum skaltu muna að
slaka á, allt mun fara vel. Í versta falli er það
pítsa og bjór á línuna.
Brúðkaupsdagurinn
Húð og hár
upp á sitt besta
Ætlar þú að
vera gordjöss
á brúðkaups-
daginn?
Thinkstock
Áður en þú ferð að hamast með misjafnar húðvörur er
gott að panta tíma hjá húðlækni til að meta hvað húð þín
þarf. Á þessum tímapunkti byrja margir að nota retinól en
það er A-vítamín sem er að taka yfir húðumhirðuheiminn
sökum þess hve mjög það dregur úr hrukkum og ójöfn-
um húðarinnar. Þetta er þó sterkt efni og margir byrja að
nota væga prósentu á borð við 0,2-0,3% einu sinni í viku
á meðan húðin venst því. Húðlæknirinn gæti þó ávísað þér
sterkara retinól-kremi.
Níu mánuðir til stefnu
SkinCeuticals Retinol 0,3% Refining
Night Cream (Húðlæknastöðin).
Tólf mánuðir til stefnu
WelleCo The
Super Elixir.
Lavera
Smooth-
ing Body
Scrub.
Sensai Cellular
Performance
Body Firming
Emulsion.
Lancôme
Visionnaire
Skin Sol-
utions 0,2%
Retinol.